Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.11.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 05.11.1954, Blaðsíða 4
V-E&KAMAÐU&INtt Fðstudaginn 5. nóv. 1954 - Samstarfið um frystihússmálið (Framhald af 1. síðu). skilyrði fyrir rekstri þeirra um næstu framtíð, og þá um l'eið skil- yrði fyrir afkomuöryggi ein- staklingsins og bæjarfélagsins — og um leið ykkar heimilis. Næstu daga fer ávarp þetta um bæinn. Ef þið viljið af ykkar meiri og minna takmörkuðu getu styðja þetta málefni til eflingar-' atvinnutíísins í bænum, þá út- fyllið viðfest eyðubiað og sendið eða skilið persónulega í skrifstofu Úígerðarfélags Akureyringa h.f., Gránufélagsgötu 4, fyrir 15. nóv- ember næstkomandi. Innborgun hlutafjárloforðanna má ekki dragast lengur en til 1. marz 1955. Akureyri, 28 .október 1954. f stjóm Útgerðarfélags Akureyringa h.f.: Helgi Pálsson. Steinn Steinsen. Jakob Frímannsson. Óskar Gíslason. Albert Sölvason. Áskorun formanna stjórnmálafélaganna: „Bygging hraðfrystihúss er það verkefni sem mest kallar að til þess að bæjarfélagið fylgist með í atvinnu- og framleiðsluþróuninni" Útgerðarfélag Akureyringa h.f. hefur boðið út ný hlutabréf í íélaginu fyrir \Vz milljón króna, og er þessu fé ætlað að vera fyrsta framlag til byggingar hrað- frystihúss til hagsbóta fyrir tog- araútgerðina og bæjarfélagið heild. Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að leggja fram helmingur þessarar upphæðar. Er ljóst, að Útgerðarfélagið og hraðfrystihússmálið þarfnast nú þegar 750 þúsimd króna hluta fjárframlags frá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum. Ástæða er til að ætla, að við- bótarfé til hraðfrystihússbygg- ingar fáist að láni ef í ljós kemur Bæjarhlutakeppni verður háð á mánu- dagskvöldið Haustmót skókfélags- ins hefst 11. þ. m. Næstk. mánudagskvöld, kl. 8,30, efnir Skákfélag Akureyrar til bæjarhlutakeppni í skák, og fer hún fram í Alþýðuhúsinu. Keppa þar Innbæingar og Brekkubúar við Oddeyringa og Glerárþorps- búa. Heitir Skákfélagið á alla skákunnendur, utan sem innan félagsins, að fjölmenna til keppn- innar, og eru þeir, sem tök hafa á, beðnir að hafa með sér töfl, þótt ekki sé það skilyrðí fyrir þátttöku. Haustmót Skákfélagsins hefst svo næstk. fimmtudagskvöld í Ásgarði, Hafnarstræti 88, og eru allir félagar Skákfélagsins, og þeir sem hug hafa á að gerast þar félagsmenn, hvattir til að taka þátt í því. að Akureyringar hafa þegar i upphafi svo mikla trú á málinu að þeir vilja leggja fram það stofnframlag, sem nauðsynlegt er til að hrinda því af stað. Það er einróma álit undirrit- aðra formanna stjórnmálafélag- anna í bænum að nú sem fyrr beri brýn nauðsyn til að Akur- eyringar standi saman um eflingu togaraútgerðarinnar og atvinnu- lífsins í bæjarfélaginu og sýni vilja sinn í því efni í verki með stóraukinni almennri þátttöku í hlutafjárframlögum til Útgerðar- félagsins. Bygging nýtízku hrað- frystihúss er það verkefni, sem nú kallar mest að til þess að skapa útgerðinni viðunandi starfsaðstöðu og tryggja að bæj- arfélagið fylgist með í þeirri atvinnu- og framleiðsluþróun, sem orðin er í þjóðfélaginu. Innan skamms mun Útgerðar- félagið leita til allra borgara og fyrirtækja í bænum um liðsinni í þessu mikla hagsmunamáli. Við heitum á alla, sem þess eiga nokkurn kost; að bregðast vel við og leggja fram skerf til þess að unnt verði að hefjast handa um byggingu hraðfrystihúss á Akureyri. Akureyri, 25. október 1954. Haukur Snorrason, form. Framsóknarfél. Akureyrar. Bragi Sigurjónsson, form. Alþýðufl.fél. Akureyrar. Björn Jónsson, varaform. Sósíalistafél. Ak. Kristófer Vilhjálmsson, form. Þjóðvarnarfél. Akureyrar. Gunnar H. Kristjánsson' gjaldk. Sjálfstæðisfél. Akureyrar. I Kosningar Stúdentaráð Um sl. helgi fóru fram kosning- ar í Stúdentaráð og urðu úrslit þessi: A. (Frams. og kratar) 119 (138) B. (Þjóðvörn) 80 (86) C. (Róttækir) 125 (130) D. (íhaldið) 283 (301) Eins og þessar tölur bera með sér kusu nú mun fserri en í fyrra og lækkaði því atkvæðatala allra nokkuð en róttækra þó minnst, og hefur hlutfallstala þeirra hækkað að mun. Hinir kjörnu fulltrúar Félags róttækra, Alþýðuflokksmanna, Þjóðvarnarmanna og Framsókn- armanna hafa gert samkomulag um stjórn ráðsins og er Skúli Benediktsson formaður þess. ii, * SR. KRISTJÁN RÓBERTS- SON hefur verið skipaður sóknarprestur hér á Akureyri frá 1. þ. m. að telja, en hann hlaut eins og kunnugt er flest atkvæði við nýafstaðnar pi-ests- kosningar, enda þótt hann næði ekki lögmætri kosningu. — Siglufjarðarprestakall hefur nú verið auglýst laust til umsókn- ar, en þar hefur Kristján þjón- að að undanförnu. * HJÓNAEFNI. Ungfrú Ásta Sigurlásdóttir frá Vestmanna- eyjum og Gunnar Berg Gunn- arsson, starfsmaður hjá POB. * HJÓNAEFNI. Ungfrú Oddný Dúfa Kristjánsdóttir, Eyrarveg 29 og Óskar Ingimarsson, sjó- maður, Engimýri 4. * SKÁKFÉLAGIÐ. Aðalfundur Skákfélags Akueryrar var haldinn sl. fimmtudag. í stjórn voru kjörnir: Jón Ingimarsson, formaður, Haraldur Ólafsson, ritari, Björn Halldórsson, gjaldkeri, Friðgeir Sigurbjöms son, áhaldavörður, og Guðm. Eiðsson, spjaldskrárritari. Fé- lagið hefur taflfundi tvo daga í viku í vetur, á mánudögum og fimmtutögtim, í Ásgarði, Hafn- arstræti 88. * FIMMTUGUR varð »1. laugard. Jón Norðfjörð, bæjargjaldkeri, hinn þjóðkunni leikari. — Um þessar mundir dvelur hann í „sumarleyfi" á Akranesi og vinnur þar að sviðsetningu hjá leikfélaginu þar. Frá Heimilisiðnaðarfél. Norð- urland. Mánaðar námsskeið í bókbandi og hálfs mánaðar náms- skeið í fatasaum hefjast föstu- daginn 12. nóv. í Brekkugötu 3B, kl 8 e. h. — Saumanámsskeið verður starfrækt annað hvert kvöld. Kennari verður Guðrún Scheving, Hríseyjargötu 18. — Tekið á móti umsóknum í síma 1028. Erum fluttir í Hafnarstræti 97 (bakhús) SIGTRYGGUR _ EYJÓLFUR gullsmiðir. NÝJA-BÍÓ Sími 1285. i kvöld og næsta. kvöld œmenska stórmyndhy. (hækkað verð sökum þess hve myndin er dýr) Höfum fengið nýtt Panorama-sýningartjald. Á sunnudag kl. 3 barnasýning: GOSI Hin fræga mynd WALT DISNEYS. Verð: Barnamiði kr. 5.00, fullorðnir kr. 7.00. LÆKNAVAL Vcgna fyrirhugaðs burtflutnings Árna Guðmundssonar læknis, verða allir, sem nú eru skráðir hjá honum, að velja sér annan lækni. Læknavalið miðasi við áramót. Nokkrir af læknum bæjarins geta bætt við sig mjög takmörk- uðum fjölda veljenda, en auk þess má velja Bjarna Rafnar lækni, er Hytur hingað upp úr næstu áramótum. Kemur hann einnig til greina við Aður auglýst læknaskiptif Nánari upplýsingar á skrifstofu samlagsins, síma 1934. SJÚKRASAMLAG AKUREYRAR TILKYNNING Þarm 30. okt. 1954 framkvæmdi Notarius publicus í Akureyrarkaupstað, útdrátt á skuldabréfum láns Al- þýðuhúss Akureyrar. Þessi númer komu upp í 50 þús. kr. láni: 7 _ 9 _ 15 _ 32 _ 36 - 37 - 38 - 40 - 42 - 50 _ 55 _ 56 - 58 - 65 - 73 - 84 - 93 - 94 - 98 - 99. Af 100 þus. króna láni komu þessi númer upp: Litra A: 4 - 16 - 21 - 25 - 28 - 56. Litra B: 62 - 97 - 100 - 120 - 121 - 137 - 144 - 165 - 175 - 185 - 190 - 203 - 206 - 207 - 213 - 214 - 219 - 222 - 257 - 260. Litra C: 267 - 268 - 275 - 281 - 290 - 340 - 343 - 350 - 364 - 369 - 380 - 387 - 398 - 401 - 409 - 413 - 420 - 425 - 440 - 446 - 457 - 461 - 473 - 507 - 509 - 510 - 519 - 530 - 534 - 545. Útdregin skuldabréf og vextir af bréfum verða greidd eftir I. janúar 1955 hjá gjaldkera Alþýðuhússins, Stefáni K. Snæbjörnssyni. Stjórn Alþýðubússins. XXX NRNKIN KHRKI

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.