Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.11.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 26.11.1954, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 26. nóv. 1954 SONGSKEMMTUN Hönnu Bjarnadóttur Miðvikudaginn 17. nóv. áttu Akureyrarbúar þess kost að hlýða á söng ungrar og efnilegr- ar söngkonu. Það var frú Hanna Bjarnadóttir. Vafalaust kannast flestir bæjarbúar við hana, því að hún er upp alin hér í bæ og söng í KantÖtukór Akureyrar. Frú Hanna byrjaði söngnám hjá Guðrúnu Þorsteinsdóttur og síðan hjá Sigurði Birkis. En síð- astliðið námsár lærði hún hjá amerískri söngkonu: Florence Lie-Holzmann, en hún lærði hjá hinum heimsfræga tenorsöngvara og söngkennara Jan de Reszké, sem. af mörgum var talinn mesti söngvari síns tíma, jafnvel fremri sjálfum Caruso. Florence Lie- Holzmann starfaði lengi að loknu námi sem aðstoðarkennari hjá Jan de Reszké. Má af því marka álit hans á henni. Frú Þóra Matthíasson (Gunnarsdóttir), sem söng hér síðastliðið sumar, er nemandi hennar. Enn er of snemmt að dæma frú Hönnu sem fullnuma söngkonu. En það er óhætt að fullyrða, að hún er óvenju efnileg. í vöggu- gjöf hefir hún hlotið ágæta söng- rödd og næmt eyra, tilfinningu fyrir sál söngsins og innsæi í sjálfan anda listarinnar: allt það, sem nemanda í söng er nauðsyn- legt. Og söngur hennar bar fagurt vitni þeirri ágætu kennslu, er hún hefir hlotið. Líklega hefir enginn íslenzkur söngvari verið heppn- ari með kennara. Er nú mjög mikilsvert, að frú Hanna fái notið þessa frábæra kennara sem lengst. Söngurinn hófst með þrem söngperlum eftir Pergolese, Don- audy og Sarti. Næst voru tvö af hinum yndislegustu smálögum Schumanns og Vögguvísa Maríu eftir Max Reger. Þriðji kaflinn var íslenzk lög eftir S. Kaldalóns, Sigf. Einarsson og Eyþór Stcfáns- son. Þá komu tvö lög eftir H. H. Beach og Harriet Ware og að síð- ustu tvær óperuaríur eftir Puccini og Verdi. Það er óhætt að fullyrða, að öll þessi lög voru mjög vel flutt og af óvenjumikilli smekkvísi. Ekkert yfirdrifið, hvergi vottaði fyrir tilgerð. Er sérstaklega ástæða til að benda á meðferðina á lögum Schumanns og íslenzku lögunum. Sofnar lóa eftir Sigfús Einarsson hefði reyndar mátt vera veikara sungið, Draumalandið eftir sama höfund og Vorvindur, eftir S. Kaldalóns voru snilldarlega sungin. Áheyrendur fögnuðu söngkon- unni ákaflega vel, varð hún að syngja mörg lögin aftur og mörg aukalög. Voru þau engu miður sungin. Blómvendir bárust í stríðum straumi. Frú Margrét Eiríksdóttir var við hljóðfærið. Það er eigi oft nú orðið, sem tækifæri býðst til að heyra þessa góðu listakonu leika á hljóðfæri. En það var verulega ánægjulegt í þetta sinn, ekki fyrst og fremst vegna glæsilegrar tækni, heldur þeirrar innilegu hlýju er hún lagði í leik sinn, og hversu hún lyfti söngkonunni og studdi hana í túlkun laganna. A. S. Byggingu fyrstu verksmiðj- unnar í Albaníu, sem framleiðir dúka úr ull, er nú nær lokið. Hún er að öllu leyti búin nýtízku vél- um og útbúnaði og er áætlað að hún geti fullnægt þörf Albaníu hvað snertir ullardúka. Byggingu dvalarheimilis aldraðra sjó- manna lokið innan þriggja ára Hús og íbúðir verða vinningar í happdrætti heimilisins á næsta ári Happdrætti dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna hefur nú starfað í fimm mánuoi og hefur þegar lagt hálfa milljón króna að mörkum til byggingar dvalarheimilisins og greitt um kr. 400.00.00 í vinninga. „Adolf Hitler - æskuvinur minn" Nazista- og stríðsáróðursbækur á bókasýningu í Vestur-Þýzkalandi í Frankfurt am Main í Vestur- Þýzkalandi er árlega haldin stór, alþjóðleg bókasýning. Á þessu ári voru þar til sýnis yfir 40 þús. tegundir af bókum frá rúmlega 1000 forlögum. Þar voru bækur frá Englandi, Bandaríkjunum, Norðurlöndum og mörgum öðr- um löndum. Að sjálfsögðu voru þarna fjölmargar bækur frá Franco-Spáni, en stranglega var bannað að nokkur bók, prentuð og útgefin í Austur-Þýzkalandi væri á sýningunni. 523 vestur-þýzk forlög sýndu þar um 6000 nýjar bækur. Lang- flestar voru um tækni, trúar- brögð, barnabækur, um hagfræði o. s. frv. Af fagurfræðiritum fyr- irfannst nær ekkert nýtt frá Vestur-Þýzkalandi. Auk hinna raunverulegu fagbóka voru naz- istaritin og „hershöfðingjabæk- urnar" yfirgnæfandi þar. Uggvænleg bókaheiti. Málgagn vestur-þýzkra bóka- útgefenda birti t. d. langar áróð- ursgreinar fyrir slíkum bókum. Hér fara á eftir nöfnin á nokkr- um þess háttar bókum, sem var getið á aðeins einni síðu blaðsins: „Adolf Hitler — æskuvinur minn". „Fjallahersveitir". „Herinn á Norðurheimskautasvæðinu — VEfflftiiuuinii Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðarm., Jakob Árnason, Þórir Daníelss. Afgreiðsk: Hafnarstræti 88. - Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. frásögn herforingjaráðsins um hernaðaraðgerðir þýzka hersins í Lapplandi". „278. fótgönguliðs- hersveitin í ítalíu 1944/45". „Þýzku birgðahersveitirnar í annarri heimsstyrjöldinni". „Flak — saga þýzka loftvarnahersins 1935/45". „Herskiptingin 1939". „Metorðalistar hersins 1944/45". „Riddarakrossberarnir 1939/45". Hefndarbókmenntir. Fjölmargir bókatitlarnir eiga að vera áróður fyrir „Stór- Þýzkalandi" og endurheimtingu hinna „töpuðu landsvæða". í hópi þeirra eru t. d. eftirfarandi bóka- heiti: „Hinn heiðvirði Austur- Prússi", „Sudet-þýzk myndabók" eða „Harmleikur Slésíu", sem er beint gegn Sovétríkjunum, Tjekkoslóvakíu og Póllandi. Hershöfðingjar nazistahers- ins hafa gefið út sæg af bókum. Hinir háttsettu nazistaforingjar og stríðsglæpamenn njóta nú hárra eftirlauna hjá Bonn-stjórn- inni og hafa nægan tíma til að skrifa endurminningar sínar. Hópur þeirra hefur gefið út bók sem heitir „Scharnhorst-Buch- kameradschaft". Inngangur þeirr ar bókar er ekki skrifaður af ómerkari manni en Konstantin Hierl, ríkisatvinnuforstjóra Hitl- ers, og lýsir hann sjálfum sér og kumpánum sínum sem ofsóttum hugsjónamönnum. Meðal þessara hugsjónamanna eru hershöfð- ingjar, svo sem Guderian, stríðs- glæpamaðurinn frá Noregi og Balkanskaga, Rendulic, van Roh- mann og von Vormann. Önnur bók er gefin út af gene- raloberst Hauser, og ber hún nafnið „Waffen-SS í bar- Vinningar hafa verið einn í hverjum flokki, þ. e. Chevrolet- fólksbifreið af vönduðustu gerð og hlaut Hafnfirðingur þá fyrstu, Reykvíkingar þrjár næstu og nú Akureyringur þá fimmtu. Eftir áramót verður vinningum fjölgað og verða þá tveir og þrír í hverjum flokki. Happdrættisár- ið er talið frá 1. maí til 1. maí. Uppselt hefur verið í happ- drættmu frá því viku fyrir drátt í 1. fl., og hefur eftirspurnin eftir miðunum verið ákaflega mikil. i Hús og íbúðir sem vinningar. A Alþingi er nú á ferðinni frumvarp þess efnis, að happ- drættinu verði leyft að taka inn í hús og íbúðir sem vinninga og hefur frumvarpið þegar verið af- greitt samhljóða frá fyrstu um- ræðu. En nái frumvarp þetta fram að ganga, hyggst sttjórn happ- drættisins að fjölga útgefnum hlutum upp í 50.000, eins og reglugerð þess leyfir, og gæfist þá þeim mörgu, er ekki hafa náð að gerast þátttakendur í þessu vinsæla happdrætti ennþá, kostur á að vera með. Næst mest sala á AkureyrL Happdrættið starfrækir á öllu landinu 84 umboð og er stærst þehra aðalumboðið í Austur- stræti 1 í Reykjavík, með um 15000 miða eða helming alls landsins. Þá kemur Akureyri með áttu". Flughershöfðinginn Hans- Ulrich Rudel, sem flýði eins og blauður hundur eða rotta til Suður-Ameríku til þess að forð- ast refsingu fyrir stríðsglæpi sína, er líka í hópi hinna stóru höf- unda. Nazista-útgefandinn Hans Grimm — með viðurnefninu „Volk-ihne-Raum" — sýndi að sjálfsögðu sæg af bókum á sýn- ingunni. Ein þeirra hét: „Hvers vegna — Hvaðan — En hvert?" með undirtitlinum: „Fyr, nú og eftir hina sögulegu uppkomu Adolfs Hitlers". Allar fyrrnefndar stríðsáróð- urs- og nazistabækur eru að sjálfsögðu bannaðar í Austur- Þýzkalandi. um 1500 miða, Hafnarfjörður með 1100, Keflavík 1000, Akranes 750, Vestmannaeyjar 600, Sigluf jörður 500, KeflavíkurflugvöUur 500, ísafjörður 450, Neskaupstaður 375, Stykkishólmur 300 og Húsa- vík 250. Fæstir þessara staða hafa getað sinnt eftirspurn. Á Norðurlandi öllu eru seldir sam- tals um 3500 miðar. Byggingu lokið innan 3 ára. Byggingu dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna miðar vel áfram og standa vonir til að Ijúka megi þeim hluta, sem nú er í smíðum, sem er um 2/3 alls heimilisins, á næst u2—3 árum, en þá gæti starfræksla þess hafizt með um 100 vistmönnum. Filmía stofnaðxá Akureyri Að undanförnu hafa tveir menn hér í bænum, Magnús Björnsson, -forstjóri, og Sigurður Jónasson, starfsmaður hjá Ú. A., beitti sér fyrir stofnun félagssamtaka sem heita Filmía. Tilgangur þeirra er að sýna kvikmyndir frá Det danske Filmia Museum. Er ein- göngu um að ræða góðar, gamlar myndir. Sams konar félagsskapur var stofnaður í Rvík fyrir um það bil 2 árum og hefur verið nrjög mikil aðsókn að sýningunum þar. Fyrsta kvikmyndasýning Filmía verður væntanlega um næstu helgi. Er það þýzk mynd í Afga- litum um stórlygarann heims- kunna, Múnchhausen. Leika margir frægir leikarar í mynd- inni. — Sýningar Filima verða ekki á venjulegum bíó-tíma og verða sýningarnar algjörlega lok- aðar, þ. e. a. s. aðrir fá ekki að- göngumiða en þeir, sem gerast meðlimir Filmía. Gjaldi verður mjög stillt í hóf, eða til að standa straum af sýn- ingarkostnaði og leigu kvikmynd anna. Þeir, sem hafa áhuga á að gerast meðlimir í Filmía, geta skrifað sig á lista, er liggur frammi í Bókaverzl. Axels. — Kvikmyndasýningar Filmía verða í Nýja-Bíó.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.