Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.11.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 26.11.1954, Blaðsíða 3
VERKAMABURINN Föstudaginn 26. nóv. 1954 ^CTÍfÍ": Leikfélag Akureyrar: Meyjaskemman Leikstjóri: Ágúst J. Kvaran, tónstjóri: Arni Ingimundarson I núna hér i bæ) stjórnaði stofn-. um áratugi. Og Karl O. Runólfs Akurey: þessa bæjar hafa akureyrskir leik- og söngkraftar sett á svið óperettu. Það er hin þekkta og vinsæla Meyjaskemma, óperetta í þremur þáttum, með lógum eftir ástvin allra laga- og ljóðaunn- enda, Franz Schubert. Það þarf vissulega mikla bjart- sýni og áræði til að ráðast í slikt fyrirtæki sem óperettusýningu, þar sem þetta er fyrsta tilraunin hér í þá átt og ber þar einkum til vímdi leikstjóra og tónstjóra á vali starfskrafta til slíks listforms, sem byggist öllu meir á söng en leik. Auk þess er þetta lang fyrir- ferðarmesta og dýrasta sýning, sem L. A. hefur ráðist í um dag- ana, bæði hvað leikendafjölda, búninga og leiksviðsútbúnað all- an snertir. Það vakti að vonum mikla eftirvæntingu í bænum þegar það kvisaðist að L. A. væri með óperettu á prjónunum, og mér er ekki grunlaust um, að ýmsir hafi verið svartsýnir í þeim efnum, einkum þó með tilliti til hljómsveitarinnar — því að hvernig er hægt að færa upp óperettu án hljómsveitar, spyrja menn. Það er kapítuli, sem eg kem að síðar. Það lætur að líkum að leik- stjórinn, hr. Ágúst J. Kvaran, hefur með þessu tekizt á hendur mikið og vandasamt starf, að velja úr hinum sundurleita hópi áhugasöngvara og leikara okkar Akureyringa og gera úr honum eina samfellda heild, brjóta ísinn og sviðsetja óperettu í fyrsta sinn í sögu leiklistarinnar á Akureyri; en það er merkisviðburður, sem verður lengi minnzt hér í bænum og á vonandi eftir að marka tima- niöt, því að eg trúi ekki öðru en á eftir komi fleiri óperettusýningar, þegar svona glæsilega er af stað farið. Alls eru hlutverkin í Meyja- skemmunni 19, en aðalhlutverkin eru í höndum Jóhanns Konráðs- sonar, sem leikur tónskáldið Franz Schubert, Jóhanns Ög- mundssonar, sem leikur Franz Schober barón og skáld, Arna Jónssonar, sem leikur Christian Tschöll kgl. hirðglermeistara, og svo Bjargar Baldvinsdóttur, sem leikur eina af meyjunum, dóttur Tschöll gamla. Jóhann Konráðsson er algjör- lega nýr gestur á leikpallinum, en skilaði hlutverki hins ófram- færna og hlédræga Schuberts betur en hægt var að heimta af byrjanda í leiklist, en á söng Jó- hanns var enginn byrjandabragur og naut hinn lýriski og blæfagri tenor hans sín sérstaklega vel í þessu hlutverki. Leikur Jóhanns Ögmundssonar og söngur var í alla staði öruggur og var sýningunni mikill styrkur að jafn senu- og söngvönum manni, en röddin er alltaf ofur- lítið klemmd hjá Jóhanni og þyrfti að opna sig betur; að öðru leyti er hún björt og falleg. Frammistaða Bjargar Baldvins- dóttur var eins og vænta mátti með ágætum. Björg er löngu bú- in að sýna það, að hún býr yfir miklum hæfileikum sem leikkona og brást heldur ekki í þetta sinn. Það er eftirtektarvert um Björgu, að hún er í stöðugri framför og vex með hverju nýju hlutverki, sem henni er fengið. Rödd hennar er ekki ýkjamikil, en blæfögur og ávallt beitt af smekkvísi og með- fæddri músík-kennd. Og þá er það Árni Jónsson. Eg átti alltaf von á miklu af Árna — en ekki svona miklu! Leikur hans allur var með hinum mestu ágæt- um, mig langar til að segja full- kominn. Látæði hans eða svip- brigðum (mimik) skeikaði hvergi. Honum tókst hreint og beint snilldarlega að sýna hinn góða, grunnhyggna heimilisföður og hjartamenntaða Vínarbúa nítjándu aldarinnar, og eg held að fáir, sem sáu Tschöll gamla í höndum Árna Jónssonar undir lok annars þáttar, gleymi frammi stöðu hans. Aðeins má Árni gæta þess að*leika ekki of sterkt. Þá lék frú Matthildur Sveins- dóttir Lúsíu Grísi, hina afbrýði- sömu og blóðheitu, ítölsku óperusöngkonu. Leikur hennar var bæði tilþrifamikill og sann- færandi. Rödd frúarinnar er bæði mikil og falleg og það er synd, að hún skuli ekki hafa notið meiri skólunar, því að frú Matthildur hefur bæði raddefni og skap í ríkum mæli, og það er engan veginn óhugsandi að hún hefði sjálf getað orðið óperusöngkona. Vini Schuberts, aðra en Scho- ber, sem áður er getið, leika þeir Hermann Stefánsson Moritz v. Schwind teiknara, Halldór Helga son Leopold v. Kupelwieser mál- ara, og-Guðmundur Gunnarsson Joh. Michael Vogl kgl. hirðóperu- söngvara. Öll voru þessi hlutverk lýtalaust af hendi leyst og söngur þeirra þrímenninganna hressileg- ur og skemmtilegur, sem vænta mátti af svo góðum raddmönnum. Vignir Gumundsson lék þarna Scharntorff greifa. Hlutverkið er lítið og reyndi ekki verulega á Vigni í þetta skipti. Maríu Tschöll lék frú Sigríður Pálína Jónsdóttir. Vakti rödd frúarinnar og söngur allur — þó lítið væri hlutverkið — verðskuldaða hrifn- ingu leikhússgesta. Yngri dætur Tschöll gamla, þessar í skemm- unni, léku þær ungfrú Brynhild- ur Steingrímsdóttir Hildu, og Helga Alfreðsdóttir Heiðu. Hafa þær báðar laglega rödd og fóru égætlega með hlutverk sín. Hina hamingjusömu tengdasyni léku þeir Guðmundur Stefánsson Andreas Bruneder söðlasmið, og Vilhjálmur Árnason Ferdinand Binder póstafgreiðslumann.Hvort tveggja smáhlutverk — þó und- arlegt megi virðast — en mis- fellulaust leikin. Guðmundur Ágústsson lék Stjána veitinga- dreng, mjög lítið hlutverk, en Guðmundur sýndi, þó ungur væri, að lítil hlutverk má gera ef þarna er ekki í uppsiglingu góður leikari. Húsráðskonuna lék Matthildur Olgeirsdóttir og gerði því hlutverki ágæt skil. María Sigurðardóttir lék herbergis- þernu hjá Grísí og Bára Björg- vinsdóttir þernu hjá Tschöll gamla. Hermann Stefánsson æfði dans- ana og eru þeir mikil prýði í sýn- ingunni. Haraldur Sigurðsson lék Now- otny leynilögreglumann með mestu ágætum. Árni Ingimundarson hafði á hendi söngstjórn og hefur farizt það eins og vænta mátti vel úr hendi, þótt skiptar skoðanir geti verið um meðferð einstakra laga, t. d. hraða. Leiktjöld málaði Þorgeir Páls- son eftir teikningum frá Lothar Grund og eru þau til mikils augnayndis áhorfendum. Ljósameistari er Ingvi Hjör- leifsson og leiksviðsstjóri Oddur Kristjánsson. Hárgreiðslu annað- ist María Sigurðardóttir. Búninga þá, sem ekki eru fengnir að láni frá Rvík, saumuðu þær frk. Mar- grét Steingrímsdóttir og frú Karolína Jóhannesdóttir. Eins og áður er getið hefur ainn reyndi og mikilhæfi leikhús- maður, Agúst J. Kvaran, haft leikstjórn á hendi, enda leynir sér ekki hin nærfærna og örugga handleiðsla hans gegnum allt verkið. Þessi ljúfi söngva- og gleðileikur náði slíkum tökum á áheyrendum, að hvert andlit ljómaði að lokinni sýningu og ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Undirleikurinn var ágætlega af hendi leystur, en hann annaðist frú Soffía Guðmundsdóttir pianó- leikari og Ivan Knudsen, norsk- ur fiðlari, sem kennir hér við Tónlistarskólann. Og er eg þá kominn að efni, sem ekki er hægt að ganga fram hjá þegar skrifað er um þessi mál. Það eru hljómsveitarmál Akureyrar. Hljómsveitarmál Ak- ureyrar! Hvílík firra, munu margir segja, og það er von menn segi það. Þessi okkar bær, Akur- eyri, sem er annar stærsti bær landsins og þekktur fyrir mikla og góða söngkrafta og marga og stóra kóra, hann getur ekki boðið fram einn fiðlara innan bæjartak- markanna þegar mikið liggur við. Þarna er alvarlegur brestur í menningarlífi okkar bæjar, og það sem verra er, okkur hefur farið aftur á þessu sviði. Það er vert að rif ja það upp í þessu sam- bandi, að fyrir um það bil tuttugu árum var starfandi hér 13 manna hljómsveit, sem skipuð var bæði málmblásturshljóðfærum, klari- netti, fjórum fiðlum, tveim sell- óum og kontrabassa. Þessari litlu andi hennar, Karl O. Runólfsson tónskáld, og var hún ávöxtur af sleitulausu og óeigingjörnu starfi hans hér á þeim árum. Hann var þá stjórnandi lúðrasveitarinnar, sem hafði lítils háttar styrk frá bænum, og því var hægt að njóta starfskrafta hans og hæfileika hér. Hljómsveitarmál okkar virt- ust því vera á góðri leið og meira en draumur einn. Hrjómsveit þessi fór mjög myndarlega af stað, og lofaði góðu um framtíð- ina. Eg heyrði tónleika hjá henni í Nýja-Bíó, þar sem meðal annars var fluttur fiðludúett eftir J. S. Bach og kafli úr Paukenschlager- sinfóníunni eftir J. Haydn með furðulega góðum árangri. Hvílík menningarleg lyftistöng hefði ekki áframhald þessarar starf- semi orðið tónlistarlífi okkar kæra bæjar------og þá leikhúsinu. Það hefði ekki verið amalegt fyrir Leikfélag Akureyrar að geta nú, í sambandi við óperettusýningu, gripið til hljómsveitar með meira en tuttugu ára starfsreynslu að baki! — En Adam var ekki lengi í Paradís. Hin listelsku bæjaryf- irvöld þessara ára komust fljótt að þeirri niðurstöðu, að starf- semi slík sem þessi væri ekki sem heillavænlegust fyrir bæjarkass- ann, og með einni handaupprétt- ingu, sem ekki tók lengri tíma en sem svaraði einum takti í Pauk- enschlager-sinfóníunni, stöðvuðu þau þessa þróun tónlistarmálanna son, sem gjarnan vildi starfa á Akureyri fyrir þessi mál, var sveltur burtu úr bænum af skammsýnum bæjarfulltrúum, sem ekki þekktu sinn vitjunar- tíma í menningarlegu tilliti. Þar með varð okkar fagridraumurum hljómsveit og blómstrandi tón- listarlíf í þessum bæ „á snöggu augabragði, afskorinn___". En nú er aftur ofurlítið að rofa til. Lúðrasveitin er vakin upp frá dauðum og nýtur nú aftur styrks frá bænum — heiður sé núver- andi bæjaryfirvöldum fyrir það, og einnig þá rausn að ætla nú á næstunni að leggja tugi þúsunda í hljóðfærakaup handa Lúðra- sveitinni. Tónlistarskólinn hefur nú aft- ur á að skipa kennara í fiðlu- og sellóleik. Það er einmitt þetta, sem tilfinnanlegastur skortur hef ur verið á: strokhljóðfærin á móti Lúðrasveitinni, svo að hægt sé að gera eitthvað fleira með hana en stilla henni upp við steinvegg og láta hana spila marsa, þó aS þaS sé góðra gjalda vert, svo langt sem það nær. — Það væri freist- » andi að skrifa langt mál um þetta efni, en í þetta sinn verður ekki farið lengra. Og að lokum þetta: Hafi Leik- félag Akureyrar, leikstjóri og leikendur hlýjustu þakkir fyrir ógleymanlega stund með Schu- bert og vinum hans. Jón Eðvarð. LOGTOK Eftir kröfu bæjarritarans á Akureyri og að undan- gengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram á kostn- að gjaldanda en ábyrgð bæjarsjóðs, að átta dögum liðn- um frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir ógreiddum útsvörum til Akureyrarkaupstaðar, gjaldföllnum 1. sept- ember síðastliðinn. Akureyri, 20. nóv. 1954. BÆJARFÓGETINN eftirminnileg. Það má mikið vera l hljómsveit (hún þætti ekki lítil HAFIÐ ÞÉR REYNT DEXION SLOTTED ANGLE Úr því má búa til óteljandi hluti á ódýran og hagkvæman hátt. Nefnum sem dæmi: Húsgrindur — Skilrúm — Geymslurekka — Stiga — Tröppur — Vinnupalla — Hliðgrindur — Fceribönd — Vinnuborð — Brúsapalla — Handrið — Fjárréttir. DEXION vinklar og hilluplótur fást úr ryðvórðu stáli og aluminium. DEXION sparar yður fé og fyrirhöfn. DEXION geta allir notað. Klippur, skruflykill og yðar eigið hyggjuvit er allt sem þarf. Söluumboð á Akureyri og nágrenni: i . Kaupfélag Eyfirðinga. Byggingavörudeild.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.