Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.11.1954, Side 6

Verkamaðurinn - 26.11.1954, Side 6
6 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 26. nóv. 1954 Ályktun Alþýðusambandsþingsins um verkalýðsmál: Höfuðverkefnið að tryggja stóraukna hiutdeild vinnandi manna í tekjum þjóðarinnar „24. þing Alþýðusambands íslands teltír að á næstu tímum verði það höfuðverkefni alþýðusamtakanna að tryggja stórum aukna hlutdeild vinnandi manna í tekjum þjóðarinnar, með það lágmark fyrir augum að átta stunda vinnudagurinn nægi til mannsæmandi framfærslu meðalfjölskyldu. Til þess að ná þessu marki tel- ur þingið að jöfnum höndum verði að berjast fyrir hækkuðum laimum og auknum kaupmætti þeirra með verðlækkunum. Þingið leggur áherzlu á að full vísitala verði greidd á öll laun. Mælir þingið fastlega með þeirri aðferð, að samningar um lækkað verðlag verði þraut- reyndir milli ríkisstjómarinnar og þeirra stórfyrirtækja í verzl- im, iðnaði og landbúnaði, sem mest áhrif hafa á verðlag í land- inu. Náist ekki fullnægjandi ár- angur af slíkum samningum, verði tekið upp raunhæft verð- Kostar aðeins 58.00 kr. í bandi lagseftirlit er hindri óhóflega álagningu. 2. A. Þingið felur væntanlegri sambandsstjóm að leita þegar samstarfs við sambandsfélögin um að hefja ötula baráttu fyrir sama kaupi kvenna og karla. B. Á sama hátt verði þegar haf- in barátta fyrir því, að sama kaup verði greitt fyrir sömu vinnu, hvar sem hún er unnin á landinu. Skulu hagkvæmustu, gildandi kaupgjaldssamningar lagðir til grundvallar þeirri sam- ræmingu. C. Telur þingið heppilegt að iambandsstj órn boði til ráðstefna sinstakra félagahópa til að fjalla am þessi mál og önnur sérmál þeirra. Sérstaklega telur þingið aauðsynlegt að efnt verði sem Eyrst til ráðstefnu verkakvenna- iélaganna um sérmál þeirra. 3. Þingið felur væntanlegri sam- bandsstjóm að fylgjast vel með baráttu stéttarsamtakanna í ná- grannalöndunum fyrir 40 stunda vinnuviku og hefja baráttu fyrir þeirri réttarbót í þeim atvinnu- greinum, sem bezt eru til þess fallnar að taka upp þá vinnutil- högun. Sambandsstjórn leiti þegar samninga við Virmuveitendasam- band íslands um að gera tilraun- ir í einstaka atvinnugreinum með 40 stunda vinnuviku, einkum með tilliti til vinnuafkasta. En slikar tilraunir hafa verið gerðar í Nor- egi og Danmörku samkvæmt samningum milli aðila og þykja þær hafa gefið góða raun. 4. Þingið felur stjóm A. S. í. að leita samstarfs við atvinnurek- endur og Vinnuveitendasamband íslands um hvers konar úrræði, sem stuðlað geti að eflingu at- vinnulífsins og aukinni vöru- vöndun.“ - Vinstri stjórnin (framhald af 1. síðu). in eða þá flokkspólitísku foringja, sem töldu sig hafa eignarhald á atkvæði þeirra. Meirihlutinn stóðst þá prófraun og því fagna öll framsækin öfl verkalýðshreyfingarinnar. Sam- starfshreyfing alþýðunnar hefur staðizt fyrstu eldraun sína og komið frá henni heilsteyptari og sterkari, en áður en til þings var gengið. Á næstu vikum og mán- uðum verða verkalýðssinnar um allar byggðir landsins að treysta samstarf sitt og skapa hinni nýju forustu alþýðusamtakanna enn traustari bakhjarl en þegar er fenginn. Með því verður tryggt að 24. þing Alþýðusambandsins marki þáttaskil í íslenzkum verkalýðsmálum — að undan- haldsvörn síðustu ára verði snú- ið í öfluga sókn fyrir bættum lífs- kjörum og bjartari tímum fyrir vinnandi stéttir íslands. EPLI Koma með Esju um helg- ina. — Ódýrari 1 heilum kössum. Verzl. BRYNJA Sími 1418. Barnasmíðaáhöld Verð frá kr. 13.00 Járn- og glervörudeild Getum enn saumað nokkur FÖT fyrir jól. HÖFUM FÖT Á LAGER. Saumastofa Björgvins Friðrikssonar, Landsbankahúsinu, 3 hæð. Simi 1596. I . i Aiykfun Alþýðusambandspings um afvinnumál á Norðurlandi í ýtarlegri ályktun, sem gerð var á þingi A. S. í., er eftirfarandi kafli um nauðsynlegustu framkvæmdir í at- vinnumálum á Norðurlandi: 1. Unnið verði kappsamlega að því að þeir útgerðar- staðir á Norðurlandi, sem enn búa við ónóga eða ófull- nægjandi raforku, verði tengdir við aðalraforkuver fjórðungsins við Laxá. 2. Þrír staðir á Norðurlandi verði byggðir upp til mót- töku á miklu magni af togarafiski. Þar verði reist stór frystihús, komið upp fiskherzlu, saltfiskverkun og fiski- mjölsvinnslu. Hafnaraðstaða gerð góð fyrir stór fiski- skip, og þar verði fáanlegar allar nauðsynjar til togara- reksturs. Aðstaða þessara staða til vinnslu á togaraafla verði miðuð við að 12 togarar landi þar öllum ársafla sínum. 3. Á Akureyri verði gerður fullkominn togaraslippur, svo að viðgerðir togara geti að öllu leyti farið þar fram til jafns við það, sem nú er í Reykjavík. 4. Bátaútgerð verði stórlega aukin, einkum í smærri útgerðarstöðvum Norðurlands. Þar verði fiskvinnsluað- staða byggð upp í samræmi við bátaflota hvers staðar. 5. Togaraútgerð verði aukin á Norðurlandi í 12—15 skip og þá jafnframt miðað við að nokkur skip verði gerð út óstaðbundin, en leggi afla sinn upp til vinnslu í ýmsum höfnum til atvinnuaukningar. -K FRÁ LEIKFÉL. AKUREYR- AR. Meyjaskemman verður sýnd næstk. laugardags- og sunnudagskvöld. — Aðgöngu- miðasími 1639 milli kl. 1 og 2 daglega. — Aðgöngumiðar af- greiddir í afgreiðslu Morgun- blaðsins frá kl. 4.30—6 og í leikhúsinu kl. 7—8, ef eitthvað er óselt. Sýningar hefjast kl. 8. Þeim héraðsbúum, er hefðu í hyggju að sjá leikinn, er vin- samlega bent á að nota góða veðrið og færið, meðan það helzt. -K VINNUMIÐLUNARNEFND AKUREYRAR tekur til starfa á ný í dag (föstud. 26. nóv.). — Atvinnuumsóknir verða skráð- ar á skrifstofu bæjarstjóra eins og verið hefur. Nýtt! Nýtt! BARNAKJÓLAR fl. gerðir NÁTTFÖT (dömu) N YLONUNDIRK JÓL AR NYLON-SOKKAR m. gerðir NYLON-MAGABELTI NYLON-SOKKAR saumlausir PEYSUR í miklu úrvali BLtJSSUR BRJÓSTAHALDARAR o. m. fl. Verzlunin LONDON EYÞÓR H. TÓMASSON. Nýkomið: Nylon-undirföt D Treflar, slæður langsjöl. D Margar gerðir af golftreyjum. D Matrósaföt og kjólar á 1—9 ára. Verzlunin DRÍFA Sími 1521.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.