Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.12.1954, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 03.12.1954, Qupperneq 1
VERKMJMltlll XXXvn. árg. Akureyri, föstudaginn 3. desember 1954 40. tbl. GERIST ÁSKRIFEN DUR að VERKAMANNINUM. — Nýjir kaupcndur fá blaðið ókeypis til næstu áramóta. — Síminn er 1516. Stjórnmálabandalag vinnandi stétta er hið mikla verkefni núverandi tímabils Aðalfundi flokksstjórnar Sósíalistaflokksins er nýlega lokið í Reykjavík. Fundurinn samþykkti einróma ályktun þá um stjórnmáLaviðhorfið, sem hér fer á eftir: Á síðasta ári hafa orðið miklar breytingar á styrkleikahlutföll- unum milli afturhalds og fram- sóknar um víða veröld. Öfl frið- ar og sósíalisma hafa eflzt mjög, nýlenduþjóðirnar hafa uxrnið mikilvæga sigra í baráttunni við afturhaldið og stríðsævintýra- menn Bandaríkjanna eru nú ein- angraðri en nokkru sinni síðan styrjöldinni lauk. Hér á landi markast ástandið af eftirfarandi meginstraumum: Annars vegar af vaxandi hörku og ófyrirleitni einokunarauð- valdsins og stjómmálafulltrúa þess í baráttunni gegn fólkinu til þess að treysta einræði þess í atvinnumálum og stjórnmálum, ósvífnari beitingu ríkisvaldsins í stéttabaráttunni, nánari tengslum við ameríska herveldið og aukn- um amerískum áhrifum í íslenzku atvinnulífi. Einkum hefur aftur- haldið í Sjálfstæðisflokknum færzt í aukana, svo að nú hefur það sett sér það mark að ná lireinum meirihluta á Alþingi til þess að geta farið eitt með stjóm landsins. Hins vegar markast ástandið af vaxandi einingar- hreyfingu meðal verkalýðsins, auknum stéttarþroska og sam- stilltari sókn til bættra kjara, er náði hámarki sínu með þeirri einingu vinstri aflanna, sem tókst að skapa á 24. þingi Alþýðusam- bands íslands. Flokksstjórnin fagnar þeirri einingu, sem tekizt hefur í Al- þýðusambandinu og telur hana merkasta viðburðinn, sem gerzt hefur í verkalýðshreyfingunni og í stjómmálum Islands um langt skeið. Eins og nú standa sakir, er það meginverkefnið að treysta þessa einingu. Flokksstjómin leggur ölliun féiögum Sósíalistaflokksins þá skyldu á herðar að vaka yfir þessari einingu og láta einskis ófreistað til að efla hana og treysta og minnast þess jafnan, að Sósíalistaflokkurinn á engra sérhagsmuna að gæta. Hags- munir hans og heildarhags- munir verkalýðsstéttarinnar eru eitt og hi ðsama. Fyrsta og nærtækasta verkefni hinna sameinuðu verkalýðssam- taka er barátta fyrir bættum kjörum verkalýðsins, sem mjög hafa rýmað á undanförnum ár- um vegna aðgerða ríkisvaldsins. En við aðstæður eins og nú eru hér á landi, þar sem ríkisvaldið er jafnan haft á oddinum í stétta- baráttunni gegn verkalýðnum, hlýtur kjarabaráttan óhjákvæmi- lega að snúast upp í pólitíska bar- áttu. Eining verkalýðssamtakanna er grundvallarskilyrði þess, að tak- ast megi að skapa samfylkingu allra vinnandi stétta á íslandi, eigi aðeins verkamanna, heldur og bænda, smærri atvinnurek- enda, sem eru starfandi í sjávar- útvegi og öðrum greinum, menntamanna og annarra. Að þessu marki hefur Sósíalista- flokkurinn stefnt með baráttu sinni, sem staðið hefur á annan áratug. Sú eining, sem nú hefur skapazt í verkalýðshreyfingum^, hefur nú fært þetta mark nær eiv nokkru sinni áður. Nú verður flokkurinn að leggja megin- áherzlu á að efla svo verkalýðs- samtökin að innri styrk og póli- tískum þroska, að þau verði fær um að taka að sér forystuna fyrir póhtískri samfylkingu alls hins vinnandi fólks. Þetta er hið mikla verkefni núverandi timabils: Að koma á fót bandalagi hinna vinnandi stétta til þess að koma í veg fyrir fyrirætlanir versta aftur- haldsins, sem er í nánusttum tengslum við auðvald og her- (Framhald á 4. síðu). Sósíalistafélag Akureyrar heldur félagsfund í Ásgarði, miðvkiudaginn, 8. des., kl. 8.30 síðdegis. FUNDAREFNI: 1. Alþýðusambandsþingið. 2. Undirskriftasöfnunin gegn hervemdar- samningnum. 3. Féiagsmál. Fjölmennið. STJÓRNIN. Vegir í bænum nær ófærir vegna vanhirðu Margir bOstjórar og aðrir bæjarbúar hafa það nú mjög á orði, að vegir í bænum hafi sjaldan verið í sliku ófremdar- ástandi sem nú og megi telja suma vegarkafla nær ófæra yf- irferðar, án þess að farartæki séu lögð í hættu. Á meðal þeirra gatna, sem þannig er ástatt um, eru sumar fjölföm- ustu götur í bænum, svo sem Aðalstræti, neðsti hluti Strand- götu og vegurinn austan Sam- komuhússbrekkunnar. — Eru þessar götur og fleiri svo hol- óttar að bílstjórar telja tækjum sínum stórhættu búna af akstri um þær og sé hið lélega viðhald hvort tveggja stórleg sóim verðmæta og til vansæmdar bænum. Vitað er að bærinn á ógætan veghefil og tíð hefur verið þannig, að góð skilyrði hafa verið til að nota hann, enda vegir enn þýðir og gljúpir. Gegnir því furðu að þetta tæki skuli ekki vera notað til nauð- synlegustu lagfæringa. Úr þessu verður að bæta nú þegar meðan þýðviðri helzt. Út með veghefilinn strax i dag, Verður alþýðan rekin úr Al þýðuflokknum? Alþýðublaðið skýrir fró því sl. þriðjudag að miðstjóm flokksisn hafi samþykkt að lýsa því yfir, að Hannibal Valdimarsson gegni ekki störf- um sem forseti A. S. I. með stuðningi, vilja né ábyrgð Al- þýðuflokksins og geti ekki að óbreyttum aðstæðum talað í nafni flokksins á opinberum vettvangi. Jafnframt er hann sviptur rétti tíl að taka þátt í störfum verkalýðsmólanefndar flokksins og fimm manna nefnd kosin til að athuga og GERA TILLÖGUR UM HVERJAR FREKARI AÐGERÐIR SÉU NAUÐSYNLEGAR í sambandi við afstöðu flokksins tíl Hanni- bals Valdimarssonar. Ályktun miðstjómarinnar í þessa átt var samþykkt með 22 atkv. gegn 4. í ályktuninni eru „sakimar" á hendur Hannibal síðan raktar ,og eru þær þessar helztar: að, hann hafi átt sam- starf við andstæðinga Alþýðu- flokksins og unnið gegn vali flokksmanna sinna í trúnaðar stöður, hafi verið kosinn forseti A. S. í. með stuðningi „kommún- ista“, hafi stutt inngöngu Iðju Alþýðusambandið og hafi komið því til leiðar að ekki tókst að fá einlita stjórn Alþýðuflokksmanna í Alþýðusambandið. Öllum er Ijóst hvert stefnt er. Það er verið að undirbúa brott- rekstur Hannibals Valdimarsson- ar úr Alþýðuflokknum og síðan hvers þess, sem hefur þor tO þess að fylgja fram sannfæringu sinni um nauðsyn þess að alhr alþýðu- menn taki höndum saman urn hagsmunamál sín, um nauðsyn þess að allir íhaldsandstæðingar taki höndum saman, jafnt í verka lýðsmálum sem stjómmálum. Það er fullvíst að meðal yfir- gnæfandi meirihluta óbreyttra Alþýðuflokksmanna um land allt á þessi stefna sterku og sívaxandi fylgi að fagna, enda er nú degin- um ljósara að hægri klíkan, und- ir forustu Haraldar og St. Jó- hanns, er orðin úrkula vonar um að yfirbuga hana með öðru en ofbeldi og brottrekstrum. Klíka þeirra er orðin svo samgróin íhaidinu, að hún er farin að óttast alþýðuna Ó sama hátt og það og fylgir nú í öllu forsjá þess og leið- beiningum, sem daglega má lesa í Mogrunbl. og Vísi Ályktun Alþýðusambandsþingsins um viðskiptamál: Lækkun vöruverðs með afnámi söluskatts, báta- gjaldeyris og lækkun tolla 24. þing A. S. í. gerði ýtarlega ályktun í viðskiptamálum. Segir í henni að lækka beri tolla og afnema söluskatt og báta- gjaldeyrisfyrirkomulagið í því skyni að þrýsta niður verðlag- inu. Einnig er lagt til að komið verði á fót skynsamlegu og öruggu eftirliti með álagningu. Álit viðskiptanefndar fer hér á eftir í heild: Frá því síðasta Alþýðusam- bandsþing var háð hefur ástandið í afurðasölu og markaðsmálum íslendinga stórum batnað, eink- um vegna hinna miklu viðskipta, sem tekizt hafa við Sovétríkin og fleiri lönd, sem ekki hafði ver- ið skipt við að undanfömu. Þessi viðskipti hafa orðið til þess, að nú um skeið má heita, að afurð- unum hafi verið afskipað jafn- skjótt og þær hafa verið tilbúnar til utflutnings í stað þess, að áður hrúguðust þær upp í geymslu- húsum og til þess þurfti jafnvel að grípa að stöðva framleiðsluna. Einnig hefur þetta orðið til þess að löndunarbannið í Bretlandi hefur ekki haft þau óheillavæn- legu áhrif á atvinnulíf lands- manna, sem óttazt var. Jafnvel má öllu fremur telja að löndun- arbannið hafi orðið þjóðinni til góðs, þar sem framleiðslan er nú fullunnin í landinu og hækkar útflutningsverðmæti hennar stór- lega við það. Þingið fagnar því, að ástandið í afurðasölumálunum skuli nú jafngott og ravm er á. Telur þingið mikla nauðsyn á því, að allt sé gert, sem fullvalda þjóð sæmir, til að varðveita markaðina bæði austan hafs og vestan. Þingið telur, að vömverð landinu sé mjög óeðlilega hátt miðað við markaðsverð þeirra. Ástæður þessar eru margvísleg- ar, svo sem háir innflutningstoll ar, bátagjaldeyrir, söluskattur og óhæfilega há álagning. Álagning er nú frjáls á mikinn hluta inn fluttra vara og það frelsi er áreið- anlega notað til hins ítrasta. Til þess að halda vöruverðinu í skefjum og lækka það, telur þingið helzt koma til greina: Lækkun tolla. (Frambald á 4. síðu). Dregið í Þjóðvilja- happdrættinu á morgun Síðustu forvöð að gera skil í kvöld Á morgun, 4. des., verður dregið í Þjóðviljahappdrætt- inu. Allir þeir, sem hafa miða til sölu og ekki hafa gert skil, eru beðnir að koma ó skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar í kvöld kl. 4—7 eða 8—10. — Óhjákvæmilegt er að reikna þeim, sem ekki gera skil í kvöld, þá miða er þeir hafa undir höndum. Happdrættismiðamir verða einnig til sölu á framangreind um stað og tíma. i

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.