Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.12.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 10.12.1954, Blaðsíða 1
VERKnmflouRmn LESENDUR! Beinið jólaviðskiptunum til þeirra, sem auglýsa í blaðinu. XXXVII. árg. Akureyri, íöstudaginn 10. desember 1954 41. tbl. Sameiginlegt álit fulltrúa Sósíalistaflokksins og Aþýðu- flokksins í fjárveitinganefnd: Stefna ríkisstjórnarinnar í fjármálum er hættuleg atvinnuvegunum og afkomu almennings FullU'úar Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins í fjárveitinga- uefnd Alþingis, þeir Lúðvík Jós- efsson og Hannibal Valdimarsson, lýsa því yfir i sameiginlegu nefndaráliti, að þeir hafi klofið nefndina vegna þess að þeir telji stefnu ríkisstjórnarinnar í fjár- málum, þá stefnu sem frumvarp- ið er byggt á, ranga og hættulega atvinnuvegum landsins. í nefndaráliti þeirra segir svo m. a.: „Stcfna núverandi ríkisstjórnar í fjármálumer hin sama og stefna fyrrverandi ríksstjórnar, þeirrar sem mynduð var árið 1950 og hóf störf sín með gengisfellingunni. Aðaleinkenni fjármálastefnu þessara tveggja ríkisstjórna hefur verið að hœkka álögur á lands- menn í einu eða öðru formi og auka þannig tekjur ríkissjóðs. Jafnhliða hafa svo ríkisútgjöldin vaxið og fyrst og fremst -farið í síhækkandi embættisbákn og til þess að hlaða upp margföldu styrkjakerfi. Til sönnunar þessu má benda á, að undanfarin 5 ár hafa ríkis- tekjurnar verið þessar: 1950 .... 306 millj. kr. 1951 .... 413 millj. kr. 1952 .... 420 millj. kr. 1953 .... 510 millj. kr. 1954 áæt.l. 550 millj. kr Auk þessarar gífurlegu skatt- heimtu hefur svo verið lagður á bátagjaldeyrisskattur og nú síðast bílaskattur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir algera stöðvun framleiðsluatvinnuveganna. Þann ig hefur skattpíningarstefnan birzt þjóðinni í framkvæmd. Útgjöld ríkisins hafa hækkað í sömu hlutföllum, og þó hafa fjárveitingar til beinna, verklegra framkvæmda, eins og vegamála, hafnarmála og brúargerða lækk- að verulega, miðað við verðlag nú og fyrir 5(árum. Þegar gengislækkunin var gerð á öndverðu ári 1950, var því haldið fram af forsvarsmönnum þeirrar stefnu, að jafnframt mundu allar uppbótargreiðslur og styrkir til atvinnuveganna falla niður. Reynslan hefur orðið allt önnur. Síðastliðið ár voru greidd- ar um 50 milljónir króna í niður- greiðslur úr ríkissjóði, aðallega til verðlækkunar á landbúnaðar- afurðum. Enn er ráðgert að greiða sömu fjárhæð á næsta ári í þessu skyni. Auk þessa eru svo, eins og áður er á minnzt, miklar fjárhæðir greiddar til stuðnings bátaútveginum og nú síðast tog- araútgerSinni. Uppbótargreiðslur og styrkir eru því sannarlega í' framkvæmd enn og reyndar í miklu ríkari mæli en nokkru sinni áður, enda varla við öðru að búast eins og skattpíningar- vélinni hefur verið beitt gegn at- vinnulífi landsmanna. Annar höfuðþáttur í fjármála- stefnu núverandi ríkisstjórnar hefur verið sá að gefa braskara- og gróðabrallslýð sem lausastan tauminn til þess að raka saman gróða á viðskiptunum við lands- menn og atvinnuvegina. Þær ok- urálagningar og brask hafa verið afnumdar ein eftir aðra undir því fagra kjörorði, ao verið væri að auka á „frelsi" einstakhnganna. Þetta „frelsi" hefur birzt í því, að gæðingar stjórnarflokk- anna hafa fengið einkaaðstöðu til þess að ráðska með alla útflutn- ingsverzlun landsins. Það hefur birzt í því að leyfa ótakmarkaða álagningu á flestar vörutegundir, sem fluttar eru inn í landið. Og það hefur smám saman leitt til þess, að nokkrir stórir innflytj- endur í hvorum stjórnarflokki eru að verða allsráðandi í vöru- innfiutningi til landsins og verzl- un landsmanna. Afleiðing þessa hefur svo orðið sú, að dýrtíðin eykst stöðugt, milliliðir raka að sér gróða á kostnað atvinnuveg- anna, en síðan verður að grípa til nýrra og nýrra neyðarráðstafana til þess að koma í veg fyrir stöðvun atvinnulífsins. Starfskerfi ríkisins stækkar jafnt og þétt. Frá ári til árs hækkar kostnaðurinn við rikis- stjórnina, við dómgæzlu og lög- reglustjórn, við opinbert eftirlit, við tolla- og skattinnheimtu. Ný ótrúlega dýr ráðuneytisdeild hef- ur verið sett á stofn, svokölluð varnarmáladeild, og nú síðast er ríkissjóður orðinn stór þátttak- andi í gróðabrallsfyrirtæki stjórn arflokkanna í sambandi við fram- kvæmdir á vegum hemámbsliðs- ins. Við erum algerlega andvígir þessari fjármálastefnu ríkis- stjórnarinnar! Við teljum hana til tjóns fyrir eðlilegt atvinnulíf þjóðarinnar og að hún hljóti að bitna á afkomu almennings í landinu." Þeir Hannibal og Lúðvík ræða síðan tillögur sínar og verður nánar skýrt frá þeim siðar. Lætur rikisst jórnin enn léggja togaraflotanum um áramótin? f „Alþýðublaðinu" sl. þriðju- dag er frá því skýrt, að sú frétt hafi komizt út á meðal almenn- ings, að Félag botnvörpuskipa- cigenda hafi skrífað öllum með- linium sínum bréf um að stöðva rekstur togaranna 1. jan. næstk., en þá falla úx gildi lög ríkis- stjórnarinnar um tögaragjaldeyr- inn. Ekki er íullvitad, hvað hæft er í frétt þessari, en hitt er víst að ríkisstjórnin hefur enn ekki boðað neinar ráðstafanir til að- stoðar togaraútgerðinni, enda þótt mjög líði nú að jólaieyfi Al- þingis. r++w+.++*++**-++++++++-*+++++++-+***-++*++*>*+*>++++'+++++++'*+*+++v ÍF ff 120 býli hafa fengið rafmagn Sl. þriðjudag var rafstraum hleypt á heimtaugar til 60 bæja í Glæsibæjarhreppi, Skriðuhreppi og Arnarneshi eppi, en áður var rafmagn komið í flest býli í Árskógshreppi og nágrenni Dal- víkur Hafa þá um 120 býli í Eyjafirði fengið rafmagn á þessu Akureyri gefur ekki staðizt án fiskiðjuvers I ræðu, sem fjármálaráðherra, Eysteinn j Jónsson, hélt í boði bæjarstjórnar Akureyrar, sl. sunnudag, komst hann m. a. svo að orði að „borg eins og Akureyri, sem byggir at- vinnulif sitt að verulegu leyti á togaraútgerð, getur ekki staðizt án þess að eiga fullkomið |[ fiskiðjuver" — „til þess að hrinda því máli í framkvæmd, þarf að sameina alla krafta . . ." Ér það vissulega gleðilegt að Eysteinn Jónsson hefur gert hinn einfalda sannleika um lífsnauðsyn harðfrystihúss hér í bænum fyrir togaraútgerðina og afkomu bæjarbúa að sínum orðum og gæti það táknað það að rikisstjórnin gerði sér Ijóst að hún getur ekki lengur þverskallast um að veita frystihúss- málinu nokkurn stuðning, eftir að loks hefur tekizt að £á um það fullkomna einingu og samstarf meðal bæjarbúa af öllum flokkum. Hins vegar er það næsta broslegt að sjá tilburði Dags af til- efni þessara orða Eysteins, en syo er að sjá í uppsláttargrein blaðsins að ráðherrann hafi boðað einhvern nýjan og óvæntan sannleika, og honum hælt á hvert reipi fyrir það „hve vel hann fylgist með málum bæjarins". Flestír aðrir mundu ætla, að það tilheyrði frumstæðustu embættísskyldum fjármálaráð- herra að vera svo vel að sér um hag næst stærsta bæjar lands- ins, að mál sem varðar það, hvort hann „getur staðizt" færi ekki fyrir utan garð og neðan hjá honum. „Betra er seint en aldrci", segir máltækið, en vissulega hefði „boðskapur" Eysteins verið dýrmætari ef hann hefði komið fram fyrr, helzt einhvern tíma á fyrrihluta þess f jögurra ára túnabiis, sem „Dagur" og flokkur hans, með meirihluta íhaldsins í taumi, stóðu sem fastast gegn öllum framkvæmd- um í frystihússmálinu, þrátt fyrir allar þær röksemdir af háifu sósíalista og annarra stuðningsmanna málsins, scm liggja að baki hinna tilfærðu ummæla. Þá hefði togaraútgerðin hér og atvinnulíf bæjarins verið firrt áralöngum vandræðum og milljónatjóni. t*-*^-***^*-*^**^* ^*^-^#^*>#N»»^#^*#»^#^ Akureyrarflugvöllur fekinn í notkun sl. sunnudag Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. — P. S. — Messað í Gler- árþorpi næstk. sunnudag kl. 2 e. h. —* K R. Skömmu fyrir hádegi ,sl. sunnudag, hnitaði Snæfaxi, nýj- asta flugvél Flugfélags íslsnds, hringi yfir bænum og tók síðan land hægt og virðulega á hinum nýja flugvelli á Eyjafjarðar- hólmum og vígði þar með völlinn til notkunar. Flutti flugvélin þrjá ráðherra, flugráð, þingmann bæj- arins o. fl. gesti, auk fréttamanna blaða og útvarps, er allir voru komnir til að taka þátt í vígslu flugvallarins. Á flugvellinum hafði fjöldi bæj- arbúa safnast saman, þrátt fyrir kludaveður. Er vígslugestir höfðu lent fluttu flugmálaráðherra, Ing- ólfur Jónsson, flugmálastjóri, Agnar Kofoed-Hansen, Örn Johnson, forstjóri Flugfélags ís- lands, Steinn Steinsen, bæjarstj., Friðjón Skarphéðinsson, ba^jar- fógeti og Hjörtur Gíslason verka- maður, ræður og fögnuðu allir þeim góða áfanga sem flugvallar- gerðin væri fyrir samgöngur bæj- ar og héraðs. En að því búnu hafði bæjarstjórn boð inni að Hótel KEA fyrir gestina og voru þar enn fluttar margar ræðui', Flugbraut sú, sem tekin hefur I veri Stil notkunar, er 1000 metrar að lengd og um 50 m. breið, en' ætlunin er að lengja hana uni 50( —800 m. og breikka mikið. Mur láta nærri að flugvallargerðm sé nú hálfnuð og enn skortir einnig allan nauðsynlegar byggingar viS völlinn. Aðeins hefur verið reist bráðabirgðaskýh til afgreiðslu- starfa. Til vallarins hafa verið veittar um 3% millj. kr. og töldu forráða- menn flugmálanna, að svo hag- kvæmlega hefði að flugvallar- gerðinni verið unnið, að hér hefði flugvallargerðin orðið sú ódýr- asta, sem þekkzt hefði hérlendis. Er það ekki sízt þakkað verk- fræðingunum Marteini Björns- syni og Ólafi Pálssyni, Kristni Jónssyni, framkv.stj., og verk- stjóranum, Júlíusi Þórarinssyni. Sextugtir er í dag Hermann Jakobsson, verkamaður, Aðalstr. 54, hér í bæ. Hermann er nú sjúklingur á Kristneshæli, þar sem hann hefur dvalið undanfar- in ár. Hann hefur verið sjúkling- ur fast að tuttugu árum, en borið veikindi sín af miklu æðruleysi og kjarki. Þjóðviljahappdrættið Dregið var í Þjóðviljahapp- drættinu sl. laugardag og verð- ur vinningaskráin birt í næsta blaði. Happdrætinu var tekið frá- bærlega vel um allt land og hefur orðið Þjóðvilj. og öðrum blbðum Sósíalistaflokksins mik ilsverður stuðningur og sýnt greinilega hug islenzkrar al- þýðu til þess mikla verks, er þau hafa að vinna. Hér í bænum og Glerárþorpi seldust rúml. 1600 miðar, og er það ágætur árangur, enda unnu fjöldi manna að sölunni af miklum dugnaði og er þeim hérmeð þakkað ágætt starf. f þessari tölu eru meðtaldar nokkrar blokkbr, sem enn haf a ekki verið gerð skil fyrir og er þess vænst að þau verði gerð við íyrstu hentugleika.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.