Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.12.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 18.12.1954, Blaðsíða 1
VERKHmflÐURlflll XXXVII. árg. Akureyri, laugardaginn 18. desember 1954 42. tbl. JÓL 1954 JVlig hefur alltaf langað til að búa til tunglsljós", sagði konan suður í Fjöru — HÚN, sem meitlar, mótar, málar, teiknar, yrkir, semur lög. HÚN var ekki nenm lítil telpa, þeg- ar hún byrjaði að búa til myndir. Fyrstu olíulitina eignaðist hún, þeg- ar hún fermdist. Bróðir hennar gaf henni þá. Áður hafði hún notað málduft, sem hún blandaði terpen- línu, og reif eftir kúnstarinnar regl- um, og þá pentaði hún myndirnar ¦A óbleikt lérelft. Hún fór svona listamannlega að ráði sínu snemma. Hún byrjaði eins og margir aðrir, sem hafa farið út á sömu braut: 'lún fór að teikna og búa sitthvað lil næstum því jafnskjótt og hún var búin að fá málið — eða að minnsta kosti ekki seinna en hún lærði að lesa. Nú þykir þetta engin iurðusaga um fólk, sem er ekkert eðlilegra en að líta listrænt á lifið í kringum sig. Þó er alltaf furðu- kennt og frásagnarvert að varðveita samfleytt þessa írumstæðu sköpun- arhneigð í hversdagssýsli fullorðins- áranna, við misjöfn skilyrði og and- streymi, sem skapast, þegar verald- arþarfir grípa inn í líf iólks eins og hennar. Hún heivir Elisabet, er Geirmunds- dóttir, og býr suður í Fjöru. Þar hefur hún alið allan aldur sinn, er hreinræktaður Innbæingur, fæddist og íilst upp i Aðalstræti 86, í einu þcssara iitlu elskulegu húsa, sem gera ekta hluta Akureyrar hcill- anrii. Ég heyrði talað um Elísabetu oft i gamla daga. Sumir sögðu, að hún væri skrýtin að nenna „þessu". ,011 list er vita gagnslaus," sagði Oscar Wilde í forspjalli að Mynd- inni af Dorian Gray, og hví skyldi þ.'t t'kki fólki, scm á innstæðu í Kea og dagpuðar og brauðstritar, sér og sínum til framdráttar, finnast slíkt liið sama? Wilde — sá herjans þrjót- ur — varpaði þcssu hins vcgar fram eins og þversögn til þess að sann- færa fólk um æðri gildi listar fyrir einstakling og listamanninn sjálfan — kenninguna: Listin fyrir listina. Vér segjum: Listin fyrir fólkið? — Hvað um sagnaritunina, þjóðsög- urnar, þjöðkvæðin, ævintýrin, skreytilistina? Allt runnið frá hjarta fólksins og fyrir fólkið, þjóð- arsálina, andlegur aflgjafi og hugg- un í lífsbaráttunni. Elísabet er óbrotin íslenzk kona, fólkið sjálft, lífið sjálft, Ufið al- þýðunnar, húsfreyja að atvinnu, móðir á ahnasömu heimili. Hiin hefur sama og ekkert hreyft sig af blettinum, skroppið suður tvisvar, af því hún neyddist til þess vegna veikinda. Annars alltaf verið hcrna, og alltal annað vcifið vcrið að fast við þetta, sem henni þótti gatnan að, þegar hún var lítil tclpa. Henni Uði illa að öðrum kosli: I>að sagði hún mcr, þegar ég skrapp eitl kvöldið i heimsókn til hennar suður í bæ, þar sero hún býr í Aðalstræti 70, til þcss að skyggnast og skoða. Kunningi minn háíði vakið forvitni mína fyrir al- vöru, og mér hafði auk þess verið í fcrsku minni mynclir af líkneskj- um, sem hún hafði hnoðað í snjó á lóðinni sinni cinn snjóþyngsta veturinn hérna um árið, og birtust í einhverju blaðanna hér. „Þrátt fyrir allt, þá finnst mér þetta aðalstarf mitt." sagði hún, þegar ég spurði hana um aðstæður hcnnar til að vinna að hugðarefn- inu. „Ef líður langt i milli þess, sem ég geri þetta, á ég erfiðara með að sinna öðru." í stofunni litlu — þar verður flest þetta eftir hana til — er aragrúi af ýmsu, sem húu hefur gcrt. \ gólf- inu cru líkön, skorin út í íslcnzkt birkitré og mótuð í gibs, og uppi í hillum og skápum eru litlar stand- niyndir. A einum vegg er skjöldur bronsaður, nicð upphieyptri niyiiil, sem hún kallar: Einn sit ég yfir drykkju, og þaðan á alla vegu teikn- ingar og olíu- og vatnslitamyndii. Elísabet býr til litlar brúður á peysufötum — þær eru íslenzkar húsfrcyjur, sem skarta þjtiðleg hcitunum — og þar í stofunni eru hafgúur með ígulker í fang- inu, og þar cru huldukonur, heimskonur, stæltir Adamar, seið- meyjar með gítara, ýmist gerðar úr gibsi eða birki. Innan um allt eru landslagsmyndir — myndir úr Fjör- unni og af I'ollimini og húsunum litlu og görðunum, og þar eru líka alls kyns hugmyndir og hvarvetna naktir konulíkamir. Konan í nekt sinni — í fjölbreytileik uppruna sins — mcitluð, mótuð, máluð. Sofandl barn. Pennateikning. Garðurinn. Vatnslitamynd. Konumyndirnar kallar Elisabet ýmist Vor eða Ljósþrá eða Gleði i tinum eða Huldukonu, og þær heita fleiri nöfnum, ljóðrænum heitum, og bak við húsiS i garS- inum er Ljóð til nœturinnar, — í steinsteypu. Við gengum út í garð- inn. og í snjónum þarna um kvöld- ið var gaman aS horfa á, þegar klæðinu var svipt frá myndinni, og 00 kcrta rafmagnsperan 1-ýsti lík- ariið upp: Konu með jarSsitt hár slfgið — luin táknar hina líknandi nótt. þar sem htin horfir niSur og cr að lcggja hönd sína á veruna, scni hvílist að fótum hennar með hcintl undir kinn og sefur. Yfir kaffinu er mér tiðlitiS á lik- önin. Þetta eru ástríðufullar konur í sérstökum linum, sem streymdu Ljóð til nœturinnar. upp, reyndu að brjótast út í duld- uni oisa. Kvenlcgur líkami hefur alltaf verið lislamönnum óþrjót- antli viðíangsefni í listrænni sköp- un Klassisku snillingarnir voru alltal viS sama hcygarðshornið, konuna nakta. l>ar mýktin i íorm- inu og svcigjanlcikinn. Einfald- ar, cn margvíslcgar línur, og fáar I'yrirmyndir jafn-næruekar til þess að þjóna fegurðarskyni og aug- ann og hjartanu, til þcss að endur- spcgla lílshrifni efta jafnvel söknuð o}> tlýpt tUfinninga á sálrænum fínleik, Þegar ég mér til gamans spurði Elisabetu um frumsmíðar hennar, hváð henni hefði verið tamast aS tcikna og mála, þegar hún var barn, sagði hún: „Þegar ég var innan tíu ára ald- urs, voru það alltaf prinsessur. Ég byrjaði alltaf á hárinu. Þaer voru allar með topp. Mér fannst stund- um nóg, ef ég gat teiknað hárið og toppinn, því þá sá ég alltaf and- litið." Ég þagði viS, hugsaSi meS mér, aS i sál barnsins, litlu telpunnar suSur i Fjörunni, hafi prinsessur verið imynd hins dýrðlegasta, sem til-var. Og siðar hafi hafmeyjarnar, huldukonurnar, seiðmeyjarnar kom- ið til skjalanna. Ævintýrin og þjóS- sögurnar innblása tuttugustu aldar konuna ennþá eins og tunglsljós og stjörnubjartur himinn. Það cr ekkert óeðlilegt, að mynd- imar scu rómantískar. Einlægt fólk er alltaf rómantískt. Það hefur líka heiuira hjarta en annað fólk. List- ræn kunnátta og tæknilegar aðferð- ir skipta minnu en þelið á bak við. Elísabet hefur kennt sér sjálf, hún sér þetta sjálf — hún er ekki spillt af forfineríinu og skólunuro og Ur sieinsteypu. sýndinni — og kannski einmitt þess vegna er tilfinning ekki hemluð af hendinni. Kenndirnar eru frjálsai eins og náttúran sjálf. Kunnáttan hefur án vafa vaxið með árunurn við þjálfun á jafn-erfiða viðfangs efni eins og að "ntóta tréð og gifsið roeð kvenlíkamann að fyrirmynd. Et; .si'urw hana i þauia og bað hana að sýna mtír meira og meira, og htin tók fram stafla af myndum margra ára undan skáp í stofunni. Þetta voru frumdrættir aS likönum. tcikningar fyrir útsaum og fjöl- breytilegar blýants- og sortubleks- myndir. Mér varS starsýnt á eina þeirra: Sofandi barn, sagSi hún mér hún hcti, — og aðra, sem heitir Ljáðu mér vcengi, og hún sagði mér sögu þeirra beggja. Hver mynd hennar á sína sögu eins og gengur, og þegar það barst I tal, innti ég hana myndar, sem ég hafði rekið augun í i forstofunni frammi, geS- þekkrar vatnslitamyndar, i brúnu, gulu, grænu, ákveSið unninnar, sem mér fannst ólikt skemmtUegri en flestar olíumyndanna inni i stofunni. Elisabet brá skjótt við og sagSi glettnislega og eins og til að snúa mig út af laginu: „Ég þurfti að flýta mér að Ijúka henni á sínum tíma. Ég málaði hana úti, stóð krókloppin niSri i gili í kalsaveðri og mér var fariS að verða illt, lá við uppköstum. Maðurinn minn var kominn til að sækja mig og var auk þess alltaf a8 hotta á mig, beið með bil handa mcr uppi á brúninni og orSinn hinn óþolinmóðasti. Myndin ber þess merki. Síðan gerSi ég sömu mynd í oliu, og hún er hérna i stofunni." Mér til happs var maSurinn hennar, Ágúst, í stofunni, þegar (Framhald 6 bls. 12)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.