Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.12.1954, Page 6

Verkamaðurinn - 18.12.1954, Page 6
6 VERKAMAÐURINN Laugardaginn 18. des. 1954 Bogi Bogason opnar útidyrnar á lágreista, veð- ursnjáða timburhúshjallinum sínum fyrir innan bæinn. Þó að nóvembernæðingurinn þeyti í fang honum hagli og skafrenningi, lætur hann það ekki á sig fá, en arkar áleiðis út í bæinn og veður 'hnédjúpa skaflana hægum, ákveðnum skrefum eins og maður, sem hefur tekið fasta ákvörðun og stefnir að settu marki. F.n þrátt fyrir það vantar mikið á að hann hafi staðfest þá ákvörðun, sem hann óhjákvæmilega verður að taka á þessu kvöldi. Hann er að vísu alveg ákveðinn í að mæta á stjórnarfundi í Lýðræðisfélaginu, en hitt er hon- um óleyst vand'amál hvaða afstöðu hann á að taka þar gagnvart einkasyni sínum, Boga Boga- syni yngra. En nú verður það að ráðast á leiðinni út í fuhd- arhúsið og sá spölur er fljótt á enda, finnst manni, sem hefur farið þetta fram og til baka daglega og stundum tvisvar eða þrisvar á dag, mestan hluta æfinnar, því að hvernig sem veðri og færð hefur verið háttað hefur það varla brugðist, að Bogi Bogason hefur verið með þeim fyrstu, sem mætt 'hata á vinnustað hjá skúrum Rafveitunnar. Hann hefur einnig oftast orðið fyrstur til að drepa niður skóflunni eða hakanum og manna síðastur til að leggja frá sér þessi vopn, sem hafa orðið honum tiltækust í lífsbaráttunni. Bogi Bogason hefur reynt sitt af hverju um dag- ana: sult og harðneskju í uppvextinum, fátækt, kreppu og atvinnuleysi á manndómsárunum, þungar veikindalegur, ástvinamissi og einstæð- ingsskap eftir að aldur færðist yfir hann. Nú á sextugsaldri er hann að vísu markaður rúnum strangrar lífsbaráttu, en býr þó enn yfir sterkum lífsþrótti og baráttuvilja og er furðu- beinn í baki, þrátt fyrir allt bogrið í skurðum og grafningum Rafveitunnar. Hann hefur mátt horfa á eftir konunni sinni og sex eldri bömun- um í gröfina eða sjóinn. Síðari árin hefur hann búið með aldraðri systur sinni og haft hjá sér eina barnið, sem eftir lifði, drenginn Boga, sem lengi var nefndur Bogi litli, til aðgreiningar 'frá föðurn- um, en síðan hann gifitst og flutti úr föðurhúsum, hefur hann oftast verið nefndur Bogi yngri. Lengi fram eftir aldri hafði Bogi litli verið eft- irlæti föður síns, sem átti þann draum stoltastan, að drengurinn mundi feta í fótspor sín og bera 'fram til sigurs þær hugsjónir er hann hafði borið fyrir brjósti og reynt að innræta honum. Því var néfnilega svo farið, að þó að Bogi eldri Bogason virtist borinn til slits og strits og ætti af- komu sína undir því, þá hafði hann ekki farið varhluu af hugsjónum, en þær eru sem kunnugt er lyftistöng mannlegs anda. Það er kannski ekki auðvelt að koma orðum að því, hvaða hugsjónir Bogi Bogason hafði helzt borið fyrir brjósti. Þó mátti segja, að auk þess sem hann lagði mikla rækt við eigin persónuþroska og uppeldi drengsins, þá voru stjórnmálin eitt helzta áhuga- mál hans og þá fyrst og fremst hugsjónir og vel- gengni þess flokks, er hann trúði á og treysti til allra góðra hluta, en sá ílokkur. hafði kjörið sér heitið „Lýðræðisflokkurinn“. Framan af hafði Bogið verið í nokkrum vafa um, hvar í fylkingu stjórnmálanna hann ætti að skipa sér, og fylgdi um skeið að málum flokki er nefndistt „Vinnulýðsflokkur“ og átti nokkur ítök í bænum og stóð í tengslum við verkalýðssam- tökin þar. En hann ihafði fljótlega komist að raun um, að í þeim flokki átti hann ekki heima og svo hafði hann gengið í „Lýðræðisflokkinn", en sá flokkur barðist einkum fyrir athafnafrelsi einstaklingsins, innan takmarka lýðræðisins og átti miklu fylgi að fagna. í þessum flokki staðfestist Bogi svo til fulln- ustu og kom svo að hann hætti að lesa önnur blöð en „Lýðræðisblaðið". Bogi Bogason var ekki víðlesinn og skólamennt- unar h'afði hann ekki notið. Hann hafði heldur ekki haft af góðum efnahag að segja. En hann kunni þó að bera virðingu fyrir gáf- um, menntun og veraldlegum auði, og það var 'honum nautn að koma sér í námunda við þær manntegundir er höfðu tileinkað sér eitthvað af þessu. „Forusta „Lýðræðisflokksins“ varskipuð helztu mönnum bæjarins. Þar gaf að líta umsvifamestu kaupmennina, prestinn, lækninn, helztu stórút- gerðarmennina, bæjarfógetann og síðast, en ekki sízt, sjálfan alþingismann bæjarins. Þegar Bogi sat á fundum meðal þessara stórmenna, þá varð hann oft gagntekinn öryggistilfinningu þess, sem veit að hann hefur valið sér hið góða hlutskipti og skipað sér * sveit, þar sem vænta mátti góðra verka og mikilla afreka. Og honum fannst sér aukast manngildi og sjálfsvirðing og fagnaði því af hjarta að fá að standa mitt á meðal þessara viðamiklu og rík- ijiannlegu máttarstólpa þjóðfélagsins, þó að í samanburði við þá væri hann eins og hieggbarin rengla. Og jjessir menn voru svo hógværir og af hjarta lítillátir, að þeir töluðu við ihann eins og hann væri einn af þeim, slógu kumpánlega á axlir hon- um og köl'luðu hann „Boga sinn“ og það bar við að þeir buðu honum inn á skrifstofur sínar og gáfu honum vindil eða staup af víni, einkum þegar eitthvað verulegt var á seiði í stjórnmála- heiminum, svo sem kosningar, verkföll eða eitt- Umskiptingur Smásaga eftir EINAR KRISTJÁNSSON hvað slíkt. Og sjaldan var Bogi Bogason sælli í sæmd sinni, en þegar hann gekk heimleiðis af slíkum fundum, dálítið hýr af góðvínum stórlax- anna, tottandi bústinn vindilstúf, sem (hann gjaman treindi sér til þess að geta „gengið fyrir dampi“, eins og það var kallað, í augsýn bæjar- búa. Á slíkum stundum varð honum oft hugsað til þeirra daga, er hann sótti fundi „Vinnlýðsflokks- ins“ í kjallara gamla fundahússins og var ekki annað en óbreyttur og umkomulaus alþýðumað- ur, sem enginn af betri borgurum bæjarins virti viðlits. Þar hafði hann setið á baklausum, hriktandi tré- bekkjum og átt samfélag við sjávarkarla og evrar- vinnumenn, sem að vísu voru góðir náungar, margir hverjir, en veðurbitnir og með siggrónar hendur og skorti mjög tilfinnanlega hið fágaða yfirbragð, sem gjaman einkenndi framkomu og fklæðaburð þeirra, sem mentast höfðu í skólum og bjuggu við góðan éfnahag. Þessir menn áttu ekki aðgang að æðri stöðum, þar sem teknar vom ákvarðanir í mikilsverðum þjóðmálum og blaðið sem þeir gáfu út var hvorki stórt né íburðarmik- ið og ekki nema smásnepill borið saman við „Lýð- ræðisblaðið“. Sannarlega var það ólíkt áhyggjuminna og sig- urvænlegra að starfa í „I.ýðræðisflokknum" og álitlegri leið til mannvirðinga. Þó varð nú raunin sú, að hann hafði ekki, enn sem komið var, hafizt til verulegra valda eða met- orða í flokknum, enda torsótt að því ieyti, að þar var hvert sæti vel skipað og um marga metorða- gjarna áhugamenn að velja, ef eitthvað losnaði. En það hafði leitt af sjálfu sér, að hann hafði orðið eins konar fulltrúi „Lýðræðisflokksins", innan verkalýðssamtakanna, en þar var ekki um marga að gera, sem fylgdu þeim flokki að málum. Það var því alltaf talið sjálfsagt að Bogi Boga- son væri efsti maður á lista flokks síns í stjómar- kosningum í verkalýðsfélaginu og meira að segja við bæjarstjórnarkosningar og alþingiskosningar átti hann víst sæti á lista „Lýðræðisflökksins", en að vísu alltaf vonlaust sæti, enn sem komið var. En það var lfka oft hlutskipti Boga að taka sæti í ýmsum nefndum og ráðum, sem fulitrúi verka- lýðsins innan „Lýðræðisflokksins", og það var metnaði hans fullnæging. Eins var það þegar fulltrúar Ríkisins og at- vinnurekenda kornu til bæjarins og þurftu að eiga einhver samskipti við verkalýðssamtökin, þá sneru þeir sér ekki til hinna rauðu forkólfa þess- ara samtaka, heldur til Boga Bogasonar og hann sat með þeim á fundurn og ráðstefnum og jafnvel í fínum boðum. Og þessir menn ræddu við hann, af fyllstu ah vöru, um hvemig helzt mætti efla lýðræðishug- sjónir meðal verkamanna og hann veitti margvís- 'legar upplýsingar um málefnahorfur og afstöðu ýmissa félaga og einstaklinga. Allt þettta gerði hann af þeim fölskválausa áhuga og þeirri traustu samvizk'usemi, sem einkenndi öll 'hans störf, dag- farslega. Bogi Bogason var sannarlega réttur maður á réttum stað. Hann var að vísu ekkert gáfnaljós, en hann átti þó auðvelt með að skilja og viðurkenna hin mik- ilsverðu lífssannindi, er Lýðræðissinnar báru fyr- ir brjósti, svo sem nauðsyn þess að efla hið frjálsa framtak einstaklingsins, að kaupgjaldið verður að miðast við það, hvað atvinnuvegirnir geta borið, að fólk verður fyrst og fremst áð gera kröfur til sjálfs sín, en ekki annarra og að verkföll og kaup- kröfur verka aldrei til hagsbóta fyrir vinnandi fólk, en verða aðeins vatn á myllu þeirra, sem vilja leggja þjóðfélagið í rústir og grafa undan lýðræðinu. Þetta og svo margt annað, sem hann fræddist um af „Lýðræðisblaðinu", lagði gmndvöllinn að lífsskoðun hans og af henni mótaðist allt starf hans í þágu lýðræðisins. Við hverjar kosningar var hann hinn slitvilj- ugi, ötuli kosningasmali, sem enginn flokkur má án vera. „Lýðræðisblaðið" las hann ávallt af hinni mestu álúð og gaumgæfni, hélt því til haga og safnaði 'því saman í þykka bunka upp á háalofti, og varði það af k»stgæfni fyrir regnleká og músagangi, enda mátti til sanns vegar færa, að það væri orð- inn hluti af honum sjálfum. Hann var farinn að skilja það betur og betur að baráttan í þágu lýðræðishugsjómarinnar var hans traustasta lífakkeri, og næstum það eina, sem gaf lífi hans tilgang og gildi. Og nú gengur Bogi Bogason, sem leið liggur, á stjórnarfund í „Lýðræðisfélaginu", en vandamál einkasonarins hvíla blýþungt á herðum hans og svipta hann því sjálfumglaða öryggi, sem hann annars er vanur að finna til á slíkum ferðum. Miklar vonir hafði hann einu sinni gert sér um þann dreng og framtíð hans, en nú var svo komið, að næstum allar höfðu þær orðið sér til skammar- Nú var ekki svo að skilja — Bogi Bogason yngri var í rauninni mesti efnispiltur til sálarog líkama, og af flestum talinn drengur góður, svo sem hann átti kyn til. En þrátt fyrir það svaraði hann engan veginn til þeirra vona og framtíðaráætlana, er faðir hans hafði gert fyrir hans hönd. Frá því að drengurinn var smáhnokki, nýlega kominn úr vöggunni, hafði faðir hans litið á hann sem væntanlegan liðsmann í fylkingu „Lýð- ræðisflokksins" og strax byrjað að innræta hon- um hugsjónir flokksins og viðhorf, í hverju máli. En það kom snemma í ljós, að árangurinn virt- ist ætla að verða þveröfugur við það, sem til var ætlast. Þetta byrjaði með því, að drengurinn fór að gera smávegis athugasemdir við ýmislegt, sem stóð í „Lýðræðisblaðinu". Margt af því varð varla nefnt annað en hártoganir og útúrsnúningar. Hann hafði í byrjun tekið þessu með skynsam- legri ró, aðeins reynt að leiða drenginn í allan sannleika, enda skoðanafrelsi og víðsýn gagnrýni ein af meginstoðum flokksins. En smám saman fóru þessar athugasemdir að verða meinlegri og ósvífnari, og eftir því sem pilt- inum óx fiskur um hrygg varð hann örðugri í orðaskiptum og rökræðum. Faðir hans hafði þá stundum þreytzt á því að taka mildilega á þessari andófsþörf drengsins, en lesið honum pistilinn óvægilega og jafnvel rassskellt hann á nokkur skipti. En árangurinn varð enn neikvæður, svo að fað- irinn fór að verða uggndi um að drengurinn mundi vaxa sér yfir höfuð sem harðvítugur and- stæðingur.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.