Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.12.1954, Síða 7

Verkamaðurinn - 18.12.1954, Síða 7
Laugardaginn 18. des. 1954 VERKAMAÐURINN 7 Hann sá sér því þann kost vænstan, að reyna að leiða þetta hjá sér og reyna að forðast árekstra eftir mætti og kom piltinum til náms hjá prest- inum. Síðan konr hann honum í skóla, sem þing- maðurinn hafði stofnsett í þorpinu og var eink- um ætlaður börnum betra fól'ks og valin lorsjá með það fyrir augum. Sú skólavist stóð þó ekki lengur en nokkuð á annan vetur og fékk illan endi. 1 skólanum hafði pilturinn einkum blandað geði við tvo aðra pilta á svipuðu reki. Annar var frændi læknisins og uppalinn hjá honum sem fósturbarn, en hinn var ættaður af öðru lands- horni og alinn upp á hálfgerðum hrakningi, en hafði verið komið í skóla sökum óvenjulegra gáfna og námshæfileika. Þessir þrír höfðu gerzt óaðskiljanlegir félagar og nefndust í einu lagi ,,þrenningin“, bæði innan skólans og utan. Ekki leið á löngu áður en það fór að korna í Ijós, að ,,þrenningin“ átti ekki samleið með öðr- um í skólanum. Piltarnir voru að vísu állir góðir námsmenn og dagfarsprúðir, en þeir virtust eiga það sameiginilegt, að tileinka sér framandi og óheilbrigðar skoðanir. Þeir fóru að skrifa greinar í blað „Vinnulýðs- flokksins“ og taka þátt í stjórnmálastaifsemi hans. Einnig tóku þeir að hafa sig uppi á málfundum innan skólans og stóðu þar uppi í hárinu á skóla- stjóra sínum og hröktu hann í orðum, unz hann missti stjórn á geði sínu. Á útmánuðum hinn síðari skólavetur þeirra tók þó út yfir allan þjófabálk. Þá hafði staðið svo á, að kolálaust var í bænum, en skip, sem átti að flytja þessa nauðsynjavöru til bæjarbúa, fékkst ekki afgreitt, vegna þess að verkamannafélagið á staðnum hafði lýst yfir verkfalli og krafðist kaup- gjalds í sainræmi við það, sem gildandi var á stærri stöðum. Þegar sýnt þótti, að verkamannafélagið ætlaði að halda fast við þessar kröfur sínar og láta skipið sigla sinn sjó með kolin, þrátt fyrir yfirvofandi neyðarástand í bænum, þótti ábyrgari borgurum ekki annað íært en að taka í taumana. Stjórn „Lýðræðisfélagsins" sneri sér þá til Boga Bogasonar og fól honum á hendur að safna hin- um ábyrgari og lýðræðissinnaðri hluta verkalýðs- ins og skyldi hann hefja vinnu við skipið ásamt ýmsum borgurum, sem sýndu þann samhug og fómfýsi að klæðast vinnufötum og ganga til liðs við þá, sem vildu vinna. En ekki vildu óvinir lýðræðisins sætta sig við þessar ráðstafanir, heldur beittu þeir ofbeldi og fylktu liði á bryggjunni og vörnuðu hinum vinnúfúsu leið í skipið. Var þá <^kki um annað að ræða en grípa til lög- reglunnar til að halda uppi lögum og reglu. En þegar verðir laganna gengu í broddi fylkingar lýðræðissinna, með kylfur á lofti, í þeim tilgangi að lemja röksemdir lýðræðisins inn í hausinn á ofbeldisseggjunum, þá tóku þeir á móti af hinni mestu fólsku, snoppunguðu þá með sjóblautum kolapokum og grýttu þá kolastykkjum. Urðu nú allharðar 9viptingar og hugðust lýðræðissinnar sópa óaldarlýð þessum í sjóinn, en ekki var hægt um vik, og llauk svo, að lýðræðissinnar máttu láta undan síga. Hinir óbilgjörnu uppreistarmenn höfðu haft sitt fram og skipið sigldi sína leið. En skamma stund máttu þeir fagna sigri, því að forsprakkar þeirra fengu fljótlega að taka afleið- ingum verka sinna, er höfðu meðal annars leitt til þess, að loka varð skólanum og betra fólk mátti sitja í köldum íbúðum eða verða sér úti um mó eða tað, að hætti frumstæðari manntegunda. „Lýðræðisflokkurinn“ pantaði sprenglærðan lögfræðing frá höfuðstaðnum og lét taka for- sprakkana fyrir og lét dæma suma í sektir eða tuktihús, en svipti aðra æru og mannréttindum. Þá gekkst hann fyrir því, að „þrenningin" var rekin úr skóla og átti ekki afturkvæmt. Bogi Bogason var lögfræðingsins önnur höncl í öllu þessu stappi og hlífði sér hvergi. Vitanlega hafði hann staðið framarlega í fylk- ingu lýðræðissinna, hlotið pústra og snoppunga og verið laminn kolum. En þrátt fyrir það hafði honum gengið furðuvel að fylgjast með gangi orrustunnar og gat gefið ómetanlegarupplýsingar um, hvað þessi eða hinn sökudólgurinn hafði að- hafst og var óþreytandi að leita uppi vitni og leiða gegn þeim. Það var honurn ekki sársaukalaust, að sonur hans, Bogi yngri, skyldi verða að hrökklast frá námi og auk þess sektaður svo að um munaði, staðinn að því að vöðla sjóblautum kolasekk um höfuð eins betri borgara og bregða síðan fæti fyr- ir liann, svo að við lá að hann hrykki í sjóinn. Hitt, að hann var sviptur kosningarétti og kjör- gengi gerði minna til, þar sem telja mátti nokk- urn veginn víst að hann mundi misnota hvort tveggja. Hinir meðlimir „þrenningarinnar“ hlutu einnig makleg málagjöld, báðir dæmdir í sektir og tutkhús. Upp frá þessu mátti segja að bundinn væri end- ir á þær framavonir er Bogi Bogason hafði bund- ið við son sinn. Hann hafði nú lagt allt nám á hill- una og bundið trúss við kvenmann, hlóð niður ómegð og gekk að stritvinnu sem óbreyttur erf- iðismaður. Boga Bogasyni verður hugsað til alls þessa með beiskju, meðan 'hann stikar skaflana á göngu sinni þetta nóvemberkvöld. Þetta var svo sárgrætilegt. Drengurinn hafði einmitt fengið í vöggugjöf þá hæfileika, sem löðurinn skorti helzt til að gegna forustuhlutverki. Hann liafði góðar gáfur, gæddur fljúgandi mælsku og greinargóðri rökvísi, hafði tileinkað sér þó nokkra menntun og átti hægt með að afla sér vinsælda. A vegum „Lýðræðisflokksins" hefði allt Jietta skapað lionum vísan frama og örugga fótfestu efnalega. En það var ekki nóg með jiað, að hann brygðist málstað lýðræðisins og öllum hugsjónum föður síns, heldur þurfti hann endilega að snúast til hatrammrar baráttu gegn hvoru tveggja, vinna því hvert ógagn sem hann mátti og ganga í lið með þeim, sem lögðu stund á að grafa undan lýð- ræðinu, samkvæmt erlendum fyrirskipunum, eins og það var örðað í „Lýðræðisblaðinu“. F.n nú var uppi með þjóðinni sterk hrevfing í þá átt að útiloka og einangra þessa óþjóðhollu menn, láta þá á allan hátt gjalda skoðana sinna og forðast að láta þá ná fótfestu í félögum og fyrirtækjum. Það var einkum forusta „Lýðræðisflokksins“, sem beitti sér fyrir þessu, eins og öðrum þjóð- nytjamálum, og í þessu sem öðru kallaði hún til starfskrafta Boga Bogasonar og allra þjóðhollra manna. Honum hraus hugur við þeirri framtíð, sem sonur hans hlaut að eiga í vændum, stríðandi gegn heilbrigðu lýðræði, samkvæmt fyrirskipun- um erlends valds. Honum fannst að hann mætti til, að gera enn eina tilraun í þá átt, að koma fyrir hann vitinu og sýna honum fram á hvað varíhúfi. Það var að minnsta kosti ekki alveg vonlaust að hann fengist til að draga sig í hlé og gerast hlut- laus í stjórnmálum, til að byrja með. Pilturinn hlaut þó að vera svo viti borinn að finna til ábyrgðar gagnvart maka sínum og afkvæmum. ei honum yrði sýnt fram á, hvað það þýddi að stefna lífsafkomu sinni í vísan voða. Og nú er Bogi Bogason kominn þangað, sem sonur hans býr, á neðri hæð í litlu timburhúsi. Þar er Ijós í einum glugga, sem er að nokkru leyti opinn og þaðan berst mannamál út á götuna. Bogi Bogason stanzar ósjálfrátt lítið eitt álengdar. Hann heyrir karlmannsrödd, sem segir: — Hann er hreint ekki óglæsilegur, vopna- burðurinn hjá lýðræðishetjunum, fremur en fyrri daginn. Kaupkúgun, atvinnukúgun, skoðana- kúgun; það eru vopn, sem þeim hæfa. — Já, þeir eru farnir að reka Tólk unnvörpum úr atvinnu, eftir ábendingum njósnara sinna, seg- ir önnur rödd. Og nú heyrir Bogi Bogason þriðju röddina og hún lætur kunnuglega í eyrum, því aðþað er hús- bóndinn, Bogi Bogason yngri, sem talar. — O, lofum þeim að bölsótast. Það er ágætt, að þeir lyfti ofurlítið lýðræðisgrímunni og sýni fólk- inu sitt rétta andlit. Boga Bogasyni hitnar í hamsi og er það skapi næst, að geysast inn í stofuna og láta rödd lýðræð isins þruma í eyrum þessara Jxrkkapilta. En hann stillir sig. Rétt í Jiessu blaktir gluggatjaldið lítið eitt til, s\ro að hann sér í svip inn í stofuna. Sonur lians situr við borð andspænis glugganum og nú J>ekk- ir hann mennina, sem með honum eru. Þetta er „þrenningin" illræmda, sem þarna er saman komin. Gremja Boga Bogasonar breytist snögglega í hryggð; svo mjög rennur honum til rifja, að sjá son sinn í þessum félagsskap. Þessi efnispiltur, sem hefði getað verið mikils- virtur æskulýðsleiðtogi í „Lýðræðisflokknum", kannski þingmannsefni, eða hver veit hvað, hann situr nú þama í }>essu hreysi ásamt tukthúslim um og úrhrökum og svívirðir hugsjónir og lýð- ræðisbaráttu föður síns. Þetta var þyngra en tárum tæki. Aftur heyrði hann rödd sonarins: — Það er gott að J>eir sýni það í verki hvers konar lýðræði það er, sem þeir vilja koma á, það verður til }>ess, að fólk sér í gegnum blekkingar J>eirra og------ Bogi Bogason kærir sig ekki um að heyra meira, og snýr sér snögglega á hæli og gengur til baka, sömiu leið og hann kom. Hann gengur álútur, þungum skrefum og það er sem hann þrúgist undir ósýnilegri byrði. Gremjan ólgar og svellur hið innra með honum. Þvílík blinda, þvílíkt lánleysi, þvílík vonbrigði. Umskiptingur, dettur honum í hug. Já, um- skiptingur, það var einmitt það, sem hann hafði reynzt, þessi drengur. Nú finnst honum svo komið, að í hvert skipti er honum verði hugsað til þessa sonar síns, hvarfli að honum hugsunin um umskiptinga Jijóðsagn- arina. Hann var í raun og veru sjálfur orðinn þátttakandi í reynslu þeirra foreldra, er stóðu við barnsvögguna og höfðu vænzt þess að sjá 'hjartfólginn glókollinn sinn hjala og brosa, en í þess stað birtist }>eim ófrýnilegt, hrukkótt, al- skeggjað gamalmennisandlit, er starði á þau blóð- hlaupnum augum, með ferlegu umskiptings- glotti. Smám saman verður göngúlag hans rösklegra og ákveðnara og hann ber höfuðið hærra. Nú gengur hann eins og sá, sem hefur tekið ákvörð- un, enda hefur hann í raun og sannleika á þess- ari stundu tekið þá ákvörðun, sem ekki verður kvikað frá. Áður en hann veit af, er hann kominn að dyr- um fundahússins. í fundarsalnum situr allstór hópur velklæddra og bústinna manna og ræður ráðum sínum, þegar Bogi Bogason opnar hurðina og gengur til sætis.. Hann skyggnist um bekki og er sem létti yfir hon um og hann horfir yfir hópinn með velþóknun. Hann verður gripinn rósemd og öryggistilfinn- ingu. Hér á hann heima og hér er gott að vera. Hér gaf ekki að líta neina ofbeldisseggi eða tukt- húslimi. Hér voru aðeins velmetnir efnamenn í virðingarstöðum, máttarstólpar bæjarfélagsins og þjóðfélagsheildarinnar, kjami „Lýðræðisflokks-

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.