Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.12.1954, Side 8

Verkamaðurinn - 18.12.1954, Side 8
8 VERKAMAÐURINN Langardaginn 18. des. 1954 ins“, flokksins, sem hafði stjómartauma rfkisins í sínum höndum. Einn af bæjarfulltrúum „LýðræðisfIokksins“ er að ljúka máli sínu: — Allir ábyrgir lýðræðissinnar verða nú að taka höndum saman um að útrýma úr þjóðfélag- inu þeim óþurftarlýð, sem vill afnema lýðræðið, mannréttindin, einstaklingsfrelsið, persónuleik- ann og aðrar þjóðlegar dyggðir. Við munum sýna þessum leiguþýjum erlends valds, að við viljum, ekki einu sinni nýta þá til að fjarlægja sorpið frá húsum okkar. Ræðumaður hefur lokið máli sínu og við kveð- ur margfalt „heyr“ og húsið glymur af lófataki. Fundi er brátt lokið og óbreyttir flokksmenn hverfa úr húsinu. Aðeins stjómin verður eftir til að framkvæma mikilsverð störf og Bogi Bogason er þama mættur sem eins konar ráðunautur hennar. Hann virðir fyrir sér þessa útvöldu lýðræðis- foringja. Þingmaður, forseti bæjarráðs, forstjóri togarafélagsins, stórkaupmaður og bankastjóri, voru titlar þessarra manna, og margt fleira, ekki ómerkilegt, höfðu þeir á hendi. Boga Bogasyni vex í augum öll þessi vegsemd,virðingogalltþetta lýðræði, sem hér er samankomið. Þvílík fásinna mátti það ekki teljast af óbreyttum verkalýð og alþýðufólki, að ætla sér að taka fram fyrir hend- ur þessarra manna og segja þeim fyrir um, hvemig þeir ættu að stjórna þjóðfélaginu. En jafnframt hækkar hann ósjálfrátt f sætinu við þá tilhugsun, að þessir menn geta þó ekki án hans verið og starf þeirra í þágu lýðræðisins er ekki fullkomið, nema hann eigi þar hönd í bagga. Hann vaknar sem af draumi. Sjálfur formaður- inn er að tala og nefnir nafn hans, Boga Bogason. — Það er ekki nóg þó að okkur takizt að koma í veg fyrir, að óþjóðhollir lýðræðisóvinir vinni opinber störf. Við verðum einnig að sjá til þess, að lýðræðissinnaðir verkamenn sitji fyrir þeirri atvinnu, sem tilfellst hér í bænum. Hvaða rétt- læti er í því, að við, sem erum af veikum mætti að halda uppi atvinnulífi, á örðugleikatímum, séum að ala þá nienn, sem endurgjalda okkur með sí- felldum fjandskap og reyna að gera okkur sem örðugast fyrir, með ótímabæmm kaupkröfum og verkföllum, án tillits til iþess hvað atvinnuvegim- ir þola. Nei. Það er sannarlega réttlætismál, að binda endi á slíkt. Hér hef eg við hendina lista yfir þá verkamenn, sem við teljum, að hafi ljóst eða leynt unnið á móti okkur í kaupdeilum og kosningum og nú skulu þeir uppskera eins og 'þeir hafa sáð. — Nú kemur til þinna kasta, Bogi minn Bogason, sem ert þessum málum kunnug- astur, að gera þínar athugasemdir og íylgjast með því, að þetta verði framkvæmt á öruggan og lýð- ræðislegan hátt. Hann afhendir Boga Bogasyni nafnalistann, sem hann tekur við og rennir augum yfir í flýti. Svo tekur hann til máls: — Eg legg það til, að hér verði farið að öllu með skynsamlegri hægð og gætni. Ef til vill mætti koma vitinu fyrir ein- hverja af þessum mönnum, ekki sízt fjölskyldu- mennina, sem ættu að geta skilið, hvað þeir eiga á hættu. Hinum, sem ekki láta sér segjast við lýðræðislegar fortölur, sýnum við enga undanláts- semi. Við setjum þá utangarðs í atvinnulífinu, smátt og smátt, svo að lítið beri á, athugið það, ekki alla í einu, það væri varhugavert, heldur einn og einn. Við setjum þá utangarðs í atvinnu- lífinu, stjórnmálalífinu og mannfélaginu. Með þeim hætti einum getum við byggt upp traustan „Lýðræðisflokk“ og lýðræðisríki. Það er langt síðan Bogi Bogason hefur orðið svona mælskur, enda hlýtur hann fagnandi lófa- klapp að launum. Hann þagnar við og ræskir sig og byrjar síðan aftur að tala, í lægra rómi, með stillingu og áherzluþunga: — Eg hef tekið eftir því, að á þennan lista vantar ekt nafn, sem ykkur er þó vafalaust kunn ugt. Eg þykist vita af hvaða ástæðu það hefur ver- ið látið niður falla. En þetta er á misskilningi byggt. Þarna á það að standa, og þama skal það standa, ef eg má nokkru ráða. Rétt skal vera rétt, hver sem á í hlut. Stjórnarmennirnir líta allir í einu á Boga Boga- son og síðan hver á annan. Bogi Bogason ætlar að byrja að tala á ný, en allt í einu er sem honum svelgist á og hann þagnar. Eitt andartak bregður fyrir mynd, sem hann hafði séð í svip, innan við gluggatjald. Þrír for- hertir lýðræðisfjendur hverfa fyrir bakgrunni myndarinnar .Hann hafði varla veitt þessum bak- grunni athygli þá, en nú birtist hann glöggt fyrir hugskotssjónum hans: Ung fölleit kona, álút yfir barnsvöggu og tvö lítil böm að rísla á gólfinu. Stjórn „Lýðræðisfélagsins" hefur ekki enn fuli- komlega áttað sig á þvf, hvað vakir fyrir Boga Bogasyni, þar sem hann stendur orðlaus og hugs- andi og rankar fyrst við sér þegar einn stjómar- manna klappar á öxl hans og segir: — Hvaða maður er þetta, sem þú ert að tala ura, Bogi minn? Þá hrekkur Bogi Bogason við og er sem hann verði gripinn ósjálfráðri stælingu, þegar hann réttir úr sér og segir snöggt og ákveðið: — Bogi Bogason. Það virðist, sem „Lýðræðisstjómin" átti sig ekki enn á þyí, hvað Bogi Bogason er að fara, og detti helzt í hug, að hann sé að gera að gamni sínu, því að í svipinn man enginn þeirra eftir, að til sé annar Bogi Bogason, en sá, sem stendur mitt á meðal þeirra. Þeir minnast þess þá fyrst, er Bogi Bogason endurtekur með rödd og látbragði þess manns, sem lætur ekki tilfinningar eða sifjabönd aftra sér frá því, að framkvæma réttlætið: I — Bogi Bogason. — Bogi Bogason, yngri. Kaupið nytsamar vörur til jólagjafa FYRIR HERRA: „6666“-JAKKAR. KULDA-ÚLPUR, „Zabu" með grárri gæm. POLAR-FRAKKAR. GABERDINE-FRAKKAR. HERRA-FÖT, einhneppt og tvfhneppt. „ESTRELLA“-manchet-skyrtur, hvítar og mislitar, nýjustu flibbasnið. NYLON-GABERDINESKYRTUR, einlitar og tvflitar. HERRA-TREFLAR í sérstaklega miklu úrvali, ull og silki. HERRA-BINDI og SLAUFUR. HERRA-SOKKAR. ull, crépe-nylon, nylon og baðmull. HERRA-HANZKAR og BELTI. HERRA-HATTAR. HERRA-NÁTTFÖT, settið kr. 135.00. HERRA-NÆRFATNAÐUR, allskonar. FYRIR DÖMUR: KULDAÚLPUR, gæm- og flókafóðraðar VETRAR-KÁPUR. MORGUN-SLOPPAR, kínverskir, gull-broderaðir, mjög fallegir, verð frá kr. 105.00. HERÐA-SJÖL. „STERNIN“-Nylon-sokkar kr. 33.70. CRÉPE-NYLONSOKKAR. Saumlausir NYLON-SOKKAR. ljósir litir. VASAKLÚTA-KASSAR. UNDIRFÖT. NÁTTKJÓLAR og allsk. nærfatnaður. Samkvæmis- og Síðdegis-KJÓLAEFNI. PÚÐABORÐ m. frotté-silki í gjafaköss- um kr. 77.00. FYRIR BORN: KULDA-ÚLPUR, m. stasrðir og gerðir. SAUMA-KÖRFUR, margar tegundir. B ARN A-LEISTAR. BARNA-SOKKAR. BARNA-PEYSUR, pils og buxur. BARNA-NÁTTFÖT. B ARN A-VASAKLÚTAR. BARNA-NÆRFATNAÐUR. DRENGJA-SKYRTUR. DRENGJA-BINDI. DRENGJA-BELTI. ★ ★ JÓLA-DÚKAR, sérstaklega fallegir, hvítir með jóla-myndum, aðeins krónur 35.00. SILKI-DAMASK-DÚKAR, með 6, 8 og 12 serviettum f gjafakössum. >>4-

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.