Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.02.1955, Page 2

Verkamaðurinn - 25.02.1955, Page 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudagínn 25. febrúar 1955 UERKHlJlflÐURinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akxu-eyrar. Ritnefnd: Bförn Jónsson, ábvrgðarm., Jakob Árnason, Þórir Daníelss. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Verkamenn krefjast réttar síns Kaupgefa sovézkra borgara jóksf um tl^áárinu 1954 Smágöluverzlun í Sovétríkjunum hef- ur nær því tvöfaldast síðan árið 1950 ára áætlunarinnar náist á réttum tíma, þ. e. á yfirstandandi ári. Verkalýðsfélögin hafa lagt fram kröfur sínar um breytingar á kjarasamningiun við atvinnurek- endur. Helztu breytingar eru 25 —30% hækkun á grunnkaupi, þriggja vikna orlof og mánaðar- leg vísitala. Auk þess eru svo nokkur atriði, sem miða að því að draga lítið eitt úr því öryggis- leysi, sem verkamenn eiga við að búa gagnvart uppsögnum úr vinnu og í veikindatilfellum. Ekki verður því með sanngirni andmælt að kröfur félaganna eru mjög hófsamlegar og ekki gengið lengra en ýtrasta nauðsyn ber til. Kauphækkunin nemur aðeins tæplega því ráni, sem verkamenn voru beittir með gengislækkun- inni og nýja vísitölukerfinu. Samkvæmt gömlu vísitölunni væri kaup í almennri vinnu nú kr. 19.56 á klst., en yrði sam- kvæmt kröfunum nú kr. 19.08. Engum getur í alvöru komið til hugar að nokkrar þær breytingar hafi orðið síðan 1949, sem réttlætt geti slíka kauphækkun sem orð- ið hefur. Þvert á móti hefur framleiðslan aukizt að verðmæti, þrátt fyrir alla óstjórnina og þannig skapast skilyrði fyrir hækkuðum verkalaunum, ef rétt væri á haldið. Þjóðartekjumar eru nú orðnar 87 þúsundir á hverja fimm manna fjölskyldu og dylst þá ekki réttmæti þess, að verkamannafjölskylda fái um 45 þús. kr. í sinn hlut. Verkamennirnir eru ekki ein- asta lægst launaða stétt þjóðfé- lagsins heldur verða þeir einnig að búa við minnst atvinnu- og afkomuöryggi allra þegna þess. Engum öðrum eru boðin þau býti að vita aldrei hvort þeir fái verk að vinna næsta dag. Engum öðr- um eru boðin þau kjör að verða hvern dag að leita sér atvinnu, engum það hlutskipti að búa við seigdrepandi ótta um að geta ekki séð sér og sínum farborða næstu vikuna eða mánuðinn. Það er vissulega kominn tími til að þoka sér, þótt í smáu sé, að því marki að létta af verkamönnunum þess- ari bölvun. Það er viðleitni í þá átt, þótt skammt nái, að krefjast þess að verkamenn verði, þar sem því verður við komið ráðnir á viku- og mánaðarkaup og að þeir sem um lengri tíma hafa unnið hjá sama vinnuuveitanda hafi nokkurn uppsagnarfrest úr vinnu og njóti nokkurrar tryggingar, ef þeir veikjast. Einnig að starfsald- ur ráði þegar vinnuveitandi þarf að fækka við sig mönnum. Verkamannastéttin hefur síð- ustu árin látið sér hægt um rétt- mætar kjarabætur. f lengstu lög hefur hún viljað sannreyna at- hafnir stjómarvaldanna í mál- efnum sínum. En sífellt hefur verið vegið í sama knérunn: kjörin verið skert, vinnudagur- inn lengdur, dýrtíðin mögnuð, aukið öryggisleysið, álögumar þyngdar, flóttinn úr þremur landsfjórðungum rekinn með hnútasvipu atvinnuleysisins til þess að auðmannaklíkan í Rvík og herveldi Bandaríkjanna hefðu nægilegan fjölda verkamanna umleikis til þess að arðræna. Og nú er langreynd þolinmæði verkamannastéttarinnar þrotin. Hún hefur sagt sitt orð: hingað og ekki lengra. Hún hefur ákveð- ið að nota sér lagalegan og sið- ferðilegan rétt sinn til þess að verðleggja sjálf vinnu sína, dýr- mætasta framlagið til rekstxu-s þjóðarbúsins, framlagið sem stendur undir allri tilvem þjóð- arinnar, efnalega og menningar- lega, en sem til þessa hefur fært henni sjálfri skarðastan hlutinn. Þeir tímar em liðnir að verka- mennimir kunni ekki að meta verk sín og líti á sjálfa sig sem vanmetakindur á náðarframfæri yfirráðastéttarinnar. — Fullvissir um hlutverk sitt sem fjölmenn- asta framleiðSlustétt þjóðfélags- ins og ömggir um mátt sinn í sameinuðum átökum, ganga þeir til baráttunnar fyrir rétti sínum. Kaupmáttur launa hækkaði að meðantali um 11% í Sovétríkj- unum árið 1954, miðað við árið áður. Þessi verulega aukning kaupgetunnar fékkst með verð- Jækkunum, kauphækkunum og hækkuðu verði til bænda fyrir landbúnaðarafurðir og auknum útgjöldum ríkisins til félags- og menningarmála. Hin aukna kaupgeta hefur leitt af sér mikla aukningu smásölu- verzlunar, og því marki, sem rík- is- og samvinnuverzlunum var sett í þeirri fimm ára áætlun, sem lýkur á þessu ári, var þegar náð í fyrra. Pilturinn sem sá Aden- auer Dagur birti í sl. viku langt viðtal við þýzkan pilt, sem hyggst, sam- kvæmt eigin sögn gerast bóndi í Lyjaiirði og búa hér til æfiloka. Það lætur að líkum að slíkur snáði, sem yfirgefið hefur ætt- jörð sína til þess að gera mjólk- urframleiðslu fyrir KEA að lífs- starfi sínu, láti sér enga smámuni fyrir brjósti brenna. í nefndu viðtali lætur hann sig heldur ekki muna um það að láta Rússa flytja allar verksmiðjur Austur-Þýzka- lands heim til sín. Er þetta sér- lega fróðlegt fyrir Akureyringa, þar sem Austur-Þjóðverjar hafa nú alveg nýlega boðið þeim ný- tízku vélar í væntanlegt hrað- frystihús og selja hingað til lands mikið af ýmsum verksmiðju- varningi. En kannske þurfa þeir ekki verksmiðjur til slíkrar fram- leiðslu? Þá er blessaður drengurinn ekki alveg blankur í öðrum efna- hagsmálum þjóðar sinnar. Hann fullyrðir t. d. að svo bágt sé ástandið í A.-Þýzkalandi, að sums staðar (!!) hrökkva launin ekki fyrir skömmtunarseðlunum. Hvað þá fyrir því, sem út á þá fæst? Eftir þessi fræiðlegu afrek er engin furða þótt Dag klæi í lóf- ann eftir að gera piltinn að sér- fræðingi sínum í utanríkismálum, enda stendur ekki á svörum. Drengurinn hefur nefnilega séð Adenauer og jafnvel heyrt hann tala og er þá ekki að sökum að spyrja: Hann sá, að hann var ekki nazisti og heyrði, að hann var ekki hlynntur þeim, enda þótt mikill hluti af ráðherrum hans og helztu stuðningsmönnum séu fyrrverandi háttsettir nazist- ar og öll stjómarstefna hans í samræmi við það. Næst leggur drengurinn ráðin um það, hvernig íslenzkur land- búnaður geti orðið samkeppnis- fær við erlendan, hvernig haga skuli alisvínarækt etc., og fer maður nú mjög að undrast að slíkur fræðimaður skuli telja sér við hæfi að setjast í busabekk að Hólum, enda finnst Degi að Iykt- um komið mál til að sýna honum einhvern viðurkenningarvott: — ..Hvernig lízt þér á stúlkurnar okkar? — Hvernig kanntu við big á Akureyri?" (Gjörið svo vel!) Farið fram úr áætlun. Frá þessu er skýrt í ítarlegri skýrslu sem hagstofa Sovétríkj- anna hefur gefið út. Iðnaðarframleiðslan í Sovét- ríkjunum varð 13% meiri í fyrra en árið 1953 og komst 65% yfir framleiðsluna 1950 Þar sem gert var ráð fyrir í yfirstandandi' 5- ára áætlun að iðnaðarframleiðsl- an yrði að henni lokinni 70% meiri en árið 1950, þykir víst að því marki verði náð og meira til. Iðnaðarframleiðslan árið 1954 varð 3% meiri en ráð var fyrir gert í framleiðsluáætlun þess árs og aðeins 3 ráðuneyti hafa ekki náð settu marki. Þessi þrjú ráðu- neyti eru ráðuneyti fyrir skóg- rækt, fiskveiðar og mjólkurfram- leiðslu. Oll önnur ráðuneyti fyrir framleiðslu, verzlun og flutninga hafa náð settu marki eða farið yf- ir það. Fleiri neyzluvörur. Skýrslan ber með sér, að veru- leg aukning hefur orðið- á fram- leiðslu neyzluvarnings, einkum varanlegs neyzluvamings. Fram- leiðsla þvottavéla hefnr þannig 13-faldazt, sjónvarpstækja þre- faldazt, ljósmyndavéla aukizt um 54%, útvarpstækja um 76%, ull- ardúka um 17% o. s. frv. Fleiri landbúnaðarvélar. f þeim hluta skýrslunnar, sem fjallar um iðnframleiðsluna, má glöggt sjá, hve mikil áherzla er lögð á þróun landhúnaðarins. Framleiðsla traktora jókst þannig á árinu um 22%, framleiðsla véla til að taka upp fóðurrófur meira en þrefaldaðist og véla til að setja niður kartöflur fimmfaldaðist. Það sést í landbúnaðarhluta skýrslunnar, að það er mikil þörf fyrir þessar vélar. Sáðlöndin 10,8 millj. ha. meiri. Vorið 1954 var sáð í 10,8 millj. ha. meira land en árið áður og 17.6 millj. hektara af nýju landi búið undir ræktun í Síberíu, Úr- alhéruðum og Kasakstan. Markið hafði verið að brjóta 13 millj. hektara af nýju landi. (Til sam- anburðar má geta þess að allt ræktað land í Danmörku er að- eins 3 millj. hektara.) Framleiðsla nær allra landbún- aðarafurða jókst á árinu, þrátt fyrir óvenju slæm veðurskilyrði í víðáttumiklum héruðum. 137,000 traktorar. Sovézkir bændur fengu 137 þúsund nýja traktora á árinu og 37,000 kornskurðarvélar og þreskivélar. Kúm fjölgaði úr 26 millj. í 27,5 millj., svínum úr 47.6 í 51,0 millj. og sauðfé úr 114,9 í 117,5 millj. Enda þótt hér sé um allverulega aukningu að ræða, má telja hæpið að mörk 5- Smásöluveltan jókst um 18%. Árið 1954 hófst starfræksla 600 meiri háttar iðnaðarfyrirtækja í Sovétríkjunum og samanlögð fjárfesting ríkisins í nýjum fram- leiðslufyrirtækj um varð 15% meiri en árið áður. Ríkisverzalanir og kaupfélög juku veltu sína á árinu um 18% og varð hún 80% meiri en árið 1950. Samkvæmt 5-ára áætlun- inni átti smásöluveltan að hafa aukizt um 70% í lok hennar (á árinu 1955). Þessu marki hefur þannig þegar verið náð og rúm- lega það. Verkafólki fjölgar um 2 millj. Verkafólki í hinum ýmsu at- vinnugreinum Sovétríkjanna fjölgaði á árinu. um 2 milljónir og komst tala þess upp í 47 millj. Ekkert atvinnuleysi var í land- inu, fremur en árið áður. Meirihluti bæjarstjórn- ar samþykkti að leggja húsmæðraskólann niður Á bæ j arstj ómanf undi sl. þriðju- dag lá fyrir að taka endanlega ákvörðun um þá málaleitun stjómar Húsmæðraskóla Akvu1- eyrar, að bærinn féllist á fyrir sitt leyti að byggð yrði heimavist við skólann og mælti með því við Al- þingi og ríkisstjóm að veittur yrði venjulegur styrkur til þess að gera skólann starfhæfan á þann hátt. Atkvæðagreiðsla um málið fór þannig, að samþykkt var með 7 atkvæðum gegn 4 að leggja skól- ann niður. Þeir sem samþykktu að leggja skólann niður voru 4 fulltrúar íhaldsins, Þorsteinn M. Jónsson, Marteinn og Steindór. Þeir sem greiddu atkvæði gegn því að skólinn yrði lagður niður voru bæjarfulltrúar sósíalista, og tveir fulltrúar Framsóknar, þeir Jakob Frímannsson og Guðmundur Guðlaugsson. Að lokinni þessari atkvæða- greiðslu var samþykkt með 6 at- kvæðum gegn 3 að afhenda kven- félaginu Framtíðin skólahúsið til umráða til þess að koma þar upp elliheimili, ef fræðslumálastjórn- in samþykkir þá ráðstöfun. Eng- in beiðni lá þó fyrir frá félaginu urri þetta, enda vitað að skóla- húsið er mjög óhentugt til rekst- urs elliheimilis og mundi auk þess verða algerlega ófullnægj- andi vegna rúmleysis. Má í því sambandi vísa til álits formanns Framtíðarinnar, frú Gunnhildar Ryel, sem kvenna mest hefur beitt sér fyrir því að húsmæðra- skólinn yrði starfræktur áfram. Afengisvamanefnd kvenfélaga á Akureyri heldur fræðslu- og skemmtikvöld fyrir konur í Varðborg þriðjud. 1. marz kl. 8.30 e. h. — Dagskrá: 1. Ávarp. — 2. Erindi, séra Kristján Róberts- son. — 3. Kvikmynd — 4. Tví- söngur: Heiða og Anna María Jó- hannsdætur. — 5. Upplestur — 6. Kaffi veitt ókeypis — Ungum stúlkum er sérstaklega boðið. — Æskilegt er að konur hafi með sér handavinnu Skemmtinefndin. Söluskðffur Þeir, sem enn eiga ógreiddan söluskatt í umdæminu fyrir síðasta ársfjórðung, sem féll í eindaga 15. þ. m., aðvarast hér með um, að verði skatturinn eigi greiddur nú þegar, verður lokunarákvæðum 4. mgr. 3. gr. 1. nr. 112, 1950, beitt og verður lokun framkvæmd eigi síðar en föstudaginn 25. þ. m. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 19. febrúar 1955. Friðjón Skarphéðinsson.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.