Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.02.1955, Page 3

Verkamaðurinn - 25.02.1955, Page 3
Föstudaginn 25. febrúar 1955 VERKAMAÐURINN 3 Píanósnillingurinn GuSrún Kristinsdóllir SKAK Fimmtudaginn 18. þ. m. hafði Tónlistarfélag Akureyrar 1. tón- leika sína á þessu ári, sem nú er að líða, fyrir styrktarfélaga og gesti. Þetta voru píanóhljómleik- ar, og lék þar hinn glæsilegj píanósnillingur, Guðrún Krist- insdóttir, sem lauk hinu hæsta prófi í píanóleik við Hinn konunglega tónlistarhá- skóla í Kaupmannahöfn á síðastliðnu ári með miklu lofi, að loknu fimm ára námi þar. Áður hafði hún lokið námi í Tónlistar- skólanum í Reykjavík, og heima í föðurgarði hafði hún allt frá bemskuárum stundað píanóleik. Snernma bar á miklum tónlistargáfum hjá Guð- rúnu, og þeir ágætu lista- menn, sem verið hafa kennarar hennar, munu einskis hafa látið ófreist- að til að efla sem bezt kunnáttu hennar og listarþroska. Það var því að vonum mikil eftirvænting áheyranda, sem troðfylltu salinn í Nýja-Bíó. Og Guðrún brást ekki vonum þeirra, sem við mestu bjuggust. Efnisskráin var óvanalega vel saman sett, þannig að hún myndaði samstæða heild í tveim aðal-þáttum. Sérstaklega var fyrri hluti hennar heilsteyptur: tveir alvarlegir kaflar með lettari miðkafla. í fyrri hlutanum voru þessi tónverk: 1. Fantasía í c- moll og Fantasía og fúga í a-moll eftir J. S. Bach. 2. Sónata í D-dúr (K. V. 576) eftir Mozart. 3. Sónata í f-moll op. 57 eftir Beet- hoven. Þessi tónverk voru í síðari hlutanum: 1. Sónatína eftir Bela Bartók. 2. Geislabrot á vatni og Garðar í regni eftir Cl. Debussy. 3. Ballata í f-moll eftir Chopin^ Það kom þegar í ljós í því, hvernig ungfrúin flutti tónverk Bachs, að hún býr yfir mjög full- kominni tækni, svo að minnir á hina beztu snillinga. En hitt er þó enn meira vert, að 'hún hefur til- einkað sér anda og sál þessara Messað á sunnudaginn kemur í Akureyrarkirkju kl, 2 e, h, — Sálmarnir þá eru þessir: 390, 687, 357 og 232 — Verið þátttakendur í messunni og syngið sálmana. — P. S. Séra Kristján Róbertsson ei nú fluttur að Eyrarlandsveg 16 og mun framvegis hafa viðtalstíma þar heima, en ekki í kirkjunni, hvern virkan dag kl. 6—7 e. h. — Sími 2210. Kvenfél. Akureyrarkirkju held- ur aðalfund í kapellu korkjunnar laugardaginn 26. febr. n.k. kl. 4 e. h. — Venjuleg aðalfundarstörf. Kvenfélagskonur! Fjölmennið á fundinn. — Stjómin. Bjami Rafnar, læknir, hefur opnað lækningastofu í verzlunar- húsi KEA. Er hann nýfluttur hingað til bæjarins og mun starfa hér sem samlagslæknir. unaðsfögru listaverka og flutti þau af djúpri tilfinningu. Það virðist vera mikil tízka meðal treggáfaðra manna að böl- sótast eins og naut í moldarflagi yfir „preludíum og fúgum og symfóníugargi". Þessum mönnum væri áreiðanlega hollt að hlusta með auðmýkt, þegar slík tónverk eru flutt af slíkri list, sem í þetta sinn. Það er ekki mögulegt að vera ósnortinn af fegurð þeirra fremur en af fegurð himinsins. Ég gæti bezt trúað, að Guðrúnu léti sérstaklega vel að túlka verk J. S. Bachs, mesta tónameistar- ans, sem lifað hefir. . Sónata Mozarts var fltut af miklu fjöri, léttleika og yndis- þokka, svo sem henni hæfði Mikilfenglegasta og erfiðasta viðfangsefnið var Sónata Beet- hovens, Appassionata. Beethoven samdi þetta fræga verk um það leyti, þegar honum var orðið það fullljóst, að hann var að missa heyrn sína að fullu og öllu. Sá einn, er skilur, hvað heyrnin er fyrir þann, sem lifir eingöngu í tónlist og fyrir tónlist, getur gert sér nokkra hugmynd um' sálar- stríð jafn geðríks tilfinninga- manns sem Beethoven var. Og í þetta tónverk hefir hann lagt alla sína þjáningu, söknuð og sálar- angist. Það hefir verið sagt, að fáir séu færir um að túlka það til fullnustu, aðrir en þeir, sem sjálf- ir hafa gengið í gegnum sára og eríiða lífsreynslu. En Guðrún náði mjög sterkum tökum á því, svo að áhrifin voru mikil og djúp. Það sýnir viljafestu og andleg- an styrk Beethovens, að hann varð seinna hið mesta tónskáld lífsgleðinnar, sem lifað hefir, og Níunda symfónían er mesta lof- gerð til gleðinnar, sem mannkyn- ið hefir eignazt til þessa dags. Um tónverkin á síðari hluta hljómleikanna er það að segja, að þau voru öll flutt með miklum ágætum, hvert á sinn hátt, bæði að innihaldi og formi. Sónatína Bartóks er mjög smellin og skemmtileg og naut sín sérlega vel. Yndisþokki De- bussys naut sín prýðilega, eink- um var Geislabrot á vatni af- bragðsvel flutt. Það var sem maður horíði niður í djúpt, krist- allstært bergvatn, þar sem öld- urnar lyftust og féllu, þungt, en mjúklega, með þýðum nið, og köstuðu géislunum á ýmsa vegu. Ef til vill var ekkert lagið betur leikið. Ballata Chopins var einnig mjög vel flutt og mjög í hans anda, áherzla fyrst og fremst lögð á sönginn í tónverkinu, yndis- þokka og mýkt, en undir niðri þung alda saknaðar, heimþrár og vonbrigða og endurómur hinnar pólsku náttúru og pólskra þjóð- laga. Áheyrendur tóku listakonunni með miklum fögnuði. Hún fékk fjölda blóma. Að síðustu lék hún aukalag. Ég tel allar líkur benda á, að Guðrún Kristinsdóttir eigi mik- inn frama fyrir höndum. Ég sam- fagna henni og vandamönnum hennar yfir þeim sigri, sem hún hefir unnið, og óska henni glæsi- legrar framtíðar á hinni erfiðu listabraut. Svo þakka ég henni og Tónlist- arfélaginu fyrir unaðslegt tónlist- arkvöld. A. S. Þessi skák var tefld á nýaf- stöðnu Skákþingi Norðlend- inga 1955. Hvítt: Júlíus Bogason. Svart: Guðjón M. Sigurðsson. Hvítt: Svart: 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. R—c3 B—g7 4. e4 d6 5. R—f3 0—0 6. B—e2? (Til greina kom einnig D—c2 og síðan Biskup til e3.) Rb8—d7 7. 0—0 e5 8. d5 (Betra Bcl—e3.) Rd7—c5 9. Rf3—d2 a7—a5 10. b3 R—e8 11. B—b2 f5 12. a2—a3 Re8—f6 13. Ddl—e2 (Dugar ekki til að verja peðið á e4. Bisk- up svarts til h6 hótar að drepa Riddarann á d2, og er þá peðið á bý í upp- námi.) Bg7—h6 14. Hal—dl Rc5xe4 15. Rd2xe4 Rf6xe4 16 Rc3xe4 f5xe4 (Drottningin má ekki drepa peðið á e4 vegna þess að þá leikur svartur Biskup til f5 og á þá Drottningin aðeins einn reit, f3, og vinnur svartur þá skiptamun með B—c2.) 17. c5 e3 18. f3 B—f4 19. g3 B—h6 20. f4 (Tilraun til að opna miðborðið og hefja sókn.) B—f5 21. D—cl exf4 22. D—c3 K—f7 23. gxf4 Bxf4 24. cxd6 Dxb6? (Betra D—g5f og síðan Bf4xd6. Hvítur á nú möguleika á jafntefli.) 25. Hxf4! Dxf4? 26. Hdl—fl? D—g5f (26. D—f6f var sjálfsagð- ur leikur, K—e8. 27. Be2 —b5f c6. 28. Bxc6f b7xc6. 29. Dxc6f K—e7. 30. d5—d6f og svartur verður óumflýjanlega mát. Eða í 29. leik Df6xc6f Bf5—d7. Dxa8f K—e7 d5—d6f K—f7. DxHf8f KxD og Hdl—fl og jafn- tefli.) 27. Kgl—hl K—e8 28. B—b5| K—d8 29. Dc3—d4 D—e7 30. H—f4 e2 31.1 Bxe2 Dxe2 32. H—f2 Dxf2 33. Dxf2 B—e4f Gefið. ATHS. eftir Jón Ingimarsson. Þetta er ein af þróttmestu skák- um á þessu þingi, fjörug með köflum og tvísýn. Akureyrarbær Útsvarainnheimtan ÚTSVÖR TIL BÆJARSJÓÐS AKUREYRAR 1955. Samkvæmt útsvarslögum og samþvkkt bæjar- stjórnar Akureyrar ber öllum gjaldendum í Akureyrarkaupstað að greiða upp í útsvar 1955, 50% af útsvörum þeirra 1954, með gjalddögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní þ. árs, sem næst 1/8 hluta útsvarsins 1954 á hverjum þessara gjalddaga. Skorað er á gjaldendur að inna fyrstu greiðsluna af hendi á bæjarskrifstofunni á réttum gjaddaga. Akureyri, 24. febrúar 1955. < Bæjargjaldkerinn. Sósíalistafélag Akureyrar heldur spilakvöld í Ásgarði í kvöld ld. 8,30. Spiluð verður félagsvist. Verðlaun veitt. Kaffiveitingar falla niður. NEFNDIN. Verkakvennafélagið Eining heldur aðalfund í Verkalýðshúsinu n. k. sunnudag 27. þ. m. kl. 4 eftir hádegi. DAGSKRÁ: Inntaka nýrra félaga. Venjuleg aðalfundarstörf. Samningarnir. Onnur mál. Fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna Endurnýjun fyrir 9. flokk er hafin. Dregið verður um ameríska fólksbifreið, trillubát og traktor. Munið að endurnýja. Umboðsmaður

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.