Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.01.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 06.01.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 6. janúar 1956 JAKOB ÁRNASON: Ástandið 1 alþ j óðamálum batnaði stórlega á sl. ári Frelsishreyfingar nýlenduþjóðanna færðust mjög í ásmegin og barátta þeirra og friðarbarátta alþýðurikjanna neyddu upphafsmenn kalda stríðsins til undanhalds svo verulega dró úr því Á síðastliðnu ári hefir orðið mik- | il breyting til batnaðar í alþjóða- málum. Sovétríkin hafa árum sam- an, eða raunar frá því þau voru stofnuð, gert ítrekaðar tilravmir til þess að skapa betra andrúmsloft í alþjóðamálum.Vesturveldin, ásamt taglhnýtingum þeirra, svöruðu, allt fram á síðasta ár, þessari viðleitni með háði og spotti um „nýtt and- lit“ og báru fram kröfur í hroka- fullum tón um „athafnir, ekki orð“, sýnilega í þeirri einfeldnislegu trú að þessar tilraunir Sovétríkjanna væru veikleikamerki. Sovét- stjómin þurfti því að minna stríðs- æsingamennina á að svo væri ekki, með því að tilkynna að hún hefði látið sprengja vetnissprengju 20. ágúst 1953 og síðar kom til- kynning um nýjar kjarnorku- sprengar 18. okt. 1953. Um margra ára skeið, eða allt frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk, höfðu háttsettir stjórnmála- menn í Bandaríkjunum, blöð og útvarpsstöðvar og yfirleitt öll borgaralega áróðursvélin, sýnkt og heilagt lofað hástöfum utanríkis- pólitík Bandaríkjanna, sem er löngu öllum heimi kunn undir nafninu „position of strenght policy“, það er pólitík, sem er byggð á þeirri trú að Bandaríkin séu svo máttug, að þau geti í krafti þess afls ráðið og eigi að ráða öllu í heiminum. Að allar þjóðir eigi að lúta forustu og vilja Bandaríkj- anna í aðgerðum hennar að undir- búa nýja heimsstyrjöld í því skyni að Bandaríkin geti drottnað yfir allri jarðarkringlunni, svo maður nú ekki nefni lóðirnar og veiði- löndin í tunglinu, sem bandarískir fjárglæframenn eru þegar búnir að slá eign sinni á og farnir að gera sér að féþúfu. Til að koma þess- um fyrirætlunum sínum í fram- kvæmd hafa Bandaríkin komið sér upp herstöðvum um víða veröld, stofnað pólitísk og hernaðarleg bandalög og skipulagt f járhagslega og tæknilega aðstoð til að gera sér viðkomandi þjóðir háðar og undir- gefnar. Fyrsti stórósigur stríðsæsinga- mannanna var hin sigursæla bylt- ing kínversku alþýð unnar. Næsta stóra áfallið var vopnahléð í Kór- eustyrjöldinni í júlí 1953 og svo vopnahléssamningarnir í Vietnam sem undirritaðir voru í Genf 20. júli 1954. Vesturveldin sáu sér nú ekki annað fært en að fallast á að taka þátt í ráðstefnu í Berlín í jan.— febrúar 1954. Ráðstefnan var hald- in um Þýzkalandsmálin og sátu hana utanríkisráðherrar Sovétríkj- anna, Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna. Samkomulag náð- ist ekki, en hins vegar urðu ráð- herrarnir ásáttir um það að haldin skyldi önnur ráðstefna í Genf um vandamálin í Austur-Asíu. Komu ráðherrarnir því aftur saman á ráðstefnu í Genf í apríl—júlí 1954. Við það sama sat í Kóreu- málinu, en hins vegar náðist sam- komulag um frið í Indo-Kína, eins og fyrr var drepið á, og var þetta stórkostlegur sigur fyrir friðaröflin í heiminum og þá ekki sízt fyrir hinar kúguðu nýlenduþjóðir og ómetanleg lyftistöng fyrir sjálf- stæðisbaráttu þeirra. Suð-Austur-Asíu vamarbanda- lagið er árásarsinnað. Fjandmenn friðarins í Washing- ton og London svöruðu fljótlega með gagnsókn. Að undirlagi þess- ara stríðsæsingamanna og her- mangara var stofnað svokallað Suð-Austur-Asíu varnarbandalag 8. sept. 1954 á Filippseeyjum. Stofnendur voru Ástralía, Frakk- land, Nýja Sjáland, Pakistan, Filippseyjar, Thailand, Stóra Bretland og Bandaríkin. Þetta bandalag, sem átti að verða traustur vamarmúr „gegn kommúnismanum“, það er til að treysta og efla áhrif nýlenduríkj- anna og heimsvaldasinnanna í ný- lendunum þar austur frá, en hefir reynzt næsta gagnslítið. Skýr vott- ur um það eru eftirfarandi um- mæli stórblaðsins The New York Times 24. nóv. s.l.: Veikleiki bandalagsins sé auð- sjáanlega meiri en styrkleiki. Að- eins þrjú Asíuríki séu meðlimir þess. Her hinna inniæddu á þessu svæði sé máttlítill og illa búinn. Hirm raunveruleéi hrygéjarliður bandalagsins sé máttur Bandaríkj- anna. Vaxandi hlutleysis eða áhugaleysis gæti meðal sumra meðlimanna, einkum Thailands. Og að lokum líti lndland eins og kommúnistaríkin svo á að banda lagið sé árásarsinnað en ekki byéét upp í varnarskyni. Endurvakning þýzku hernað- arstefnunnar undir forustu nazista alvarleg ógnun við friðinn. Auk þess, sem Vesturveldin komu þessu hernaðarbandalagi á laggirnar, héldu þau áfram baráttu sinni fyrir hervæðingu Vestur- Þýzkalands undir forustu fyrrver- andi herforingja Hitlers. Vi skulum nú athuga afleiðing- arnar á s.l. ári af þessari styrjald- arundirbúningsstefnu Vesturveld- anna. í ræðu, sem Vorosiloff mar- skálkur hélt 1. jan. 1955 lýsti hann því yfir að Vesturvelccn hefðú „aukið hættuna á nýrri heimsstyrj- öld“ og í yfirlýsingu Æsta ráðsins í Moskva 9. febr. 1955 var svo komist að orði að Vesturveldin hefðu stóraukið hina alþjóðlegu spennu og ógnunina við öryggi þjóðanna. Og deginum áður hafði Molotoff, utanríkisráðherra, lýst því yfir, að í Ráðstjómarríkjunum hefðu orðið slíkar framfarir í smiði vetnissprengjunnar, að það væru Bandaríkin en ekki Ráð- stjórnarríkin, sem væri þar á eft- ir. Og Ráðstjómarríkin ákváðu jafnframt að hækka framlag sitt til öryggismála úr 18 upp í 20 pró- sent af öllum útgjöldum fjárlag- anna. Eftir ítrekaðar aðvaranir lýstu þau yfir því 7. maí s.l. að vináttu- samningarnir við Bretland og Frakkland frá því á heimsstyrjald- arárunum væru úr sögunni, vegna þess að þeir hefðu raunverulega verið þverbrotnir og gerðir að engu með endurreisn hinnar þýzku hernaðarstefnu. Og viku síðar, eða 14. maí, undirrituðu þau svo, ásamt alþýðuríkjunum, hinn svo- nefnda Varsjársamning um sam- eiginlegar varnir allra þessara ríkja undir einni herstjórn. Allar þessar aðgerðir voru svar við „position of strenght“ pólitík Bandaríkjanna og leppríkja þeirra, áminning til þeirra um að pólitík þeirra væri í senn bæði hættuleg og heimskuleg. Jafnframt var Sovétstjórninni ljóst að óttinn við vetnissprengj- una og endurreisn þýzka hernaðar- andans fór æ vaxandi í Evrópu og jafnvel um allan heim. Sovétríkin og alþýðuríkin hertu jafnframt baráttuna fyrir friði um víða ver- öld. Þjóðir Júgoslavíu, Austurríkis og jafnvel Vestur-Þjóðverjar létu í ljósi vaxandi andúð á endurher- væðingu Vestur-Þýzkalands. Og í kjölfar þessa gerðu svo Sovétríkin samning við Austurríki 15. apríl s.l. og Júgoslavíu 2. júní og 7. júní sendi svo Sovétstjórnin Adenauer orðsendingu þar sem honum var boðið til Moskva. Nýlenduríkin eru á hraðri leið með að missa öll áhrif í Asíu. Við skulum nú hverfa aftur austur til Asíu. Eins og kunnugt er býr yfirgnæfandi meiri hluti mannkynsins þar. Þar eru auk þess æfagamlar menningarþjóðir og ógrynni af hvers konar náttáruauð- æfum, lítt rannsökuðum og ekki nýttum ennþá nema að litlu leyti. Það er því augljóst að pólitíska- og atvinnulega þróunin þar hefir geysilega þýðingu. Síðustu árin og síðustu mánuð- ina hefir baráttan gegn heims- valdasinnunum færzt gífurlega í aukana og miklir sigrar verið unn- ir. Mikilvægasti sigurinn var frels- un Kína með sigri alþýðubylting- arinnar. Lönd eins og Indland og Indonesía hafa breytzt úr nýlend- um í fullvalda ríki. Hins vegar er Japan, þar sem iðnaðarþróunin er komin á hæst stig í Asíu, ennþá háð Bandaríkjunum, bæði póli- tískt og hernaðarlega. Og nokkur Asíuríki, svo sem Tyrkland, Pat kistan, írak, Filippseyjar og Thai- land, eru flækt í árásarsinnuð hernaðarbandalög, sem hafa verið skipulögð og stofnuð að frum- kvæði Bandaríkjanna til vemdun- ar nýlendustefnu nýlenduríkjanna og heimsvaldasinnanna og til að undirbúa nýjar styrjaldir. Nýlenduveldin riða nú á blóði- drifnum bægslum sínum vegna sí- vaxandi þjóðfrelsishreyfinga. Ný- lenduveldin og heimsvaldasinn- arnir óttast ekkert meir en sam- starf og nána samstöðu þjóðanna í Asíu og Afríku og beita öllum ráð- um, og þá fyrst og fremst Banda- ríkin, til að hindra samstarf ný- lenduþjóðanna. Má í því sambandi minna á baráttu þeirra gegn Kín- verska alþýðulýðveldinu, alþýðu- ríkinu Vietnam og alþýðuríkinu í Norður-Kóreu. Ráðstefnan í Bandung sýndi nýlenduríkjunum í tvo heimana. I s.l. apríl var haldin ráðstefna í Bandung í Indonesíu, sem sýndi það greinilega að heimsvaldasinn- arnir voru fjarri því að ná því marki sínu að hindra samstarf Asíu- og Afríkuþjóðanna. Forsætisráðherrar Burma, Ind- lands, Indonesíu, Pakistan og Cey- lon höfðu komið saman ári áður í Colombo á Ceylon og svo aftur í Bogor í Indonesíu í desember til að undirbúa Bandung-ráðstefnuna. 29 ríki sendu fulltrúa á ráðstefnu í Bandung. Megin pólitíska hlut- verk ráðstefnunnar var að tengja sem traustustum böndum baráttu þjóða Asíu og Afríku fyrir útrým- ingu nýlendustefnunnar. I setningarræðunni, sem Sokamo forseti indonesiska lýð- veldisins flutti, sagði hann m. a.: „Okkur er oft sagt „nýlendu- stefnan er dauð“. Látum ekki blekkja okkur eða jafnvel sefa okkur með þessu. Eg segi yður, nýlendustefnan er ekki úr sögunni. Hvernig getum við sagt að hún sé dauð, svo lengi sem víðáttumikil svæði í Asíu og Afríku eru ófrjáls. Og, eg bið yður að athuga, hugsið ekki um nýlendustefnuna einvörð- ungu í sinni gömlu mynd, sem við í Indonesíu og bræður okkar í ýmsum hlutum Asíu og Afríku þekkjum. Nýlendustefnan á einnig sín nýtízku klæði, í mynd f járhags- legs og atvinnulegs eftirlits, menningarlegs eftirlit, raunveru- legs skoðanafrelsis, framkvæmd af litlum en erlendum eða annar- legum hópi meðal þjóðarinnar. Þetta er leikinn og einbeittur fjandmaður, og hann birtist í margs konar gerfum. Hann sleppir ekki auðveldlega herfangi sínu. Hvar, hvenær og hvernig, sem hún birtist, er nýlendustefnan mein- vættur, sem verður að uppræta af jörðinni.“ Þessi ummæli undirstrikuðu rækilega megintilgang Bandung- ráðstefnunnar. Strax þegar fregnin um fyrirhug- aða ráðstefnu í Bandung barst til eyma herruniun í Washington og Wallstreet reyndu þeir allt, sem þeir gátu, til að hindra að ráð- stefnan yrði haldin. Þegar sýnt þótti að ekki yrði komið í veg fyr- ir það, gripu nýlendukúgararnir til þess örvæntingarfulla níðingsverks að leigja morðingja í samráði við Sjang Kai Sjek, kjölturakka Bandaríkjanna, til að tortíma ind- versku flugvélinni, „Kashmir- prinsessan", sem var á leiðinni til Bandung með nokkra kínverska fulltrúa og blaðamenn frá alþýðu- lýðveldunum. Heimsvaldasinnamir höfðu að vísu sína „troju-hesta“ á ráðstefn- unni, svo sem fulltrúana frá Filippseyjum, Tyrklandi og Pakistan, en ræður þeirra fengu sáralítinn hljómgrunn og áorkuðu tiltölulega litlu, en hins vegar ætl- aði lófatakinu aldrei að linna í hvert sinn sem Chou En-lai, utan- ríkisráðherra Kínverska alþýðu- lýðveldisins, lauk ræðum sínum. Ráðstefnunni lauk 24. apríl með sameiginlegri tilkynningu, þar sem ráðstefnan fordæmdi nýlendu- stefnuna og lýsti yfir stuðningi sínum við baráttu allra undirok- aðra þjóða fyrir frelsi og sjálf- stæði og hvatti til aukins sam- starfs Asíu- og Afríkuþjóðanna á sviði efnahags- og menningarmála, lýsti yfir stuðningi við friðsamlegt samstarf allra þjóða og stuðningi við kröfuna um afvopnun og banni á kjamorkuvopnum og öðrum múgmorðstækjum. I stuttu máli, ráðstefnan lýsti sig samþykka meginatriðum í sam- eiginlegri stefnuyfirlýsingu Chou En-lais og Nehrus um friðsamlega sambúð þjóða, en andúð á árásum og stríðsundirbúningi og stuðningi við þjóðfrelsisbaráttu nýlendu- og hálfnýlenduþjóðanna. Ráðstefnan var í heild þrótt- mikil yfirlýsing um ný styrkleika- hlutföll í heiminum. Sovétstjórnin svaraði ekki að- eins með yfirlýsingu um stuðning, heldur einnig með því að bjóða indverska forsætisráðherranum til Ráðstjórnarríkjanna. Lauk þeirri heimsókn með sameiginlegri yfir- lýsingu Bulganins og Nehm um vilja til að skapa friðsamlegt and- rúmsloft í heiminum. Þannig höfðu versnandi horfur í alþjóðamálum 1954, sem skapast höfðu fyrir tilverknað hóps stríðs- óðra heimsvaldasinna gegn óskum þjóða þeirra, snúist upp í síbatn- andi horfur á síðastliðnu ári fyrir atbeina hinna voldugu, sósial- istisku ríkja og bandamanna þeirra, ríkisstjórna sem eru studd- ar af óskum þessara þjóða og al- þýðu um víða veröld, um frið, eins og greinilega kom í ljós á Heims- friðarþinginu í Helsinki í síðastl. júní. Stjómir Bretland og Banda- ríkjanna neyðast til undanhalds. Þegar svo var komið sá Anthony Eden sér ekki annað fært en snúa við blaðinu og lýsa því yfir að hann væri ekki lengur andvígur f jórveldafundi — og stjóm Banda- ríkjanna sá sig nú tilneydda að tjá sig fylgjandi slíkum fundi. Fundur forsætisráðherra stór- (Framhald á 3. dðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.