Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.01.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 06.01.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 6. janúar 1956 ATHYGLISVERÐ UMMÆLI í grein, sem hinn kunni frétta- skýrandi Walter Lippman skrifaði í stórblaðið New York Herald Tri- bune, eftir að Genfarfundi utanrík- ismálaráðherranna fjögurra lauk í haust, farast Lippman m. a. svo orð: „Skilyrðin, sem hr. Dulles hafði með sér til Genf, hefðu verið ágæt, ef Sovétríkin hefðu gefizt upp skil- yrðislaust. Skilyrði hans leiddu al- veg hjá sér hinn sanna Genfaranda, sem táknar, að úr því að ekkert er hægt að útkljá með valdi, er nauð- synlegt að leiða saman hesta sina og semja. Skilyrði vesturveldanna í Genf fólu ekki í sér neina mögu- leika til viðbragða, ekkert efni til að ræða um, ekkert tækifæri til að semja. Þessi misreiknaða alveldisstefna hefur einmitt verið tromp Sovét- rikjanna,“ segir Lippman. Vegna þessara mistaka hafa Sovétríkin tryggt sér rúmgott svið til athafna í Vestur-Þýzkalandi, á sama tíma og Bandaríkin geta ekki mýkt skilyrði sín „án þess að tefla stöðu Aden- auers í hættu og án eyðileggjandi afleiðinga fyrir Norður-Atlanshafs- bandalagið. — Máske hefur Dulles haft betur í orðaskiptum við Molo- toff i Genf. En Sovétríkin hafa unnið og við höfum tapað áhrifum í Þýzkalandi." Og Lippman lýkur grein sinni með þessum orðum: „Nú, þegar hr. Dulles er kominn heim frá Genf, mun, álitum vér, ekki verða gerð nein tilraun til að láta líta svo út, að við höfum unnið stjórnmálalegan sigur í Genf. Við höfum hlotið mjög mikið áfall og getum aðeins náð okkur aftur, með því að framkvæma allsherjar endur- skoðun á aðstöðu okkar og tillögum í heiminum eftir Genfarfundinn." „Við verðum öll að breyta skoðunum okkar á Sovét- ríkjunum.“ Með þessum orðum dró fiskimála ráðherra Kanada, James Sinclair, saman í ræðu, sem hann flutti í Ot- tawa 14. nóv., áhrifin, sem hann varð fyrir eftir langt ferðalag um Sovétríkin. Og hann bætti við: „Maður getur ekki heimsótt Sov- étríkin án þess að koma heim aftur stórhrifinn." V erkamannaf élagið semur við T. R. Samningar hafa tekizt milli Verkamannafélags Akureyrarkaup- staðar og Tunnuverksmiðja ríkis- ins. Tímakaup verkamanna verður kr. 10,47 í grunn og er það kr. 0,30 hærra en almenn vinna. í*á fá verkamenn greitt fullt kaup fyrir vinnutap, sem orsakast af vélbilunum o. þ. 1. og standa allt að tveim dögum. Að öðru leyti gilda hinir al- mennu samningar. Til þessa hefur aðeins verið greitt almennt kaup í verksmiðj- unni og er því hér um nokkra kjarabót að ræða. Aðalfundur Sósíalista- félags Akureyrar Sósíalistaféálag Akureyrar held- ur aðalfund sinn í Ásgarði sunnud. 8. þ. m. kl. 8.30 e. h. — Dagskrá fundarins: Aalfundarstörf og bæj- armál. Sósíalistar eru áminntir um að fjölmenna á fundinn. • 1111111111111111111111(1111111(111111 IIiiiii 1111111 iiiiiiiiiiiuiiii* . I 1 NÝJA-BÍÓ I Aðgöngumiðasala opin kl. 7-9. = Sími 1285. f Ncesta mynd: Ernir hersins | Stórfengleg bandaríks flug- 1 { hernaðarmynd í litum. — f f Gerð af Howard Hughes. f I Kvikmynd þessi er tileink- f f uð og gerð til heiðurs „US f f Marine Corps“. Loftorr- f f ustu- og hernaðarlýsingar f f myndarinnar eru raun- f f verulegar og voru teknar í | f síðari heimsstyrjöld og f {voru fengnar að láni úr f f kvikmyndasafni Banda- f ríkjahers. Aðalhlutverk: I JOHN WAYNE og ROBERT RYAN. Sunnudaginn kl. 3: Smámyndasafn (Teiknimyndir) { M. a. Flugið til tunglsins, f f Gullna antílópan og fleiri f i teiknimyndir með Donald f f Duck, Pluto og kettinum f og músinni. I Ath. Jólasveinninn kemur f f d sýninguna til að kveðja. f íii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii1111111111111111111111111111111iiiii* Aðalfundur V. A. (Framhald af 1. síðu). son, meðstjórnendur: Gunnar Að- alsteinsson, Sverrir Georgsson. — Varastjárn: Bjöm Gunnarsson, Júlíus Davíðsson, Jóhannes Jós- epsson. — T rúnaðarmarmaráð: Haraldur Þorvaldsson, Rósberg Snædal, Gestur Jóhannesson, Stef- án Hólm Kristjánsson, Björgvin Einarsson, Loftur Meldal, Olafur Þórðarson, Sigurjón Jóhannesson, Olafur Aðalsteinsson, Ágúst Ás- grímsson, Þórður Valdimarsson og Hallgrímur Vilhjálmsson, Aðalstr. — Varamenn: Alfreð Steinþórs- son, Jón Sigtryggsson, Þingv.str., Ingólfur Guðmundsson, Aðólf Da- víðsson, Ingólfur Baldvinsson, Pét- ur Þorvaldsson, Garðar Sigurjóns- son, Gunnar Sigtryggsson, Stein- grímur Davíðsson, Ingólfur Árna- son, Hríseyjarg., Guðmundur Baldvinsson og Árni J. Árnason. Endurskoðendur vom kjörnir: Sig. G. Sigurðsson og Ingólfur Árnason, til vara Halldór B. Jóns- son. Eignir félagsins í húseignum og sjóðum eru kr. 107,762,34. Árgjald fyrir þetta ár var ákveðið kr. 150,00. Meðlimir félagsins eru nú 482 og hafði fjölgað um 69 á ár- inu. Hjónaefni. Á gamlaárskvöld op- inberuðu trúlofun sína í Reykjavík ungfrú Guðrún Briem hjúkrunar- kona, Reykjavík, og Þráinn Þór- hallsson, prentari, Akureyri. — Á jóladag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Björg Þórðardóttir, verzl- unarmær, og Kristján Kristjáns- son, prentari. — Ungfrú Edda Ei- ríksdóttir, stúdent, og Rafn B. Helgason, bifvélavirki, Ránargötu 2. — Ungfrú Sigurbjörg Andrés- dóttir, Kambsmýri 6, og Guðm. Kristinn Björnsson, Koté. Lokun sölubúða. Frá 1. þ. m. verur sölubúðum lokað kl. 1 (13) á laugardögum og kl. 7 (19) á föstudögum. Brúðkaup. 18. des. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þor- birna Jakobsdóttir og Marteinn Tryggvi Sigurólason. — Heimili þeirra verður að Gránufélags. 20. — Á jóladag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ung- frú Jónína Axelsdóttir og Bergþór Arngrímsson. — Heimili þeirra verður að Grímsstöðum í Glerár- þorpi. — 30. des. voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Ásdís Svan- bergsdóttir og Magnús Þórisson. — Heimili þeirra er að Hafnarstr. ,81. — 31. des. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ung- frú Unnur Jósavinsdóttir og Berg- vin Halldórsson. — Heimili þeirra er að Skútum, Glerárþorpi. — 30. des. ungfrú Gunnlaug Björk Þorláksdóttir og Magnús G. Jóns- son, sjómaður. Heimili ungu hjón- anna er að Þingvallastræti 36. — 31. des. ungfrú Guðrún Stefáns- dóttir (læknis Guðnasonar) blaða- kona og Baldur Jónsson, stud. mag. Heimili þeirra er að Víðimel 49, Reykjavík. — Ennfremur hafa verið gefin saman í hjónaband um htáíðirnar: Ungfrú Valgerður Þóra Valtýsdóttir og Haraldur Val- steinsson, starfsmaður hjá Lands- bankanum. Heimili þeirra er að Fjólugötu 18. — Ungfrú Ragna Bjarnadóttir og Olafur Einarsson, stud. jur., Stangarholti 3, Rvík. — Ungfrú Karítas Sigurbjörg Egg- ertsdóttir Melstað og Sverrir Ragnarsson, húsasmíðanemi, Borg- arholtsbraut 13, Kópavogi. — Ungfrú Svanfríður Jónasdóttir og Jóhann Sigurðsson, rafvirkjanemi, Bjarmastíg 3. — Ungfrú Salína Margrét Jónasdóttir og Jón Sig- urðsson, sjómaður, Strandgötu 49. — Ungfrú Sjöfn Oskarsdóttir og Njáll Friðrik Bergsson, Byrgi, Glerárþorpi. — Ungfrú Margrét Jóhannsdóttir og Helgi Sigurðsson, bóndi, Brautarhóli, Svalbarðs- strönd. — Ungfrú Rósa Svanfríður Oddsdóttir og Geir Héðinn Svan- bergsson, lögregluþjónn, Eikjuvog 26, Reykjavík. — Ungfrú Gunn- þórunn Oddsdóttir og Páll Sigur- laugur Jónsson, sjómaður, Strand- götu 45. - Alþjóðamálin (Framhald af 3. síðu). Ennfremur að herafli eða vopnað lið Þjóðverja sjálfra í Vestur- og Austur-Þýzkalandi yrði skorinn niður að sama skapi. Því vísuðu Vesturveldin algjörlega á bug. Daginn eftir lagði Molotoff fram nýjar tillögur í afvopmmarmálun- um. Voru þær í aðalatriðum sam- hljóða tillögum þeim, sem Bretar og Frakkar báru fram snemma í sumar og Bandaríkin höfu lýst yfir að þau styddu. Meginatriðin, samkvæmt þessum tillögum, voru þau, að her Sovétríkjanna og Bandaríkjanna yrði minnkaður niður í IV2 milljón, Frakklands og Bretlands niður í 650 þús. og her annarra ríkja niður í 150—200 þús. Og her Kína sennilega niður IV2 milljón, en um það yrði að semja við þau. Vesturveldin höfnuðu þverlega þessum tillögum og gengu þar með frá sínum eigin tillögum. (Niðurlag í nœsta blaði.) yERKflnwDURinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Björn Jónsson (áb.), Jakob Árnason, Einar Kristjánsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sínti 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. í Beztu þakkir fceri ég Iðju, félagi verksmiðjufólks á f % Akureyri, fyrir þann styrk, sem það veitti mér. Sérstak- f * lega þakka ég formanni og stjórn félagsins og óska 4 © þeim og öllum félagsmönnum góðs og gleðilegs nýdrs T * með beztu þökk fyrir liðin ár. t í STEINMAR JÓHANNSSON. $ AÐALFUNDUR Sósíalistafélags Akureyrar verðnr haldinn í Ásgarði n. k. sunnudag, 8. janúar, kl. 8.30 síðdegis. DAGSKRÁ: ' 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Bæjarmál. Fjölmennið stundvislega. STJÓRNIN. Jólatrésfagnaður fyrir börn verður í ALÞÝÐUHÚSINU n. k. sunnudag, 8. þ. m., kl. 2 eftir hádegi. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna. ARÐMIÐAR úr brauðbúðum vorum og Kjörbúðinni frá síðastliðnu ári, skilist fyrir 15. febrúar n. k. í skrifstofu verksmiðjanna. Kaupfélag Eyfirðinga HAPPDRÆTTI D A S Dregið verður 9. þ. m. um Chevrolet fólksbifreið og mótorbát. Munið að endurnýja. UMBOÐSMAÐUR. LÖGTAK Eftir kröfu hreppsnefndar Glæsibæjarhrepps og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram á kostnað gjaldenda en ábyrgð sveitarsjóðs fyrir van- goldnum útsvörum og hreppsvegagjöldum til sveitar- sjóðs gjaldföllnum 1954 og 1955 að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu 29. des. 1955.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.