Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.01.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 20.01.1956, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 20. janúar 1956 Afglöp bæjarfulltrúa stjórnarflokkanna eru orðin og Akureyri dýrkeypt r Og vegna óstjórnar þeirra og skammsýni er Utgerðarfé lag Akureyringa nú í mjög alvarlegum f járhagskröggum Blöð stjórnarflokkanna halda því einatt á lofti að þeir séu ábyrgir flokkar og verður þá að sjálfsögðu að líta svo á að for- ustumenn og fulltrúar þeirra séu ábyrgir gerða sinna, a. m. k. þeg- ar þeir starfa í nafni bæjarstjórna, þings og ríkisstjórnar eða vinna önnur þau trúnaðarstörf, sem þeim hefur verið falið í þágu almenn- ings. Þessi margumtalaða ábyrgð reynist hins vegar harla lítils virði. Bæjarfulltrúar afturhaldsflokk- anna hér á Akureyri mundu áreið- anlega standa slyppir og snauðir ef þess yrði krafist að þeir borguðu allt það tjón, sem bærinn hefur orðið fyrir vegna afskipta þeirra af málefnum bæjarins og íbúa hans. Þeir hafa hvorki meira né minna en valdið bæjarbúum og Akureyr- arbæ milljónatjóni í tuéatali á undanförnum 20 árum vegna af- skipta sinna af útgerðarmálunum. Og eru þó ótalin öll önnur axar- sköft þeirra fyrr og síðar. Þeir hafa ekki greitt einn eyri af þessari skuld. Þeir hafa hlaupið frá ábyrgðinni. Allt talið og öll skrifin um að stjórnarflokkarnir og fulltrúar þeirra séu ábyrgir flokkar og ábyrgir menn, er þess vegna argasta fjarstæða, bjánaleg stað- hæfing, sem enginn tekur mark á lengur. En þeir tímar eru í rtártd, þeéar stjórnarflokkarnir ver&a dreénir til ábyré&ar iyrir afélöp sín. Spymtu við fótum í 10 ár. í skrifstofum bæjarins er merk bók. Hún geymir fundargerðir bæjarstjómar Akureyrarkaupstað- ar. Þar eru bókaðar samþykktir bæjarstjórnar, þessarar virðulegu samkundu, þar sem skötuhjúin olíutunnan og kolamolinn, eru hús- bændur — ennþá. í þessum fund- argerðum sést það svart á hvítu að bæjarfulltrúar afturhaldsflokk- anna spyrntu eins lengi og þeir þorðu vegna almenningsálitsins, gegn því að togaraútgerð yrði haf- in hér á Akureyri. Sósíalistar áttu frumkvæðið að þessu mikla hags- munamáli. Á bæjarstjórnarfundi 17. nóv. 1936 báru þeir fram eftirfarandi tillögu: „Fundurirm samþykkir að kjósa nefnd, sem ger/ sem ýtarleéasta áætlun um rekstur oé aíkomu- möéuleika toéaraútéerðar héðan, oé aíli átbyéé‘leéra upplýsinéa eða tilboða um verð oé væntanleéa éreiðsluskilmála á einum til tveim- ur toéurum, sem hæfileéir væru til hvers konar veiðiskapar héðan frá Akureyri. Skili nefndin áranéri af störfum sínum svo fljótt sem möéuleét er. — Nauðsynleéur kostnaður af störíum neírtdarinnar éreiðist úr bæjarsjóði." Fulltrúar afturhaldsflokkanna töluðu fyrst gegn tillögunni, en samþykktu hana samt eftir nokk- urt þóf, enda höfðu fjöldamargir verkamenn mætt á fundinum til að fylgja eftir á þann hátt tillögu sósialista. Árum saman þvældust hinir steinblindu kettlingar bæjarstjórn- arafturhaldsins fyrir þessu máli. Loks 18. sept 1945 samþykkti meiri hluti bæjarstjórnar að „óska eftir þvt að ríkisstjórnin ætli Ak- ureyrarbæ 2 af þeim toéurum, sem ríkisstjórnin heíur nýverið .fest kaup á í Enélandi. . ..“ En örgustu afturhaldsseggimir í bæjarstjórninni þoldu þetta ekki. Og rúmum tveim mánuðum síðar, 28. nóv. 1945, samþykkti meiri hluti bæjarstjórnar gegn atkvæð- um sósíalista, Erl. Friðjónssonar og Jóns Sveinssonar að afturkaíla umsóknina um annan toéararm. Hinir; ábyrgu, framfarasinnuðu fjármálámenn afturhaldsflokkanna sýndu þá dáð að éta ofan í sig helminginn af þeim togurum, sem þeir höfðu þurft um 10 ár til að íhuga, hvort vit væri í því fyrir Akureyrarbúa að stuðla að því að héðan væri hafin togaraútgerð til að auka atvinnuna í bænum, auka tekjur bæjarins og þjóðarinnar í heild með auknum útflutningi sjávarafurða. Vegna hringlandaháttar bæjar- fulltrúa Framsóknarfl. og Sjálf- stæðisflokksins var svo bænum út- hlutað aðeins einum togara, en þingmanni sósíalista, Steingrími Aðalsteinssyni, tókst með dugnaði að bjarga málinu með því að koma því til leiðar að ríkis- stjórnin samþykkti að kaupa 2 togara í viðbót og skyldi Akureyringum ætlaður annar þeirra. Höfðu sósíalistar hér í bæj- arstjórn þá áður komið þvx til leið- ar að allir flokkarnir höfðu gert með sér bæjarmálasamning í febr. 1946, þar sem m. a. var ákveðið að endurnýja umsóknina um 2 togara. Svo þvermóðskuleg var barátta afturhaldsins gegn þessu óvéfengj- anlega hagsmunamáli, að þegar endanlega voru greidd atkvæði um seinni togarann (10. okt. 1946) greiddu þeir Þorst. M. Jóns- son og Jón Sólnes enn atkvæði gegn togarakaupunum! Skyldu þeir é^ta laét á borðið nú hjá Steinsen þá tuéi milljóna króna sem toéaraútéerðin er búin að é^eiða bæjarbúum, ef farið hefði verið að ráðum þeirra? Krafa sósíalista 1951: Hraðfrystihús verði byggt. Sósíalistar áttu einnig frum- kvæðið að því að stórt og fullkom- ið hraðfrystihús yrði byggt hér á Akureyri. 26. okt. 1951 sendi Sósíalista- félag Akureyrar bæjarstjórninni erindi og var upphaf þess þannig: „Sósíalistafélaé Akureyrar bein- ir þeirri áskorun til Bæjarstjórnar Akureyrar, að hún beiti sér fyrir því að byéét verði hér á Akureyri stórt oé fullkomið hraðfrystihús, sem íryst éeti a. m. k. 25 tonn af fiskiflökum á sólarhriné. Athuéaðir verði möéuleikar á samvinnu bæj- arins, Utéerðarfélaés Akureyrinéa oé Kaupfélaés Eyfirðinéa og jafn- vel fleiri aðila, um byéé‘néu °é rekstur þess.“ Ennfremur var komist svo að orði í erindinu: „I öllum bæjum landsins oé nær ölíum sjávarþorpum, eru hrað- frystihús, eitt eða fleiri, sem frysta fisk. Nær þriðji hlutinn af öllum fiskafla landsmanna er hraðírystut tif útflutninés, oé fer sú meðfetð aflans vaxandi með hverju ári. A þessu ári er talið að útflutninéur hraðsfrysts fiskjar verði að verð- mæti á annað hundrað milljónit króna. Suðurlandstoéerarnir hafa selt mestallan hluta karfaveiði sirmar t frystihúsin fyrir kr. 650.00 tonnið, á sama tíma oé toéararnir norðanlands seldu sinn afla fyrir kr. 425.00 tonnið í bræðslu. Út- flutninésverðmæti aflans er talið að vera íullum helminéi meira með þv't að frysta ílökin, sem eru nánast 1/3 hluti þunéa fiskjarins, oé að vinrta úréané, þ. e. 2/3 hluta í verksmiðjum.... S.I. sumar öfl- uðu Akureyrarskipin um 11 þús. smálestir af karta. Úr þeim afla heíði mátt íá um 3 þús. smál. af hraðfrystum karfaflökum með þeirri framleiðsluéetu, sem hér um ræðir. Eftir sem áður hefðu verið um 8 þúsund smál. eftir til vinnslu í Krossanesi. Toéaraútéerðin hefði með því fenéið 2—2 (4 milljón krórta meira fyrir aíla sinn oé aílinn verið auk- inn að verðéildi til útflutninés um a. m. k. 3—■4 millj. króna. Þá má einnié éera ráð fyrir að rekstm slíks frystihúss hér éæti verið til mikils öryééis fyrir stöðuéan rekst- ur toéaranna, þeéar ísfiskmarkaður er ótryééur eins oé búast má við á ýmsum tímum. Mestur hluti verðmætisaukans yrðu vinnulatm hinna möréu at- vinnuþuríandi íbúa bæjarins, en éera :má ráð tyrir, að um eitt hundrað manns hefðu vinnu við flökun oé pökkun aflans, þeéar rekstur væri í íullum éanéi.“ Verkamannafélag Ak. samþykkti með samhljóða atkvæðum eftirfar- andi tillögu á fundi 18. nóv. 1951: „Fundurinn faénar því að tram er komin í bæjarstjórn tillaéa um byééinéu hraðfrystihúss hér í bæn- um. Telur fundurirm að stofnun slíks a tvinn ufyrirtækjs éeti haft úrslitaþýðinéu um afkomu verka- fólks hér á Akureyri oé skorar þvi á bæjarstjórn að hraða svo sem unnt er undirbúninéi þessa mikla nauðsynjamáls.“ Kusu nefnd, en viljinn tregur til framkvæmda eins og áður. Vegna hneysu þeirrar, sem bæj- arfulltrúar afturhaldsins höfðu haft af togarakaupunum, þorðu nú þessir ábyrgu fulltrúar ekki annað en að vera því fylgjandi að bæjar- stjórnin kysi nefnd til að athuga möguleika á rekstri frystihúss og til að athuga skilyrði fyrir sam- starfi KEA og Útgerðarfél. Akur- eyringa, bæjarins o. fl. Kaus bæj- arstjórn þessa nefnd í nóv. 1951. En það kom fljótt í ljós að bæj- arfulltrúar hins sameinaða aftur- halds höfðu síður en svo áhuga fyrir því að fullkomið hraðfrysti- hús yrði byggt hér til að stórauka atvinnuna, og efla hag bæjar og ríkis. Sömu blindingjarnir og þvælst höfðu um 10 ára skeið fyr- ir togarakaupunum, eða tvíburar þeirra, gerðu allt sem þeir gátu eða þorðu til að reyna að koma í veg fyrir að hraðfrystihúsið yrði byggt. í þrjú ár felldu þeir t. d. tillögur sósíalista um að tekinn yrði á fjárhagsáætlun bæjarins nýr liður um framlag til frysti- hússbyggingar. V erkalýðssamtökin herða sókn sína. 10. febr. 1953 skrifaði Verka- mannafél. Akureyrarkaupstaðar öllum verkalýðsfélögum bæjarins, öllum félögum iðnaðarmanna og stjórnmálaflokkunum eftirfarandi bréf: „Samkvæmt fundarsamþykkt í félaéi voru, beinum vér þeim til- mælum til íélaés yðar, að það’ skipi einn fulltrúa í nefnd, sem hafi það hlutverk að vinna að því að hér í bænum verði reist full- komið hraðfrystihús. Vér teljum að á því sé nú meiri nauðsyn en nokkru sinni áður, að hér rísi upp ný atvinnutæki, sem bætt éeti varanleéa úr því éP‘É~ vænleéa atvinnuleysi, sem hér rík- ir mikinn hluta ársins. í því sam- bandi teljum vér, að aukin þátt- taka Akureyrinéa í fiskveiðum, éeti haft aféerandi áhrif. Vér teljum einnié að mál þetta varði ekki einéönéu verkamenn bæjarins, heldur einr^ié alla þá, sem byééía lífsafkomu sína á at- hafna lífi í bænum. Þess veéna förum vér þess á leit að félaé yðar hefji samstarf við félaé vort um þessi mál. Vér væntum heiðraðs svars yð- ar sem fyrst oé eiéi síðar en 20. okt næstk.“. Kusu flest félögin fulltrúa í hina sameiginlegu nefnd. Afturhaldið þrjóskaðist enn við. Fulltrúar þess í bæjarstjórniinni héldu því sí og æ fram að hrað- frystihúsin í landinu væru þá þeg- ar orðin of mörg fyrir markaðinn og að togarafiskur gæti aldrei orð- ið markaðshæf varasemfreðfiskur. Reynzlan hefur nú sannað að báðar þessar „röksemdir“ voru marklaust hjal aumkunarverðra, andlegra aumingja og fáráðlinga. Á fundi, sem Verkamannafélag bæjarbúum Ak. hélt 18. okt. 1953 var einróma samþykkt að skora á bæjarstjórn- ina að ganga eftir því að nefnd sú, er hún kaus til að ganga frá áætl- unum um byggingu og rekstur hraðfrystihúss í bænum, skilaði sem fyrst áliti sínu. 3. nóv. 1953 voru ályktanir frá verklýðsfélög- unum um hraðfrystihússmálið á dagskrá bæjarstjómar. Var sam- þykkt eftir nokkurt þóf að krefj- ast þess að hraðfrystihússnefndin skilaði tafarlaust áliti sínu og að boðað yrði til fundar með stjórn- endum Útgerðarfél. Akureyringa h.f., hraðfrystihússnefnd, útgerðar- mörmum bæjarins og öðrum þeim aðilum, sem líklegir þættu til að hafa áhuga á þessu máli eða hefðu hagsmuna að gæta í sambandi við það. Jakob Frímannsson maldaði þar einkum í móinn, talaði hann tn. a. um „rolegheit og skynsemi“, en hann hafði manna mest haldið fram þeirri skoðun að það væri hið mesta glapræði að ráðast í byggingu hraðfrystihúss! Allsherjar undanhald afturhaldsins. Nú hófst undanhald afturhalds- ins. Boðað var til fundar með bæj- arstjórn, stjórn Útgerðarfél. Akur- eyringa h.f., stjorn Krossanesverk- smiðjunnar, hraðfrystihússnefnd °g útgerðarmönnum bæjarins. Samkv. fundarboði átti verkefni fundarins að vera það „að kanna til hlítar vilja útéerðarinnar í þessu máli, samræma mismunandi afstöðu oé Ieitast við að finnaj málinu traustan bakhjarl til skjótra framkvæmda." Tryggvi Helgason, sem manna mest hafði beitt sér fyrir fram- gangi þessa máls, hélt uppi sókn ásamt Braga Sigurjónssyni á þess- um fundi. Guðm. Guðmundsson, forstjóri, skýrði frá því að þetta mikla hags- munamál togaraútgerðarinnar heíði aldrei verið rætt í stjórn Úi- éerðarfélaésins! Fundurinn samþykkti að lokum eftirfarandi tillögu: „Sameiéinleéur fundur bæjar- stjornar Akureyrar, hraðfrystihúss- neíndat bæjarins, stjórna Krossa- nessverksmiðjunnar oé Útéerðarfé- laés Akureyrinéa oé annarra út- éerðaraðila staðarins, haldirm 9. nóv. 1953, ítrekar þá samþykkt bæjarstjórnar frá 3. nóv. sJ., að afla skuli eins fljótt oé framast er unnt nákvæmra áætlana um byéé- inéu oé rekstur hraðfrystihúss á Akureyri. Jafnframt felur fundur- inn bæjarstjóra oé þinémanni bæj- arins að Ieita þeéar eftir ákveðn- um svörum ríkisstjórnarinnar um framlaé oé aðstoð við að koma hér upp atvinnustofnun þessari." Tillagan var samþykkt með sam- hljóða atkvæðum, en 10 aftur- haldspokar sátu hjá. Voru þeir all- ir á móti málinu í hjarta sínu, en brast kjark til að greiða mótat- kvæði vegna almenningsálitsins í bænum. Eftir þennan fund birti Haukur Snorrason, ritstj. „Dags“, (sem nú er hlaupinn á brott úr þessum bæ frá öllum loforðum sínum um að (Framhald á 4. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.