Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.01.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 27.01.1956, Blaðsíða 1
VERKfflmrouRinn XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 27. janúar 1956 4. tbl. Verkamannaf élagið Dagsbrún — 50 ára Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík varð í* gær hálfrar aldar gamalt. Stofnað 26. janúar 1906. Dagsbrún hefur löngum verið forystufélag ís- lenzkra verkalýðssamtaka, brimgarður, sem brotið hefur á bak aftur hverja árás auðvaldsins og kom- ið úr hverri raun sterkari en fyrr. Saga Dagsbrún- ar er hetjusaga. Þar greinir nöfn margra afburða- manna, sem valizt hafa til forystu, en þó eru fleiri þær hetjur, sem við heyrum aldrei nefndar með nöfnum en eru bara Dagsbrúnarmenn, sem með hljóðlátri karlmennsku og viljaþreki hafa gert Dagsbrun að ósigrandi virki til sóknar og varnar fyrir réttindi alþýðunnar ¦ - Það birti í lofti. Það var raunveruleg dagsbrún, er yerkamenn höfuðstaðarins lyftu 1906, þegar þeir stofnuðu félag sitt. Og sú dagsbrún hefur ekki reynzt neiri blekking. Þau áhrif og þær breytingar, sem orðið hafa á liðn- um fimmtíu árum fyrir starf Verka- mannafélágsins Dagsbrúnar eru gíf- urlega mikil og meiri en nokkur getur gert sér grein fyrir í tljótu bragði. Hvar væru reykviskir verka- menn og öll alþýða landsins á vegi stödd, ef Dagsbrúnar hefði ekki nótið við? — Hver væru launin? Hvernig væri húsnæðið, fæðið, klæðin og aðbúnaður allur? Þessar spufnirigár eru hverjum og einum liollt umhugsunarefni. Og árangur þeirrar umhugsunar verður óhjá- kvæmilega sá, að Dagsbrún hlýtur að skipa virðingarsess í huga hvers heilbrigðs manns og við sendum í huganum þakkir okkar hetjunum, sem byggt hafa þetta stærsta virki alþýðunnar. Þar hafa verið að verki sannir menn. Sigurður Guðnason og félagar. Fyrsti förmaður Dagsbrúnar var Sigurður Sigurðsson búfræðingur. En lengst hafa gegnt þar formensku Héðinn Valdimarsson í 15 ár sam- tals og Sigurður Guðnason, sem var formaður«félagsins í 12 ár samfleytt, frá 1942-1954. Af Sigurði tók við íormennsku félagsins núverandi for- maður þess, Hannes Stephensen. Auk Hannesar eiga nú sæti í stjórn Dagsbrúnar: Tryggvi Emilsson, Eð- varð Sigurðsson, Sveinn Óskar Ól- afsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Ragnar Gunnarsson. Með stjórn Sigurðar Guðnasonar og félaga hans 1942 hófst glæsileg- asta tímabilið í sögu Dagsbrúnar, svo að síðan hefur enginn blettur Kvöldskemmtanir KA Knattspyrnufélag Akureyrar hefur í hyggju ¦** efna til kvöldskemmtunar i Samkomuhúsi bæjarins annan mið- mikudag með líku sniði og það gerði síðastl. vetur. Munu á skemmtun þessari koma fram sex dægurlagasöngvarar, gaman- þáttur ur bæjarlífinu verður sýndur, nýjar gamanWsur sungnar, danssýning o. mv fl. Kvöídskemmtanir K. A. þóttu takast ágætlega í fyrravetur og voru þá marg- endurteknar fyrir ttoðfullu húsi. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna mótmælir verðhækkun á raf- magni fil hitunar fallið á hið fagra nafn félagsins. Strax á fyrstu stjórnarárum Sigurð- ar fékk félagið framgengt kröfu verkalýðssamtakanna um 8 stunda vinnudag og sumarleyfi fyrir verka- menn. Síðan hefur og hver stórsig- urinn rekið annan, og er skemmst að minnast verkfallsins mikla í vor, þegar knésetja átti verkalýðssam- tökin, en Dagsbrún reyndist sá múr, sem ekki féllu skörð í. Peninga- valdið með milljónafúlgur sínar varð að hörfa. Það sýndi allri al- þýðu landsins, að sú stund nálgast, að hún geti unnið fullan sigur og tekið í sínar hendur völdin yfir auði þessa lands. Hér er ekki rúm til að rekja sögu Dagsbrúnar frekar, þó að vert væri. En vert er að benda öllum verka- mönnum, sem ekki hafa fylgzt með gangi verkalýðsmálanna síðustu ára- tugina, á að kynna sér sögu þessa félags. Þá munu margir sjá, þegar eftir er skyggnzt, að þá hefur hæst risið gengi Dagsbrúnar og ferill hennar verið glæsilegastur, þegar þar hafa setið sósíalistar við stjórn. Aðrir hafa á stundum reynzt svikulir og jafnvel sigað erlendum her á félags- bræður sína. „Verkamaðurinn" þakkar Dagsbrún unnin störf fyrir alþýðu þessa lands síðustu hálfa öld og óskar henni fleiri og stærri sigra á komandi ár- um. Þá munu senn upp renna dagar íslenzkra alþýðuvalda. Á fundi, sem haldinn var í Full- trúaráði verkalýðsfélaganna síðastl. laugardag, var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma „Fundur t Fulltrúaráði verkalýðs- félaganna á Akureyri', haldinn 21. janúar 1956, mótmcelir eindregið þeirri verðhcekkun á rafmagni til hitunar, sem nýlega hefur verið gjörð, og skorar á Bœjarstjórn Ak- ureyrar að koma þvl til leiðar, að verð á rafmagni til upphitunar i- búðarhúsa verði ekki i neinu miðað við verð á kolum eða oliu, heldur i þess stað selt á hverjum tíma á sannvirði." Jafnframt var á fundinum kosin nefnd þriggja manna til að undir- búa frekari tillögur, sem Fulltrúa- ráðið hyggst gera til bæjarstjórnar og rafveitustjórnar um verðlagn- ingu og sölu rafmagns í bænum. Eins og flestum mun kunnugt, hefur verð hitunarrafmagns verið nriðað við kolaverð, þannig að verð- sveiflur erlendis og farmgjalda- breytingar skipafélaganna hafa verið látnar' stjórna verðlagningu þess hitagjafa, sem þjóðin sjálf á i fallvötnum sínum. Sjá allir, að slíkt er hin mesta fjarstæða og einungis til þess gert, að bæjarbúum geti eigi orðið til hagsbóta að nota hina inn- lendu orku. En áhrifaríkir kolasal- ar munu hafa átt ríkan hlut í setn- ingu þessarrar reglugerðar. Þeir vildu tryggja sinn „business". Bæj- arbúar hafa nú nógu lengi orðið að gjalda þessarar heimskulegu og illgjörnu samþykktar, svo að mál er að nú linni. Rafveitustjórn virðist líka þegar orðið ljóst, að ekki er á þessu stætt lengur og hefur nú samþykkt að kippa til baka að nokkru leyti þeirri hækkun hitunarrafmagnsins, sem gerð var í desember. Er það góðra gjalda vert, ef augu hennar hafa nú opnazt fyrir því ranglæti, sem þar var beitt. En bæjarbúar mega ekki við una fyrr en verðlagning raf- magns hefur að fullu verið slitin úr tengslum við verðlag á kolum eða olíu. Það er okkar sjálfra, en ekki út- lendrar eða innlendrar kaupmanna- stéttar, að ákveða söluverð þeirrar orku, sem við eigum sjálf. MessaS í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. — Níu-viknafastan byrjar. — Sálm- arnir verða þessir: No. 68, 687, 140, 261, 584. — P. S. Meira hlutleysi I skýringargrein um för Sovétleið- toganna til Indlands og Burma og pólitík Sovétríkjanna hvað snertir Arabalöndin, segir Walter Lipp- man í New York Herald Tribune, að þessi pólitik muni, að hans áliti, hafa í fór með sér „meira og víðtcek- ara hlutleysi", og hann bætir við: ,£ovétrikin tnunu hafa betur l átókunum við okkur, ef eeðsta tak- mark okkar veröur það framvegis eins og hingað til, að koma í veg fyrir hlutleysi. Þvi að það, sem Sov- étrikin eru fcer um að bjóða, er ekki einvórðungu samkeppni við okkur um framboð á fjármagni — heldur jafnframt engar kröfur af þeirra hálfu um aðild að hernaðarkerfi þeirra. Jafnvel þó að við bjóðum meira fjármagn en þeir gera, mun líta svo út, sem þeir bjóði fé sitt fyrir lcegra pólitiskt verð. Við meg- um ekki heldur sld því fóstu, að þessi þróttlitlu lönd muni ekki láta i Ijós áhuga, af þvi að þau séu hrcedd við kommúnisma. Þau munu álita, að með þvi að fá Sovétríkin og Bandarikin til að bjóða hvort i kapp við annað, muni þau skapa staðbundið valdajafnvœgi, sem verndi þau." Lippman vekur einnig athygli á því, að Sovétríkin hafi „rutt sér braut inn i hluta af heiminum, þar sem Atlantshafsrikin hafi, þar til fyrir fáum mánuðum siðan, verið eini birgðasali að þvi er snertir vopn og framleiðslu-fjármagn", og hafi þar með, í annað skipti siðan stríðinu lauk, brotið á bak aftur „það sem við álitum að vceri ein- okun". í fyrra skiptið var það, er Sovétríkin 1949 „brutu á bak aftur einokun Bandarikjanna á kjarn- orkuvopnum." (Það er einkar skemmtilegt, að ritstjóra „Alþýðum." „sósíalistan- um" Braga Sigurjónssyni, virðist meinilla við að alþýðuríkin skuli hafa brotið A bak aftur einokun auðhringanna í hinum nálægari Austurlöndum.) Sókn vinstri aflanna Tókst ekki að stela rikissjoði Firna framtakssamir gerast nú þjófar á landi hér, þó að ekki heppnist allt, sem til er stofnað. Um síðustu helgi ætlaði einhver góður maður að stela ríkissjóði, en braut lykil sinn í skránni. Sú ferð varð því ekki til fjár, sem ekki hefði heldur orðið þótt lykillinn hefði dugað, ef trúa má Eysteini! Innanféíaésmót í svigi fyrir drengi yngri en 15 ára verður haldið við Brekkugötu, sunnu daginn 29. jan. kl. 11 f. h. Keppendur mæti kl. 10.30 f.h. Verölaun veitt Stjórnin. Hverjir stela vörunum? Nokkrir hafnarverkamenn komu í gær að máli við blaðið og voru reiðir mjög yfir því, að blaðið Dagur hafi i vikunni skrifað harð- orða grein um vöruþjófnaði í flutn- ingum til landsins, og geti hér ver- ið um að ræða aðdróttun að hafnar- verkamönnum hér, að þeir séu að meira eða minna leyti valdir að þessu vöruhvarfi. Óskuðu þeir þess getið, að þeir frábæðu sér alveg slikar aðdróttanir og bentu á, að þeir myndu ekki til, að heyrzt hefði um slikt hér á Akur- eyri. Hitt kváðust þeir oft sjá með eigin augum, að vörukassar, sem kæmu til bæjarins, hefðu verið brotnir upp og úr þeim stolið. En þjófanna væri lengra að leita en hér að höfninni, og hyggjum vér, að þar fari þeir með rétt mál. Atburðir síðustu helgar voru um margt táknnenir fyrir þá þróun, sem nú setur svip sinn á þjóðlífið. Vinstri menn í verkalýðshreyfingunni unnu tvo mikilvæga sigra: Ihaldið tapaði meirihluta sínum í stjórn Vörubíl- stjórafélagsins Þróttar í Reykjavík, sem það hefur haft síðastliðin sex ár til stórtjóns og vanvirðu fyrir þetta stéttarfélag og alla verkalýðshreyfing- una. Starfandi sjómenn unnu og mjög mtkilvægan sigur í markvissri baráttu sinni fyrir því að heimta Sjómannafé- lag Reykjavíkur í eigin hendur. Fylg- isaukning þeirra nam rúmlega 33% frá síðustu stjórnarkosningu, og nú skortir aðeins herzlumuninn til að sjómenn vinni þann úrslitasigur að verða sjálfir húsbændur í stéttarfélagi sínu. Bæði þessi kosningaúrslit eru aug- ljós vottur um þá öruggu og þungu sókn, sem vinstri öflin eru nú i innan verkalýðshreyfingarinnar. Þau eru á- nægjulegt áframhald þeirrar sóknar einingaraflanna, sem leiddi til stjórn- arskiptanna í Alþýðusambandi Islands fyrir rösku ári, þegar vinstri menn í verkalýðsfélögunum sameinuðust um að afmál smánarblett íhalds og aftur- halds af heildarsamtökum íslenzks verkalýðs en fá þeim hæfa stjórn og stéttvísa til forustu um málefni alþýð- unnar og hagsmuni verkalýðsstéttar- innar. En hið sama gerist víðar en í Reykjavík. 1 hverju verkalýðsfélaginu a£ öðru um allt land verða nú ein- ingarstjórnir vinstri manna sjálfkjörn- ar. Verkalýðurinn fylkir sér hvarvetna um einingarstefnu sína en vísar á bug fiUmkenndum sundrungartilburðum afturhaldsins. Við hlið þessara mikilsverðu stað- reynda kemur svo hin glæsilegi fundur Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna i Rvík síðastliðinn sunnudag, þar sem full- trúar allra andstöðuflokka ihaldsins túlkuðu nauðsyn þess að vinstri öflin sameinist um nýja stjórnarstefnu og ríkisstjórn, sem alþýðusamtökin gsetu treyst og veitt brautargengi í starfi. Fundarsóknin os undirtektir fjöldani sem þar var saman kominn, sýndi ein- hug og áhuga reykvískrar alþýðu fyrir því, að samfylking vinstri aflanna megi verða að veruleika og binda enda á það skefjalausa arðrán á alþýðu manna og atvinnuvegum þjóðarinnar, sem skipulagt er af auðvaldi og brask- arastétt með fulltingi ríkisstjórnar þessara afla. Alþýðan í landinu hefur sýnt og sannað, að hún fylkir sér af festu og framsýni um kröfuna um vinstri ríkisstjórn, sem leysi núverandi óstjórn braskaranna af hólmi. Þessi sókn vinstri aflanna bæði utan og innan verkalýðshreyfingarinnar, þarf að halda áfram af fullum þunga. Og þar eiga allir að leggja krafta sína fram, sem skilja nauðsyn þess, að rétti og hagsmunum hins vinnandi fólks verði skipað til öndvegis i is- lenzku þjóðfélagi. Árshátíð verkalýðs- félaganna Verkakvennafélagið Eining og Verkamannafélag Akureyrarkaup- staðar halda sameiginlega árshátíð sína annað kvöld (laugardag 28. þ. m.), í Alþýðuhúsinu, svo sem auglýst er annars staðar hér í blað- inu. Verður þar fjölbreytt skemmti- skrá, og er þess fastlega vænzt, að verkafólk fjölsæki þessa samkomu sína. Verði eitthvað óselt af miðum, þegar sölu lýkur í kvöld, þá verða þeir seldir á morgun, samkomudag- inn, í Alþýðuhúsinu, milli kl. 8 og 8.30. — Eftir að samkoman hefst, verða engir miðar seldir. Verkakvennaféíagið Eirúng held ur fund sunnudaginn 29. þ. m. kl. 5 e.h. í Verkalýðshúsinu. Mörg aríðandi mál á dagskrá. Nánar aug- lýct siðar. — Stjórnin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.