Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.02.1956, Síða 1

Verkamaðurinn - 10.02.1956, Síða 1
VERKfltnflÐURlflfl XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 10. febrúar 1956 6. tbl. Áfturhaldið þvingað til að lækka aftur rafmagnsverðið Akureyri í vetrarskrúða llla búið að Náftúrugripasafni Ak. Þegar safnið stækkar er það flutt í þrengri húsakynni! Eins og kunnugt er hækkaði íhaldið rafmagn til upphitunar frá 1. des. s.l. Vakti þessi ráðstöfun megna óánægju í bænum. A annað hundrað heimilisfeður og Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna sendu bæj- arstjóminni mótmæli út af þessari ástæðulausu hækkun. íhaldu-' hafði hækkað rafmagnið til næt- urhitunar upp í 12 aura kw. í stað 10 áður og til daghitunar upp í 24 aura í stað 20 áður. Bréfið frá Fulltrúaráðinu var svohljóðandi: „Fundut haldinn í Fulltrúaráði verkalýösfélaéarma á Akureyri 21. jan. 1956, mótmælir eindregið þeirri verðhækkun á rafmagni til hitunar, sem nýlega hefur verið gjörö, og skorar á Bæjarstjórn Ak- ureyrar að koma því til leiðar, að verð á rafmaéni til upphitunar íbúðarhúsa verði ekki í neinu mið■ að við verð á kolum eða olíu held- ur í þess stað selt á hverjum tíma á sannvirði.“ Bæjarstjórnin hefur nú sam- þykkt að lækka rafmagnið aftur og Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband á Sauð- árkróki af prófastinum, Helga Konráðssyni, ungfrú Ragnheiður Árnadótir hjúkrunarkona og Pétur Breiðfjörð, gullsmiður. — Heimili ungu hjónanna er í Hafnarstr. 43. Arshátíð lðju. Iðja, félag verk- smiðjufólks, minnist 20 ára afmæl- is síns með árshátíð, 25. febr., í Alþýðuhúsinu. Verður , þar m. a. matarveizla. Verður auglýst síðar nánar um tilhögun hátíðahaldanna. En þar sem húsrúm er takmarkað ættu þeir, sem ætla sér að vera á hátíðinni, að tilkynna þátttöku sína sem fyrst. I árshátíðarnefnd- inni eiga sæti: Kristján Larsen, Arnfinnur Arnfinnsson, Ingiberg Jóhannsson, Soffía Halldórsdóttir og Oli A. Guðlaugsson. Einnig má tilkynna þátttöku til formanns Iðju, Jóns Ingimarssonar, í sima 1544. Nýtt veitinéahús. 4. þ. m. var opnaður í Túngötu 2 nýr veitinga- staður, sem hefur hlotið nafnið SKÁLINN. Er innréttingin þar að ýmsu leyti nýstárleg hér um slóðir og salurinn hinn vistlegasti. Verð- ur þar framreitt kaffi, mjólk, öl og gosdrykkir, en auk þess verður seldur þar heitur og kaldur matur alla daga frá kl. 12 til 23.30. — Forstöðumaður Skálans er Björn Axelsson. Skákþiné Norðlendinéa hefst hér á Akureyri n.k. sunnudag og verð- ur teflt í Landsbankasalnum. Með- al þátttakenda verður Þráinn Sig- urðsson frá Siglufirði, gamalkunn ur skákmaður, og væntanlega mætir Friðrik Ólafsson þar sem gestur þingsins. Andlát. 1. þ. m. varð Hallur Helgason, vélstjóri, vélaeftirlits- maður hjá Útgerðarfél. Akureyr- inga h.f., bráðkvaddur á götu hér í bænum. niður í 10y2 eyrir til næturhitunar og 21 eyri til daghitunar. Mun það. vera sama verð og í Hafnarfirði. Undanhald íhaldsins sýnir svart á hvítu hvað hægt er að gsra með samtökum. Það væri líka hægt að knýja ríkisstjórnina til að taka aft- ur hinar nýju skattaálögur á al- menning, en láta stórgróðafyrir- tækin borga af ofsalegum gróða sínum á undanförnum árum. Má líka í þessu sambandi minn- ast þess að afturhaldið í bæjar- stjórn Akureyrar var þvingað til þess, með almenningsálitinu, og skeleggri baráttu sósíalista, að láta undan í togaramálinu og síðar hraðfrystihúsmálinu. Bindindismálasýning Templarar og Áfengisvamanefnd Akureyrar opnuðu síðastl. sunnud. bindindismálasýningu í Geislagötu 5, efstu hæð. Forseti bæjarstjórn- ar, Þorst. M. Jónsson, opnaði. sýn- inguna með ræðu og gerði m. a. grein fyrir tilgangi hennar. Sýningin er hin athyglisverðasta og einkum mun yngra fólki vera mjög hollt að skoða hana. Hún verður opin alla þessa viku, eða nánar tiltekið til kl. 10 e. h. annað kvöld (laugardagskvöld). Þessi ungí og efnilegi listamað- ur hafði píanótónleika á vegum Tónlistarfélaés Akureyrar i Nýja- Bíó síðastl. þriðjudagskvöld við húsfylli áheyranda og góðar við- tökur. Viðfangsefni voru: 1. Hinn hátíðlegi og stórbrotni Chaconne í d-moll eftir J. S. Bach (saminn fyrir einleiksfiðlu), út- settur fyrir pianó af F. Busoni. 2. Sónata op. 53 (Aurora) eftir Beethoven (oft nefnd Waldstein- sónatan). 3. Tvö lög eftir Debussy. 4. Tvær etydur og Polonaise í As-dúr op. 53 eftir Chopin. Ásgeir Beinteinsson er vel menntaður listamaður og virðist hafa fengið mikla tónlistargáfu í vöggugjöf. Hann er mjög karl- mannlegur í tónlistarflutningi sín- um og býr yfir miklum skaphita og sterkum persónuleika, en á einnig til afarmikla mýkt, innileika og hlýju. Kostir hans nutu sín einkum vel í hinu dásamlega lagi Bachs, sem er nær óslitinn lof- söngur frá upphafi til enda, en breytist sumstaðar í auðmjúka bæn. Ég hefi ekki oft heyrt þetta Náttúrugripasafn Akureyrar hef- ur nú verið flutt úr Slökkvistöð bæjarins og í neðstu hæð í Hafn- arstræti 81 (Amtsbókasafnshúsið). I sambandi við þennan flutning hafa safninu bætzt 80—90 ný nr. Dýrasafnið í Kaupmannahöfn gaf safninu á s.l. ári apa, broddgölt, leðurblöku, höggorm, strútsegg og kólibrífuglsegg. Frá Náttúrugripa- safninu í Reykjavík hafa safninu borizt: Greifingi, vatnaotur, hreist- urdýr, hamstur, svartarotta, nag- mikla listaverk túlkað á áhrifa- meiri hátt. Nökkuð gætti þess, að hljóðfærið er ekki nógu gott, eink- um í sterkustu köflum lagsins. Um Waldstein-sónötuna má segja sama og um Chaconne Bachs, að hún var flutt á mjög áhrifamikinn hátt og af djúpum skilningi á anda tónskáldsins. Al- veg sérstaklega var Adaéio molto- kaflinn áhrifamikill. Eftir frammistöðu Ásgeirs í þetta sinn er ástæða til að gera sér miklar vonir um hann sem túlkanda á verkum hinna miklu „klassisku" meistara. Ég er ekki viss um, að honum láti jafnvel að flytja tónlist þeirra Debussy og Chopins, en vil þó ekki fullyrða neitt um það. Til þess þyrfti ég að heyra hann spila oftar og meira eftir þá. En hvað sem því líður, þá er það víst, að hér er á ferðinni stór- gáfaður listamaður, sem þegar hefir náð mjög miklum árangri og mikils má vænta af í framtíðinni. Síðast lék Ásgeir lítið aukalag eftir franska tónskáldið Poulenc, mjög fallegt lag og vel flutt. Á. S. grís, bifurrotta, breiðnefur, Gibb- onapi, kakadú (páfagaukur frá Java), kólibrífuglar, hvítmáfsegg og silfurmáfsegg. í safninu er nú allmikið steina- safn frá Islandi og Grænlandi og kom safnvörðurinn, Kristján Geir- mundsson, með steinategundirnar frá Grænlandi s.l. sumar. í safninu eru nú allar algengustu fuglategundir hérlendar eða alls 110 tegundir af fuglum, en 2 ein- tök eru af sumum (bæði kyn). Þá eru nu í safninu 81 teg. af eggjum. Eru þar egg allra algengra ís- lenzkra fugla nema sílamáfs (litli svartbakur), jarðrakan, keldusvíns °g haftyrðils. Leikur safninu mik- 111 hugur a því að fá þessi egg, t. d. gömul haftyrðilsegg, en ný egg má ekki taka sökum þess að haf- tyrðillinn virðist vera að deyja út hér, verpir aðeins í Grímsey, svo að kunnugt sé, og er alfriðaður þar. Yfirleitt mun safnið taka þakk- samlega a móti hvers konar grip- um, sem þar eiga heima. Safnið verður opnað í hinum nýju húsakynnum á morgun, laug- ardaginn 11. þ. m. kl. 3 og verður opið til kl. 5. En framvegis verður safnið opið alla sunnudaga frá kl. 1—3 eins og áður. Húsakynni þau, er safnið hefur nú verið flutt í, eru mun minni en það húsnæði, er safnið hafði áður. Er þetta eitt dæmið af mörgum um menningarfjandsam- lega afstöðu hinna „ábyrgu" ráða- manan bæjarfélagsins, og hliðstætt og náskylt fjandskap þeirra gegn atvinnumálum bæjarfélagsins, sem rakið var nýlega hér í blaðinu. — Allt afturhald er steinblint, heimskt og þversum í öllum menningar- og framfaramálum. Það sér ekkert nema peninginn og aftur peninginn, jafnvel bó bað (Framhald á 4. siðu). PIAN0T0NLEIKAR Ásgeirs Beinteinssonar '1 Eins og hestur, bæði bítur og slær i Þeir munu fáir, sem í alvöru ■ reyna að verja hinar gífurlegu J skattaálögur ríkisstjórnarinnar. — I Hvar sem menn taka tal saman um j þessi nfál, sem eru á allra vörum, | er það staðreynd, nær undantekn- c ingarlaus, að menn eru sammála J um að skattar ríkisstjórnarinnar 1 séu orðnir alveg óþolandi. Tveir bændur áttu viðræður um \ þessi mál. Þeir voru sammála um, c að alllangt væri nú gengið af hálfu J ríkisstjórnarinnar og flokka henn- 1 ar. Annar bóndinn hélt því frain, 1 að þeir kjósendur, sem hingað til hefðu stutt núverandi stjómar- ' flokka, yrðu nú að svara hinum; nýju drápsklyfjum með því að snúa baki við stjórnarflokkunum og kjósa við næstu kosningar á- kveðnustu andstæðinga ríkisstjórn- arinnar, sósíalista. En hinn bónd- inn taldi hins vegar að það væri alveg þýðingarlaust, því að þeir yrðu ekkert betri. Hvað mundir þú gera, ef þú ættir hest, sem bæði bítur og slær,“ sagði þá framsæku- ari bóndinn, „mundir þú ekki reyna að fá þér annan betri hest?“ Jú, hinn féllst á, að hann mundi án efa gera það. Og samtalinu lauk á þann veg, að raunverulega væri ríkisstjómin eins og hestur, sem bæði bítur og slær, og þeir urðu ásáttir um það að lokum, að það mundi að minnsta kosti ekki skaða að reyna að fá sér aðra betri ríkisstjórn, vafalaust væri það hægt, alveg eins og það væri hægt að fá hesta, sem ekki bíta og slál Ríkisstjórnin er sizt skárri en hestur, sem bítur og slær. Slíkar skepnur hafa aldrei þótt affara- sælar á heimilum. Flestir bændur munu reyna að losa sig sem fyrst við slíkar skaðsemdarskepnur. 1 næstu kosningum, sem senni- lega verða í sumar, þurfa sem flestir að fara þá leið að losa sig við hestinn á ríkisjötunni, sem þakkar húsbændum sínum ofeldið með því bæði að bíta þá og slá. sem Guy Mollet, forsætisráðherra Frakklands. Þessi jafnaðarmaður á nú við mikla erfiðleika að etja. Franskir fasistar í Aléier gerðu aðsúé að honum fyrir íáum döéum. — Ibúar Aléier eru um 9 milljónir, en frönsku landnemarnir og af- komendur þeirra eru aðeins 1 mill- jón að tölu. Hinar 8 milljónir Serkja í þessari nýlendu krefjast jafnréttis oé frelsis, krefjast lýð- ræðisréttinda. Jafnaðarmenn seéj- ast berjast fyrir jafnrétti, frelsi og bræðrálaéi. Lætur Mollet undan íasistunum? — Grein á 2. síðu. — „Ærslabelgur“ heitir sovét-kvikmynd, sem MÍR sýnir næstk. sunnudag, 12. þ. m. kl. 4 síðdegis í Ásgarði (Hafnarstræti 88). Myndin er í agfa-litum. Öllum er heimill aðgangur með- an húsrúm leyfir.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.