Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.02.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 10.02.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 10. febrúar 1956 VERKAMAÐURINN 3 FIMMTUGUR Loftur Meldal Loftur Meldal, verkamaður, Að- alstræti 16, varð fimmtugur 5. þessa mánaðar. Loftur er fæddur að Melrakka- dal í Víðidal. Dvaldi hann heima um fram yfir tvítugsaldur og starf- aði að búskap hjá foreldrum sín- um, en þar var þröngt heima fyrir, því að systkini voru 21 og 2 fóst- Loftur Meldal. urbörn. — Um 1928 dvaldi hann í Reykjavík og nágrenni. Kynntist hann þá m. a. Brynjólfi Bjamasyni og gekk í jafnaðarmannafélagið Spörtu. Til Akureyrar kom Loftur 1930 og dvaldi á nokkrum stöðum hér í nágrenninu, en hefur verið búsettur hér stöðugt síðan 1936. Loftur gekk í Kommúnista- flokkinn hér og var síðar einn af stofnendum Sósíalistaflokksins — Sameiningarflokks alþýðu. — Var hann oft í stjórn flokksdeildarinn- ar hér og um skeið var hann for- maður Verkamannafél. Akureyrar. Er hann einlægur, traustur og áhugasamur verkalýðssinni og sósíalisti og hefur verið það um langt skeið. Loftur er kvæntur Sigrúnu Leifs- dóttur, ættaðri úr Mývatnssveit, ágætri myndarkonu. Þau hjónin eiga 8 börn, og er það yngsta á 1. ári. „Verkamðurinn" óskar Lofti til hamingju í tilefni af þessum tíma- mótum í æfi hans og þakkar hon- um dyggilegan stuðning á undan- förnum árum við málstað íslenzkr- ar alþýðu. NÝJA-BÍÓ I Aðgöngumiðasala opin kl. 7-9. i Síml 1285. í kvöld: Vesalingarnir I Ný amerísk kvikmynd eftir hinni 1 1 heimsfrægu sögu Victor Hugos. | Aðalhlutverk: MICHAEL RENNIE i Bönnuð börnum innan 14 ára. \ Um helgina: Vaskir bræður i Bandarísk stórmynd í litum um i hvalveiðar í Suðurhöfum. i Aðalhlutverk: ROBERT TAYLOR OG | STEWART GRANGER { Bönnuð börnum innan 12 ára. i HiiiiiiiiiiiimiiiiiiiHiiitiiiiiiiliiiiiiiimiiitiiiiiiiiiiiiiiiI Yið leiðarlok Þættir úr sögu ættar minnar eftir Ásmund Gíslason. — Bókaforlag Odds Björnssonar. — Akureyri — Prentverk Odds Björnssonar hj. — 1955. Þetta er þrettán arka bók í all- stóru átta blaða broti, bundin í snoturt og fremur traustlegt vél- band. Pappír er góður, frágangur smekkvíslegur og yfirleitt vand- aður. Þó hafa nokkrar leiðar prentvillur slæðzt eftir óleiðréttar, en tæplega svo meinlegar, að mis- skilningi valdi. Jónas Jónsson frá Hriflu hefir ritað formála fyrir bókinni, og minnist höfundarins, séra Asmund- ar á Hálsi í Fnjóskadal, mjög hlý- lega. Höfundurinn hefir skipt efni bókarinnar í ellefu kafla auk for- * mála, þar sem hann gerir nokkra grein fyrir tilgangi sínum með bókinni og tildrögum þess, að hann hófst handa að rita þessa þætti. Ég vil grípa hér upp nokkrar setn- ingar úr formála séra Asmundar, jær sem einkum varpa ljósi á er indi bókarinnar. Gefa þær einnig nokkra hugmynd um mál höfundar og stíl, en það er hvort tveggja með skýrum einkennum íslenzks alþýðumáls, því þótt séra As mundur væri skólagenginn maður, þá talaði hann og ritaði ósvikið al- þýðumál. Hann kemst svo að orði: „Framan af ævinni var mér, svo sem títt er um unga menn, ljúfast að horfa fram á veginn og velta því fyrir mér, sem ég hugði í vændum. Ég kynntist þá mörgu gömlu fólki, sem hafði yfir vísur og þulur, er það hafði lært í æsku, og hafði líka yndi af að segja frá viðburðum, sem skeð höfðu á æskuárum þess, og geta manna, ýmist að góðu eða illu, sem það hafði þekkt. Ég léði þessu að vísu eyra, en gaf því þó eigi þann gaum, sem skyldi, og festi fæst af því í minni, hvað þá að ég ritaði það upp á blað. Svo liðu árin, — annaárin mín, — og gamla fólkið féll í valinn smám saman. Þegar ég var orðinn prestur, samdi ég líkræðurnar yfir þeim, sem féllu frá í sóknum mín- um, og það hittist svo á, að það voru einmitt gömlu sveitungarnir og æskukunningjarnir, sem ég var að syngja til moldar. Ég rifjaði upp helztu æviatriði þeirra, gat um mannkosti þeirra, sem mér voru kunnir, minntist þess jafnvel oft, að þeir hefðu lítillar fræðslu notið í æsku, en hugleiddi þá síð- ur og var fámálugri um þá reynslu, er þeir höfðu öðlazt í löngu lífs- stríði, og þekkingu þeirra á samtíð sinni, —- þá þekkingu, sem hvarf með þeim í gröfina. Það var ekki fyrr en ég var sjálfur kominn á efri ár, að ég fór að eðlilegum hætti að Iíta oftar og meir um öxl til hins liðna. Kom þá líka í ljós hjá mér tilhneiging til að skyggn- ast eftir Att minni, en sú tilhneig- ing hefur verið rík hjá feðrum mínum í nokkra liði.“ „En þá vaknaði ég við þá dap- urlegu staðreynd, að allt var nú í ótíma komið, hvað þetta snerti. Beztu heimildirnar voru nú ekki fáanlegar, höfðu, eins og áður er á drepið, fallið í gröfina, eða þögn- ina miklu, með þeim mörgu gamal- mennum, sem ég átti samleið með í æsku, en voru nú dáin. Mig setti hljóðan, er ég hugsaði um þetta. Hver kynslóðin er fljót að ganga sitt skeið hér um lífið, og flýtirinn jafnan mikill að fara burt.“ „Ég hef fundið einhvern ónota- sting innra hjá mér í seinni tíð er ég hef hugleitt þetta, og stafar hann án efa af illri samvizku og óánægju yfir þeirri vanrækslu minni að hafa ekki gert eitthvað til að halda við minningunni um einhverja af samtíðarmönnum mínum og bjarga frá glötun því litla, sem ég kynni að vita öðrum fremur um nánustu ættmenn mína og forfeður. Hafa þessar hugleiðingar því skapað hjá mér þann ásetning að reyna að rita Iítils háttar um þessi efni, ef vera mætti, að niðjum mínum mætti að einhverju gagni verða, eða þeim og öðrum til gam- ans stutta stund, sem hefðu ánægju af að líta til baka yfir leiðir okkar, sem lifðu og störfuðu hér á undan þeim. Ég minnist eins smáatriðis, sem eitt sinn fyrir nokkrum árum hafði mikil áhrif á mig í þessu efni. Það var á síðustu prestskaparárum mínum á Hálsi, eftir 1930, að ég átti leið um sandana vestan við Háls og gekk norður yfir hina svo- nefndu Skógaklauf. Þar hafði áður verið fjölfarinn vegur niður að Fnjóská að vaðinu yfir ána, sem kallað var Skógabreiða, kippkorn norðan við brúna. Allt þangað til brúin var byggð 1908, fóru þarna óteljandi ferða- menn niður að vaðinu og ferju- staðnum, sem var litlu norðar, undir bratta bakkanum, og þótt sandur væri þama og möl, en jarð- vegur að mestu uppblásinn, bar þarna mjög mikið á traðkinu eftir umferðina. (Framhald á 4. síðu). ........................... BORGARBÍÓ I Sfmi 1500 i í kvöld kl. 9: Hátíð í Napoli (Carosello Napoletano) \ Stærsta dans- og söngvamynd, er í = ítalir hafa gert til þessa. í mynd- i I inni eru leikin og sungin 40 al- i | þekkt lög frá Napóli, t. d. O, | j sole mio, Santa Lucia, Vanþakk- i í látt hjarta. Allir frægustu söngv- í 1 arar ítala syngja í myndinni, til i i dæmis Benjamino Gigli og Carlo i Tagliabus. i AðalhlutverkiS leikur mest um- ? i talaða leikkona ítala i dag SOPHIA LOREN i Myndin er í litum og hlaut Prix i i Internationale, sem er mesta i | viðurkenning, sem mynd get- i ur fengið. Danskur skýringartexti. I Þetta var jóla- og nýjársmynd í f : Bæjarbíó í Hafnarfirði og hlaut I geysimikla aðsókn. ti«m.....lllll■llll■lll■ll■lllll■llllllllllllllll|||«||||||,l Veifingasala Hefi opnað mat- og veitingasölu í Túngötu 2, undir nafninu SKÁLINN. B. AXELSSON. Bolludagurinn Er næstkomandi mánudag, 13. febrúar. Þá fáið þér beztar bollur í brauðbúð KEA og útibúum, sem verða opin frá kl. 7 f. h. Laugardag og sunnudag fyrir bolludaginn verður brauðbúð vor í Hafnarstræti 95 opin til kl. 4 eftir hádegi báða dagana. BRAUÐGERÐ KEA AKUREYRARBÆR LAXÁRVIRKJUN TILKYNNING Hinn 31. janúar 1956 framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað útdrátt á 6% skuldabréfaláni bæj- arsjóðs Akureyrar vegna Laxárvirkjunar, teknu 1939. Þessi bréf voru dregin út: Litra A, nr. 16-28- 77-81 -97- 103- 114- 115 Litra B, nr. 28 - 47- 71 - 92 - 96 - 119 - 122 - 126 Litra C, nr. 1 - 32 - 55 - 97 - 192 - 195 - 198 - 210 - 245 - 246 - 263 - 279 - 280 - 287 - 347 - 349 - 374 - 445 - 474 - 529 - 556 - 588 - 589 - 630 - 633 - 637 - 645 - 647 - 659 - 669. Hin útdregnu bréf verða greidd í skrifstofu bæjargjald- kerans á Akureyri 2. júlí 1956. Bæjarstjórinn á Akureyri, 2. febrúar 1956. STEINN STEINSEN. NR. 4/1956. TILKYNNING til framleiðenda. Með tilvísun til 18. gr. laga nr. 4/1956, er hér með lagt fyrir alla framleiðendur iðnaðarvara, sem ekki eru háð- ar verðlagsákvæðum, að skila verðútreikningum til skrifstofunnar, ef þeir telja sig þurfa að hækka verð varanna. Enn fremur er lagt fyrir sömu aðila að senda skrif- stofunni nú þegar lista yfir gildandi verð framleiðslu- vara sinna, ásamt upplýsingum um það frá hvaða tíma það verð hefur verið í gildi. Brot gegn fyrirmælum þessum varða sektum. Reykjavík, 4. febrúar 1956. VERÐGÆZLUSTJÓRINN. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sina ungfrú Ásdís Karls- dóttir íþróttakenari og Einar Helgason, kennari.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.