Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.02.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 17.02.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 17. febrúar 1956 Iðnaðarframleiðsla Sovétríkjanna tvítugfaldaðist á sl. 26 árum en framleiðsla auðvaldslandanna tvöfaldaðist ekki á sama tíma Vinnudagurinn styttur í 7 stundir Kennnarar og Barnaverndarnefnd andvígir kvöldsölu á sælgæti, tóbaki og öli Meiri hluti bæjarstjórnar hundsar erindi þeirra 20. þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna var sett í Kreml sl. þriðjudag. Flutti Nikita Krutsjoff, aðalritari flokksins, skýrslu miðstjómar og talaði í 4(4 klukkustund. Helzta einkenni vorra tíma er sigurför sósíalismans um heiminn, sagði Krutsjoff. Sósíalisminn tekur myndbreytingu úr því að vera hag- kerfi eins ríkis í heimskerfi. Það hefur reynzt auðvaldsskipulaginu um megn að hindra þessa þróun. Efnahagsþróunin í Sovétríkjun- um er langtum örari en í auðvalds- ríkjunum, sagði Krutsjoff. Síðustu 26 ár tvítugfaldaðist iðnfram- leiðslan í Sovétríkjunum, sem þó biðu þungar búsifjar í styrjöldinni. Á sama tíma tókst Bandaríkjunum rétt rúmlega að tvöfalda iðnaðar- framleiðslu sína, og bjuggu þau þó við hin hagstæðustu skilyrði. Auð- valdslöndin í heild hafa ekki náð því að tvöfalda iðnframleiðslu sína á síðustu 26 ámm. Kvað Kmtsjoff auðvaldsríkin eiga við vaxandi efnahagsörðug- leika að etja. — 1200 milljónir manna í nýlendunum og hólfný- lendunum hafa endurheimt frelsi sitt, þ. á. m. Kína og Indland. Síðan heimsstyrjöldinni siðari lauk hefur framleiðsluaukningin í iðnaði Sovétríkjanna verið rúm- lega þrisvar sinnum örari en fram- leiðsluaukningin í Bandaríkjunum og 3,8 sinnum örari en aukningin í Bretlandi. Þegar næstu fimm ára áætlun Á síðasta bæjarstjórnarfundi lágu fyrir erindi frá Útgerðarfélagi Akureyringa h.f. og Guðmundi Jör- undssyni útgerðarmanni. Óskaðí Útgerðarfélagið eftir því að bæjar- stjórn mælti með því að það fengi IV2 millj. kr. lán úr Framkvæmda- sjóði ríkisins til hraðfrystihúss- byggingarinnar og Guðm. Jörunds- son óskaði einnig eftir meðmælum bæjarstjómar með beiði um 500 þús. kr. lán úr sama sjóði vegna útgerðarstöðvar þeirrar, sem hann á í smíðum á Oddeyrartanga. Bæjarstjórnin samþykkti að mæla með báðum þessum lóntöku- beiðnum. Fáist þessi lán, sem talið er sennilegt, eru líkur til að unnt verði að ljúka viðkomandi bygg- ingum á Oddeyrartanga, og má segja að fyllsta þörf hefði verið á því fyrr. Hefur drátturinn á bygg- lýkur, 1960, á framleiðsla iðnaðar Sovétríkjanna að vera 65% meiri en 1955. Þá á framleiðsla neyzlu- vamings að verða orðin þrefalt meiri en hún var árið 1950. 7 sturtda virmudagur. Á tímabili síðustu fimm ára áætlunar óx kaupmáttur launa iðn- verkamanna og skrifstofufólks um 39% að meðaltali, sagði Kmtsjoff. Kaupmáttur tekna samyrkjubænda óx á sama tíma um 50%. Á þessu fimm ára tímabili fjölgaði íbúum Sovétríkjanna um 16.300.000. Nú hefur verið ákveðið, sagði Krutsjoff, að taka upp sjö stunda vinnudag í iðnaðinum á tímabili fimm ára áætlunarinnar sem er að hefjast. Vinnudagur unglingana 16 til 18 ára verður sex stundir. Kekkonen kosinn Dr. Kekkonen, forsætisráðherra Finnlands, var í fyrradag kosinn forseti Finnlands með 2 atkv. meiri hluta. Hann hlaut atkvæði flokksbræðra sinna í Bænda- flokknum, Lýðræðisbandalags kommúnista og vinstri sósíal- demokrata, Finnska flokksins og tveggja af kjörmönnum Sænska flokksins. Kekkonen átti, ásamt Paasikivi íorseta, manna mest þátt í að bæta sambúðina við Sovétríkin. Hann er 56 ára gamall. ingu hraðfrystihússins þegar valdið bæjarbúum, bæjarfélaginu og rík- inu gífurlegu tjóni, eins og ræki- lega hefur verið rakið hér í blað- inu bæði fyrr og síðar og bera hin- ir „ábyrgu" og „forsjálu" bæjarfull- trúar afturhaldsins ábyrgð á því milljónatjóni. Vélskipið Hólmaborg týnt með 4 manna áhöfn Ekkert hefur enn frétzt af vél- skipinu „Hólmaborg“ frá Eskifirði. Spurðist síðast til þess 2. þ. m„ en það var á leiðinni til Skotlands. 4 manna áhöfn var á skipiriu. Skip- stjóri Jens Jensen, Eskifirði, Vil- helm, sonur hans, vélstj., Herbert Þórðarson, stýrimaður, frá Nes- kaupstað, og Sigurður Jónasson, matsveinn. Hörmulegt flugslys Sl. sunnudag varð það hörmu- lega slys að 19 ára gamall piltur héðan úr bænum, fórst í flugslysi á Holtavörðuheiði. Var hann á leiðinni til Reykja- víkur í tveggja sæta tvíþekju. Hann hafði réttindi til að fljúga án farþega. Leit var hafin að flug- vélinni, þegar Sveinn kom ekki suður á þeim tíma sem eðlilegt þótti. Fannst flugvélarflakið um 4 metra frá veginum rétt hjá sælu- húsinu á Holtavörðuheiði. Var Sveinn látinn er hérasðlæknirinn áð Kleppjárnsreykjum kom á vett- vang. — Ókunnugt er með hverj- um hætti slysið hefur orðið, en þoka var á heiðinni. Sveinn heitinn var sonur hjón- anna Önnu Sveinsdóttur og Eiríks Guðmundssonar, verzlunarmanns, Möðruvallastræti 9. EINN árangurinn af sýningu glæpamynda og sölu glæparita Stórhríðarmót Akureyrar var hóð um sl. helgi. Voru þar sett þessi heimsmet: 21 keppandi, 1 starfsmaður — og enginn óhorf- andi. Veður var ágætt. Stjórnmólaflokkarnir hafa unn- ið kappsamlega að því um margra ára skeið að troða glæpakvik- myndum og glæparitum, vitanlega aðallega amerískum (austan tjalds eru slíkar myndir og slík rit bönn- uð) í börn og unglinga. Til viðbótar hefur svo verið lagt kapp á að gera þá að dellu- sjúkum brids-spilurum og^ hafa stjórnarflokkarnir einnig þar for- ustuna. „Heimsmetin“ á stórhríðarmót- inu er aðeins einn árangurinn af uppeldisstarfi og menningarástandi stjórnarflokkanna. Allir skólastjórar og íþrótta- kennarar bæjarins virðast annað hvort ekkert sjá né ekkert skilja eða þeir, og ekki er það betra, halda vísvitandi að sér höndum og hanga í rófunni á útfararlest aftur- haldsins. - Skákþingið (Framhald af 1. síðu) Tryggt i Kristjánsson 3 vinn. Steinþór Kristjánsson 2Vz vinn. Anton Magnússon 2 vinn. Guðmundur Svavarsson \Vi vinn. Róbert Þórðarson IV2 vinn. Jón Guðmundsson 1 vinn. í 2. flokki er Snorri Sigfússon efstur með 4 vinninga. Sjálivirkt vélaeitirlit. í Stalín-verksmiðjunum í Novo Kramatorsk (Úkraínu) hefur verið fundið upp tæki, sem stjórnar stórum vélum. Tafla með þessu tæki hefur verið sett í vélstjóra- herbergi og er hún í sambandi við 30 vélar. Sérstakir mælar getra kleift að fylgjast nákvæmlega með vinnuvélunum. Niðurstöður tæk- isins sýna, hvort vélin er tæknilega rétt byggð. Sextuésafmæli átti frú Helga Jónsdóttir, Oddeyrargötu 6, föstu- daginn 10. þ. m. Fyrir síðasta bæjarstjómarfundi lág ályktun frá kennarafundi í Barnaskóla Akureyrar, þar sem látin er í ljós óánægja yfir sí- fjölgandi leyfisveitingum til sæl- gætis-, tóbaks- og ölsölu í bænum og óska kennarar eftir því að ekki verði veitt fleiri slík leyfi og að hætt verði að hafa staði opna á kvöldin eftir almennan lokunar- tíma verzlana. Barnaverndarnefnd hafði einnig sent bæjarstjórn erindi, þar sem nefndin lætur einnig í ljós óá- nægju yfir fjölgandi leyfisveiting- um til sælgætis-, tóbaks- og ölsölu eftir lokunartíma sölubúða og skorar á bæjarstjórn að veita ekki fleiri slík leyfi. Fyrir fundinum lág einnig erindi frá O. C. Thorarensen, f. h. bóka- verzlunar Gunnlaugs Tr. Jónsson- ar, þar sem hann óskar eftir því að fá að hafa opna blaða-, tóbaks-, sælgætis- og gosdrykkjasölu x sambandi við tóbaksverzlunina og oskar að fá að hafa opið á kvöld- in fra kl. 6—11.30 og á helgidög- um. Meiri hluti bæjarráðs hafði samþykkt að það sæi sér ekki fært að taka tillit til erinda kennaranna og Barnavemdarnefndar, sjoppurn- ar urðu að dómi meiri hluta ráðs- ins að sitja í fyrirrúmi. Hins vegar reyndi meiri hluti bæjarráðs að reyna að milda kennarana og Bamaverndarnefnd með því að breiða nokkurs konar reykský yfir ást sína á sjoppunum með því orðalagi „að Barnaverndamefnd og kennararnir hafi nokkuð til síns máls.... “ Bæjarstjóm samþykkti með naumum meiri hluta að vísa þess- um erindum aftur til bæjarráðs til frekari athugunar. En hins vegar samþykkti meiri hluti bæjarstjómar að verða við fyrmefndri beiðni O. C. Thorar- ensen og rassskellti þar með í raun og veru kennarana og Barnavernd- arnefnd — og er nú spurningin, hvort vikomandi aðilar sætta sig við slíka meðferð. ÖH Asía bráðum Hið kunna enska afturhaldsblað, Manchester Guardian, telur að sósíalisminn hafi að undanförnu unnið á í Asíu óg sé sífellt að vinna þar á. Telur blaðið sennilegt að svo geti farið að sósíalisminn sigri í allri Asíu innan skamms. Bifreiðastöð Oddeyrar í nýjum húsakynnum Bifreiðastöð Oddeyrar h.f. flutti í gær í ný húsakynni sunnan Strandgötu, skammt vestan við vörubifreiðastöðina Stefni. Tíðindamönnum blaða og út- varps var boðið að skoða hin nýju húsakynni sl. sunnudag. Hið nýja stöðvarhús, sem bif- reiðastöðin hefur byggt, er úr timbri, og er 70 fermetrar að flat- armáli. í húsinu er: anddyri, af- greiðslustúka, skrifstofa, rúmgóð setustofa fyrir bílstjórana og snyrt- ing. Eru hin nýju húsakynni að öllu leyti stórum betri en þau, sem stöðin flutti úr. Yfirsmiður var Einar Eggertsson, trésmíðameist- ari, en Mikael Jóhannesson gerði uppdráttinn að húsinu. Bifreiðastöð Oddeyrar var stofn- uð 1928. Stöðin hefur nú allt að 30 bifreiðar. Framkvæmdastjóri er Sigurgeir Sigurðsson. Aðstaða stöðvarinnar, hvað húsa- kynni snertir, hafa stórbatnað. En hins vegar þarf bærinn að láta fylla meira upp í gömlu bátakvína sunnan stöðvarhússins, svo að stöðin geti fengið viðunandi pláss fyrir bifreiðar sínar. Uppfyllingin yrði jafnframt mikil þrifnaarráð- stöfun eins og allir vita sem kunn- ugir eru aðstæðum þarna. Er þess að vænta að bæjaryfirvöldin bregði nú hart og akjótt við og láti - hefja þegar í stað vinnu við að fylla meira upp sunnan stöðvar- innar. AÐALFUNDUR Verkakvennafél. EINING verður sunnudaginn 26. febr. í Verkalýðshúsinu kl. 4 s. d. DAGSKRÁ’: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Hækkun árgjalda. Skorað á félagskonaur að fjölmenna. STJÓRNIN. Kvenfélag Sósíalista heldur FÉLAGSFUND í Ásgarði kl. 4 e. h. laugardag- inn 18. þ. m. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Skýrslur nefnda. 3. Rætt um 8.marz. Fjölmennið! STJÓRNIN. Bæjarstjórn mælir með því að Út- gerðarfélag Akureyringa h.f. og Guð- mundur Jörundsson fái 2 milljón kr. lán úr framkvæmdasjóði ríkisins

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.