Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.02.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 24.02.1956, Blaðsíða 1
VERRRMRinn XXXIX. árg._Akureyri, föstudaginn 24. febrúar 1956 8. tbl. Uppreisn í Framsóknarflokknum Fulltrúaráðið í Reykjavík samþykkir vítur á þingflokk Framsóknar, og krefjast vinstri stjórnar fyrir kosningar Á fundi fulltrúaráðs Framsókn- arfélaganna í Reykjavík, fyrra þriðjudag, urðu harðvítug átök milli vinstri manna og hægri manna flokksins. Vinstri menn báru fram þrjár tillögur. Fyrsta tillagan var á þá leið að allir andstöðuílokkar íhaldsins í bæjarstjórn Reykjavíkur byðu íram sameiginlega við næstu bæj- arstjórnarkosnin&ar. I annarri tillögunni var þess krafizt að Framsóknarflokkurinn sliti nú þegar allri samvinnu við íhaldið og að mynduð yrði vinstri stjórn á breiðum grundvelli fyrir kosningar. Þriðja tillagan var í sambandi Sýning á bandarískum landbúnaðarvélum í Moskva Samkomulag hefir náðst um það milli hlutaðeigandi aðila, að sýn- ing verði haldin á bandarískum landbúnaðarvélum í Moskva. Munu þær sennilega verða til sýn- is á hinni miklu landbúnaðarsýn- ingu í Moskva, annaðhvort nú í sumar eða næsta sumar. við Grænmetisverzlunina, en eins og alkunnugt er leggur ríkisstjórn- in feikna áherzlu á að leggja hana niður og afhenda bröskurum í Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl. þær neýzluvörur, sem hún verzlar með. Tillagan var á þessa leið: „Þar sem fulítrúaráð Framsókn- arfélaganna í Reykjavík ber fullt traust til Grænmetisverzlunar rík- isins um vöruvöndun, hóístillingu verðsáneyzluvörum og rekstur all- an, óskar það eftir, að hún verði aukin og eíld með ráðum og dáð. Skorar fulltrúaráðið eindregið á þingflokk Framsóknarmanna að vinna ötullegá að því, að frumvarp það um aínám Grœnmetisverzlun- ar ríkisins, sem nú liggur fyrir Al- þingi, verði fellt eða svæft, sem allra fyrst.“ Eins og fyrr er sagt urðu um- ræðurnar mjög harðar og þegar hægri mennirnir sáu að þeir voru nær fylgislausir á fundinum lögðu þeir til að afgreiðslu tillagnanna yrði frestað. Þegar það var. fellt, ruku þeir af fundi og skelltu hurð- um á eftir sér í bræði. í farar- broddi þessara fóstbræðra íhalds- ins voru Olafur Jóhannesson pró- fessor, Guttormur Sigurbjörnsson, (Framhald á 4. síðu). Fengu á aðra milljón krónur út á fisk, sem ekki var til Sjálfstæðismenn nota Landsbankann eins og þeir eigi hann sjálfir „Tfminn" ljóstaði því upp fyrir nokkru síðan, að Kveldúlfur h.f. skuldaði um 100 milljónir í Lands- bankanum. En ekki hefur enn þá heyrzt, að Vilhjálmur Þór sé farinn að skammta Ólafi Thors. En það eru fleiri Sjálfstæðismenn en Thorsararnir, sem virðast eiga innangengt í Landsbankann á sama tíma og flest iðnfyrirtæki til dæmis eiga í vök að verjast vegna þess, að þeim er nú synjað í æ ríkara mæli um lánsfé í Landsbankanum. 1 Reykjavfk er nú altalað, að frystihúsið í Kópavogi hafi orðið uppvíst að þvf að fá á aðra milljón króna lán í Landsbankanum út á frystan fisk, sem fyrirfannst alls ekki í frystihúsinu! Dagblað Sósíalistaflokksins „Þjóð- viljinn", skýrir svo frá, að blaðið hafi snúið sér til Landsbankans og fengið þau svör, að ekki myndi allt vera með felldu um lántökur frysti- hússins. Talning hefði m. a. farið fram á birgðum þess, en embættis- maður sá, sem blaðið átti tal við, vildi ekki láta Þjóðviljanum í té neinar aðrar upplýsingar um þetta hneykslismál af því að hann væri eiðsvarinn, hvað snerti allar lán- veitingar bankans. Tveir af aðaleigendum frystihúss- ins 1 Kópavogi eru Oddur Helga- son og Sigurjón Sigurðsson, báðir kunnir Sjálfstæðismenn, og kom sá fyrrnefndi við sögu í hinu fræga Blöndalsmáli í sambandi við Brand Brynjólfsson. Hefur mörgum Sjálf- stæðismanninum verið tamt að fá íé í Landsbankanum og lána það svo út með okurvöxtum. Athyglisvert er það, að bæði „Dagur“ og „íslendingur“ stein- þegja í fyrradag um þetta mál. „Dagur“ kaus heldur að fá sér þrifabað fjórum sinnum á dag í bjánalegri klausu um Búlgaríu. En hæpið er, að þau böð nægi til að þvo af Framsóknarflokknum allan þann óþverra, sem hlaðizt hefur utan á hann í hjónasænginni hjá Sjálfstæðisflokknum. Þessi mynd er af skdkmeistaranum Friðrik Ólafssyni og Júlíusi Boga- syni, skákmeistara Norðurlarids. Þeir gerðu jafntefli. — Ljósm. Edv. Sig. Júlíus Bogason varð skákmeistari Norðlendinga Friðrik Olafsson tefldi sem gestur og varð efstur Skák þeirra Friðriks og Júlíusar varð jafntefli Skákþingi Norðlendinga, er staðið hefur yfir undanfarið, lauk í gær. Urðu úrslitin í meistaraflokki og I. flokki sem hér segir: Meistaraflokkur: Friðrik ólafsson 8'/2 vini Júlíus Bogason 6 - Kristinn Jónsson 4i/2 - Unnsteinn Stefánsson 41/2 - Þráinn Sigurðsson 41/2 - Haraldur ólafsson 4 - Jón Ingimarsson 4 - Guðmundur Eiðsson 3/2 - Margeir Steingrímsson 3 Randver Karlessson 2/2 - I. flokkur: Tryggvi Kristjánsson 5 vim Hörður Einarsson 41/2 - Anton Magnússon 3 Guðmundur Svavarsson 2/2 - Steinþór Kristjánsson 2/2 - Jón Guðmundsson 2 Róbert Þórðarson U/2 - Stjórn Dagsbrúnar sjálfkjörin Sl. föstudag var útrunninn fram- boðsfrestur í Verkamannafélaginu Dagsbrún 1 Reykjavík til stjórnar- kosninga, sem fram áttu að fara 25. og 26. þ. m. Aðeins einn listi kom fram, bor- inn fram af stjórn og trúnaðar- mannaráði, og var hann því sjálf- kjörinn. í fyrra voru sameiningarmenn einnig sjálfkjörnir í Dagsbrún. Treystir afturhaldið sér nú ekki lengur til að reyna að ná aftur völdunum í þessu stærsta og öfl- ugasta verkalýðsfélagi landsins. Fer hann ril föðurhúsanna? Sú saga gengur í Rvík að Vil- hjálmur Þór hafi hótað þvi að ganga í Sjálfstæðisflokkinn ef vinstri mennirnir í Framsókn hafi sig ekki hœga. Fimm efstu í II. flokki: Gunnlaugur Guðmundsson 6 vinn. Halldór Elíasson 6 — Ari Friðfinnsson 5y2 — Friðfinnur Friðfinnsson 5'/2 — Snorri Sigfússon 5 — f drengjaflokki urðu þessir efstir: Magnús Ingólfsson, með 8 vinninga af 9 mögulegum. Atli Benediktsson 71'2 vinning, og Þóroddur Hjaltalín 6 vinninga. Fjöldi áhorfenda sótti Skákþingið og samtímaskákina í Alþýðuhúsinu, og mun ekkert skákþing hér áður hafa vakið jafn mikla athygli. Tveir menn farast í bruna á Melrakkasléttu S. 1. sunnudag varð sá hörmu- legi atburður að tveir gamlir menn fórust í eldi, er íbúðarhúsið að Blikalóni á Melrakkasléttu brann. Húsfreyjan, sem var ásamt eins árs barni, í eldhúsi í kjallara húss- ins, komst rneð naumindum út með barnið. Gömlu mennirnir höfðu báðir lagt sig fyrir uppi eftir hádegið. Orðsending til meðlima verkalýðsfélaganna F undarstj órnarnámskeið það, sem Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna gengst fyrir, hefst n. k. mánudag kl. 21,30 í Verkalýðshúsinu. —. Eru allir, sem boðað hafa þátt- töku sína, og aðrir, sem kynnu að vilja taka þátt í námskeiði þessu, eru beðnir að mæta þá. Námskeiðið stendur ca. 4 kvöld og verður ákveðið fyrsta kvöldið, hvaða daga aðra það verður. — Þáttöku- gjald er ekkert. Svarið við drápsklyfj- um Gregorystjómar- innar Þegar verkamenn mynduðu hin fyrstu stéttarsamtök sín og báru fram fyrstu kröfur sínar um bætt lífskjör, voru svör atvinnurekenda á þann veg, að hækkað kaupgjald, styttri vinnuUmi og annað þess háttar kæmi ekki til greina af þeirri einföldu ástæðu, að atvinnu- vegirnir þyldu alls ékki slíkar ó- sanngjarnar kröfur. í hvert skipti, sem verkalýðssam- tökin hafa borið fram kröfur um kjarabætur eða t|l að rétta við hlut sinn eftir árásir stjómarvald- anna á lífskjör þeirra, þá hefur svar atvinnurekenda og ríkisvalds ætíð verið: atvinnuvegirnir þola ekki, að orðið sé við þessum kröf- um. Ef einhver sannindi kynnu að hafa leynzt í þessari margendur- teknu staðhæfingu, þá ættu öll at- vinnufyrirtæki fyrir Ufandi löngu að vera í rustum og þá eðlilega allt mannlíf þurrkað út jafnframt. í skjóli þessarar rótlausu stað- ■ hæfingar um að atvinnuvegirnir ; ’ þ°li ekki, að verkamenn og verka- konur fái mannsæmandi laun fyrir vinnu sína, hefur ríkisvaldið nú gert ráðstafanir, með lagasetningu á Alþingi, til þess að leggja nýjar og stórar álögur á almenning, ai- veg án tillits til þess, hvort menn hafa atvinnu, eða hvort menn eru snauðir eða auðugir. Ríkisstjórn Bretlands hefur einu- ig valið þá leið að skerða Ufskjör ailrar alþýðu en hlífa stórgróða- íyrirtækjum. Stjórn brezka Alþýðu- sambandsins hefur tilkynnt, að verkamenn hljóti að krefjast kaup hækkana til að vega upp á móli kjaraskerðingunni. Kjaraskerðingar brezku ríkisstjórnarinnar eru þó stórum minni en kjaraskerðing sú, sem íslenzka ríkisstjómin hefur nú framkvæmt með lagasetningu sinni um stórfelldar nefskattahækkanir. Stjórn Eysteins og ólafs Thors, stjórn gróðabrallsmannanna, stjóm fjárplógsmannanna, sem Rannveig, valkyrja Framsóknar, sagði stríð á heuuur í gatnia daga, átti völ á annarri leið. Hún gat m. a. látið bankana, olíufélögin, skipafélögin, heildsölufyrirtækin, okrarana og aðra þess háttar aðila skiia aftur fé því, sem þessir aðilar hafa rænt af aimenningi, svo skiptir tugum milljóna á hverju árí. Við snertum ekki eitt hár á höfði þessara aðila, sagði ríkisstjórnin, aimenningi á að blæðal Og nú fær almenningur daglega kveðjur frá Gregory-stjórn- inni. svarið við kveðjunum hlýtur að veröa á pá leið að losa sig við glæpamennina, gera þá algerlega hættulausa, einangra þá. Alhr and- stæðtngar Gregory-skattanna verða að sameinast, i verkalýðsfélögunum og utan þeirra. Verkalýðsfélögin verða ekkt einungis að svara hin- um nýju drápsklyfjum Gregorys með verkfalii til að knýja fram úhærra kaup, þaú verða jafnframt ; i að sameina krafta sína pólitískt við næstu kosningar til Alþingis. Til helvítis með Autherine... .1 Ofsóknimar gegn negrastúlkunni Autherine Lucy, er hefur stundað nám við háskólann í Alabama i Bandaríkjunum, sýna greinilega, á hve traustum fótum lýðræði og mannúð og mannréttindi standa í þvi landi, sem telur sig til þess kjörið að hafa forustuna íyrir „lýð* ræðisþjóðum heimsins". Tólf hundruð „hvitir" stúdentar brenna hinn iliræmda Ku-Klux- Aian-kross í garðinum fyrir framan háskólann, í ógnunarskyni við negrastúlkuna, og hetmta, að hún verði rekin úr háskólanum. Og U1 þess að undirstrika þessar hótanir, tóru stúdentarnir í fylkingum og hrópuðu: ,^ílabama handa hiniim hvitu! Til helvítis með Autherine!' Og meðan kynþáttaofsóknimar em í algleymingi í Bandaríkjun- um, lætur hin hjartagóða Breta- drottning, verndari lýðræðisins í Evrópu, hýða og skjóta konur, unglinga og skólabörn á Kýpur. Það hallast svo sem ekki á.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.