Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.02.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 24.02.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 24. febrúar 1956 Lúðvík Jósepsson: Hrakfallasaga í olíumálum Olíufélögin segja nú að olíuverðið sé 14,6 millj. kr. lægra en í Þýzkalandi Öllum, sem fylgzt hafa með deilu minni við olíufélögin að undanfömu, er orðið fullkomlega ljóst, hve gjörsamlega rökþrota þau eru. JafnJjóst liggur fyrir, að þau hafa grætt stórfé árlega á að selja olíur á miklu hærra verði, en í nálægum löndum. Hér skal nú brugðið upp svipmynd af gangi þessarar olíudeilu og það á þann 1. Ég upplýsi, að í desember sl. er verð á togaraolíu 66 kr. hærra hér, og verð á bátaolíu 350 kr. hærra hér, hvert tonn, en í Cux- haven. 5. Ég bendi þá á, að það verð, sem ég miða við erlendis, er verð, sem öll skip geta notið þar. Það verð ber ég saman við hið eina opinbera verð til skipa hér. 7. Ég bendi þá á, að ríkið hafi rekið Þyril í nokkur ár í olíu- flutningum á ströndina og grætt á aðra milljón árlega. 8. Ég birti þá útdrátt úr reikn- ingum Þyriis öll árin, sem hann var rekinn eingöngu til olíuflutn- inga á- ströndina. Kom þá í ljós að gróði Þyrils í 6 ár frá 1948—1954 var kr. 7.243.122.90. Þessar tölur mínar bar ég saman við forstjóra ríkisskips. Þannig hafa olíufélögin verið hrakin úr einu víginu í annað. Þau hafa verið staðin að ósann- indum. Þau hafa flúið frá full- yrðingum. Og afsakanir þeirra hafa verið hraktar ein eftir aðra. , Ég hygg að ekki verði um það deilt, að olíufélögin standi afhjúp- uð eftir þessa deilu, svo að þess végna gæti ég hætt að ræða við þau. í síðustu olíugrein Morgun- blaðsins kemur ekkert nýtt fram. Þar er aðeins hrúgað saman stór- yrðum um mig. hátt, að auðvelt ætti að vera fyrir alla, að fylgjast með sókn og vörn, sem fram hefur farið. Ég töluset upplýsingar mínar og svör, en samhliða töluset ég svo svör olíufélaganna. Við samanburð má öllum verða ljóst hve haldlaus vörn olíufélaganna er og hvernig þau hafa hrakizt úr einu í annað. 1. Olíufélögin þegja við þessum upplýsingum á aðra viku. Vita ekki sitt rjúkandi ráð. Loksins neita þau tölum mín- um. 5. Þá hverfa olíufélögin frá „bunker“-verðinu og leita fyrir sér annars staðar. Og þá skýra þau með verðjöfnun, sem hér sé, en ekki erlendis. 7. Olíufélögin brugðust reið við, þegar Þyrill var nefndur og sögðu að enginn gróði hefði verið á hon- um. 8. Við tölulegum upplýsingum mínum um Þyril gátu olíufélögin ekkert sagt. En þegar hér var komið tóku þau í vonzku sinni, að kalla mig ýmsum ljótum nöfnum. Ég brosi að slíku og sannfærist enn betur um, að ég hefi berháttað olíumennina, sem í blaðið skrifa. 14.6 millj. kr. lægra verð hér. I síða'sta reiðikasti sínu gera olíumennirnir hinar hlægilegustu tilraunir til þess að losa sig úr þeirri klípu, sem þeir eru komn- ir í. Hlægilegast er þó, þegar þeir segja, að ársmagn af olíum og benzíni, sé selt hér á 14.6 millj. lægra verði, en í Þýzkalandi. Aumingja mennirnir, sem þó hafa í marga daga reynt að sanna að þar sem olíulindir væru í Þýzkalandi og olíuhreinsunarstöð, þá væri olía þar eðlilega ódýrari. Þeir hafa. líka margsinnis nefnt tölur um verð í Þýzkalandi á olí- um. og alltaf talið verðið þar lægra, en hér. En i örvæntingaræðinu hrópa þeir nú, að ársmagnið sér hér selt 14.6 milljónum lægra en þar. Þannié fer fyrir þeim, sem flækj- ast i sínum eigin ósannindavef. Askomn til mín. Og i sama kastinu er svo birt áskorun til min. Og hver er áskor- unin? Jú, hún er, að ég birti hvern- ig ég hafi reiknað út, að ársnot- kun af olium hér, sé seld á 50 milljónum kr. hærra verði, en í nálægum löndum. Hvers vegna spyrja mennirnir svona eins og flón? Hafa þeir, misst alla glóru? Hafa þeir ekki séð og skilið, að ég hefi tíu sínnum birt þessar staðreyndir: 1. Ársnotkun af olíum hér er um 200 þúsund tonn. 2. Verðið hér er 170 kr. hærra tonnið af togaraolíu, og verðið á bátaolíu er hér 350 kr. hærra tonnið. Sá, sem eitthvað veit um olíu- sölu hér á landi og kann einföld- ustu reikningsaðferðir, hann skilur fljótt, að samkv. þessum tölum er verðið hér um 50 millj. kr. hærra á ársnotkuninni. Fjárfestingin. Að lokum vil ég svo benda öll- um landsmönnum á þær stað- reyndir, sem þeir hafa sjálfir fyrir augunum um gróða olíufélaganna. En það er fjárfesting félaganna. Tökum dæmi af Esso. Það bættist hér í hóp olíufélag- anna fyrir fáum árum. Það er því nýgræðingur. / Hvað á það nú: 1. Stóra birgðastöð í Hvalfirði. 2. Dýra birgðastöð í Örfirisey. 3. Dýra birgðastöð í Hafnarfirði. 4. Hundruð olíugeyma í þorpum og kaupstöðum um allt land. 5. Benzínstöðvar um allt land. 6. Olíuskipið Litlafell. 7. Tugi stórra olíubíla, auk ýmis- konar annarra eigna. Og nú er það að kaupa 16 þús. tonna olíuflutningaskip. Þetta allt hefur nýgræðingurinn komizt yfir. Hafa bankarnir brotið allar sín- ar göfugu lánareglur og lánað þessu félagi á annað hundrað mill- jóna? Eða hefur kannski verið nokkur hagnaður á olíusölunni? Það er blindur maður, sem ekki sér þessar staðreyndir. Enda sjá allir landsmenn þetta. Hitt er svo ofureðlilegt, að olíu- mennirnir og ríkisstjórnin þeirra hafi í frammi ýmsa tilburði, til þess að draga athygli almennings frá þessum ataðreynþum. Staðreyndir og viðbrögð Upplýsingar mínar: Viðbrögð olíufélaganna 2. Ég sanna tölur mínar með opinberum reikningum og vitna í útreikning þekkts skrifstofustjóra hér í bænum. 3. Ég upplýsi til viðbótar að togaraolía hafi hækkað hér um 115 kr. tonnið 1. jan. sl. og þá orðið 181 kr. dýrari, en í Cux- haven og að nú sé hún 170 kr. dýrari tonnið. 4. Ég upplýsi þá að sama olíu- verð sé í Cuxhaven og í Esbjerg og Grimsby. Ennfremur að ég hafi aldrei tekið til samanburðar lægsta verðið í Þýzkalandi (Ham- borg), heldur í smá-fiskibæ. 2. Þá hætta olíufélögin að tala um olíuverðið sjálft. 3. Við þessum upplýsingum hafa olíufélögin ekkert getað sagt. Þess í stað reyna þau að rétt- læta verð sitt með því, að olíu- lindir séu í Þýzkalandi og af því sé olíuverðið þar lægra. 4. Þá gefast olíufélögin upp við þessa skýringu og minnast ekki einu orði á olíuverðið í Englandi og Danmörku. En þá segja þau, að erlendis sé „bunker“-verð á olíum, en hér sé slíkt verð ekki til. 6. Þá vitna ég til upplýsinga, 6. Við þessu geta olíufélögin sem lagðar hafa verið fram á Al- ekkert sagt, en afsaka sig nú með þingi, frá sendiráðum íslands er- dýrum dreifingarkostnaði. lendis, um að í flestum löndum Evrópu sé meiri og minni verð- jöfnuii á olíu. T. d. er algjör verðjöfnun í Dan- mörku. I Noregi er sama olíuverð til allra skipa. I Englandi og Þýzkalandi er svo að segja sama verð r öllum útgerðarbæjum. Hlægileg undanbrögð AÐALFUNDUR Verkakvennafél. EINING verður sunnudaginn 26. febr. í Verkalýðshúsinu kl. 4 s. d. Miiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! BORGARBÍÓ Sími 1500 Leyndardómur DAGSKRÁ: Inkanna N. | (Secret of the Incas) 1 1. Inntaka nýrra félaga. | Amerísk ævintýramynd í ! 2. Venjuleg aðalfundarstörf. i litum. — Aðalhlutverk: ! Charlton Heston 3. Hækkun árgjaida. Robert Young Skorað á félagskonur að | og söngkonan heimsfræga ! YMA SUMAC | fjölmenna. (Bönnuð börnum) STJÓRNIN. tytiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiii; Appelsínur Aðeins Æ krónurkílóið ; »•% *V >> Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibúin. „DÓSIRNAR MEÐ VÍKINGASKIPINU" '07tfáue/i í 0LÍU 0G TÓMAT /ust c öMufiHs tHtltVÖMtVem/uHUÁH' K. JONSSON 8« CO. H.F. AKUREYRI Sokkar NcerfatnaÖur Barna, kvenna og karlmanna. V efnaðorvörudeild. Kápuefni nýkomið Barnakápur mikið úrval Dragtir svartar og gráar, ný sending í stórum númerum Allt með sama verði og áður MARKAÐURINN Akureyri. — Sími 1261.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.