Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.02.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 24.02.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 24. febrúar 1956 VERKAMAÐURINN m‘IUUildHÍI!'r' 3 ATHYGLISVERÐ UMMÆLI Blað Sjálfstæðisfl. „Siglfirð- ingur“ sagði 17. jan. sl. m. a. svo frá: „Það leikur ekki á tveim tung- um, að áriífc 1955, er það bezta og hagstæðasta, sem við höfum búið við síðastliðin 10 til 12 ár. — Atvinna hefur verið óvenju mikil og stöðug, og afkoma fólksins eftir ársvinnuna yfirlitt ágæt. Af þeim aðilum, sem staðið hafa að velgengni fólksins og rýmkað hafa afkomumöguleika þess, ber hæst á togurum bæjarútgerðarinn- ar. Þeir hafa aflað vel, stundað veiðiskapinn frátafalítið, komið af veiðum með hráefni til úrvinnslu reglulega eftir tiltekinn veiðitímá, og á þann hátt haldið atvinnu har.da landsfólkinu stöðugri. 1 sambandi við togarana, má geta þess, og er gleðiefni allra Siglfirðinga, að bæjarfélagið á marga atorkusama og stórduglega sjómenn, sem skipa sín sæti á tog- urunum með mikilli prýði, og ekki myndi vonlaust að vænta þess að yfirstjórn togaranna skip- uðu siglfirzkir menn áður en mörg ár líða. Er þetta ekki sagt til að vanmeta dugnað og stórhug núver- andi skipstjóra, sem báðir hafa reynzt ágætir og farsælir menn. Næati aðilinn, sem styðui að aukinni atvinnu er hraðírystihús S.R. og Hiaðtryalihúsið ísafold. Bæði hafa þessi hús veitt fjölda fólks atvinnu við úrvinnslu hráefn- is úr toéurunum, o£ um leið útbúið áéseta framleiðsluvöru.“ (Leturbr. ,,Vm.“). Þessi ummæli „Siglf.“ eru í raun og veru mjög þungur áfellis- dómur um framkomu afturhalds- flokkanna hér á Akureyri í frysti- húsmálinu og einnig togaraútgerð- armálunum, sem rakin var hér ný- lega í blaðinu. Hafa vanmetið Sovétríkin Marguerite Higgins, fréttaritari bandaríska íhaldsblaðsins Nevi York Herald Tribune, skýrði nýlega frá því í grein, sem hún skrifaði um þriggja vikna dvöl sína í Sovétríkj- unum, að hún hafi um gjörvallt landið getað skoðað stórkostlega iðnaðarþróun. Hún segir m. a.: „Tyrir 10 drum siðan var Rustavi ekki annað en slétt, þurr eymimörk, umkringd af hinum fögru og lit- skrúðugu fjöllum Kdkasus. Nú er llustavi spdnný atorkusöm borg, með 70 þús. ibúum, en yfir höfðum þeirra gncefa risavaxnir reykhdfar geysimikils stdliðjuvers." Belgískur sérfræðingur, sem hún hitti meðan hún dvaldi þar austur frá, skýrði henni svo frá: „Stóriðjuverið Rustavi er að öllu leyti nýthkulegt. Vélaútbúnaðurinn — hinar stóru vélarj sem eru sjdlf- virkar — er d langtum hoirra stigi en i flestum verksmiðjum sem ég þekki í Vestur-Evrópu." „Ferðalag til Rustavi," heldur bandaríski fréttaritarinn áfram, „bindur enda d allt vestrcent van- mat d getu Sovétríkjanna —---- Bandarískir verzlunarmenn, enskir sérfrœðingar, franskir iðnaðarmenn o. s. frv, sem voru i heimsókn, og sem ég hafði rcett við i Sovétrikjun- um, höfðu við brottför sina allir komizt að athyglisverðri samhljóða niðurstöðu. Þeir sögðu, að heita mdtti unduntekningarlaust, að það vceri skoðun þeirra, að umheimur- inn hefði vanmetið fœrni og getu Sovétrikjanna." Friðgeir H. Berg, rithöfundur Fæddur 8. júní 1883. — Dáinn 11. febr. 1956. - Nokkur minningarorð - Um áratuga skeið hafði ég þekkt Friðgeir Berg frá öðrum mönnum, mætt honum á götu, átt smáerindi við hann vegna starfa hans, verið með honum í hópi fréttamanna. í mínum augum var hann orðinn óaðskiljanlegur bæj- aalífinu, jafn sjálfsagður dráttur í svip þess eins og þeir hlutir, sem ekki eru lífi gæddir. Það var jafn eðlilegt að mæta honum í anddyri pósthússins með fréttaskeyti í hendinni eins og að húsin væru á sínum rétta' stað, jafn rökrétt að mæta honum x Strandgötunni eins og að finna þar nálægð sjávarins. Og maður hugsar sjaldnast mikið um þá hluti, sem í vitund manns eru óhagganlegir og sjálfsagðir og ég átti þess enga von að kynni okkar Friðgeirs yrðu nánari en hverra annarra málkunnugra sam- borgara, sem eiga dagleg, hvers- dagsleg erindi hver við annan og hyggja ekki á nánari kynni. En á liðnu sumri lágu leiðir okkar saman um nokkurn tíma, er viö þreyttum saman vist á sjúkra- húsinu og hlutum að verða stofu- félagar. Nú, er ég spyr Friðgeir látinn, verður mér hann, þrátt fyrir allt, minnisstæður eins og hann kom mér fyrir sjónir þessa sól- skinsbjörtu júlídaga. Sjóndeildar- hringur okkar, sá er ekki sneri til næstu sjúkra.unia, var að vísu takmarkaður af Vaðlaheiðinni hjá Hallanda, á annan veginn, en af kirkjugarðinum á hinn veginn. Nokkur hluti af Pollinum, Garðs- árdalurinn og hluti af Kaupangs- sveitinni laut þannig augum okk- ar, en allt sem þar var fyrir utan var forréttindasvæði hinna starf- andi og heilbrigðu. En umræður okkar á stofunni voru ekki háðar neinum þröngum sjóndeildarhring. Þar var þeyst um víðáttur, bæði í tíma og rúmi. Aftur í Sturlunga- öld og jafnvel lengra. Kaflar úr Islendingasögum, er þóttu afbragð að orðsnilld voru sagðir fram eftir minni og listakvæði höfuðskáld- anna höfð á hraðbergi. Það var skroppið oft og mörgum sinnum vestur til Kanada, landsins, sem fóstraði Friðgeir flest æskuárin. Það var þeytzt í austur og vestur. Jafnvel lífsgátan sjálf var ekki látin í friði. Það var gaman að vera sam- ferðamaður Friðgeirs á öllum þess- um ferðum. Heyra frumlegar og persónulegar skoðanir hans á sögu og söguhetjum, fornum og nýjum. Viðhorf hans í þeim efnum voru vissulega engin eftiröpun, og þótt ég væri honum oftlega ósammála hlaut ég að dást að því hve hann var algerlega frjáls af klafa hefðar og vana. Þar, sem annars staðar, hafði hann krufið málefni og menn til mergjar sjálfur og hvergi tekið neinar fullyrðingar sem góðar og gildar aðrar en þær, sem hyggju- vit hans og lífsreynsla höfðu gefið hina hæstu einkunn. Það var fróðlegt og skemmtilegt að heyra Friðgeir segja frá brot- um úr ævi sinni, vestan hafs. Kynnum sínum þar af mönnum og málefnum. En þar var ekki alltaf sólskin og sumar. Þar, sem annars staðar, lagði lífið þungar kvaðir á menn og spurði hvergi um aldur né ætt. Þar í landi, fjarri löndum og vinum, langt inni í vetrarríki Kanadaskóga varð Friðgeir fyrir slysi, sem nær hafði svipt hann öðrum fæti og olli því, að hann sté aldrei síðan báðum fótum heilum til jarðar. En að lokinni langri sjúkrahússvist gekk hinn ungi Islendingur aftur út í lifsbaráttuna þar vestra, og vann sér þar braut til bjargálna, þrátt fyrir þetta mikla áfall. Varð hann eftirsóttur húsasmiður og þóttu verk hans unnin af þokka og fyrir- hyggju. Er Friðgeir lagði út á húsasmíðabrautina mun hann hafa notið meðfæddrar listhneigðar og frábærrar athyglisgáfu. Annaðist hann byggingu margra timburhúsa og tók upp nýjungar í vinnubrögð- um, sem þóttu til fyrirmyndar. Hefði hann án alls vafa getað átt völ margra góðra kosta, ef hann hefði ílendzt í nýja landinu, en svo varð ekki. Hvort sem skiptust á skin eða skúrir seiddi ísland hugann og minningin um bjarta mey og hreina, sem þar beið hans, réði úrslitum. Eftir 17 ára útivist í misviðrum framandi lands hélt Friðgeir heim til íslands og nam þar land að nýju. Gekk hann nú að eiga konu þá, er aldrei hafði úr huga hans vikið öll fjarvistar- árin, Valgerði Guttormsdóttur, er nú lifir mann sinn. Um sömu mundir byggði Friðgeir nýbýli þar sem heitir að Hofgörðum í Arnar- neshreppi og bjuggu þau hjón þar um skeið, fluttu síðan til Akureyr- ar, þar sem Friðgeir stundaði iðn sína jafnframt ýmsum öðrum störfum, til dauðadags. Ritstörf voru Friðgeir jafnan hugleikin, og þeim helgaði hann tómstundir sínar. Hann var mjög hagur maður jafnt á bundið mál sem óbundið. Málfar hans var hóf- samlegt og meitlað, hreint og lýta- laust, eins og það sprettur tærast af vörum ísleftzkra alþýðumanna. Ritverk hans eru ekki mikil að vöxtum, en þó hygg ég að sumum kvæða hans verði langra lífdaga auðið. Mætti ég nefna þar „Eyði- býlið“ sem dæmi. Um það kvæði sagði það merka skáld, Páll Bjarnason, Vesturíslendingur, sem Samvinnutryggingar endurgreiða viðskiptavinum 2.818.000.oo kr. fyrir síðastliðið ár Samvinnutryggingar hafa ákveð- íð að endurgreiða til hinna tryggðu 2.818.000 krónur fyrir txyggingar- arið 1955 og verður þessu fé skil- að aftur til þeirra, sem tryggðu í orunadeild og sjódeild félagsins. Pá hafa Samvinnutryggingar á- Kveðið, að brunatryggingar húsa njá félaginu skuli framvegis einnig gilda fyrir snjóflóð án þess að ið- gjald hækki, og má þannig segja, ao allir, sem eiga hús sín tryggð ujá Samvinnutryggingum fái nú oKeypis snjóflóðatryggingu. Stjórn Samvinnutrygginga tók pessar ákvarðanir á fyrsta fundi sxnum á þessu ári, sem haldinn var xyrir nokkru, en Samvinnutrygg- mgar eiga 10 ára afmæli síðar á arinu. Samvinnutryggingar byrjuðu að endurgreiða tekjuafgang sinn 1948 og hafa nú að meðtöldum /.8 milljónum fyrir 1955, endur- greitt því fólki, sem tryggir hjá íélaginu, samtals 9.6 milljónir króna. T ekjuafgangurinn verður að nokkru leyti greiddur út og að nokkru lagður í stofnsjóð viðskipta manna Samvinnutrygginga. Allir þeir, sem hafa brunatryggt á árinu, fá endurgreitt 15% af iðgjöldum þannig, að 10% verða dregin frá endurnýjunariðgjöldum, en 5% lögð í stofnsjóð. I sjóðdeild verða endurgreidd 25% af iðgjöldum fyrir vörur tryggðar í flutningi, 10% útborguð og 15% lögð í stofnsjóð. Fyrir skipatryggingar verða endurgreidd 10%, 5% út- borguð og önnur 5% lögð í stofn- sjóð, og fyrir ferðatryggingar 20%, m. a. hefur imnið það afrek að snúa fjölda höfuðkvæða íslenzkra þjóðskálda á enska tungu, að það sæmdi sér vel við hlið hinna fegurstu kvæða heimsbókmennt- anna. Friðgeir hugsaði mjög um svo- kölluð dulræn mál og taldi sig hafa öðlazt mikla reynslu í þeim efnum. Ritaði hann bók um þá reynslu sína. Meðal óprentaðra handrita Frið- geirs er bók, sem fjallar um ýmsa æviþætti hans og kynni af mönn- um og atburðum. Þykir mér lík- iegt að þar sé forvitnilegt, fróð- legt og skemmtilegt rit og óskandi að útgáfa þess dragist ekki úr hömlix. Þetta átti aldrei að verða nein ritgerð um Friðgeir Berg og því síður mat á lífsstarfi hans. Aðeins nokkur þakkarorð fyrir góð kynni og vináttu. Eg sé Friðgeir fyrir mér eins og hann var fyrir fáum vikum, aldurhniginn en þó við óbugað þrek andlegt og líkamlegt, svipinn festulegan og hreinan, fas- ið virðulegt og þó hlýlegt, gaman- yrði á vörum og hlýja í handtak- inu, traustan eins og bergið, sem hann tengdi nafni sínu. Þannig menn lifa í huga mínum og allra annarra samferðamanna sinna. Björn Jónsson. þar af 10% útborguð og 10% lögð í stofnsjóð. Því miður er enginn tekjuaf- gangur af bifreiðatryggingum í ár, og stafar það af hinni geigvænlegu aukningu umferðaslysa og árekstra auk þess sem viðgerðir og efni til bifreiðaviðgerða hafa hækkað verulega. Varð afkoma bifreiða- deildar sem næst þannig, að ið- gjöld og tjón stóðust á, en allur tilkostnaður deildarinnar var tap félagsins. Var afkoma á kasko- tryggingum sérlega slæm. Okeypis snjóílóðatryééiné• Snjóflóð valda oft tjónum og mannskaða hér á landi, eins og alþjóð er kunnugt. Hafa flóðin valdið mjög tilfinnanlegum tjón- um á ýmsum stöðum á landinu, en snjóflóðatryggingar hafa ekki ver- ið til hér á landi fyrr, svo að ómögulegt hefur verið að forðast fjárhagslegt tjón af flóðum. Framkvæmdastjórn Samvinnu- trygginga hefur athugað mál þetta og komizt að þeirri niðurstöðu, er fram kemur í ákvörðun stjómar trygginganna. Verða því öll hús í landinu, sem brunatryggð eru hjá Samvinnutryggingum, framvegis einnig tryggð fyrir snjóflóðum. Um bætur fyrir slík tjón verður farið eftir sömu reglum og um brunatjón. Iðgjald húsatrygging- anna verður óbreytt þrátt fyrir þetta. Iðéjöld yfir 30 milljónir króna. Árið 1955 var langstærsta veltu- ár Samvinnutrygginga, og jukust iðgjöld um 8.5 milljónir á árinu (Framhald á 4. síðu). Skák Friðriks og Júlíusar Hvitt: Júlitis Bogason. Svart: Friðrik Ólafsson. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. Rf3 0-0 6. Bd3 d5 7. a3 BxRf 8. pxB Rc6 9. 0-0 b6 10. cxd exd 11. h3 He8 12. Bb5 Bd7 13. BxR BxB 14. Bb2 Re4 15. Rd2 Rd6 16. a4 Dd7 17. a5 Bb5 18. Hel Dc7 19. axb axb 20. dxc bxc 21. Df3 Db7 22. Df4 Db6 23. HxH HxH 24. De5 Bc4 25. RxB dxR 26. Hdl DxB 27. DxR h6 28. De5 De2 29. Hbl Dd3 30. Hb8f HxH 31. DxHf Kh7 32. De5 f6 33. Dxc5 Dxc3 34. Df5f Kg8 35. Dc8f Kf7 ntefli.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.