Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.03.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 09.03.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN "Föstudaginn 9. marz 1956 Útgerð Þjóðverja 1955 „. . .. Svo virðist sem togara- útgerðin svari vel kostnaði. Þrátt fyrir mikla aukningu skipastólsins greiða útgerðarfélögin arð. Hið stærsta þeirra: Nordsee, greiddi engan arð reikningsárið 1952/53, en næsta ár 6% og 8% í fyrra. Hlutabréfin voru skráð á 99% af nafnverði í ársbyrjun 1954, en hækkuðu upp í 220% og voru skráð á rúm 200% í árslok 1955. Togararnir seldu 22,375 lestir af afla sínum í Bretlandi fyrir 10.072.000 DM. Einnig hafa þeir selt fyrir 33,7 millj. DM til Aust- ur-Þýzkalands, og er það mikil hækkun (1954 21 millj. DM). Var þeim markaði þó hvergi nærri fullnægt. Hve mikið Þjóðverjar hafa flutt út til annarra landa er ekki hægt að segja enn sem komið er, en á árinu 1954 voru fluttar út 28,240 lestir og verðmætið talið 34,2 millj. DM. Líklega hefir útflutn- ingurinn árið 1955 verið um 25% meiri. Þar í er þó ekki talin salan til Englands né til Austur-Þýzka- lands. Aðalútflutningslandið var Austurríki, en til Israel seldu Þjóðverjar 4,500 lestir af frystum flökum fyrir 3,1 millj DM. . . . Frystihúsin hafa haldið uppi öflugum áróðri fyrir frystum fiski og hafa spunnizt af honum fjörug- ar blaðadeilur við ýmsa þverúðar- fulia smásala og sýnast smásalar fara mjög halloka í viðureigninni. Eru sumir þeirra nú famir að vitna um það, að þeir selji mikið af freðflökum, án þess að fersk fisksala þeirra hafi minnkaö. Þau freðflök, sem nú eru seld hér, eru nær eingöngu þýzk. Áður lágu Þjóðverjar undir grun um það að frysta ekki flök fyrr en fiskurinn var orðinn lélegur. Þessi nýi fé- lagsskapur frystihúsanna (Quick Freezers Union e. V.) virðist þó reyna að kenna mönnum að vanda vöru sína, en auðvitað er langt frá, að þau nái sömu gæðum og ís- lenzk flök. Það bendir þó á fram- farirnar, að árið 1954 seldu Vest- ur-Þjóðverjar hraðfryst flök fyrir 555.000 — til Austur-Þýzka- lands, en árið 1955 fyrir DM 2.980.000. Einnig voru seld freð- flök til ísrael fyrir 3,1 millj. DM, svo sem að ofan greinir. . . . “ (Ur skýrslu frá sendiráði Islands í Bonn.) (Ægir.) - Samkomulag (Framhald af 1. síðuj. fræðimenn eiga að fá aðgang að skjalasöfnum í Sovétríkjunum. Þá mun sovézkur ballett koma til Kaupmannahafnar á næsta ári. í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra H. C. Hansens og Bulganins var m. a. sagt að komið hafi í ljós í viðræðunum að báðum ríkis- stjórnunum sé það áhugamál, að komið verði á öryggiskerfi sem geti tryggt öryggi allra ríkja, og að vígbúnðarkapphlaupið verði stöðv að og afvopnun hafin og að gagn- kvæmt traust megi móta svipinn á samskiptum ríkjanna. Hefir H. C. Hansen boðið þeim Bulganin og Krústjoff að koma í opinbera heimsókn til Danmerkur. Bygging hraðfrystihússins (Framhald af 1. síðu). Sem dæmi um tjónið sem hinir „ábyrgu“ hafa valdið einungis í þessu eina máli, má minna á þá staðerynd, að togarar á Suður- landi og Vesturlandi, sem höfðu greiðan aðgang að frystihúsum, fiskuðu fyrir 800 þús. til 1 millj. kr. á mán. s.l. sumar á sama tíma og Akureyrartogararnir seldu ekki nema fyrir 200—400 þús. kr. á mánuði. Um 130—140 manns munu geta haft stöðuga atvinnu við frystihúsið þegar það er tekið til starfa. Þessari vinna hefir verka- fólkið verið svipt undanfarin ár og enn þann dag í dag. Afturhaldsöflin tefja enn fyrir byggingu hraðfrystihússins. Þau hafa hindrað það um langt skeið að nauðsynlegt fé væri lagt fram til að fullgera bygginguna. Þessi „ábyrgu" öfl hafa haldið og halda því fram að fé fyrirfinnist ekki. En á sama tíma og ekkert fé fannst eða finnst var 74 milljón- um króna sóað í bílainnflutning aðeins á s.l. ári, innflutning sem var að langmestu leyti alóþarfur (nema fyrir braskarana). Ástandið nú er í stuttu máli þannig að byggingu hússins miðar að heita má ekkert áfram nú um margra mánaða skeið. Vélar til ísframleiðslu og 1 40 þúsundir Æ fleiri verkamönnum er nú ‘sagt upp vinnu í bílaiðnaði Banda- ríkjanna. Um miðjan febr. s.l. var tala atvinnuleysingjanna í bílaiðn- aðinum komin upp í 40 þúsund. í Bretlandi er líka mikil kreppa í bílaiðnaðinum, m. a. vegna þess að Þjóðverjar seldu á s.l. ári fleiri bíla til Bandaríkjanna en enskir bílaframleiðendur. Hvaða verkamenn geta borgað slíkar aðgerðir? Danski prófessorinn John Hertz, sem nú er prófessor í Stockhólmi, var nýlega í kynnisför og náms- ferðalagi í Bandaríkjunum. Við heimkomuna skýrði hann m. a. frá því, að það kostar 90—100 dollara (um 1.470.00—1.630.00 ísl.kr.)að láta draga úr sér eina tönn. Verð á öðrum tannaðgerðum er svipað.— Það er ekki óvenjulegt, segir prófessorHertz, að amerískur tann læknir hefir innunnið sér 1000 dollara (um 16.320.00 ísl kr.) áð- ur enn setzt að morgunverði. Þetta hljóta að vera þokkalegar árstekjur, enda berjast tannlæknar og aðrir læknar þar með hnúum og hnefum á móti sjúkrasamlögum í hvaða mynd sem er og álíta þess háttar vera hreinan og beinan kommúnisma. Og þar sem þeir telja sjúkrasamlagafyrirkomulag Norðurlanda eina af verstu upp- finningum djöfulsins, má nærri geta hvernig þeir líta þá á ástandið í Sovétríkjunum, þar sem allar tannaðgerðir eru ókeypis, nema ef menn vilja láta fylla tennur með gulli eða platínu, þá verða þeir að borga efnið sjálfir. samstæða til frystingar kváðu þó væntanlegar í næsta mánuði og korkur til einangrunar er sagður væntanlegur frá Spáni eftir nokkr- ar vikur. En eftir öllu útliti nú virðast litlar horfur á að hraðfrystihúsið geti tekið til starfa fyrr en í fyrsta lagi seint í haust, nema því aðeins að það takist að knýja afturhaldið til að flýta byggingu hússins. 130—140 manns tapar nú dag- lega vinnu, bæjarfélagið tapar vænum fúlgum mánaðarlega og ríkið tapar stórfúlgum í erlendum gjaldeyri vegna nautslegrar þrjózku eða blátt áfram vegna frá- munalegs skilningsskorts hinna „ábyrgu“. Tölur sem tala sínu máli Samkvæmt amerískum hag- skýrslum var smjörneyzlan á hvern í búa í Bandaríkjunum 3,7 kg. árið 1954. Það er nálægt því helmingi minna en fyrir stríðið, því að árið 1939 var neyzlan 7,9 kg. og 1924 var hún jafnvel 8,1 kg. Til samanburðar má geta þess að smjörneyzlan í Danmörku 1954 var 8,6 kg. á hvern íbúa, eða helmingi méiri en í Bandaríkjun- um, og þó vita allir að verkamenn í Danmörku nota síður en svo smjör daglega á borðum sínum. „Offramleiðslan" af smjöri í Bandaríkjunum er þess vegna að- eins til á pappímum. Sannleikur- inn er sá, að flestir launþegar þar hafa ekki ráð á því að kaupa smjör nema stöku sinnum. Nýtt bóluefni Vísindamenn í Sovétríkjunum hafa fundið upp bóluefni gegn hin- um illkynjaða sjúkdómi multipel skleros. Það er taugasjúkdómur og eru orsakir hans ókunnar og hefir þessi sjúkdómur verið talinn ólæknandi. Með hinu nýja MS- bóluefni hefir tekist að lækna um 30% af þeim sjúklingum, sem hafa verið bólusettir með þessu nýja lyfi. Bóluefnið hefir nú verið við- urkennt í Noregi og Svíþjóð og hafa Sovétríkin látið þessum lönd- um í té skammta af bóluefninu eftir þörfum. Hoppaðu Karolína Hinn heimskunni rithöfundur Björnstjerne Björnsson ætlaði að ferðast til Parísar og var Karolína kona hans mjög kvíðafull út af honum. „Það máttu vita, Björnstjerne, að ef þú verður mér ótrúr þá vil ég ekki lifa lengur. Þá hoppa eg út um gluggann. Björnsson ætlaði að vera fjar- verandi í hálfan mánuð en honum dvaldist 1 þess stað sex vikur í París. Þegar hann kom heim, gekk hann hljóðlega inn, leit alvörugef- inn á maka sinn og sagðihnugginn: „Hoppaðu, Karolína!“ Nýtt íslandsmet Skautamót Akureyrar var hald- ið s.l. þriðjudag og miðvikudag. Setti Björn Baldursson nýtt Is- landsmet í 3 þús. metra skauta- hlaupi. Hljóp hann vegalengdina á 5,47,2 mín. Nehru lýsir stjórn Breta í Indlandi Forsætisráðherra Indlands, Javaharlal Nehru, lýsir stjórn Breta í Indlandi m. a. svo í bók sinni „Discovery of India“ (Fund- in Indíalönd): „Augljósasta staðreyndin er hve stjórn Breta í Indlandi var ófrjó og hversu hún lamaði allt lif Ind- verja. Erlend stjórn hlýtur jafnan að vera án allra tengsla við sköp- unarmátt þeirra þjóða, sem hún ræður yfir. Þegar svo pólitísk og menningarleg miðstöð þessarar framandi stjórnar er víðs fjarri hinu undirokaða landi og hún styðst þar að auki við kynþátta- hleypidóma, verða þessi tengsla- slit algjör og leiða til andlegs og menningarlegs hungurdauða hinna undirokuðu.“ Og afleiðingunum af hinni skelfi- legu hungursneyð, sem gekk yfir Indland í síðari heimsstyrjöldinni, lýsir Nehru svo: „Hungursneyðin afhjúpaði mynd .... örbirgð og ljótleiks og mann- legrar hrörnunar eftir að Bretar höfðu setið þarna að vöidum í margar aldir. Hún var hámark og uppfylling bretskrar stjórnar á Indlandi. Það eru ekki óblíð náttúruöfl, eða hamfarir höfuðskepnanna, sem áttu sök á þessari hungursneyð, né heldur stafaði hún af hernaðarað- gerðum eða herkví óvina. Allir, sem vit höfðu á, voru sammála um, að hún væri mannaverk og hægt hefði verið að sjá hana fyrir og forðast hana.“ Og indverski hagfræðirigurinn Singh, sem ritað hefir bókina „Fæðuvandamál Indlands", segir að 25 millj. manna hafi dáið úr hungri í Indlandi á síðasta fjórð- ungi 19. aldar, en að hungursneyð- in hafi jafnvel verið ennþá tíðari gestur þar á þessari öld. Á árinu 1943 dó t. d. 3% millj. manna úr hungri í Indlandi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem sýnir hvernig ný- lenduveldin hafa farið og fara með hinar undirokuðu nýlenduþjóðir. Bókaskipti. Bókaskipti milli vísindastofnana Sovétríkjanna og annarra landa fara stöðugt í vöxt. Leivngradl bókasafn Vísindaakademíu Sovét- ríkjanna á bókaskipti við 2500 vísindastofnanir og æðri mennta- stofnanir 84 landa. Á myndinni sézt Kristján frá Djúpalæk vera að halda ræðu á árshátíð Sósíalistafélags Akureyr- ar sJ. laugardag. (Ljósm.: Sigtr. Helgason.) Skákmeistararnir Tjamanoff og Ilivitskí koma til Reykjavíkur n. k. sunnudag Næstkomandi sunnudag koma til Reykjavíkur tveir kunnir skák- menn, Tajmanoff og Ilivitskí. Er hinn fyrrnefndi heimskunnur og stórmeistari að nafnbót. Munu þeir dveljast hér á landi um þriggja vikna skeið. Mun skákmót hefjast í R.vík upp úr helginni og munu hinir sovézku gestir tefla þar við 8—10 beztu skákmenn Reykjavíkur, en auk þess munu þeir tefla þar fjöl- tefli og víðar. Óvíst er enn, hvort þeir koma hingað til Akureyrar. Sovézku skákmennirnir koma í boði Taflfélags Reykjavíkur. í lok f. m. var keppt til úrslita um skákmeistaratitil Sovétríkj- anna. Tajmanoff sigraði með 3 af 4 vinningum mögulegum. Hann er 30 ára gamall og er prýðilegur pianoleikari og er kvæntur pianoleikaranum Lyubov Brook, halda þau iðulega hljóm- leika með samleik á tvö piano. Aldrei grætt meira en síðastliðið ár ;; Stærsti bíla- og hergagnaiðn-; ;: aðarhringur heimsins, General: : Motors, græddi í fyrri 1189:; .; dollara, en árið áður „einung- í I í is“ 806 millj. doll. i ;; United States Steel auð-; ; hringurinn græddi í fyrra 370: ; milljónir doll., en 195 millj. ; doll. 1954. Af þessu sést að;! ; hergagnaiðnaðurinn blómstrar í s ; Bandaríkjunum undir stjórn: ;: Eisenhowers og það mun ekki! ! standa á því að hergagnafram-1; ; leiðendurnir verði ríflegir þeg-1; :; ar kosningasjóður flokks Eisen- ;; ; howers kallar á þá. ;■ VERKHDlflÐURinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Bjöm Jónsson (áb.), Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.