Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.03.1956, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 16.03.1956, Qupperneq 1
VERKRmJKU fMk XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 16. marzz 1956 11. tbl. Alþýðusambandsstjórn hefir ákveðið a5 beifa sér fyrir kosningasamfökum allra vinstri manna, er vilja sfarfa saman á grundvelli sfefnu-yfirlýsingar Alþýðusamb. Þessi ákvörðun var tekin eftir að meiri hluti Framsóknarfl.þingsins hafði hafnað allri samvinnu við Alþýðusambandið Fullskipuð sambandsstjóm A. S. í. hélt fund dagana 10.— ' 13. þ. m. Fundinn sátu einnig fulltrúar frá öllum fjórðungs- samböndunum og fulltrúi frá Fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. f lok fundarins var samþykkt í einu hljóði eftirfarandi ályktun: „Á undanförnum árum hefir þróun dýrtíðar- og efnahagsmála þjóðarinnar verið sú, að verka- lýðssamtökin hafa orðið að verja hagsmuni félaga sinna með sí-end- urteknum verkföllum. Sjaldan hef- ir nema skammur tími liðið frá lokum verkfalls, þar til gerðar hafa verið nýjar, stjórnmálalegar ráðstafanir, sem tekið hafa aftur þann ávinning, sem verkföllin höfðu fœrt vinnandi fólki. Þessi staðreynd hefir opnað augu alls viimandi fólks fyrir því, að nauðsynlegt er, að verkalýðs- samtökin eigi sterkari aðstöðu á stjómmálasviðinu, en verið hefir. í byrjun þessa árs voru sam- þykktar á Alþingi hærri skatta- og tolla-álögur en dæmi eru til um áður, og hljóta þær að skerða all-verulega kaupmátt launa. Þá hefir annar stjómarflokkur- inn lagt fram tillögur í ríkisstjórn- inni um stórfellda fölsun vísitöl- unnar, sem mundi gera álögurnar ennþá þungbærari fyrir launþega. Verkalýðssamtökin óska einskis fremur en að geta vemdað og bætt hag félaga sinna án verk- fallsátaka, en eigi slíkt að takast, er augljóst, að þau verða að eflast að áhrifum á stjómmálasviðinu. Alþýðusambandið hefir reynt eftir ýtrustu getu að beita sér fyr- ir myndun vinstra samstarfs allra þeirra, sem verkalýðshrevfingin gæti sem heild veitt stuðning og traust sitt. Það hefir lagt áherzlu á, að mynduð yrði ríkisstjórn, sem strax sneri sér að lausn aðkallandi vandamála og varað við kosning- um í sumar, þar sem allt væri í fullkominni óvissu um, hvað við tæki í dýrtíðar- og efnahagsmál- um að þeim loknum, og þar sem vinstri öflin gengju tvístmð til kosninganna. Alþýðusambandið hefir ein- róma lýst yfir því, að verði gengið til kosninga í sumar, þá mundi það í þeim kosningum beita sér fyrir sem víðtækustu samstarfi allra aðila, sem vilji vinna að myndun vinstri stjórnar allra vinstri flokkanna, sem sameinast geta um stefnu-yfirlýsingu Al- þýðusambandsins. Eitir svar FTamsóknarflokksins við þessari ályktiin Alþýðusam-i bandsins má telja víst, að alþiné- iskosningar verði í vor eða sumar o£ að ekki takizt samstarf atlra vinstri flokkanna nú þeéar, og felur því fundurinn við- talsnefnd þeirri, sem starfað hefir á vegum sambandsins til (Framhald é 4. síðu). Framsóknarmadaman ætlar að éeyma íhatds-stýrishjólið heima hjá gu//unum sínum fram yfir Ólafur Thors: „Blessaðri madöm- kosninéar. — Þarna arkat hún af unni minni þykir svo vænt um stað. „Vetkomin aítur sem fyrst, stýrishjólið okkar að hún gefur kelli mín,“ kallar Óli — og ma- ekki huésað sér að vera án þess daman veifar til hans. eitt andartak." íslandskvikmynd Rússanna Svipmyndir frá íslandi I Framsóknarþingið felldi fillögu s 1 um að hafna stjórnarsamstarfi ] við íhaldið eftir kosningar! Þau athyglisverðu tíðindi gerðust á þingi Farmsókn- | ar flokksins, að viðbótartillaga frá Hannesi Pálssyni frá | Undirfelli, við stjórnmálaályktunina, um að því skyldi = lýst yfir að Framsókn myndi ekki taka upp stjórnarsam- starf aftur við Ihaldið eftir alþingiskosningar, var felld með miklum atkvæðamun. Er þessi afstaða þingsins hrein og bein yfirlýsing um að hægri mennimir í Framsókn ætla sér og hafa alltaf ætlað sér, að mynda stjóm aftur með íhaldinu að kosn- ingunum loknum. Þeir þurfa að fá þá útreið í kosningunum að þeir þori það ekki. HNIHMHmMIMtWnHHMnilinniWHMnHimnHIHMIIIWIHHIHlllHUUimMltlMUinnilllUIHmHMIMIHIUmiMIHHl íslandskvikmyndin, sem kvik- myndatökumenn frá Sovétlýðveld- unum tóku hér s.l. sumar, er nú komin híngað til Afcureyrar og verður sýnd í Alþýðuhúsinu n.k. sunnudag kl. 4. Allmikill hluti myndarinnar er héðanfrá Akureýri og Norðurlandi. Myndin er falleg og ágætlega tekin í agfa-litum. — Hefir myndin hvarvetna vakið mikla athygli og hlotið lofsamlega dóma þar sem hún hefir verið sýnd hér á landi. Um leið verður sýnd kvikmynd frá hinni stórmerku landbúnaðar- sýningu í Moskva. Sennilega mun myndin hafa skamma viðdvöl hér og sýningar verða fáar, er því rétt að benda mönnum á að sleppa ekki þessari fyrstu sýningu. Öllum er heimill aðgangur kosta aðgöngumiðar 5 kr. og Skollaleikur og ósvífni ihaldsins íhaldsflokkurinn lagði í síðustu viku fram tillögur í ríkisstjórninni um niðurgreiðslur úr ríkissjóði til þess að „halda vísitölunni óbreyttri", eins og Morgunblaðið komst að orði. Samkv. þessum ósvífnu tillög- um okraraflokksins á að verja um 21 millj. kr. úr ríkissjóði til að greiða niður nokkrar vörur. Þann- ig á að koma í veg fyrir hækkun vísitölunnar og binda kaupið. En rétt áður en íhaldið ber fram þessar tillögur var ríkisstjómin i búin að leggja nýja tolla á þjóð- | ina, sem nema um 230—250 millj. Gamalt sjónarspil 1 kr. Mun félagsbundið fólk í Al- þýðusambandinu bera þar af um 80 milljónir króna. Það má því heita furðulegt að okraraflokkurinn skuli leyfa sér að bera á borð aðra eins ósvífni og það að ríkissjóði verði gert að greiða einungis 21 millj. í staðinn fyrir hinar gífurlegu álögur sem ríkisstjórnin er nýbúin að leggja á þjóðina. Treystir Sjálfstæðisfl. því sýni- lega að þorri kjósenda sé á álíka vitsmunastigi eins og þeir sem skrifa Morgunblaðið og lesa það daglega eins og faðirvorið. Afturhaldsöflin á Framsóknar- þinginu urðu í meirihluta. Þessi ; myrku öfl réðu úrslitum um það, 7 dð þingið hafnaði algerlega sam- starfi við Alþýðusambandið og aðra vinstri aðila á grundvelli stefnuyfirlýsingar A. S. í. í stað þess að taka upp slíkt samstarf samþykkti þingið að biðla til hægri arms Alþýðuflokksins og mynda með honum kosninga- bandalag. Takist samvinna á milli þessara aðila, þá ætlar Framsókn að hlaupa úr óþverra- bæli flokks fjárplógsmanna og okrara. Enginn veit hinsvegar á hvaða forsendum Framsókn hyggst nú! ;! skilja við íhaldið í bili. Hún hefur gérzt algjörlega samsek í- haldinu um öll þau óþrifnaðar- verk, sem ríkisstjórn þessara flokka hefur unnið á undanföm- um árum, og nú síðast samþykkti Framsókn það með íhaldinu, að leggja á almenning 230-250 mill- jón kr. nýjar álögur. Drápsklyfj- ar þessar eru því engu síður verk Framsóknar en íhalds. Það eru fullkomin helmingaskipti þar, eins og í öðrum samskiptum hjá þessum tveim flokkum. Ástæðan fyrir brotthlaupi Framsóknar verður þess vegna aldrei annað en tylliástæða, nema því aðeins, að Framsókn taki upp nýja stefnu — raunverulega vinstri stefnu, og taki upp sitt gamla kjörorð: „Allt er betra en íhald- ið." Kosning hægri aflanna i mið- stjórn flokksins og sparkið i vinstri mennina, sem þar áttu áður sæti, og svo sú ákvörðun, að hafna samstarfi við Alþýðu- sambandið, er óyggjandi sönnun fyrir því, að ráðandi öflin i Framsókn ætla sér að fylgja sömu afturhaldsstefnunni í öll- um þjóðmálum eins og þau hafa gert um fjölmörg ár. Fari svo, að hægri armur Al- þýðuflokksins bíti á hinn eitraða öngul Eysteins og Vilhj. Þór og gangi i kosningabandalag við Framsókn við væntanlegar al- ; þingiskosningar i sumar, munu 1 þessir ógæfumenn berja bumbur j og slá um sig með róttækum J slagorðum. En þeir hafa leikið; þann leik áður. Þetta er ekkert; nýtt sjónarspil. Þegar þessu gamla sjónarspili er lokið í sumar, ætlar svo Fram- sókn að mynda stjóm aftur með íhaldinu, og hægri kratarnir — hækjuliðið — eiga svo að fá sæti í stjórninni lika, það er að segja, ef einhver þeirra nær þá kosn- ingu. Það þarf sannarlega mikla tröllatrú á einfeldni kjósenda til að trúa því, að unnt verði að blekkja vinstri kjósendur þess- ara flokka aftur með þessum j gamla loddaraleik. Brezka íhaldið hengir sig Brezka íhaldið tók það til 1 | bragðs nýlega að handtaka Ma- | ! karios, erkibiskup á Kýpur, og! ; flytja hann í útlegð til eyjar í! [ Indlandshafi. Jafnframt halda ; ! svo Bretar áfram hryðjuverkum [ sínum á Kýpur, myrða unglinga nafni hennar hátignar Breta- í drottningar eða misþyrma þeim ! á ýmsa lund. Þessar aðfarir Breta j minna rækilega á framferði naz- ; istanna þýzku. Og hver urðu svo ! endalok þeirra Hitlers og Göb- ; bels? Ofbeldisverk og hryðjuverk ! Breta á Kýpur munu hafa í för ! með sér álíka endalok brezka ’ íhaldsins. — Brezka ihaldið er ! raunverulega að hengja sig með > verkum sinum á Kýpur. Það fylgir því trúlega fordæmi ! nazistaforingjanna.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.