Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.03.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 16.03.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 16. marz 1956 Hraðfrystihúsið og stjórnar- flokkarnir Byggingarkostnaðurinn fer síhækkandi Bændafundir krefjast vinslra samstarfs Skora á alla vinstri flokka að mynda ríkisstjórn og semja um samstarfsgrundvöll fyrir næstu kosningar Nýlega voru haldnir tveir bænda- fundir, annar að EgilsstöSum, Fljóts dalshéraði en hinn að Reykhólum á Barðaströnd. Hafa samþykktir fundanna verið sendar íormönnum Framsóknarfl. Alþýðufl. Sósíalistafl. og Þjóðvarn- arfl. Ályktun Reykhóla-fundarins 5. þ. m. var svohljóðandi: jJ'undur undirritaöra kjósenda í Reykjaneskjördeild, Austur-Barða- strandasýslu ályktar: Vegna þess ójremdarástands sem nú ríkir i islenzkum stjórnmálum, teljum við undirritaðir kjósendur A Iþýðujlokksins, Framsóknarflokks- ins, Sósíalistaflokksins og Þjóðvarn- arflokksins, að nauðsyn beri til nú þegar að knýja fram algjöra stefnu- breytingu, og óskum þvi eindregið eftir: 1 j Að Framsóknarflokkurinn rjúfi nú þegar stjórnarsamstarf við Sjálfstœðisflokkinn. 2) Að mynduð verði samstjórn allra 4 flokka, enda verði tryggt — eftir þvi sem unnt er — að sú stjórn sitji kjörtímabilið á enda. 3) Takist ekki stjórnarmyndun, verði nú þegar — með fullri tillitssemi allra 4 flokka — haf- inn undirbúningur að samstarfi í kosningum og miðist það sam- starf einungis við að sem allra flestir fulltrúar hinna vinnandi stétta i landinu nái kjöri, enda komi þeir frambjóðendur einir til greina, sem vitað er að ein- dregið eru fylgjandi vinstri sam- fylkingu.“ Fundarstjóri var Tómas Sigur- geirsson og fundarritari Jens Guð- mundsson. Ályktun fundarins að Egilsstöð- um, 7. þ. m. var þannig: tyAlmennur fundur kjósenda, haldinn að Egilsstöðum 7. marz 1956 telur að núverandi ástand í stjórnmálum þjóðarinnar sé alger- lega óviðunandi fyrir allt frjálslynt vinstra fólk í landinu. Fundurinn lítur svo á að eina feera leiðin til þess að afstýra stór- áföllum fyrir þjóðfélagið sé að vmstri flokkarnir 4, Framsóknar- f'lokkurinn og Alþýðuflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Þjóðvarnar- fiokkurinn taki höndum saman og rnyndi ríkisstjórn, þar sem þessir fiokkar allir hafi mjög margt sarn- eiginlegt og stefni raunar allir að þvi að jafna og bata hag alls al- mennnings í landinu. Fundurinn beinir því þeim tilmæl- um til allra nefndra flokka: 1) Að þeir nú þegar taki uþþ við- raður i fullri einlagni sín á milli um rnyndun rikisstjórnar. Höfuðverkefni þeirrar rikis- stjórnar myndi verða að ráða niðurlögum hinnar gifurlegu dýrtíðar í landinu, fyrirbyggja hina gengdarlausu okurstarf- semi, koma atvinnuvegum lands- manna á viðunandi grundvöll og koma þannig i veg fyrir fjár- hagslegt gjaldþrot þjóðarinnar og vinna að því að herverndar- samningnum við Bandarikin verði sagt uþþ svo fljótt sem fœrt þykir og gerðir samningar leyfa. 2) Að semja um starfsgrundvöll sin á milli fyrir ncestu kosningar, til þess að kjósendur þeir sem styðja vilja slíka samvinnu viti að hverju þeir ganga þegar þar að kemur". Til fundarins á Egilsstöðum boð- uðu nokkrir áhugamenn um vinstri samvinnu. F'undinn setti Einar Björnsson bóndi í Mýnesi og stjórn- aði hann fundinum ásamt Snæbirni Jónssyni bónda á Skeggjastöðum. Ritarar fundarins voru Ármann Halldórsson kennari á Eiðum og Ingvar Friðriksson bóndi í Stein- holti. Ályktunin var borin fram af fundarboðendum, og urðu umræð- ur allmiklar og var ályktunin sam- þykkt með 23:1. Um 40 voru á fundi þegar atkvæðagreiðslan fór fram en 50—60 manns sóttu fundinn þegar fjölmennast var. 38 millj. króna lán í Danmörku til sementsverksmiðju Þar sem alþýðan ræður Vaxandi iðnaðarframleiðsla í Sovét-Eystrasaltsríkjunum. Árið 1955 var brúttó iðnaðar- framleiðsla Sovét-Litháens 2,5 sinnum meiri en 1950 og 4,8 sinn- um meiri en 1940. Miðað við s.l. ár var framleiðsla véla og raf- magnstaekja sem svaraði 70 pró- sent aukningu. Brúttó iðnaðarframleiðsla Lett- lands tvöfaldaðist miðað við 1950 og var 12 sinnum meiri en 1945. Iðnaðarafköst Eistlands jukust um 12 prósent frá árinu 1954 og 100 prósent frá árinu 1950. Steinaldarfundur í Norður-T ajikistan. Merkilegir fornleifafundir hafa átt sér stað á bökkum Syr-Darja í Tajikistan. Munirnir, sem fundist hafa, bera þess vott, að menn hafi lifað þarna fyrir 100.000 árum og jafnvel fyrr. Oddmjó steinverk- færi, mjög haganlega gerð, hafa fundist, næfurþunnar örvar, disk- ar, sköfur o. m. fl. Þessir fundir eru einhverjir þeir merkilegustu sinnar tegundar, sem átt hafa sér stað í Mið-Asíu. Alþjóðleg samskipti vísindamanna. Yfir 360 vísindamenn heimsóttu Sovétríkin s.l. ár í boði Vísinda- akademíunnar. Þar á meðal voru sendirnefndir fré Bretlandi, frönsku Vísindakademíunni og Vísindaráði Japans, visindamenn frá Indlandi, Kanada, Noregi og öðrum löndum. Það er ekki langt síðan Búlgaría þurfti að flytja inn rafmagnsvör- ur, jafnvel þær smæstu. Nú er hins vegar svo komið að Búlgarar flytja út rafmagnsvélar og hvers konar rafmagnsvörur til ýmsra landa. Togarinn Kaldbakur landaði hér s.l. laugardag 120 tonnum af salt- fiski. Sextugur varð 7. þ. m. Þorsteinn Stefánsson hafnarvörður. Skógræktarfélag T jarnargerðis heldur fund föstudaginn 16. marz kl. 8.30 e. h. að Stefni. — Lesin framhaldssagan. Skemmtiatriði. — Takið kaffi með. Með félags- kveðju. — Stjórnin. Hin árlega árskemmtun Barna- i.kólans á Akureyri hefst um helg- ina. Verður hún háð kl. 4 og 8 á laugardaginn og kl. 3 og 8 á sunnudaginn. 10. þ. m. var undirritaður í Kaupmannahöfn samningur milli dönsku ríkisstjórnarinnar og Fram kvæmdabanka íslands, f. h. rikis- stjórnar Islands, um lán til bygg- ingar sementsverksmiðju ó Akra- nesi. Lánsupphæðin er tæpar 38 millj. ísl. krónur og vextir 3% og reiknast frá og með 1. jan. 1959. Lánið er með rikisábyrgð og á að endurgreiðast í dollurum á árun- um 1959 til 1970. Lánið verður notað til að greiða vélar o. fl. til verksmiðjunnar. Stofnkostnaður verksmiðjunnar er áætlaður um 100 millj. krónur. Mun stjórn Sementsverksmiðju ríkisins ganga frá samningum næstu daga við hið kunna danska fyrirtæki F. L. Schmidth & Co., um kaup á vélum og tækjum til verksmiðjunnar. Verða vélarnar tilbúnar til afgreiðslu að ári liðnu. Bygging væntanlegrar sements- verksmiðju er mjög þýðingarmikil fyrir atvinnulíf þjóðarinnar og fjárhag hennar. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan framleiði 75 þús. tonn af portlands-sementi, er inn- flutningur á sementi hefur á síð- ustu árum numið, 30—75 þús. tonnum árlega. Frá Leikskólanum. Hægt er að bæta nokkrum börnum við í á Oddeyri. Upplýsingar gefnar í Leikskóla Barnaverndarfélagsins síma 1188. St. Ísafold-F jallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg mánud. 19. marz kl. 8.30 síðd. Fundarefni: Vigsla nýliða, kosning embættism. og hagnefndaratriði. — Aðgöngu- miðar að kvikmyndasýningu verða afhentir á fundinum. Fjölsækið. Æðstitemplar. Karlakór Akureyrar heldur árs- hátíð sína fyrir meðlimi og styrkt- arfélaga að Hótel KEA laugar- daginn 24. marz næstk. Nánar auglýst síðar. „fsl.“ ber sig illa út af grein í síðasta „Verkam.“, þar sem því var haldið fram að stjórnarflokk- arnir hefðu um langt skeið spyrnt eftir mætti gegn því að hraðfrysti- hús yrði byggt hér og hafi gert það allt fram að þessu. Hefir allur gangur þessa máls áður verið rækilega rakinn í „Verkam." og hafa afturhaldshetjumar ekki treyst sér til að hnekkja þeirri frá- sögn „Vm.“, enda ógjörlegt þar eð hún byggist á bláköldum stað- reyndum. „Isl.“ reynir að afsaka dráttinn á byggingu hússins með því að „skortur hafi verið á fagmönnum, einkum smiðum, en só skortur er stjórnarvöldum landsins óviðkom- andi“, segir „ísl.“. Þetta eru tóm ósannindi. — „Verkam." er kunnugt um að minnsta kosti 10 smiðir neyddust á sl. ári til að fara úr bænum í atvinnu annars staðar. Blaðinu er ennfremur kunnugt um að stjóm Útgerðarfél. Ak. átti völ á að fá fleiri smiði, en ráðnir voru við byggingu hraðfrysthússins. — Þá verður það ekki hrakið að hemað- arundirbúningur ríkisstjórnarinnar á Suðurnesjum á m. a. sök á því að smiðir og verkamenn hér hafa leitað suður eftir atvinnu, full- saddir á atvinnuleysi því, sem stjórnarflokkarnir hafa haft sér- stakan áhuga á að skipuleggja á Norðurlandi, Austfjörðum og Vesturlandi. Og hvenær auglýsti annars stjóm Útgerðarfélagsins eftir smiðum? „ísl.“ upplýsir að fé sé nú feng- ið til að unnt sé að halda bygging- unni áfram. Gott er til þess að vita að það hefir loks fundist. Er þess þá að vænta að fjölgað verði hið bróðasta mönnum við bygg- inguna — jafnvel þó að það kynni Á síðastliðnu ári varð iðnaðar- framleiðslan í Póllandi 11 prósent meiri en 1954. Landbúnaðarfram- leiðslan varð 3 prósent meiri og 170 þús. hektarar af nýju akur- lendi teknir í notkun. Blóma- og matjurtafræið er komið. Sendum gegn póstkröfu. Blómabúð KEA Skemmtiklúbburinn ALLIR EITT Dansleikur í Alþýðuhúsinu laugardaginn 17. þ. m. kl. 21. STJÓRNIN. að kosta það að hindra verði smiði við að vinna hjá ameriskum. Að lokum skal á það bent, að allur dráttur á byggingunni hefir m. a. þær afleiðingar að bygginga- kostnaðurinn síhækkar, fyrst og fremst vegna hinna nýju tolla- hækkana stjórnarflokkanna. Fjöldi fólks tapar atvinnu vegna þess að hraðfrystihúsið er ekki tekið til starfa. Ríkið tapar gjald- eyri af sömu ástæðum. En máske ætla þeir tvíburarnir, Sverrir Ragnars og Jakob Frí- mannsson að borga brúsann? BORGARBÍÓ Slmi 1500 | LUCRETIA BORGIA | | Heimsfræg, ný, frönsk stór | í mynd í eðlilegum litum, ! | sem er talin einhver stór- i | fenglegasta og djarfasta I j kvikmynd Frakka hin síð- | = ari ár. — Danskur skýring- | artexti. Aðalhlutverk: í MARTINE CAROL j PEDRO ARMENDARIZ I Bönnuð yngri en 16 ára. i (Þessi mynd var nýjárs- \mynd Austurbæjarbíós, og mikið sótt.) t SiflMM.. :,n....................... NÝJABÍÓ I Aðgöngumiðasala opin kl. 7-9. § Sími 1285. I / kvöld og næstu kvöld: I Z r S | A hættunnar stund i \ Bandarísk stórmynd, er lýs ! í ir á átakanlegan hátt lífi og i j hættum bandarískra her- [ 1 manna fyrstu vikur Kóreu- 1 j stríðsins. Myndin er studd i Í við raunveruleg atvik, er i þá gerðust. Aðalhlutverk: | ROBERT MITCHUM. { I Bönnuð innan 14 ára. i Næsta mynd: Dóttir dómarans | I Bandarísk söngva- og gam- i | anmynd í litum frá M.G. | i M. með Jane Powell í aðal- i i hlutverkinu. M. a. koma i | söngvararnir Nat King Col \ Í fram í myndinni, sem syng- i I ur „My flaming Heart“, i | Bobby Van syngur „Take i j me to Broadway“ og „Fine- | | Fine-Fime“, og Ann Miller \ | syngur „I’ve Gotta Hear | that Beat“. timmiiniiiiinmni.•nnniniunnni.iniiiiiiiil

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.