Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.03.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 16.03.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 16. marz 1956 - Kosningasamlök vinstri manna (Framhald af 1. síðu). viðræðna við vinstri flokkana, að koma á fót kosningasam- tökum allra }>eirra vinstri manna, sem saman vilja standa á grundvelli stefnu-yf- irlýsingar Alþýðusambands- ins. Fundurinn skorar á öll íélög í sambandinu og alla einstaka íé- lagsmetm að haia það vel í huga í alþingiskosningum í sumar, að aukinn styrkur þeirra manna á AI- þingi, sem eru trúir málstað vinn- andi fólks og sem fordómalaust vilja virma að stefnumálum þeim, sem Alþýðusambandið hefir mark- að, er skilyrði þess, að ný stjórn- arstefna, vinsamleé verkalýðs- samökunum o£ 'vinnandi fólki, verði tekin upp oé að takast megi að leysa haésmunamál almenninés án sí-endurtekinna verkfalla." (Leturbr. ,,Verkam.“). Áður en þessi samþykkt var gerð höfðu eftirfarandi bréfaskipti farið fram milli Alþýðusambands- ins og Framsóknarflokksþings: Bréf A. S. í. til Framsóknar- þinésins var sent sl. laugardag og var þannig: „Á fundi fullskipaðrar sam- bandsstjórnar Alþýðusambands íslands og fulltrúa frá fjórðungs- samböndum þess og Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík höldnum í dag var einróma sam- þykkt að senda flokksþingi Fram- sóknarflokksins eftirfarandi ÁLKTUN: Miðstjóm Alþýðusambands Is- lands hefir undanfarna mánuði leitað eftir möguleikum á því, að allir vinstri flokkarnir í landinu mynduðu með sér ríkisstjórn, sem í aðalatriðum markaði stefnu sína á grundvelli þeirrar stefnuyfirlýs- ingar, sem Alþýðusambandið hef- ur lagt fram og birt opinberlega. Alþýða manna hefur af miklum áhuga fylgzt með þessum tilraun- um Alþýðusambandsins, og full- yrða má að fylgi frjálslyndra manna í landinu hefur farið dag- vaxandi við það að mynduð verði vinstri ríkisstjórn, sem byggði stefnu sína á vinsamlegu sam- starfi við alþýðusamtökin. Þau viðhorf blasa nú við al- þýðu manna að nýlega hafa verið sam- þykktar á Alþingi gífurlegar álögur, sem tugir verkalýðsfé- laga um land allt hafa mót- mælt sem tilfinnanlegum árás um á lífskjör vinnandi fólks, og að ástandið í dýrtíðar- og efnahagsmálum er þannig, að búast má við stórfelldum að- gerðum af hálfu ríkisvaldsins á þessu ári. Og af margfeng- inni reynslu óttast verkalýðs- samtökin, að enn verði gerðar einhliða stjórnmálaráðstafan- ir á kostnað hins vinnandi fólks. Alþingiskosningar í sumar — óri fyrr en lög standa til — auka enn á tortryggni almennings, því að fullkomleéa er óvíst, hvað við kann að taka upp úr kosninéum, oé ermfremur allt á huldu um fyr- irætlanir í efnahaésmálum. Alþýðusamtökin óska einskis fremur en að hægt verði að kom- ast hjá vinnudeilum og aðrar leið- ir fundnar til verndar alþýðuhags- munum og til lausnar atvinnu-, dýrtíðar- og efnahagsmála þjóðar- innar. Niðurstöður vorar eru því þess- ar: 1. Alþýðusambandið varar al- varleéa við því, að stefnt verði að kosninéum nú, á þeim érundvelli að vinstri öflin éenÉ‘ tvístruð til þeirra oé berist á banaspjótum. 2. Verði samt að því ráði hniér ið, þá lýsir sambandsstjórn yfir þvi, að hún mundi í þeim kosniné- um beita sér fyrir sem allra víð- tækustu samstarfi allra þeirra að- ila, sem vilja virtna að myndun ríkisstjórnar allra vinstri flokk- anna í landinu á érundvelli stefnu- skrár Alþýðusambandsirts. 3. Með skírskotun til framan- ritaðs skorar Alþýðusamband Is- lands á þiné Framsóknarflokksins að víkjast nú ekki undan þeirri skyldu, að taka ákvörðunummynd un ríkisstjórnar nú þeéar, sem styðjist við þann þinémeirihluta sem fyrir hendi er oé sé þanrtié skipuð, að verkalýðssamtökin í heild sirmi éeti veitt hertni stuðn- iné oé traust, — ertda snúi sú rík- isstjórn sér þeéar, sem ábyré meirihlutastjórn að lausn aðkall- artdi vandamála oé undirbúi fram- tíðarsamstarf vinnandi stétta landsins á árundvef/i stefnuskrár Alþýðusambands íslands. Að lokum leyfum vér oss að láta í ljós, að sambandsstjómin telur æskilegt, að fulltrúar frá flokksþinginu ræði þessi mál nán- ar við fulltrúa frá henni, áður en þingið tekur sínar lokaákvarðanir. Með vinsemd og virðingu. F. h. Alþýðusambands Islands. Reykjavík 11. marz 1956.“ Svarbréf Framsóknar hljóðaði þannig: „Reykjavík 13. marz 1956. Til svars heiðruðu bréfi Alþýðu- sambands íslands, dags. 11. þ. m., til þings Framsóknarflokksins, skal þetta tekið fram: Framsóknarflokkurinn telur ó- hjákvæmilegt eins og nú er komið, að kosningar fari fram á næsta vori. Svo vandasöm og mikil verk- efni hefir að höndum borið, að ábyrgðarleysi væri að leita ekki fyrirfram umboðs þjóðarinnar til lausnar á þeim og tryggja ríkis- stjórn lengri vinnufrið en það eina ár, sem eftir er af þessu kjörtíma- bili. Framsóknarflokkurinn mun fela fulltrúum sínum á Alþingi að at- huga, hvernig farsællegast verði fyrir komið myndun ríkisstjórnar, er starfi þar til nýjar kosningar hafa fram farið. Flokksþingið væntir þess, að takast megi að skipa vandamálum þjóðarinnar í samstöðu við verka- lýðssamtökin í landinu. Nánari grein mun gerð fyrir þessum sjónarmiðum flokksþings- ;ns af formanni og ritara flokksins, sem þingið hefur falið að ræða við fulltrúa frá Alþýðusambandinu. Vinsamlegast, Hermann Jónasson (sign.), Eysteinn Jónsson (sign.). Alþýðusamband Islands, Reykjavík." Framsókn neitaði sem sagt al- gerlega að mynda vinstri stjórn nú þegar, sem hefði meiri hluta vinstri manna að baki sér og starf- aði út kjörtímabilið og hundsaði gjörsamlega aðvaranir Alþýðusam- bandsins við kosningabrölti í sumar. Mun Framsókn hafa enn í huga að mynda stjórn með íhaldinu að kosningum loknum — en það er hlutverk allra vinstri manna í landinu að koma í veg fyrir þær fyrirætlanir. Toéarinn Sléttbakw landaði í fyrradag hér á Akureyri 55 lestum af saltfiski. Maljertkov, raforkumálaráð- herra Sovétríkjanna, kom til Bret- lands í gær. Er hann formaður nefndar, sem ætlar að kynna sér raforkumál Breta og raftækjaiðn- að. — Bulganin og Krútsjoff munu koma til Bretlands í næsta mánuði. i Ríkisstjórnin hækk- i: ar mjólkurvörur ;! Ríkisstjórn Framsóknar oé ■! J: íhaldsins hefir nú hækkað verð\\ ! ið á mjólkurvörum eins oé hér\\ :; seé'n: \ \ í; Mjólk t lausu máli hefir \ • \; hækkað úr kr. 3.22 lítrirm í kr. ■ \ \ 3.30 oé mjólk á flöskum úr kr.;: \’ 3.37 í 3.45 eða um 8 aura. —;! ;: Rjómi í lausu máli úr kr. 28.80 h í kr. 29.35. Rjómi í flöskum úr I; \\kr. 28.95 í kr. 29.50. — Skyr \\ : í smásölu hefir hækkað um 15 ;; i aura ké- eða úr kr. 6.90 í 7.05. \; ;; — Smjör — niðuréreitt — úr ;; ;; kr. 38.90 í kr. 40.50. (Óniður- ;; ;> éTeitt smjör má ekki selja fyrst \: um sinn, en það kemw til með \ \ i að hækka úr kr. 58.10 kg. í kr. \\ • \59.70. — 40% ostur hefir\\ :; hækkað um 75 aura ké-, eða úr |; i; kr. 31.10 í kr. 31.85. Húsmæður athugið! Höfum opnað verzlun í Helgamagrastræti 10. Munum kappkosta að hafa á boðstólum úrvals FISK og KJÖTVÖRUR. Einnig nýlendu, sælgætis og tóbaks- vörur í fjölbreyttu úrvali. Gjörið svo vel og lítið inn. KJÖT & FISKUR Frá Landbúnaðarsýningunni miklu í Moskva. Á myndinni sézt kýrin „Konsa“ af Kostroma-kyni. Hún mjólkaði 15,187 kg. á ári og hafði mjólkin 4% fituinnihald. Stjórn A.S.Í. telur samningamakk- ið við Breta andstætt hags- munum íslendinga Á fundi stjómar A. S. í. 10.— 13. þ. m. var gerð eftirfarandi samþykkt: „Fundur fullskipaðrar stjómar Alþýðusambands Islands skorar á Alþingi að samþykkja á þessu þingi tillögur þær, sem fyrir þing- inu liggja um stækkun friðunar- svæðisins fyrir Vestfjörðum og annars staðar við strendur lands- ins. Fundurinn vítir harðlega, að íslenzkir menn skuli hafa fjallað J um landhelgismál sem samnings- ! mál við Breta í sambandi við i lausn löndunarbannsins og út- flutning á óunnum fiski til Eng- lands. En það mál telur fundurinn andstætt hagsmunum íslendinga. Fundurinn skorar því fastlega á alþýðusamtökin að snúast einhuga gegn öllum undanslætti í land- helgismélinu og vinna af alefli að djarflegri lausn þess í samræmi við hagsmuni og helgan, sögulegan og lagalegan rétt þjóðarinnar.“ Hverjir spenna bogann? í sambandi við hækkun útsvar- anna hér í bænum komst „íslend- ingur“, málgagn okraraflokksins, svo að orði 1. febr. 8.1. í grein með fyrirsögninni: „Svo má spertna boéartn, að hann bresti": „Stundum er því haldið fram, að bærinn þwfi að eiéa sjóði diéra framan af ári, þar sem inrtr heimta útsvara hefjist ekki fyrri en á miðju ári. Þetta voru nokkur rök fram til ársins 1955, en þá hófst innheimtan ársfjórðunéi fyrr. En þó á að halda sjóðasöfn- uninni áfram með sama miskunn- arleysinu oé áður. Hér er alvarleét mál á ferðum. Bærinn hirðir sjáartleéa af boréur- tmum \hundru& þúsurtda á árft hverju umíram það, sem áætlun éerir ráð fyrir, nú orðið hartnær milljón, að því er bezt verður séð. Á sama tíma streymir fólkið úr bænum, m. a. fyrit hinar háu skattaálöéur bæjarins. Ríkisstjórn- in hefw nýleéa éert ére‘n fyrir ráðstöfun sinni á umframtekjum ríkissjóðs á s.I. ári. Hvenær fáum við skattboréarar éreinaréerð bæj- arstjórnar fyrir ráðstöfim þess fjár, sem innheimt er hjá okkur að nauðsynjalausu?“ (Leturbr. ,,Vm.“). Það má með sanni segja að þessi ádeila komi úr hörðustu átt. Sjélfstæðisflokkurinn, eða öllu heldur, nánar tiltekið, útgefendur „íslendings", hafa, ésamt Fram- sóknarflokks-leiðtogunum hér, stjómað þessum bæ í innilegri samvinnu. Þeir börðust eins og ljón, eða þó fremur eins og gol- þorskar, um margra ára skeið gegn togaraútgerð héðan og síðar töfðu þeir og tefa enn byggingu hraðfrystihússins. Og þessir flokkar hafa ekki ein- unis spennt bogann hér á Akur- eyri. Þeir hafa einnig spennt hann rækilega á landsmælikvarða og nú síðast á þann hátt að leggja 230—250 milljóna kr. nýjar álög- ur á almenning í viðbót við allar þær gífurlegu álögur, sem alþýða manna hefur verið að sligast und- ir. Fyrrnefnd skrif íhaldsblaðsins bera óærkan vott um að íhaldið er mjög áhyggjufullt út af því að það hafi nú spennt bogann of hátt — og hyggst láta Framsóknar- madömunni skríða úr sænginnium skeið og tæla hægri kratana til fylgilags — og síðan upp í bælið eftir kosningar. Alþýðusambandið 40 ára Fyrir um 40 árum síðan, eða 12. marz 1916, var Alþýðusamband íslands stofnað. Var sambandið stofnað í þeim tilgangi að koma á samstarfi meðal íslenzkrar al- þýðu á grundvelli jafnaðarstefn- unnar til að bæta hag alþýðunnar á allan hátt. Stofnun sambandsins var örlaga- ríkt skref, sem hefir valdið míkilli byltingu í lífi íslenzkrar alþýðu til sjávar og sveita. En stærstu sigra sína á sambandið óunna enn og mun nú herða róðurinn til að ná næsta takmarkinu — hnekkja völdum afturhaldsins og koma á vinstri stjórn, er gæti í hvívetna hagsmuna alþýðunnar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.