Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.03.1956, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 23.03.1956, Qupperneq 1
VERKfltnflÐURinn XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 23. marz 1956 12. tbl. Alþýðusamtökin fagna ákvörðun sljórnar ASl um að koma á kosningasamlökum vinstri manna Tilraunir pólitízkra erindreka hægri klíkanna til þess að spilla samstöðunni í verkalýðshreyfingunni falla um sjálfar sig Um allt land eru nú hafnar um- ræður í verkalýðsfélögunum um þá mikilvægu ákvörðun stjómar Alþýðusambands íslands, að beita sér fyrir kosningasamtökum allra vinstri manna, sem saman vilja standa á stefnugrundvelli alþýðu- samtakanna. Þær fregnir, sem þegar hafa borizt af þessum um- ræðum, benda ótvírætt til þess að vilji allrar alþýðu manna sé mjög eindreginn til þess að sameina fylkingar allra vinstri manna og skapa alþýðustéttunum sem sterk- astan hóp málsvara á Alþingi í komandi kosningum. Hitt er og sýnt, að íhaldið og hægri klíkur Alþýðufl. og Fram- sóknar eru slegnar skelfingu við einingarvilja verkalýðssamtakanna og svífast einskis til þess að rugla dómgreind almennings og sundra samstöðu verkalýðshreyfingarinn- ar. Var heldur ekki að vænta ann- ars af þeirra hálfu. Halda klíkur þessar að þær geti enn fyrirskip- að því fólki, sem áður hefur fylgt flokkum þeirra, hvernig það skuli haga atkvæðum sínum, jafnt í verkalýðsfélögunum sem við þing- kosningar, en þeir munu þegar hafa orðið þess áþreifanlega varir Brezkur sjóliði drukn- ar á Akureyrarpolli Það slys varð á Akureyrarpolli sl. miðvikudag að sjóliði af brezku korvettunni Rattel Snake drukknaði, er seglbúnum bát frá skipinu hvolfdi. Atvik voru þau, að þrír af mat- sveinum skipsins voru á skemmti- siglingu í bátnum og hvolfdi hon- um skyndilega. Annar bátur, vél- knúinn, frá skipinu var einnig á skemmtisiglingu austur undir landi og heyrði ekki hjálparkall frá skipinu er slysið varð. Létti því korvettan akkerum og stefndi að slysstaðnum, en mennirnir þrír syntu allir í átt til skipsins. Er skipið nálgaðist hina nauðstöddu menn stungu fjórir sjóliðar sér í sjóinn þeim til bjargar og náðu tveim þeirra heilum heilsu, en hinn þirðji var ekki með lífs- marki. Reyndust lífunartilraunir bæði um borð í skipinu og síðar í Sjúkrahúsi Akureyrar árangurs- latuar. og munu þó síðar verða það enn betur, að tímarnir eru breyttir. Nú eru meðlimir verkalýðshreyfing- arinnar ákveðnir í því að láta ekki tæta stjórnmálalegt afl sitt, hið sterkasta í landinu, i pólitískar frumeindir. Fólkið er að vakna til fullrar meðvitundar um mátt sinn og rétt til þess að skapa sér sterka urslitaaðstöðu á löggjafarþingi þjóðarinnar og sendir pólitíska er- indreka íhalds og afturhalds sneypta til föðurhúsanna. Málfundafélag jafnaðar- manna. Meðal þeirra samtaka, sem þeg- ar hafa lýst fylgi sínu við kosn- ingasamtök vinstri manna, er Mál- fundafélag jafnaðarmanna í Rvík, sem samþykkti aðild sína að þeim á mjög fjölmennum fundi s.l. sunnudag með öllum atkvæðum gegn þremur, en málfundafélagið hefur innan sinna vébanda fullan AlireQ Gíslason, læknir, iorm. Máliundaiélaés jafnaðarm. helming af flokksbundnum Al- þýðuflokksmönnum í Reykjavík. Fulltrúaráð verkalýðsfélganna í Reykjavík. A fjölmennum fundi Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Rvík s.l. mánudag, var samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða stuðningur við stefnu og ákvörðun Alþýðusambandsins og áskorun á verkalýðsfélögin og félaga þeirra að fylkja sér um kosningasamtök fólksins og færa þeim glæsilegan sigur yfir afturhaldi og afætum þjóðfélagsins. Síðastl. þriðjudag boðaði stjórn Hannibal Valdimarsson, forseti A. S. í. Samþykkt fundar fulltrúaráðs og stjórna verkalýðsfélaganna á Akur- eyri og við Eyjaf jörð sl. þriðjudag „Fundur verkalýðsfélagsstjórna á Akureyri og við Eyjafjörð lýsir yfir því, að hann telur stjóm Alþýðusambands íslands hafa valið rétta leið í kaupgjaldsbaráttunni eins og nú standa sakir með því að ráðleggja ekki samningsuppsagnir og nýja verkfallsbaráttu, heldur leggja á það allt kapp að verkalýðurinn standi sameinaður í Alþingiskosn- ingunum í vor, svo að hann eigi sem allra sterkast- an málsvarða á Alþingi eftir kosningar, þegar ákveða skal hverjar leiðir verði farnar í atvinnu, efnahags, og dýrtíðarmálum. Þess vegna fagnar fundurinn þeirri ákvörðun Alþýðusambands íslands að koma á fót kosninga- samtökum allra þeirra vinstri manna, sem saman vilja standa á grundvelli stefnuyfirlýsingar Al- þýðusambandsins og lieitir samtökunum fyllsta stuðningi sínum í þeirri baráttu, sem fram undan er, til þess að auka kaupmátt launanna án verkfalla, en tryggja alþýðusamtökunum úrslitavald á Al- þingi í þeim málum, sem mestu varða hagsmuni alþýðustéttanna svo sem atvinnumálum og dýr tíðarmálunum.“ Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna hér í bænum til fundar með Full- trúaráðinu og öllum stjómum verkalýðsfélaganna í bænum og einnig stjórnum félaganna í ná- grenninu. Á þeim fundi mætti for- seti Alþýðusambands Islands, Hannibal Valdimarsson, og hafði framsögu um viðhorfin í verka- lýðsmálunum og um kosningasam- tök vinstri manna. Rakti hann ýtarlegri og snjallri ræðu þróun þessara mála allt frá síðasta Al- þýðusambandsþingi og til þessa dags. Lagði hann megináherzlu á 3að að verkalýðssamtökin hefðu nú aðeins átt tveggja kosta völ til aess að verja lífskjör sín og fram- tíð: Annars vegar að leggja út verkfallsbaráttu nú í vor til þess að rétta hlut sinn eftir þær árásir, sem gerðar hafa verið á kjör hans með samþykkt Alþingis á hinum geypilegu skatta- og tollaálögum og síðan e. t. v. aftur með haustinu er búast mætti við enn freklegri aðgerðum að óbreyttum aðstæð- um. Hins vegar að efla aðstöðu al- aýðusamtakanna á sjálfri löggjaf- arsamkomunni, til þess að tryggja að þeim leiðum, að komið verði veg fyrir síendurteknar vinnudeil- og verkföll, sem óhjákvæmi- iega leiddu af endurteknum fjand- skap ríkisvaldsins í höndum íhalds og afturhalds. Stjórn Al- þýðusambandsins hefði valið síð- ari kostinn að vel yfirveguðu máli og væri sannfærð um að val henn- ar væri hið eina rétta. Að lokinni ræðu Hannibals hóf- ust fjörugar umræður og töluðu þeir Jón B. Rögnvaldsson, Björn Jónsson og Jón Ingimarsson af hálfu vinstri manna. Er nokkuð var liðið á umræður kvaddi sér hljóðs Kolbeinn Helgason, verzl- unarmaður. Kvað hann alls óþarft að ræða þessi mál, enda kynni hann utanbókar allar ræður Hanni bals Valdimarssonar!! Er hann hafði flutt þessi snjöllu rök dró (Fraxnhald á 4. síðu). Rétta leiðin Eins og alkunnugt er, lagði mið- ! stjórn Alþýðusambands íslands á i sl. sumri fram stefnuyfirlýsingu al- þýðusamtakanna í atvinnumálum ; og öðrum þjóðmálum. Stefnu yfir- lýsing þessi var byggð á samþykkt- um síðasta Alþýðusambandsþings, er gerðar höfðu verið einróma af fulltrúum verkalýðsfélaganna um land allt, án alls tillits til þess, hvar þeir höfðu skipað sér í póli- tíska flokka. Stefnuyfirlýsing Al- þýðusambandsins leggur megin- áherzlu á alhliða uppbyggingu at- vinnulífsins í öllum landsfjórð- ungurn, útrýmingu atvinnuleysis, stöðvun fólksflóttans úr þremur landsfjórðungum, heilbrigða verzl- unarhætti, að aflétt verði okur- sköttum milliliða, að dýrtfð verði lækkuð með opinberum ráðstöfun- um, þar á meðal lækkun húsaleigu, að náinni samvinnu verði kömið á milli verkalýðs og bænda, að launa- ! kjör aiþýðu manna verði bætt, svo ! að 8 stunda vinnudagur nægi til 1 góðrar afkomu, og síðast en ekki ] sízt að hernámssamningnum verði ] sagt upp og hinn erlendi her lát- ] inn víkja úr landinu, en vinnuafl- ! inu, sem nú er bundið hernáminu, verði beint að þjóðnýtum störfum. Að beinum fyrirmæluin Alþýðu- sambandsþings sneri stjórn Ai- þýðusambandsins sér til vinstri tiokkanna fjögurra og leitaði full- tingis þeirra til þess að frarokvæma þessa stfenu. Allir flokkarnir kusu viðræðunefndir, sem síðan ræddu við fulltrúa verkalýðssamtakanna. Þessar viðræður snerust, eins og að líkum iætur, fyrst og fremst um tvö meginatriði: Hvort flokkarnir gætu í höfuðatriðunum fallizt á stefnu verkalýðssamtakanna og hvort þeir vildu, ef svo væri, nota vald sitt á Alþingi til þess að framkvæma hana. Niðurstaða þessara viðræðna varð sú, að allir flokkarnir fjórir lýstu sig í öllum meginatriðum ] samþykka stefnuyfirlýsingu Al- ] þýðusambandsins, en AJþýðuflokk- ] urinn og Framsókn töldu sér hins ! vegar alit að vanbúuaði að fara þá ! einu leið, sem opin iá, að samein- ' ast Sósíalistaflokknum og Þjóðvam- ; arflokknum um myndun ríkis- ] stjómar til þess að hrinda þessari ] sameiginlegu (að eigin sögn) stefnu í framkvæmd. Þjóðvarnarfiokkur- inn hefur tii þessa dags humað fram af sér að taka skýra afstöðu til myndunar vinstri stjórnar allra fjögurra flokkanna og kosið að tví- stíga eins og áttavilltur umrenn- ingur. Staðreyndirnar lágu því þannig fyrir: Alþýðusamtökin höfðu fund- ið öruggan grundvöll að sameigin- legri stefnu fjögurra vinstri flokk- anna, sem hafa að baki sér 46141 atkvæði á móti 28788 atkv. íhalds- ! ins og yfirgnæfandi meirihluta a ! Alþingi. En foringjar Alþýðu- og Eramsóknarflokksins höfðu tekið þann kost að gerast böðlar þessar- ar samfylkingar, sem orðið gat hin- i sterkasta og atkvæðamesta í stjórn- málasögunni. Þeir höfðu valið sér þann hlut að afneita þannig í verki þeirri stefnu, sem þeir höfðu lýst sig fylgjandi í orðum, og tekið ó- raunhæft atkvæðabrask fram yfir raunhæfar aðgerðir í þágu alþýðu éttanna. Þegar svo var komið, áttu al- þýðusamtökin tveggja kosta völ. Annar var sá, að gefast upp fyrir sundrungarforingjum hægri krata og Framsóknar og selja þeim og íhaldinu í hendur sjálfdæmi í mál efnum alþýðustéttanna á vettvangi löggjafarsamkomunnar, og hinn sá, sem valinn hefur verið, að fylkja öllum vinstri mönnum, sem af full- um heilindum vilja vinna á þeim grundvelli, er alþýðusamtökin hafa lagt, saman, í þeim örlagaríku kosningum, sem í hönd fara í sum ar, og skapa þannig fjölmennan fulltrúahóp á Alþingi, sem hafi sterka aðstöðu til þess að hafa hrif og úrslitavald um málefni A1 þýðustéttanna. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um vilja verkalýðssam takanna og alls almennings til þess að þjappa sér saman að baki kosn ingaflokks alþýðusamtakanna. Þær umsagnir, sem þegar hafa komið fram frá þeirra hendi, sanna, að hin rétta leið hefur verið valin 1 f ******»**»**»»**»»'»#<>»»»#»###,

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.