Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.03.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 23.03.1956, Blaðsíða 2
2 VERRAMAÐURINN Föstudaginn 23. inarz 1956 N. Krústjoff: Eru styrjeldir úr sögunni? Ferðabók Orlofs 1956 Það, sem hér fer á eftir, er kafli úr framsöguræðu Nikita Krústjoff á 20. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Milljónir fólks um allan heim spyrja: Er ný styrjöld óhjá- kvæmileg? Er það raunverulega svo, að sú kynslóð, sem nú hefur lifað tvennar blóðidrifnar heims- styrjaldir, þurfi enn að bæta þeirri þriðju við? Marxistarnir hljóta að svara þessari spurningu, og verða þá að taka tillit til þeirra heimssögulegu breytinga, sem orðið hafa síðustu áratugina. Svo sem kunnugt er er til marx-leninstisk kenning, sem hljóðar á þá leið, að svo lengi sem heimsvaldastefnan er við líði verði styrjaldir það einnig. Þessi kenning var sett fram á þeim tím- um, þegar 1) heimsvaldastefnan var ríkjandi um allan heim og 2) þau samstilltu, pólitísku öfl, sem ekki hafa áhuga fyrir stríði, voru þróttlítil og ófullnægjandi skipu- lögð og gátu þess vegna ekki neytt heimsvaldasinnana til að láta af styrjöldum. Oftast athugum við spuminguna aðeins frá einni hlið, rannsökum einungis hinar hagfræðilegu ástæð ur auðvaldsins til styrjalda. En þetta er ekki nægilegt. Stríð verður ekki til af hag- fræðilegum ástæðum einum sam- an. Þegar það er hugleitt, hvort stríð verði eða ekki, verður að taka fullt tillit til hlutfallanna milli hinna pólitísku stéttaheilda, skipulagningar þeirra og meðvit- andi vilja fólksins. Ennfremur getur vaxandi skipu- lagning þjóðanna og barátta póli- tísku aflanna, undir vissum kring- umstæðum, haft úrslitaáhrif í þessum málum. Hingað til hefur það verið svo, að þau öfl, sem ekki hafa áhuga fyrir styrjöldum og berjast gegn þeim, hafa verið illa skipulögð og ekki verið fær um að gera vilja sinn gildandi gegn áformum stríðs- postulanna. Þannig var það fyrir fyrri heimsstyrjöldina, þegar höf- uðaflið, sem barðist gegn stríðs- æðinu — alþjóðahreyfing öreig- anna — var skipulagslega eyðilagt með svikum forystumanna II. Al- þjóðasambandsins. Þannig var það einnig fyrir aðra heimsstyrjöldina, þegar Sovétríkin voru eina ríkið, sem rak raunhæfa friðarpólitík, en hin stórveldin æstu árásarseggina í raun og veru upp, og verkalýðs- hreyfing auðvaldslandanna var sundruð fyrir áhrif leiðtoga hægri- sósíaldemokrata. Framanreind kenning var ör- ugglega í fullu gildi fyrir þessa tíma. En nú hefur aðstaðan ger- breytzt. Hinn sósíaliski heimshluti hefur vaxið og breytzt í voldugt afl. í þessum hluta heimsins hafa hin friðelskandi öfl ekki aðeins yfir siðferðilegum, heldur einnig efnslegum meðölum að ráða til að koma í veg fyrir árásarstyrjöld. Þar fyrir utan er stór hópur ríkja, með hundruð milljóna íbúa, sem raunhæft berjast gegn styrj- öldum. Þá hefur verkalýðshreyf- ingin í auðvaldslöndunum nú á okkar tímum þróast til þess að verða feiknasterkt afl. Friðarhreyfingin hefur vaxið og breytzt í voldugt, ráðandi afl. — Hin leninistiska kenning heldur undir þessum kringumstæðum fullu gildi, að því leyti, að svo lengi sem heimsvaldastefnan er til er einnig til hagfræðilegur grund- völlur fyrir því, að styrjöld verði komið af stað.Þess vegna ber okk- ur að vera vel á verði. Svo lengi sem auðvaldsstefnan finnst einhvers staðar á jarðar- kringlunni munu afturhaldssöfl þau, sem stjórnast af áhugamál- um einokunarherra auðvaldsins, leita eftir hernaðaræfintýrum og árásum, ef þeim gæti heppnast að hrinda af stað nýrri styrjöld. En, að styrjaldir séu með öllu óumflýjanlegar, er ekki lengur rétt. Nú eru fyrir hendi voldug, þjóðfélagsleg og pólitísk öfl, sem ráða yfir öflugum meðölum til að fyrirbyggja, að heimsvaldasinnun- um takist að hrinda styrjöld af stað, og ef þeir reyna að koma styrjöld af stað, ráða þessi öfl einnig yfir meðölum til að bjóða árásarmönnunum byrginn og slá striki yfir hin æfintýralegu áform þeirra. En þetta krefst þess, að öll þau öfl, sem starfa gegn stríði, séu vel á verði og samstillt, að þau berjist á sameiginlegum vígstöðvum, en láti enga stundrung veikja aðgerð- ir sínar í baráttunni fyrir varanleg- um friði. Því starfsamara sem fólkið sjálft gerist til að verja friðinn, þeim mun meira öryggi fæst fyrir því, að ekki verði neitt nýtt stríð. Verkakvennafél. EINING heldur félags- og skemmti fund í Verkalýðshúsinu sunnudaginn 25. marz kl. 8.30 síðd. Fyrst verða rædd félagsmál, síðan hefst kaffi- drykkja og spiluð verður félagsvist. Konur beðnar að hafa með sér kaffibrauð. STJÓRNIN. Til fermingargjafa: MYNDAVÉLAR, SJÓNAUKAR, REIÐHJÓL, BAKPOKAR, SVEFNPOKAR, TJÖLD, FERÐAPRÍMUSAR, SILUNGASTENGUR, HJÓL OG LÍNUR, LINDARPENNAR: Parker, Pelican, Mont Blanc, Geha Járn og glervörudeild ....... III'IMIIK. Messað í Akureyrarkirkju á pálmasunnudag kl. 2 e. h. Sálmar verða þessir: Nr. 4, 25, 143, 314, 232. Syngið sálmana! — P. S. Sunnudaéaskóli Akureyrarkirkju verður á pálmasunnudag kl. 10.30 f. h. 5 og 6 ára börn í kapellunni, en 7—13 ára böm í kirkjunni. — (Seinasti sunnudagaskólinn á þessum veri. Lokaverðlaun veitt.) Frá Amtsbókasafninu. Safnið verður lokað frá og með 28. marz til 2. apríl. Verkamenn! Munið fundinn í Verkamannafélagi Akureyrarkaup- staðar í Verkalýðshúsinu á sunnu- daginn kl. 1.30. Látið ekki bregð- ast að mæta. Nýtt verkefni Leikfélagsins. — Sýningar munu brátt hefjast á nýju leikriti hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Er það Úlfhildur eftir Pál H. Jónsson, kennara á Laugum. Leikstjóri er Jón Norðfjörð. —— Allmargir nýjir leikendur koma í fyrsta skipti fram í þessum sjón- leik. Verkakonur! Munið Einingar- fundinn á sunnudaginn kl. 8.30. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu í dag. 55 ára verður 27. þ. m. frú Guð- rún Magnúsdóttir, Fagrastræti 1, hér í bæ. Ódýrt Niðursoðnar PLÓMUR Ei?3 Aðeins 12 kr. dósin N ý lenduvörudelidin og útibúin. Jaffa Appelsínur til Páskanna N ý lenduvörudelidin og útibúin. Til fermingargjafa: Nælonblússur, Nælonblússur Nœlon-undirkfólar, margar tegundir, Nœlonsokkar, Slceður, úr ull og silki, Hanzkar, margar teg. Burstasett, Ilmvötn, Snyrtivörur, Skrautvörur, í fjölbreyttu úrvali Verzlunin DRÍFA Sími 1521 Bókin hefst á því, að skilgreint er starfssvið ferðaskrifstofunnar Orlofs h.f., sem er fyrsta alþjóð- lega ferðaskrifstofan á íslandi, er selur farseðla með flugvélum, skipum, járnbrautum og bifreið- um, útvegar hótelgistingar, gerir út hópferðir og sér um ferðir ein- staklinga. Slík ferðaþjónusta er al- gjörlega ný hér á landi og hefur ekki verið stunduð, fyrr en Orlof tók til starfa. Þetta er því x fyrsta sinn, sem Islendingar geta skipulagt full- komlega og gengið frá ferðum sín- um til útlanda og í útlöndum, án þess að leita til erlendra fyrir- tækja um fyrirgreiðslu, hvort sem þeir óska að ferðast einir sér eða með hópum. Til þess að þetta yrði mögulegt, þurfti Orlof að vera meðlimur ýmissa sambanda og hafa tengsl við fjölda erlendra ferðaskrifstofa. Þannig hefur Orlof allt í allt sam- band við um 1100 erlendar ferða- skrifstofur víðs vegar um veröld- ina, og er ekkert land að heita má undanskilið, og hefur Orlof þann- ig umboðsmenn i hverju landi veraldar. Þannio- hefur því Orlof mögu- leika á fullkominni þjónustu til handa viðskiptavinum sínum, hvar sem er á jarðkringlunni, hvort sem er í stórum eða smáum borgum og hvers, sem óskað er i sambandi við ferðalög. Það hefur yfirleitt ekki þurft að ýta undir Islendinga að leggja í ferðalög um landið sitt eða til út- landa, því að utanferðir hafa ver- ið stundaðar hér af öllum, sem nokkur tök hafa haft á, allt frá landnámstíð, en hins vegar hefur mjög skort á, að fyrirgreiðsla væri fáanleg hérlendis til slíkra ferða- Aðalfundur Skógræktarfélags Akureyrar var haldinn í sam- komusal f. B. A. fimmtudaginn 8. marz sl. Formaður félagsins, Tryggvi Þorsteinsson kennari, setti fundinn og bauð fundar- menn velkomna, en bað síðan Björn Þórðarson að taka við fundarstjórn. Því næst gaf formaður skýrslu um starf félagsins á árinu, sem einkum var fólgið í trjáplöntun í skógarreitum félagsins, auk nokk- urra skógræktarferða út um sveitir. Mest var plantað í Kjarnaskóg ,eða 15500 plöntum, mest birki og Síberíulerki. Einnig var nokkuð plantað í Akureyrar- brekkuna, Þorsteinsskóg í Oxna- dal, Jónasarlund í Oxnadal og Vaðlaskóg. Og voru í Þorsteins- skógi einum settar niður 4550 plöntur. Loks má geta þess, að Rotaryklúbbur Akureyrar setti niður 5000 plöntur, í reit er hann hefir fengið til ximráða í Botns- landi. Þá gaf formaður yfirlit um sjálfboðastarfið við skógræktina, en plöntun öll var unnin í sjálf- boðavinnu. Þátttaka í öllum skóg- ræktarferðum félagsins var allgóð og sjálfboðar alls um 635, er unnu samtals 1270 vinnustundir. Þakk- aði formaður allan þegnskap og góðvild, er skógræktarfélagið hafi orðið aðnjótandi frá fjölda manna, bæði innan félagsins og utan. laga, og menn hafa oft orðið að nota til þess mikinn tíma og dýr- an að sér upplýsingum um þau ferðalög, sem þeir hafa haft í hyggju. Úr þessu hygost Orlof bæta með því að veita allar upplýsingar og selja allar tegundir farseðla í skrifstofu sinni í Reykjavík, og geta þeir, sem búa utan Reykja- víkur, auðveldlega náð til Orlofs í síma eða bréflega, og er öllum slíkum fyrirspurnum svarað sam- stundis. Til þess að ná enn betur til allra þeirra fjölmörgu, sem búa utan Reykjavíkur, hefur verið val- in sú leið að gefa út þessa fjöl- breyttu ferðabók Orlofs 1956, sem á að verulegu leyti að leysa vanda þeirra, er hér búa langt frá skrif- stofunni. I bókinni eru ferðaáætlanir, lengri og skemmri, til útlanda og hér innanlands, ennfremur fjöl- margar uppástungur að sérferðum fyrir einstaklinga, sem ekki óska að ferðast í hópum, svo ocr upp- lýsingar um fargjöld og áætlanir bíla, skipa og flugfélaga. Menn þurfa því ekki að hringja í marga staði til að öðlast upplýs- ingar um flugferðir eða skipaferð- ir til oo frá landinu, heldur geta snúið sér beint til Orlofs með all- ar slíkar fyrirspurnir, fengið úr þeim leyst og síðan pantað far- seðlana á sama stað, án þess að það kosti þá nokkuð fram yfir það, sem það mundi kosta, ef þeir sneru sér beint til flug- og skipa- félaga. Þá eru í bókinni nákvæmar lýs- ingar á 12 hópferðum Orlofs á þessu ári og margs konar upplýs- ingar um ferðalög til ýmissa landa. Þá skýrði formaður frá því, að Akureyrarbær hefði nú að fullu tekið við trjágarðinum norðan við Rósenborg, og jafnframt upplýsti hann, að nú hefði verið undirrit- aður samningur á milli Akureyrar- bæjar og skógræktarfélagsins varðandi land það, sem nú hefur hlotið nafnið Kjarnaskógur. Ævifélagar í Skógræktarfélagi Akureyrar eru nú 24, en ársfélag- ar 316, og hefur jafnan verið lagt kapp á að fjölga félögunum, en gengið hægt. Kom fram einlægur vilji á fundinum á því að fjölga félögum sem mest. í unglingadeild félagsins eru nú 136 meðlimir. Þá las gjaldkeri félagsins, Mar- te,in,n Sigurðsson, -upp xeikninga endurskoðaða og höfðu tekjur fé- lagsins orðið 47.476.44 kr., en gjöld kr. 25.429.57. Eignir félags- ins námu á sama tíma kr. 26.046.83. — Reikningarnir voru samþykktir athugasemdalaust. Framkvæmdastjóri félagsins, Ár- mann Dalmannsson, ræddi því næst um framtíðarstarfið og lagði fram drög að fjárhagsáætlun. — Voru tekjur áætlaðar kr. 40.000.00 og gjöldin sömuleiðis. Er gert ráð fyrir að verja 16.000.00 til plöntukaupa, þá er einnig gert ráð fyrir að verja 12— 14 þúsundum til framræslu í Kjarnaskógi, og eru þetta stærstu liðirnir. (Fraxnhald á 4. síðu). Skógræktarfél. Akureyrar hyggst auka starf sitt á næstu árum

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.