Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.04.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 06.04.1956, Blaðsíða 1
VERKflttlflDURiHIl XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 6. apríl 1956 13. tbl. ALÞYÐ UBAN DALAGIÐ - kosningaflokkur alþýðunnar - formlega stofnaður Miðstjórn flokksins skipuð fjórum Alþýðuflokksmönnum. fjórum Sósíalist- um og einum utanflokksmanni. - Hannibal Valdimarsson formaður flokksins Fyrir þremur vikum ákvað fullskipuð sambandsstjórn Al- þýðusambands íslands og full- trúar fjórðungssambandanna að beita sér fyrir því að mynduð yrðu kosninasamtök allra þeirra vinstri manna, er saman vildu standa á grundvelli stefnuyfirlýs- ingar Alþýðusambandsins i at- vinnumálum og öðrum þjóðmál- um. Eins og alkunnugt er var þessi ákvörðun tekin eftir að þing- meirihluti Framsóknarflokksins hafði algerlega hafnað öllum til- mælum Alþýðusambandsins um að mynduð yrði vinstri stjórn, með þeim meirihluta vinstri flokk anna, sem fyrir hendi var á Al- þingi, og ákveðið að stofna til kosninga á komandi sumri. Stjórn flokksins. Síðan þessi ákvörðun var tekin hefur miðstjórn Alþýðusambands- ins unnið að því að skipuleggja samtök vinstri manna, og í fyrra- dag, 4. apríl, var formlega gengið frá stofnun kosningaflokks þeirra og hefur honum verið valið nafnið ALÞÝÐUBANDALAGIÐ. Miðstjórn flokksins skipa þessir menn: Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusamb. ísl. Einar Olgeirsson, alþingismaður. Alfreð Gíslason, læknir, formaður Málfundafélags jafnaðarmanna. Luðvík Jósepsson, alþingismaður. Sigríður Hannesdóttir, verkakona. Eðvarð Sigurðsson, varaforseti ASÍ. Kristján Gíslason, ritstjóri. Guðmundur Vigfússon, bæjarfulltrúi. Finnbogi Rútur Valdimarsson, álþingismaður. Formaður flokksins er Hannibal Valdimarsson, varaformaður Einar Olgeirsson og ritari Alfreð Gíslason. Öflugt bandalag. Það er nú þegar ljóst orðið af undirtektum verkalýðsfélaganna og fjölda einstaklinga úr öllum flokkum víðs vegar um land, að Alþýðubandalagið verður mjög öflugur flokkur og stórum líklegri til þess að sigra íhaldið en „þriðja afl“ Eysteins og Gylfa. — Þrátt fyrir það að hægri foringjar Alþýðufl. og Þjóðvarnar hafa kos- ið sér vígstöðu gegn alþýðusamtök unum í komandi kosningum munu hinir óbreyttu meðlimir þessara flokka fylgja stefnu sinni og sann- færingu og veita Alþýðubandalag- inu brautargengi til þess að verða úrslitavald á Alþingi, vald sem ekki verður unnt að sniðganga er málefni vinnandi manna verða þar ráðin til lykta. Ein stefna. Einn flokkur Ástæðan til þessa er augljós. Sósíalistafélag Akureyrar heldur félagsfund í Verkalýðshúsinu n. k. sunnudag, 8. apríl kl. 2 síðdegis. Fundarefni: Stjómmálaviðhorfið Formaður Sósíalistaflokksins, Einar Olgeirs- son mætir á fundinum. Fjölmennið stundvíslega- — Félagsmenn mega taka með sér gesti. Stjómin. Allir hugsandi alþýðumenn eru eins hugar um það að skipuleg uppbygging atvinnuveganna, út- rýming atvinnuleysisins, stöðvun okurs og óhóflegs milliliðagróða, stöðvun dýrtíðarinnar, aukin hlut- deild vinnandi manna í þjóðar- tekjunum, brottflutningur her- Hannibal Valdimarsson. námsliðsins — séu þau mál sem nú varði öllu að leyst verði af ein- beittni og hyggindum. Engum er treystandi til þess að leysa þessi mál á viðunandi hátt fyrir alþýðuna nema henni sjálfri og samtökum, sem hún sjálf myndar og standa í órjúfandi tengslum við hana. Alþýðubanda- lagið er slík samtök. Allir alþýðu- menn geta staðið saman um stefnu þess, hvað sem skoðunum þeirra á öðrum málum, sem minna máli skipta, líður. Kosninganefndir og framboð í öllum kjördœmum. Næstu verkefni Alþýðubanda- lagsins verða þau að myrtda kosn- inganefndir vinstri manna í öllum kjördæmum landsins til þess að undirbúa framboð flokksins og hafa forustu í kosningabaráttunni hver á sínum stað. Hafa vinstri menn í Vestmannaeyjum þegar myndað sína kosninanefnd og skipa hana 15 menn úr Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna í Eyjum, menn úr ýmsum stjórnmálaflokk- um. Oimur kjördæmi munu fyglja í kjölfarið næstu daga. Sóknin fyrir élæsilegum sigri Alþýðubanda- íagsins er hafin. Munið kvöldsskemmtun Kven- félags sósíalista i Ásgarði annað kvöld, laugardag. Allir sósíalistar og gestir þeirra velkomnir. — Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. imimimmmmiimiiiiiimmi | Vopnaburður í samræmi við málstaðinn í langloku í síðasta „Alþýðumanni“ stendur m. a. eftir- farandi: „Stuðningur meirihluta stjórnar Alþýðusambands Norð- urlands var einnig stórfrétt hjá Þjóðviljanum, enda þótt 4 af 5 stjórnarmanna, er á umræddum stjórnarfundi voru, séu alkunnir yfirlýstir kommúnistar, en hinn 5.: Alþýðuflokks- maðurinn, lýsti yfir andstöðu við kosningaflokkshugmynd- ina, en samþykki við mótmælum á skatta- og tollahækkun- um ríkisstj órnarinnar. Þessu þögðu blöð kommúnista yfir, því að það hafði ekki áróðursgildi, svo og hinu, að þessum oskildu atriðum var blandað saman í eina og sömu tillögu! “ Hið sanna um samþykkt miðstjórnar var hins vegar það að hún var gerð EINRÓMA af öllum stjórnarmönnum. Alþýðuflokksmaður sá, sem nefndur er í klausunni lýsti \ því sérstaklega yfir að hann vceri somþykkur ílyktuninni í \ heild og mundi fylgja henni sem hann og gerði við at- I kvæðagreiðslu. Þetta eru allir viðstaddir fundarmenn áreiðanlega tilbúnir j að staðfesta við hvern sem er og þ. á. m. Alþýðuflokksmað- | urinn í stjórninni, sem er þekktur drengskaparmaður. Um málflutning sem þennan verður það eitt sagt, að hann | er í fullu samræmi við málstaðinn. fll"""""".IIMIIIIMIIIMMIII|||IIHMIIIIIIIIII"I"MIIMIII"IIIII|IIIHIIIMIIIIIMHIIIHI„HIII||)|II|,||M|||II|M|IMIII||IÍ Verður hernáminu aflétt? Þau miklu og góðu tíðindi hafa < gerzt, að Alþingi hefur samþykkt 1 viljayfirlýsingu um brottflutning; Bandarikjahers af íslandi. Allir íslendingar fagna þessari samþykkt og um heim allan hefur hún þótt athyglisvert tímanna tákn. Vissulega hlýtur að létta yfir hverj- um frjálsbornum manni, er þau tíðindi spyrjast, að tveir þeirra stjórnmálaflokka, sem fyrir fimm árum leiddu bölvun erlends her- náms yfir íslenzku þjóðina, leggja nti alkvæði sín á löggjafarþinginu við atkvæði sósíalista og Þjóðvam- armanna og gefa þjóðinni þannig von unt að algerrar stefnubreyting- ar sé að vænta í utanríkismálum. ; Enn skyldi þó full aðgát höfð, ; þrátt fyrir þá samþykkt, sem gerð ; hefur verið og jafn hættulegt gæti I reynzt að ofmeta slíka viljayfirlýs- I ingu sem að vanmeta hana, og er i þá rétt að gera sér fulla grein fyrir ástæðunum, sem til hennar liggja. Meginástæðan fyrir því að her- námslið Alþýðu- og Framsóknar- flokksins hafa nti snúið við blaðinu er sú, að stefna Sósíalistaflokksins og bandamanná hans í herstöðva- málunum á nú óvéfengjanlegt fylgi yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinn- ar. Óhvikul og markviss barátta allra andstæðinga hemámsins hef- ur skapað slíkt almenningsálit, — einnig meðal óbreyttra fylgismanna Alþfl. og Framsóknar, að foringj- arnir hafa ekki fengið rönd við reist. Sáust þessa greinileg dæmi á þingi Framsóknarflokksins, er Vil- hjálmur Þór, þægasti þjónn Banda- rfkjanna í foringjaliði flokksins, hljóp á dyr að felldri tillögu hans um áframhald hernámsins, en að- eins 6 fulltrúar af 3—4 hundruðum réttu upp hendur sínar honum til stuðnings. Sannleikurinn er sá, að foringjar hernámsliðsins i Alþfl. og Fram- sókn óttast nú svo hið eindregna al- menningsálit, að þeir þora ekki með nokkru móti að ganga til kosn- inga án þess að yfirlýsa að þeir séu að snúa frá villum sinna fyrri vega. Og hræðsiugæði eru jafnan ó- trygg til þess að byggja á. íslend- ingar muna enn svardaga þeirra manna, sem nú reyna að hvítþvo sig af smán hernámsins og að þeir voru þá heitastir, er í hönd fóru verstu svikin, sem framin hafa ver- ið í sjálfstæðismáli þjóðarinnar. Ekki eykur það heldur traustið á einlægninni, að sömu dagana og hinar nýju.yfirlýsingar eru gefnar, tilkynnir utanríkisráðherra Fram- sóknarflokksins að búið sé að ganga frá samningum um byggingu hafn- 1 ar í Njarðvík fyrir vamarliðið. i Hvað hefur varnariiðið að gera ; með herskipahöfn, ef það á að; flytjast á brott? ; En þrátt fyrir allt þetta, er ljóst,! að lið hernámsmanna er nú á und- ! anhaldi og hefur sundrazt. Enginn þorir nú lengur að mæla hemám- inu bót opinskátt nema íhaldið,; sem kosið hefur sér vígstöðu sem grimulaus undirlægja hins banda- ríska hers. Það er nú á valdi íslendinga að fylgja eftir undanhaldi hernáms- flokkanna. Ekki með þvi að veita þeim traust í kosningunum 24.júní. Ekki með þvi að gleypa hráar yfir- lýsingar þeirra um iðran og yfir- bót, heldur með því að fylkja sér að baki kosningasamtaka alþýð- unnar, sem einum er fyllilega treystandi til þess að bera sjálf- stæðiskröfur þjóðarinnar fram til sigurs og ein hafa möguleika til að verða það úrslitavald á Alþingi, sem knýji hina hræðslugóðu her- . námsflokka til að standa við loforð Lsín og yfirlýsingar. ■ Aðalfundur Vals Aðalfundur Vörubílstjórafélags- ins Vals var haldinn nýlega. í stjórn voru kjömir: Guðmundur Snorrason, form. Haraldur Bogason ritari. Magnús Jónsson, gjaldkeri. í varastjóm voru kjörnir: Kristján Jónsson og Hermann Stefánsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.