Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.04.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 13.04.1956, Blaðsíða 1
VERKHtmiÐURmn XXXIX. árg.________________ Friðrik Danakonungur heimsækir Island Friðrik IX. konungur Dana og Ingiríður drottning komu í opinbera heimsókn til ís- lands sl. þriðjudag. Er þetta fyrsta opinbera heimsókn erlends þjóðhöfð- ingja frá lýðveldisstofnuninni og gerð til að endurgjalda Danmerkurför forseta íslands. Konungshjónunum hefur verið ákaft fagnað af Reykvík- ingum undanfarna daga og þeim sýndur á allan hátt sá sómi og vinátta sem sæmir er í hlut eiga þjóðhöfðingjar vina- og frændþjóðar, sem brugðist hafa af drengskap við endurheimt íslenzks sjálf- stæðis og stjórnmálalegum að- skilnaði íslands og Danmerk- ur. Ihaldsframboð ákveðin í Eyjaf jarðarsýslu Trúnaðarmannaráð Sjálfstæðis- flokksins í Eyjafjarðarsýslu hefur ákveðið að listi flokksins í Alþing- iskosningunum verði skipaður þeim Magnúsi Jónssyni, Árna Jónssyni, Guðmundi Jörundssyni og Arna Ásbjarnarsyni. Framsókn býður fram Bernharð Stefánsson og Jón Jónsson á Böggvisstöðum í efstu sætunum, en óráðið er enn um varasætin. Auknir farþegaflutn- ingar Loftleðia Farþegaflutningar eru nú sívax- andi með flugvélum Loftleiða og fyrir kemur, að vélarnar eru full- setnar farþegum milli meginlanda Evrópu og Ameríku, en það þykir óvenujulegt á þessum tíma árs. — Til dæmis um aukninguna má geta þess, að í sl. marzmánuði ferðuðust helmingi fleiri farþegar með flugvélum Loftleiða en á sama tíma í fyrra. Voráætlun félagsins hófst 2. þ. m. og verður flogið samkvæmt henni til 20. maí næstk., en þá fjölgar ferðunum úr fjórum upp í fimm í viku hverri milli megin- landa Evrópu og Ameríku. Akureyri, föstudaginn 13. apríl 1956 14. tbl. Herinn verður ekki látinn lara, nema „kommúnislar" vinni á í kosningunum New York Times gerir grein fyrir áliti banda- rískra ráðamanna á ályktun Alþingis um brottför Bandaríkjahers af Islandi Fyrsta f ramboð Alþýðu- bandalagsins Kosninganefnd Alþýðubanda- lagsins í Vestmannaeyjum, sem skipuð er 15 mönnum úr flestum stjórnmálaflokkum, hefur einróma ákveðið að Karl Guðmundsson, alþingismaður, verði í kjöri fyrir bandalagið í Vestmannaeyjum. Eru sterkar líkur taldar á að nú takizt loks að fella íhaldið í Eyj- um og tryggja Alþýðubandalaginu þingsætið. Þórunn Jóhannsdóttir heldur píanótónleika í kvöld Ungfrú Þórunn Jóhannsdóttir, hin þekkta listakona, heldur píanó tónleika í Nýja-Bíó í kvöld. Eru þetta fyrstu hljómleikar hennar hér á landi að þessu sinni. Ungfrú Þórunn er nú 16 ára að aldri og því ekki lengur undra- barnið, sem svo mjög hefur verið dáð, heldur miklu fremur full- þroska listakona. Akureyringar fagna komu henn- ar hingað og munu ekki síður en áður fjölsækja hljómleika hennar. Athugið auglýsingu á 3. síðu Bandaríska stórblaðið New York Times birtir grein hinn 1. þ. m. eftir þann blaðamann sinn, sem talinn er eiga bezt innangengt í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Grein þessi ber með sér að ráðamenn í Bandaríkjunum líta fyrst og fremst á afstöðu Fram- sóknar og Alþýðufl. sem kosninga- brellu, sem hjaðni niður að kosn- ingum loknum „ef kommúnistum tekst ekki að vinna á í kosningun- um." Meðal margra annarra fróðlegra upplýsinga í greininni er upplýs- ingar sem þessar: „Embættismenn hér álíta að út- varðstöðin ísland. sem liggur þvert á siglingaleiðum og stór- baugsflugleiðum um Atlantshaf norðanvert, sé ekki miklu þýðing- arminni en hún var í heimsstyrj- oldinni síðari. Tilkoma sprengju- flugvéla sem flogið geta við- komulaust fram og aftur milli meginlanda, svo sem gerðarinnar B—52, verður til þess að hernað- arþýðing (íslands) rýrnar nokkuð. En ísland verður alltaf þýðingar- mikil radarvarðstöð, þegar um það er að ræða að veita viðvörun um kjarnorkuárás úr lofti frá Sovét- ríkjunum á vesturhveli jarðar." Hér birtist viðurkenning dóm- bærustu aðila í Wishington á því sem oft hefur verið bent á, að rad- arstöðvarnar miklu eru til þess ætlaðar að vara Bandaríkin við hættu, en það er samdóma álit herfræðinga að stórveldastyrjöld myndi heíjast með gereyðingar- árásum á slíkar útvarðstöðvar. Upplýsingar New York Times, sem vafalaust eru runnar frá bandaríska sendiherranum hér, sem reikaði um hliðarherbergi Al- þingis þegar hernámsmálin voru þar til umræðu og afgreiðslu í þinglokin, eru hinar athylisverð- ustu. Þær eru enn ein sönnun þess að lausn sjálfstæðismálsins, og þá !: FThe more reeent ncws indicatc?, úrkiippa úr Ihowcver, that the resolutlon may New York realiy be a maneuver to outwit Times!- a',r' the Communiats. If the Commu- ú'j£*. ^ nists fail to gain in the Icelandic ir h.'l'i./i.ins parliamentary elections in June, vegar tii, að the go-home talk ís expected to áiyktuniií (þ. &iö. e. viljayfirlýs- ing Alþingis) sé í raun og veru herbragð til að leika á komm- únsta. Ef kommúnistum tekst ekki að vinna á í þingkosning- unum á íslandi í júní, er búizt við að talið um brottförina verði látið niður fallla." ekki síður réttinda- og hagsmuna- mála alþýðustéttanna, er algerlega Allir miðstjómarmenn A. N. hnekkja ósannindum „Alþýðum." Alþýðum. 11. þ. m. birtir í annað sinn ósannindi sín um miðstjórnarl'und Alþýðusambands Norðurlands, er sam- þykkti einróma stuðning við kosningasamtök alþýðunnar. Kastar ritstjórinn nú mörsiðrinu og ber Verkm. á brýn ,,stað- laus ósannindi". — Ekki skulu frekar eltar ólar við vaðal Al- þýðum., en ritstjóra hans til huggunar og almenningi til glöggvunar á sannleiksást hans fer hér á eftir yfirlýsing allra stjórnarmanna Alþýðusambands Norðurlands: „Vegna frásagna ýmissa blaða af miðstjórnarfundi Alþýðu- ambands Norðurlands, er haldinn var 20. marz s.L, lýsum við undirritaðir stjórnarnefndarmenn yfir því að samþykkt fundaiins var borin upp í einu lagi á fundinum og samþykkt með atkvæðum okkar allra. Akureyri 11. apiil 1956. Elísabet Eiríksdóttir, Björn Jónsson, Jón Ingimarsson, Iljörn Gunnarsson, Stefán Snæbjörnsson. háð því hve mikill sigur Alþýðu- bandalagsins verður í kosningun- um 24. júní. Fallsjúkur ritstjóri I síðasta tbl. „Alþýðum." má sjá eftirfarandi málblóm: „og vissum vér ekki fyrr, að Birni langaði svo ákaft inn í flokkinn!" (Leturbr. Verkam.). Virðist af þessu að Bragi, sem um árabil var íslenzkukennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar, hafi stirðnað í þeirri sérgrein sinni upp á síðkastið, og er trúlegt að „hæg- indin" í Tryggíngunum valdi þar nokkru. Sýnist oss ekki vanþörf á, að Bragi setjist í Gagnfræðaskól- ann aftur, eða a. m. k. sæki nokkra íslenzkutíma þangað áður en 4. ljóðabók hans kemur út. I; Alþýðubandalagið Hvarvetna, þar sem tveir menn eða fleiri ræða um stjórnmála- ástandið og komandi Alþingiskosn- ingar snýst mál manna um Alþýðu- bandalagið fyrst og fremst. Allir gera sér ljóst að með stofnun þess er brotið blað í stjórnmálaþróun- inni og að um sigurmöguleika þess snúast kosningarnar öllu öðru fremur. Af málgögnum Hræðslubanda- ;; lagsins og íhaldsins er augljóst, að !| báðir þessir aðiljar óttast dagvax-!! * andi fylgi bandalagsins og neyta'! auðvitað allra bragða til þess að ;; stöðva flóttann úr herbúðum sín jum, Að sjálfsögðu er röksemdl; !;þeirra númer eitt sú að Alþýðu-!; !;bandalagið sé aðeins nýtt nafn á'! i! Sósíalistaflokknum, „kommúnistar ;! stofna nýjan stjórnmálaflokk," seg- \> ir Alþýðublaðið og öll hersingin;; fra Mogganum til Alþýðumanns,- ins og Islendings bergmálar. En ekki virðist þetta þó geta róað óttann. Jafnvel Alþýðumann- inum verður að orði: „Hér skal 1 síður en svo kastað rýrð á fylgi Sósíalistaflokksins . . . Það eru ' kjósendur eins og annað fólk og ekkert verra fólk en í öðrum flokk- um." Þannig tekst sem sé ekki að leyna því, að þessir flokkar hefðu óttast Sósíalistaflokkinn og vaxandi , fylgi hans, þótt hann hefði staðið ;!einn um málstað verkalýðshreyfing- ! arinnar í kosningunum og þarf að !; | vísu ekki mikla skarpskyggni til '' ; þess að gera sér ljósa þá sterku vígstöðu, sem hann hefði haft, þó '! einn hefði verið. Þó því sc af skiljanlegum ástæð- ;! um ekki hampað á síðum Hræðslu- || |i bandalags- og íhaldsblaðanna, vita !; ;; ritarar þeirra auðvitað betur. Þeim !! er það vel ljóst að að baki Alþýðu bandalagsins stendur ekki aðeins Sósíalistaflokkurinn, sem í síðustu kosningum hlaut 12422 atkvæði, heill og óskiptur, heldur einnig! | einhuga samtök vinstri manna Al- * þýðuflokksins með mikinn meiri- hluta af verkalýðsfylgi Alþýðu- flokksins að baki sér og þúsundir ]; ;! verkalýðssinna úr öllum flokkum!; ;! um land allt. ;! Allt þetta fólk hefur ákveðið að láta öll smærri ágreiningsmál niður falla fyrir þeírri höfuðnauðsyn og ! lífsnauðsyn allrar alþýðu á íslandi , að gerbreytt vcrði um stjórnar- !' stefnu í landinu og tekin upp '' stefna í samræmi við kröfur verka- '' lýðssamtakanna og hag alþýðu I; stéttanna. Um höfuðatriðin i þeirri i !;stefnu eru allir vinstri kjósendur !! '! sammála og fleiri og fleiri gera sér '! ;! ljóst að eina vonin, eini möguleik- > ;; inn til þess að hún verði upp tek- ;; in af þingmeirihluta á Alþingi, er !; sá að Alþýðubandalagið sigri glæsi- lega, en stjórnarflokkarnir, sem staðið hafa að stríðinu og árásum á launþega landsins síðasta kjör- '! tímabil og dorian aftan í öðrum þeirra, sem kallar sig Alþýðuflokk, fái maklega ráðningu af hendi kjósenda. Og eina ráðningin, sem þeir taka mark á, er sigur Alþýðu- bandalagsins — samstaða verka- lýðshreyfingarinnar. Alþýðubandalagið getur vel unað þeim viðtökum, sem stofnun þess hef ur þegar hlotið meðal verkalýðs- samtakanna og vinstri kjósenda og ekki síður hatursáróðri afturhalds- aflanna. Hvort tveggja sannar að rétt er stefnt. En hitt er einnig aug- Ijóst að í dag eru hundruð og þús- undir kjósenda, sem f ulla samstöðu eiga með Alþýðubandalaginu, verkafólk og launþegar úr Alþýðu- 'i flokknum, Framsókn og Sjálfstæðis- * flokkmim óráðnir og hikandi í blekkingarmoldviðri áróðursvél- anna. Þctta fólk mun áreiðanlega einnig verða ötulir stuðningsmenn ^ ;; Alþýðubandalagsins og taka hönd- |] um saman við stéttarsystkini sín !;innan þess, þegar það fær réttar !; upplýsingar um stofnun þess stefnu ' og markmið. Aldrei fyrr hafa slíkir mpgtdeik- ai vcrið fyrir hendi til að skapa alþýðustéttunum úrslitavald á Alþingi sem nú. Þeir möguleikar !; verða að staðreynd í batnandi lífs- !! kjðrum vinnandi stétta á íslandi á i næstu árum og heiðarlegum stjórn- arháttum ei' allir þeir mörgu sem begar veita bandalagi alþýðunnar !; að málum leggjast á eitt í kosninga- baráttunni. Aldrei hefur verið til eins mikils að vinna í nokkrum kosningum. !:i l

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.