Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.04.1956, Síða 1

Verkamaðurinn - 13.04.1956, Síða 1
VERKflmjMinn XXXIX. árg.________________ Friðrik Danakonungur, heimsækir fsland Friðrik IX. konungur Dana og Ingiríður drottning komu í opinbera heimsókn til Is- lands sl. þriðjudag. Er þetta fyrsta opinbera heimsókn erlends þjóðhöfð- ingja frá lýðveldisstofnuninni og gerð til að endurgjalda Danmerkurför forseta íslands. Konungshjónunum hefur verið ákaft fagnað af Reykvík- ingum undanfarna daga og þeim sýndur á allan hátt sá sómi og vinátta sem sæmir er í hlut eiga þjóðhöfðingjar vina- og frændþjóðar, sem bxugðist hafa af drengskap við endurheimt íslenzks sjálf- stæðis og stjórnmálalegum að- skilnaði Islands og Danmerk- ur. íhaldsframboð ákveðin í Eyjafjarðarsýslu Trúnaðarmannaráð Sjálfstæðis- flokksins í Eyjafjarðarsýslu hefur ákveðið að listi flokksins í Alþing- iskosningunum verði skipaður þeim Magnúsi Jónssyni, Árna Jónssyni, Guðmundi Jörundssyni og Árna Ásbjarnarsyni. Framsókn býður fram Bernharð Stefánsson og Jón Jónsson á Böggvisstöðum í efstu sætunum, en óráðið er enn um varasætin. Auknir farþegaflutn- ingar Loftleðia Farþegaflutningar eru nú sívax- andi með flugvélum Loftleiða og fyrir kemur, að vélarnar eru full- setnar farþegum milli meginlanda Evrópu og Ameríku, en það þykir óvenujulegt á þessum tima árs. — Til dæmis um aukninguna má geta þess, að í sl. marzmánuði ferðuðust helmingi fleiri farþegar með flugvélum Loftleiða en á sama tíma í fyrra. Voráætlun félagsins hófst 2. þ. m. og verður flogið samkvæmt henni til 20. maí næstk., en þá fjölgar ferðunum úr fjórum upp í fimm í viku hverri milli megin- landa Evrópu og Ameríku. Akureyri, föstudaginn 13. apríl 1956 14. tbl. Herinn verður ekki lálinn lara, nema „kommúnislar" vinni á í kosningunum *New York Times gerir grein fyrir áliti banda- rískra ráðamanna á ályktun Alþingis um brottför Bandaríkjahers af Islandi Fyrsta framboð Alþýðu- bandalagsins Kosninganefnd Alþýðubanda- lagsins í Vestmannaeyjum, sem skipuð er 15 mönnum úr flestum stjórnmálaflokkum, hefur einróma ákveðið að Karl Guðmundsson, alþingismaður, verði í kjöri fyrir bandalagið í Vestmannaeyjum. Eru sterkar líkur taldar á að nú takizt loks að fella íhaldið í Eyj- um og tryggja Alþýðubandalaginu þingsætið. Þórunn Jóhannsdóttir heldur píanótónleika í kvöld Ungfrú Þórunn Jóhannsdóttir, hin þekkta listakona, heldur píanó tónleika í Nýja-Bíó í kvöld. Eru þetta fyrstu hljómleikar hennar hér á landi að þessu sinni. Ungfrú Þórunn er nú 16 ára að aldri og því ekki lengur undra- barnið, sem svo mjög hefur verið dáð, heldur miklu fremur full- þroska listakona. Akureyringar fagna komu henn- ar hingað og munu ekki síður en áður fjölsækja hljómleika hennar. Athugið auglýsingu á 3. síðu Bandariska stórblaðið New York Times birtir grein hinn 1. þ. m. eftir þann blaðamann sinn, sem talinn er eiga bezt innangengt í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Grein þessi ber með sér að ráðamenn í Bandaríkjunum líta fyrst og fremst á afstöðu Fram- sóknar og Alþýðufl. sem kosninga- brellu, sem hjaðni niður að kosn- ingum loknum „ef kommúnistum tekst ekki að vinna á í kosningun- um.“ Meðal margra annarra fróðlegra upplýsinga í greininni er upplýs- ingar sem þessar: „Embættismenn hér álíta að út- varðstöðin Island. sem liggur þvert á siglingaleiðum og stór- baugsflugleiðum um Atlantshaf norðanvert, sé ekki miklu þýðing- arminni en hún var í heimsstyrj- öldinni síðari. Tilkoma sprengju- flugvéla sem flogið geta við- komulaust fram og aftur milli meginlanda, svo sem gerðarinnar B—52, verður til þess að hernað- arþýðing (íslands) rýrnar nokkuð. En Island verður alltaf þýðingar- mikil radarvarðstöð, þegar um það er að ræða að veita viðvörun um kjarnorkuárás úr lofti frá Sovét- ríkjunum á vesturhveli jarðar.“ Hér birtist viðurkenning dóm bærustu aðila í Wishington á því sem oft hefur verið bent á, að rad- arstöðvarnar miklu eru til þess ætlaðar að vara Bandaríkin við hættu, en það er samdóma álit herfræðinga að stórveldastyrjöld myndi hefjast með gereyðingar- árásum á slíkar útvarðstöðvar. Upplýsingar New York Times sem vafalaust eru runnar frá bandaríska sendiherranum hér, sem reikaði um hliðarherbergi A1 þingis þegar hernámsmálin voru þar til umræðu og afgreiðslu í þinglokin, eru hinar athylisverð ustu. Þær eru enn ein sönnun þess að iausn sjálfstæðismálsins, og þá Allir miðstjórnarmenn A. N. hnekkja ósannindum „Alþýðum. more recent news indicates, úrkiippa úr however, that the resolutíon may New York re&liy be a maneuver to outwit Tlmes l* aPr the Commumats. If the Commu- ll ^r. sesir: nísts fail to gain in the Icelandíc í’r bTnda^hfns þarlíame^tary elections in June, vegar tii, að tbe go-home talk is expected to áiyktunin (þ. dlÖ. c. viljayfirlýs- ing Alþingis) sé í raun og veru herbragð til að leika á komm únsta. Ef kommúnistum tekst ekki að vinna á í þingkosning- unum á íslandi í júní, er búizt við að talið um brottförina verði látið niður fallla.“ gekki síður réttinda- og hagsmuna- mála alþýðustéttanna, er algerlega háð því hve mikill sigur Alþýðu- bandalagsins verður í kosningun- um 24. júní. rr Alþýðum. 11. þ. m. birtir í annað sinn ósannindi sín um miðstjórnarfund Alþýðusambands Norðurlands, er sam- þykkti einróma stuðning við kosningasamtök alþýðunnar. Kastar ritstjórinn nú mörsiðrinu og ber Verkm. á brýn „stað- laus ósannindi“. — Ekki skulu frekar eltar ólar við vaðal Al- þýðum., en ritstjóra hans til huggunar og almenningi til glöggvunar á sannleiksást hans fer hér á eftir yfirlýsing allra stjórnai manna Alþýðusambands Norðurlands: „Vegna frásagna ýmissa blaða af miðstjórnarfundi Alþýðu- ambands Norðurlands, er haldinn var 20. marz s.l., lýsum við undirxitaðir stjórnarnefndarmenn yfir því að samþykkt fundaxins var borin upp í einu lagi á fundinum og samþykkt með atkvæðum okkar allra. Akureyri 11. apríl 1956. Elísabct Eiríksdóttir, Björn Jónsson, Jón Ingimarsson, Björn Gxinnarsson, Stefán Snæbjömsson. Fallsjúkur ritstjóri I sxðasta tbl. „Alþýðurn." má sjá eftirfarandi málblóm: „og vissum vér ekki fyrr, að Birni langaði svo ákaft inn í flokkinn!“ (Leturbr, Verkam.). Virðist af þessu að Bragi, sem um árabil var íslenzkukennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar, hafi stirðnað í þeirri sérgrein sinni upp á síðkastið, og er trúlegt að „hæg- indin“ í Tryggingunum valdi þar nokkru. Sýnist oss ekki vanþörf á, að Bragi setjist í Gagnfræðaskól ann aftur, eða a. m. k. sæki nokkra íslenzkutíma þangað áður en 4, ljóðabók hans kemur út. Alþýðubandalagið Hvarvetna, þar sem tveir menn eða fleiri ræða um stjórnmála- ástandið og komandi Alþingiskosn- ingar snýst mál rnanna unt Alþýðu- bandaiagið fyrst og fremst. Allir gera sér ljóst að með stofnun þess er brotið blað í stjórnmálaþróun- inni og að um sigurmöguleika þess snúast kosningarnar öllu öðru fremur. Af málgögnum Hræðslubanda- lagsins og íhaldsins er augljóst, að báðir þessir aðiljar óttast dagvax- andi fylgi bandalagsins og neyta auðvitað allra bragða til þess að stöðva flóttann úr herbúðum sín- um. Að sjálfsögðu er röksemd þeirra númer eitt sú að Alþýðu- bandalagið sé aðeins nýtt nafn á Sósíalistaflokknum, „kommúnistar stofna nýjan stjórnmálaflokk," seg- ir Alþýðublaðið og öll hersingin frá Mogganum til Alþýðumanns- ins og íslendings bergmálar. En ekki virðist þetta þó geta róað óttann. Jafnvel Alþýðumann- inum verður að orði: „Hér skal síður en svo kastað rýrð á fylgi Sósíalistaflokksins . . . Það eru kjósendur eins og annað fólk og ekkert verra fólk en í öðrum flokk- um.“ Þannig tekst sem sé ekki að leyna því, að þessir flokkar hefðu ; óttast Sósíalistaflokkinn og vaxandi ‘ fylgi hans, þótt hann hefði staðið einn um málstað verkalýðshreyfing- arinnar í kosningunum og þarf að vísu ekki mikla skarpskyggni til þess að gera sér ljósa þá sterku ; vígstöðu, sem hann hefði haft, þó ; einn hefði verið. ! Þó því sé af skiljanlegum ástæð- i um ekki hampað á síðum Hræðslu- ; bandalags- og íhaldsblaðanna, vita ; ritarar þeirra auðvitað betur. Þeim ; er það vel ljóst að að baki Alþýðu | bandalagsins stendur ekki aðeins | Sósíalistaflokkurinn, sem í síðustu ! kosningum hlaut 12422 atkvæði, i heill og óskiptur, heldur einnig i einhuga samtök vinstri manna Al- þýðuflokksins með mikinn meiri- hluta af verkalýðsfylgi Alþýðu- flokksins að baki sér og þúsundir verkalýðssinna úr öllum flokkum um land allt. Allt þetta fólk hefur ákveðið að láta öll smærri ágreiningsmál niður falla fyrir þeirri höfuðnauðsyn og lífsnauðsyn allrar alþýðu á íslandi að gerbreytt verði um stjórnar- stefnu í landinu og tekin upp ; stefna í samræmi við kröfur verka- ] lýðssamtakanna og hag alþýðu- ] stéttanna. Um höfuðatriðin í þeirri ] stefnu eru allir vinstri kjósendur ! sammála og fleiri og fleiri gera sér 1 ljóst að eina vonin, eini möguleik- < inn til þess að hún verði upp tek- j in af þingmeirihluta á Alþingi, er ] sá að Alþýðubandaiagið sigri glæsi- ! lega, en stjórnarflokkarnir, sem ! staðið hafa að stríðinu og árásum ' á launþega landsins síðasta kjör- < tímabil og dorían aftan í öðrum ] þeirra, sem kallar sig Alþýðuflokk, ] fái maklega ráðningu af hendi ! kjósenda. Og eina ráðningin, sem ! þeir taka mark á, er sigur Alþýðu- ! bandaiagsins — samstaða verka- ! lýðshreyfingarinnar. Alþýðubandalagið getur vel unað þeim viðtökum, sem stofnun þess hefur þegar hlotið meðal verkalýðs- samtakanna og vinstri kjósenda og ekki síður hatursáróðri afturhalds- aflanna. Hvort tveggja sannar að rétt er stefnt. En hitt er einnig aug- ljóst að í dag eru hundruð og þús- undir kjósenda, sem fulla samstöðu eiga með Alþýðubandalaginu, verkafólk og launþegar úr Alþýðu- flokknum, Framsókn og Sjálfstæðis- flokknum óráðnir og hikandi í blekkingarmoldviðri áróðursvél- anna. Þetta fólk mun áreiðanlega einnig verða ötulir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins og taka höml- um saman við stéttarsystkini sín innan þess, þegar það fær réttar upplýsingar um stofnun þess stefnu og markmið. Aldrei fyrr ltafa slíkir möguleik- ar verið fyrir hendi til að skapa alþýðustéttunum úrslitavald á Alþingi sem nii. I'rir möguleikar verða að staðreynd i batnandi lífs- 1 kjöruin vinnandi stétta á íslandi á ! næstu árum og heiðarlegum stjórn- ; arháttum ef allir þeir mörgu sem ; þegar veita bandalagi alþýðunnar ; að máium leggjast á eitt i kosninga- ; baráttunni. ] Aldrei hefur verið til eins mikils ;! að vinna í nokkrum kosningum.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.