Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.04.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 13.04.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 13. apríl 1956 VERKAMAÐURINN 3 Hannibal Valdimarsson: KROSSFERÐ Á KJÖRDEGI Ekkert verkalýðsfélag má láta blekkjast af þeim fölsunum, sem afturhaldsblöðin beita nú gegn hugmyndinni um, að komið verði á fót kosningasamtökum eða kosn- ingaflokki, sem skuldbindi sig til að starfa á grundvelli þeirrar stefnuyfirlýsingar Alþýðusam- bandsins, sem allir keppast nú við að yfirlýsa sig samþykka. Fyrsta blekkingin eða fölsunin, sem beitt er, er sú, að Alþýðusam- bandið bjóði fram í kosningunum í sumar. Þetta eru ósazmindi frá rótum. Alþýðusambandið mun hvergi bjóða fram, og sjálft tekur það engan beinan þátt í kosninunum. Onnur blekkingin er sú, að nú- verandi sambandsstjórn sé með samþykkt sinni frá 13. marz að gera Alþýðusambandið að stjórn- málaflokki. Einnig þetta er algerlega til- hæfulaust. Engin minnsta breyt- ing hefur verið gerð á skipulagi Alþýðusambandsins, enda verður slíkt ekki gert, nema með laga- breytingu á Alþýðusambandsþingi. Þá er því haldið fram, að verið sé að gera verkalýðsfélögin að flokksfélögum. — Þetta er alger tilbúningum, sem sögumennirnir sjálfir geta enga grein gert fyrir. Málið er ofur einfalt, svo að all ir, sem skilja vilja, geta skilið það: Það, sem gerzt hefur, er þetta: Fundur fullskipaðrar sambands- stjórnar, ásamt fulltrúum frá fjórðungasamböndunum og Full- traúráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík, gerði um það einróma samþykkt, að fela nefnd frá sam bandsstjórninni (þeirri, sem ann- azt hefur viðtölin við vinstriflokk- ana) að vinna að því að koma á fót kosningasamtökum, er allir þeir, sem aðhyllast stefnuyfirlýs- ingu Alþýðusambandsins, geti fylkt sér um í kosningunum í sumar. Annað en þetta hefur ekki gerzt. Stjórnmálaflokkarnir geta að vísu látið í ljós, að þeim sé mein- illa við, að slík samtök verði til. En þeir hafa ekkert vald til — og eiga engan rétt á að skipta sér af því, hvaða samþykktir Alþýðu samband Islands gerir, fremur en Alþýðusambandið hefur nokkurn húsbóndarétt yfir því, hvaða ókvarðanir og ályktanir flokks- stjórnir gera á löglegum fundum sínum. Hér verður því hver að búa að sínu. Enginn getur bent á, að framanrituð samþykkt brjóti í bága við sambandslögin. Hún skerðir ekki á nokkurn hátt rétt nokkurs verkalýðsfélags í Alþýðu sambandinu, né heldur rétt nokk- urs einstaklings í verkalýðsfélagi. — Þá leggur hún heldur ekki neina skyldu á herðar nokkrum einstaklingi eða verkalýðsfélagi. Kosningaflokkur sem þessi er heimill samkvæmt kosningalögun- um. Hann verður óhóður Alþýðu- sambandinu, og það líka skipu- lagslega óháð honum. Verkalýðs- félögin og allir félagsmenn í þeim eru alfrjálsir að velja, hvaða flokk sem þeir vilja, og hvaða kosninga- bandalag sem þeir vilja. — Hér er því um enga pólitíska þvingun að ræða. — Þeir, sem því vilja halda fram, gera sig aðeins hlægilega. Kosnignabandalag alþýðunnar verður öllum opið, og það mun fá fylgi einstaklinga úr öllum flokk- um. Enginn þarf að ganga úr sín- um pólitíska flokki, þó að hann kjósi það, enda mun heldur ekki til þess ætlazt, að Framsóknar- menn, sem kjósa eiga Alþýðu- folkksframbjóðendur í ýmsum kjördæmum eða Alþýðuflokks- menn, sem kjósa eiga Framsókn- arframbjóðendur, eigi að breyta flokkspólitískri afstöðu sinni, þrátt fyrir stjórnmálasamstarf í þetta sinn. Nei, þetta mál er ekki auðvelt að flækja. — Verkalýðurinn vel- ur á milli Sjálfstæðisflokksins, kosningabandalags Framsóknar og Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins. Þeir, sem stöðva vilja dýrtíðar-, gengisfellingar- og skattpíningar- stefnu íhalds og Framsóknar, kjósa gegn þeim flokkum. Þeir, sem stuðla vilja að sameiningu al- þýðustéttanna, kjósa gegn Þjóð- varnarflokknum, og þeir, sem vilja eiga öruggan brimbrjót á Alþingi gegn gengislækkun og kaupbind- ingu og til að verja kaupmátt launanna, ganga nú vígreifir út í kosningabardagann með kjörseðil- inn að vopni og kjósa Alþýðu- bandalagið. Hér hefur það eitt gerzt, að for- usta verkalýðssamtakanna ráð- leggur, eins og sakir standa, breytt vinnubrögð í kjarabaráttunni. í stað þess að heyja látlausa verkfallsbaráttu til að vernda kaupmátt launanna, eru allir launamenn nú hvattir til að standa saman á stjórnmálasviðinu, hvar í flokki sem þeir standa og vinna sinn kjarasigur með krossi á kjör- seðli. Út í þá krossferð mun alþýða landsins ganga sameinuð og sigur- viss og standa af sér hverja raun eins og verkfall væri. - „Vestrænt rétíarfar" (Framhald af 2. síðu). Afríkumenn af Kikujuættflokkn- 2. nóvember. Enskar lögreglusveitir drepa 11 Afríkumenn. Fjórir þeirra voru foringjar í mótspyrnuhreyfingunni. 17. desember. 9 Afríkumenn hengdir — fimm fyrir morð, einn fyrir að hafa í fórum sér ólögleg skotfæri, einn fyrir ólöglega skammbyssu, einn vegna heimagerðrar byssu og einn fyrir að hafa hitt þann síðarnefnda að máli. Já! Þið lesið rétt, hengdur fyrir að hafa hitt mann að máli. Slíkar eru aðfarir „frjálsa heimsins“, í þeim hlutum veraldar, sem ekki er tekið þegjandi við „lýðræðinu“. í franska hluta Norður-Afríku er reyndar alls ekki nauðsynlegt að hitta neinn að máli, til þess að geta átt von á að ver,ða útrýmt. En bót er sú í máli, að franskir ráðherrar tala mjög sannfærandi um að dagar nýlendukúgunarinnar séu úr sögunni. Alsír er jú engin nýlenda — bara hluti af Frakk- landi. Aðeins fáar svipmyndir frá höf- uðstöðvum „hins frjálsa heims“, Bandarikjunum, frá sl. ári: Hver minnist nú Matusows? Matusow var fremsta vitni ríkislögreglunnar og McCarty’s gegn öllum „óamer- ískum“. Hann var maðurinn sem sendi með vitnisburðum sínum fjölda manna í margra ára fang- elsi, m. a. marga kommúnista. En svo skeði það að hann „frelsaðist". Hann játaði opinberlega í blöðum að vitnisburður sinn hefði verið upploginn og að sér hefði verið mútað. Hann fékk sinn dóm: tveggja ára fangelsi fyrir að lítils virða réttinn! En fórnarlömb hans? Jú, þau sitja í fangelsum enn þann dag í dag, og áfrýjunum þeirra hefur hvergi verið anzað. Og negrapresturinn Lee, sem var skotinn til bana af óþekktum bófaflokki 1. júní 1955 — hann hafði neitað að láta strika sig út kjörskrá. Eða 14 ára svertingja- drengurinn, sem var myrtur fyrir að hafa blístrað í návist hvítrar konu. Líki hans var svo misþyrmt að það var nær óþekkjanlegt og á þeirri forsendu voru morðingjarn- ir dæmdir sýknir, meira að segja af hæstarétti! Þann 11. október var svertingjakirkjan í Lake City í Californíu brennd til ösku, af því að presturinn þar var leiðtogi gegn kynþáttámisréttinu. 12 ára svert- 'ngjadrengur, Tim Hudson, fannst, í nóvember, drepinn á hryllilegan hátt. Rétt áður en hann var myrt- ur hafði hann átt í sennu við hvít- an jafnaldra sinn út af einum doll- araseðli, sem þeir höfðu fundið. Herbert Johnson í Texas, formað- ur nefndar, sem berst fyrir jafn- rétti hvítra og svartra manna, sem fannst stunginn til bana 7. desem- ber. Hvítur kviðdómur sýknaði á Þorláksmessu kaupmanninn Ira Hinton, sem drepið hafði svert- ingjann Howard Bromley í Vir- ginia. Svertinginn hafði notað „gróf skammaryrði" og þá hlupu óvart skot úr skammbyssu kaup- mannsins. Reyndar þrjú talsins. Já, það er vissulega engin furða þótt fyrirsvarsmenn „frjálsa heims ins“ hafi sig alla við að passa upp á „frelsi einstaklingsins" og „rétt- indi borgaranna“, t. d. í Tékkó- slóvakíu og öðrum Austur-Ev- rópulöndum og gráti fögrum tár- um yfir því sem miður er um rétt- arfar í þeim löndum. Fundur stuðningsmanna Alþýðubandalagsins verður haldinn í ALÞÝÐUHÚSINU á Akureyri n. k. sunnudag kl. 4 síðdegis. FUNDAREFNI: Stjórnmálaviðhorfið og kosningabaráttan. Málshefjandi verður EINAR OLGEIRSSON, varafor- maður Alþýðubandalagsins. Allir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins eru velkomnir ALÞÝÐUBANDALAGIÐ. Pálmholt Dvalarheimilið Pálmholt tekur til starfa 1. júní og verð- ur starfrækt 3i/£ mánuð. Tekin verða börn á aldrinum þriggja til fimm ára. Þeir, sem ætla að koma börnum til dvalar þar, snúi sér til undirritaðara kvenna, sem gefa allar nánari upp- lýsingar. Kristín Pétursdóttir, Spítalaveg 8, sími 1038. Soffía Jóhannesdóttir, Eyrarveg 29, sími 1878. Nýjung! ■■■d^^S^þ VINNUBUXUR Fataverksnúðjan Hekla á Akureyri cr nú byrjuð að framleiða nýja gerð af vinnubuxum úr vinnufataefni, er ber af öðrum slíkum efnum. Er það ofið úr ull, bómull og undraefninu Grilon, sem er sterkara en nælon. Ullin gefur buxunum lilýleika, sem venjulegar vinnubuxur hafa ekki, og Grilon gef- ur þeim slitþol langt fram yfir aðrar vinnubuxur. Kynnizt þessari nýjung, reynið Grilon-vinnubuxumar. — Þær fást hjá kaupfélögum um allt land og fjölmötgum öðmm verzlunum. SALA hefst á ódýrum og gölluðum vörum í bak- húsinu Hafnarstræti 103, þriðjud. 17. apr. Komið og gerið góð kaup á: Prjónavörum, vefnaðarvörum, fatnaði o- fl. Verzlunin DRÍFA.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.