Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.04.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 13.04.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 13. apríl 1956 íhaldið lýsir yfir: Erlend stjórnarvöld eiga að ráða því hvort hernáminu verður aflétt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og málgögn hans hafa nú gert landslýð öllum ljósa grein fyrir af- stöðu sinni í hernámsmálunum. Við afgreiðslu Alþingis á þings- ályktunartillögunni um brottför hersins stóðu þingmenn flokksins allir gegn endurskoðun hernáms- samningsins og öllum breytingum a hernáminu. í blöðum flokksins hefur svo flokkurinn áréttað þessa afstöðu sína og lýst því yfir að ísland eigi ekki aðeins að vera hernumið um ófyrirsjáanlegan aldur, heldur séu það svik á „samkomulagi lýðræð- isflokkanna" og „svik við samn- inga íslands og hinna vestíænu þjóða“, ef herinn verði rekinn á braut án samþykkis Atlantshafs- bandalagsráðsins. Nú er það alkunnugt að sam- kvæmt hernámssamningnum er það á valdi íslendinga sjálfra að meta það hvenær „friðartímar" séu og hvenær „heimsástandið sé það tryggt“ að ekki sé „þörf her- verndar". Þessum rétti íslendinga vill íhaldið farga fyrir fullt og allt og veita Bandaríkjamönnum og A.- bandalagsráðinu sjálfdæmi um framtíð landsins. íhaldið er því orðið bandarískara en bandarískir stjórnmálamenn sjálfir þykjast vera. .............................. I Peðið | I Flestum verkamönnum mun j \ enn í fersku minni afstaða Þjóð | I varnarflokksins í verkföllunum | | miklu á sl. vori, er blað þeirra, 5 | „Frjáls þjóð“, snerist í lið með | \ svartasta íhaldinu og afflutti | 1 málstað þeirra þúsunda, sem f 1 þá þreyttu fangbrögð við \ \ skammsýna afturhaldsstjórn og \ | handbendi hennar. Enginn 5 I verkamaður gaf þá gaum f § gjammi Bergs Sigurbjörnssonar i i og félaga hans, er þeir reyndu i i af sinni litlu getu, en ótvíræð- 5 i um vilja, að spilla traustri sam- | i stöðu verkfallsmanna, enda \ | gengu þeir með sigur af hólmi | i þrátt fyrir klofningstilraunir : i hinna einangruðu angurgapa. i 1 Enn vegur Þjóðvarnarflokk- | f urinn, eða meirihluti foringja i \ hans, nú í sama knérunn og i i tekur sér stöðu gegn bandalagi i I alþýðunnar. Hinir gætnari og f i frjálslyndari menn flokksins, = I sem eindregið vildu standa við f i hlið alþýðusamtakanna, hafa \ [ verið ofurliði bornir, en æfin- f i týramennirnir hafa tekið þar \ | alla stjórnartauma. i i En útkoman mun verða hin j i sama og í vor. Alþýðusamtökin i i munu nú enn síður en þá gefa j f gaum að glamri æfintýralýðs- f i ins og standa saman í komandi i i kosningum eins og þau gerðu í f i verkfallinu. i Hingað til hefur Þjóðvarnar- \ í flokkurinn verið peðið í ís- j i lenzkum stjórnmálum. Eftir i | næstu kosningar verður hann f i ekki lengur með í leiknum. i j Jafnvel hlutverk peðsins reyn- f I ist honum um megn. ..........MMMM.....MMMMMMMMMII... En þaðá lxka von nokkurrar um- bunar. í bandarískum blöðum er nú mjög rætt um það að „á sviði eínahaésmálanna bjóðist Banda- ríkjunum nú möéuleikar til éaÉn~ leéia aðéerða, sem kynnu að hala heppileé áhrit á slendinéa þeéar þeir éanéa að kjörborðinu í júní“, eins og New York Times segir 1. þ. m. Það er sýnt að bandarískir ráða- menn halda að íslendingar láti fal- ar skoðanir sínar eins og íhaldið hefur þeim jafnan verið falt og varla þarf að efa í gegnum hvaða greipar mútuféð á að renna, en það er jafnvíst að íslendingar munu launa það að maklegleikum. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir bæjarins við gatnagerð í sumar Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar 27. f. m. lágu fyrir til afgreiðslu tillögur bæjarverkfræðings um framkvæmdir við gatnageerð og holræsa- og gangstéttalagnir. Sam- kvæmt tillögum eru hinar fyrir- huguðu framkvæmdir þessar helztar: Holræsalögn í Aðalstræti, mal- bikun Geislagötu norður að Gránufélagsgötu og gangstéttar- lögn með henni að austan þangað. Holræsalögn í Sandgerðisbót, kantsteinn lagður með Fjólugötu að sunnan, Byggðavegur gerður fær milli Þingvallastrætis og Hrafnagilsstrætis, norðureendi Að- alstrætis malbikaður ofan á göt- una (án púkkunar), holræsalögn í Tryggvabraut og gatan malbikuð, gangstétt lögð í Kaupvatngsstræti um 120 m. spöl, löguð gatnamót Brekkugötu og Helgamagrastrætis, gangstétt lögð í Ránargötu frá Eyrarvegi og í Grenimel, Ásvegur gerður akfær og lagt þar holræsi í 220 m. spöl, og holræsalögn í Lögmannshlíð og Stórholt. Alls er áætlað, að þessar fram- kvæmdir, auk viðhalds malbik- aðra gatna, kosti um 1.4 millj. kr. Ný ferðabók HEYRT OG SÉÐ ERLEND- IS, eftir Guðmund Jónsson, garðyrkjumann. Nýlega er útkomin bók eftir Guðmund Jónsson, garðyrkju- mann. Er bókin þættir úr minn- ingum höfundar frá þeim árum, er hann var starfandi garðyrkjumað- ur í Danmörku og frá ferðum hnas erlendis. Frásögnin er létt og fjörleg og þarf engum að leiðast félagsskap- ur Guðmundar. Bókin er 132 bls., smekklega út- gefin, svo sem algilt er um bækur frá Prentverk Odds Björnssonar. Ferminéarmessa kl. 10.30 f. h. á sunnudaginn kemur í Akureyrar- kirkju. — P. S. Stefán Guðmundsson, Brekku- götu 5 B, Akureyri, verður sjötug- ur 15. þ. m. Hjúskapur. Á páskadag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðný Þórhalla Pálsdóttir og Baldur Sveinsson húsasmíðanemi. Heimili Oddagata 7, Akureyri. — 6. apríl: Ungfrú Guðrún Ingveldur Benediktsdóttir og Hilmar Símon- arson, togarasjómaður. Heimili: Skipagata 5, Akureyri. Næstu sýninéar Leikfélaésins eru n.k. laugardags- og sunnudags- kvöld. — Aðgöngumiðasími 1639. Fjáröflunardaéur Kvenfélagsins Hlífar á Akureyri verður fyrsta sumardag, að venju. Þá verður merkjasala, kaffisala og fleira. — Allur ágóði rennur til barnaheimil- isins Pálmholts. Bæjarbúar hafa á undanförnum árum kunnað að meta þessa starf- semi og munu enn gera. Barna- heimilið Pálmholt er eftirsóttur og vinsæll staður og bætti að mun aðstöðu sína með byggingu leik skálans, sem tekinn var í notkun fyrrasumar. Frá héraðslækni. Erlendur Kon- ráðsson, læknir, gegnir störfum fyrir héraðslækni í Akureyrarhér- aði frá 10. apríl til 10. maí næstk. Dánardæéur. Látinn er í Fjórð- ungssjúkrahúsinu hér í bænum Skafti Eiríksson, Brekkugötu 29. Var hann um áratuga skeið starfs- maður á Gefjun. Þá er og nýlátin ekkjan Rósa Guðmundsson, Brekkugötu 2, fyrr um húsfreyja að Botni í Hrafna gilshreppi. Toéararnir. Harðbakur kom af veiðum 3. apríl. Landaði 120 tonn um af saltfiski og 10 tonnum af nnýjum fiski. Fór á veiðar 4. apríl. — Svalbakur kom af veiðum 4. apríl. Landaði 111 tonnum af salt- fiski og 70 tonnum af nýjum fiski. Fór á veiðar . apríl. — Kaldbakur kom af veiðum 5. apríl. Landaði 108 tonnum af saltfiski og 5 tonn- um af nýjum fiski. Fór á veiðar 6. apríl. — Sléttbakur kom af veið- um 6. apríl. Landaði 89 tonnum af saltfiski. Fór á veiðar 7. apríl. Hjúkrunarkonur ljúka prófi í marz í vor voru eftirtaldar hjúkrunarkonur brautskráðar frá Hjúkrunarkvennaskóla Islands. Ásdís Óskarsdóttir frá Vík Mýrdal, Ester Kristjánsdóttir frá Hvoli í Mýrdal, Guðbjörg Pálma dóttir frá Akureyri, Guðrún Alda Kristjánsdóttir frá Akureyri,Helga Karlsdóttir frá Reykjavík, Hólm fríður Stefánsdóttir frá Sandgerði Hrefna Þórdís Egilsdóttir frá Reykjavík, Ingibjörg Þóranna Melsteð frá Reykjavík, Jóhanna Rósinkranz frá Reykjavík, Vigdís Magnúsdóttir frá Hafnarfirði, Þór- hildur Gunnarsdóttir Hólm frá Keflavík, Þuríður Selma Guðjóns- dóttir frá Vestmannaeyjum. AlþýðubandaSagið og Álþýðusamhandið Málgögn Hræðslubandalagsins og íhaldsins halda enn áfram óráðshjali sínu um „misnotkun Alþýðu- sambandsins“ í sambandi við stofnun Alþýðu- bandalagsins. Það er því ekki úr vegi að rifja upp hver þessi afskipti hafa verið og í hverju „misnotk- unin sé fólgin: Alþýðusambandið gerði ítrekaðar tilraunir til þess að vinstri stjórn yrði mynduð á grundvelli stefnu- yfirlýsingar sinnar, með þeim þingmeirihluta, sem vinstri flokkarnir áttu. Verkalýðssamtökin um allt land studdu viðleitni Alþýðusambandsins. Aðeins eitt félag af 160 lýsti andmælum sínum. Eftir að sýnt var að foringjar Framsóknar- og Al- þýðuflokksins mundu hindra myndun vinstri stjórnar ákvað fullskipuð sambandsstjórn og full- trúar fjórðungssambandanna að beita sér fyrir stofnun kosningasamtaka alþýðunnar til þess að hindra að stjórnmálalegt afl hennar yrði tætt í sundur og lamað í kosningunum, heldur yrði það sameinað að því marki að efla áhrif alþýðusamtak- anna á Alþingi, m. a. til þess að koma í veg fyrir dýrkeypt verkföll og vinnudeilur og koma fram réttindæamálum alþýðu í samræmi við lög og stefnuskrá Alþýðusambandsins. í samræmi við þessa ákvörðun hafði svo stjórn ASÍ milligöngu og forgöngu um stofnun Alþýðubanda- lagsins. Sósíalistaflokknum, Alþýðuflokknum og Þjóðvarnarflokknum var öllum boðin þar þátttaka á jafnréttisgrundvelli, en hægri foringjar tveggja hinna síðarnefndu börðu fram neitun á þessu sam- starf i í óþökk þúsunda óbreyttra fylgismanna flokkanna og margra forystumanna, sem hafa skip- að sér um málstað vinnustéttanna í komandi kosn- ingum. Það, sem gerzt hefur, er því í sem stytztu máli þetta: Alþýðusambandið hefur lagt því lið, eftir getu, að mynduð yrðu sem sterkust stjórnmálasam- tök vinstri manna á verkalýðssinnuðum grundvelli og það hefur ráðlagt félögum sínum að styðja þessi samtök til þess að efla áhrif alþýðunnar á Alþingi og komast þannig hjá verkföllum og vinnudeilum. Með stofnun Alþýðubandalagsins er lokið afskipt- um ASI af kosningabaráttunni. Það hefur gegnt þeirri skyldu sinni að leggja grundvöll að einingu alþýðunnar og hvatt hana til þess að standa fast saman á þeim grundvelli, og nú er það hlutur hvers alþýðumanns að velja og hafna. i Það er næsta athyglisvert að málgögn Ihalds og Hræðslubandalagsins telja sér nauðsynlegt að ljúga því gegn betri vitund, að Alþýðusambandið hafi verið gert að pólitískum flokki, að það bjóði fram í kosningunum, að það eigi að standa undir kosn- ingabaráttunni fjárhagslega o. s. frv„ o. s. frv. Ekk- ert af þessu hefur gerzt eða mun gerast og enginn, sem nokkru lætur sig skipta sannleikann, trúir einu orði af blekkingavaðli þeirra. ) Á því er ekki vali að stjórnmálaþroski íslenzkrar alþýðu er Jiað mikill, að lnin lætur hvorki ginnast af fagurmælum liinna frægu reiknimeistara Hræðslubandalagsins né óráðshjali þeirra og heila- spuna um „mistnotkun“ Alþýðusambandsins. Þeim mun ekki treinast veganesti blekkinganna fram til 24. júní, er íslenzkar vinnustéttir gera upp sakirnar við |)á flokka, sem staðið liafa saman í 9 ára stríði gegn hagsmunum þeirra. VERKHlflÐURinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Björn Jónsson (áb.), Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Halnarstræti 88. Sfrni 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.