Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.04.1956, Síða 1

Verkamaðurinn - 20.04.1956, Síða 1
MKHlMRinn XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 20. apríl 1956 Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins á Akureyri hólu kosningabaráttuna með fjölsóttum lundi sl. sunnud. 18 manna kosninganef nd, skipuð mönn- um úr fjórum stjórnmálaflokkum, kjörin til að hafa forustu um kosn- inngarundirbúninginn Jón B. Rögnvaldsson, Hjörleifur Hafliðason, Baldur Svanlaugsson, Guðrún Guðvarðardótt- ir og Björn Jónsson kjörin í framkvæmda- nefnd bandalagsins á Akureyri Guðrún Guðvarðardóttir, for- maður Fulltrúar. verkal.fél., Hannes Jónhannsson, iðn- verkamaður, Hjörleifur Hafliðason, gjald- keri Iðju, fél. verksm.fólks, Ingólfur Árnason, verkfr., Jón Ingimarsson, form. Iðju, fél. verksmiðjufólks, Jón B. Rögnvaldsson, bílstj., (Framhald á 4. síðu.) _____________________15. tbl. Rakarastofa Sigvalda og Birgis í nýjum búningi Rakarastofa þeirra félaga, Sig- valda og Birgis í Hafnarstræti 105 hefur tekið miklum stakkaskipt- um. Hafa þeir stækkað hana og breytt innréttingu algerlega, mál- að hana í skemmtilegum litum og bætt við innanstokksmunum. — Bæði biðpláss og vinnupláss er rýmra og greiðara um afgreiðslu. Þeir Sigvaldi og Birgir hafa rekið rakarastofu á þessum stað nú í 6 ár og notið vinsælda, og nú er rak- arastofa þeirra orðin mjög vistleg. Stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins hér í bænum hófu kosn- ingabaráttu sína með fundi er þeir héldu með sér í Alþýðuhúsinu sl. sunnuda kl. 4 síðdegis. Var fund- urinn fjölsóttur (nokkuð á annað hundrað manns), þótt fundartími væri mjög óheppilegur, m. a. F ramsóknarbandalagið býður Friðjón Skarp- héðinsson fram á Akurey ri Alþýðuflokkurinn neyddur til að varpa Steindóri Steindórssyni fyrir borð. Framsóknarbandalagið hefur ák.veðið Friðjón bæjarfógeti Skarphéðinsson verði í kjöri af bandalagsins hálfu á Akureyri í kosningunum 24. júní. Svo er látið heita, að „trúnaðar- ráð Alþýðuflokksins" hafi ráðið framboði þessu, en flestir líta svo á, að þar hafi vilji Framsóknarfor- ingjanna ráðið úrslitum. Mælist framboð Friðjóns mjög misjafnlega fyrir meðal þeirra sem enn veita Alþýðufl. að málum, og þá einkum vegna þess að Stein- dóri Steindórssyni, sem barizt hef- ur af harðfylgi í vonlausri kosn- ingarbaráttu við allar þingkosning- ar síðan 1946, er nú ýtt til hliðar til þess að þóknast KEA-forstjór- unum. Þykir mörgum Steindóri illa launuð áralöng barátta, er hann fær nú ekki að vera í kjöri, þrátt fyrir fullan vilja, í fyrsta skipti, sem nokkrar líkur eru á að uppbótarsæti fáist á framboðið. Friðjón Skarphéðinsson hefur verið bæjarfógeti hér síðan 1945 og er talinn samvizkusamur emb- ættismaður, en á hér enga forsögu sem forustumaður almennings né áhugamaður um almenn mál. vegna þess að hundruð manna voru bundin við fermingarathafn- ir. Frummælandi á fundinum var Einar Olgeirsson, varaformaður Alþýðubandalagsins. Flutti hann ýtarlega og afburðasnjalla ræðu um stjórnmálaviðhorfið og hlut- verk Alþýðubandalagsins. Var máli hans ákaft fagnað af fundar- mönnum. Aðrir ræðumenn á fund- inum voru Jón B. Rögnvaldsson, Björn Jónsson og Þorsteinn Jóna- tansson. Var ræðum þeirra allra mjög vel fagnað. KJÖRIN KOSNINGANEFND. Á fundinum var kjörin, með at- kvæðum allra fundarmanna, kosn- inganefnd, skipuð 18 mönnum. — Var nefndinni falið að ákveða framboð Alþýðubandalagsins í kjördæminu og að hafa forustu í kosningabaráttunni. Nefndina skipa þessir menn: Baldur Svanlaugsson, bifreiðasmiður, Bjami Finnbogason, ráðun., Björn Jónsson, form. Verka- m.fél. Akureyrarkaupst., Eyjólfur Ámason,gullsmiður, Þrjár leiðir í kjarabarátfunni Á árunum 1947 til 1955 tókst stjórnarflokkunum að lækka kaupmátt launa verkamanna og annarra vinnu- stétta um 20%, þrátt fyrir fórnfreka varnarbaráttu, sem alþýðusamtökin háðu á þeim ámm. Þegar alþýðusam- tökin ákváðu í ársbyrjun 1955 að leita réttar síns með verkfallsaðgerðum, ef annað dygði ekki, þá sögðu stjórnarflokkarnir: „Alþýðusamtökin eiga ekki að berjast fyrir kjarabótum með verkföllum.“ Nú í ársbyrjun 1956 vógu stjórnarflokkarnir enn í sama knémnn, sem svo oft áður, og lögðu 250 milljóna króna álögur á alþýðu landsins til þess að svifta hana vemlegum eða mestum hluta kjarabótanna sem unnust 1955. Nú hafa alþýðusamtökin ákveðið að beita ekki verkfallsvopninu, heldur freista þess að rétta hlut sinn með því að gera stjórnmálabandalag alþýðunnar að úr- slitavaldi á Alþingi. En þá koma stjórnarflokkarnir og dindillinn aftan í öðmm þeirra og segja: „Alþýðusamtökin eiga ekki að berjast fyrir kjarabótum með stjórnmálaaðgerðum.“ Sem sagt: Alþýðusamtökin mega ekki berjíist með verkfallsvopninu og ekki heldur með stjómmálaaðgerð- um. Hver er þá þriðja leiðin? Jú, hún er auðvitað sú að SITJA AUÐUM HÖNDUM OG GERA EKKI NEITT meðan ávöxtum kjarabaráttunnar er rænt, hverjar álögurnar á fætur öðmm em lagðar á bak vinnustéttana, dýrtíðin mögnuð og atvinnvegum þjóð- arinnar siglt í strand, og fámenn en gírug auðmanna- klíka í Reykjavík veltir sér í auðinum af striti fólksins. Slík eru sameiginleg ráð íhaldsins og Framsóknarbanda- lagsins — en er trúlegt að alþýða manna líti á þau sem heilræði? Því svarar hver vinnandi maður á alþingis- kosningunum. Alþýðubandalagið opnar kosn- ingaskrifstofu í Verkalýðshúsinu Skrifstofan verður opin kl. 4-7 daglega Alþýðubandalagið opnar í dag kosningaskrifstofu sína hér í bænum og verður hún í Verkalýðshúsinu (salnum). Skrif- stofan verður fyrst um sinn opin kl. 4—7 e. h. alla daga. Allir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem geta og vilja vinna að undirbúningi kosninganna, eða þurfa að fá upplýsingar og fyrirgreiðslu í sambandi við þær, eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna. Þar verður einnig tekið við framlögum í kosningasjóð bandalagsins. Hver vogar serí „Heima er bezt“ Aprílhefti tímaritsins „Heima er bezt“ er nýkomið út. I þessu hefti eru greinar og frásagnir eftir rit- stjórann, Steindór Steindórsson, Árna Jónsson, Hákon Guðmunds- son, Tómas Tryggvason, Guð- mund Jónsson, Pál Bergþórsson, Helga Valtýsson, Pál Guðmunds- son, Hannes frá Hleiðargarði, Ól- öfu Sigurðardóttur, og auk þess framhaldssaga og myndasaga. Lengsta greinin er eftir Árna Jónsson, kennara. Heitir hún: Þar sem lítiS o£ læknarnir búa og fjallar um Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sögu þess, rekstur og starfslið. Er greinin prýdd miklum fjölda mynda. í Degi, 14. þ. m., getur að líta þessa gullvægu setningu: Eða hverjum dettur í hug að Framsóknartlokkurinn og Al- þýðutlokkurirm muni voga sér að svíkja þá stefnu, sem þeir hafa skýrt og ákveðið markað Já, það má nú segja — margt er manna bölið.. — Of- an á alla hræðsluna um stór- fellt fylgishrun og tap margra kjördæma í alþingiskosningun- um, skulu svo framámenn hræðslu — nei afsakið — Framsóknarbandalagsins þurfa að bera þann kross, að menn vogi sér að draga i efa einlægn- ina að baki gylliboðanna nú rétt fyrir kosningar! En það skyldi þó ekki læð- ast að sakleysingjunum, sem skrifa Dag, að grunsemdir al- mennings séu ekki alveg ástæðulausar, þegar litið er til fortíðarinnar. Auðvitað væri illa gert að fara langt aftur í tímann til þess að sýna lodd- araleikinn, sem Framsókn hef- ur leikið fyrir almenning kring- um kosningar, enda gerist þess engin þörf. Hvernig var það í kosning- unum 1953? Þá hafði Fram- sókn slitið stjórnarsamstarfi við íhaldið og dæmdi það óal- andi og óferjandi. Þá var nú al- deilis ekki siglt út í kosninga- baráttuna með Ihaldssamvinnu- fánann við hún. En hvað gerð- ist eftir kosningar? Öll stóru orðin um íhaldið voru strikuð! út og Framsókn lagðist í eina' sæng með Ólafi Thors og! kumpánum hans. Síðan settu1 þessir flokkar saman málefna-! samning um lausn helztu | vandamála þjóðarinnar og! Ihaldið var aftur orðið harla' gott samskiptis í augum Fram-: sóknarforingjanna þangað til að kosningar nálguðust. Þá ; kom nýtt hljóð í strokkinn. — ■ Tíminn lýsir árangrinum af ; sameiginlegri stjóm íhalds og ! Framsóknar 1953—56 á þessa ; leið í sl. viku: | „Því verður ekki lengur ! mótmælt að stjórnar- skútan hafi raunverulega strandað vegna GETU- LEYSIS áhafnarinnar til að fást við dýrtíðina. Það;; er ekki lengur borið á móti því, að atvinnuveg- irnir séu á HELJAR- ÞRÖM, VERZLUNAR- höft komin í algleyming og ALGER STÖÐVUN á næsta leiti. Allt þetta er Morgunblaðið nú far- ið að viðurkenna beint og óbeint. Annað er ekki heldur hægt.“ Nú ættu rithöfundar Dags, þeir sem spyrja í forundran „hverjum dettur í hug að Fram- sóknarfl. og Alþýðufl. vogi sér að svíkja þá stefnu sem þeir hafa skýrt og ákveðið mark- að?“ að svara þeirri spurningu, hvort þetta hafi verið stefnan sem Framsókn markaði fyrir síðustu kosningar eða var hún kannske svolítið gylltari en sú lýsing sem Tíminn gefur nú af efndunum? L Hjúskapur. 12. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju, af séra Pétri Sigurgeirs- syni, ungfrú Málfríður Sigurðar- dóttir frá Borgarnesi og Gísli Bjamason, háseti á varðskipinu Ægi. Skógræktaríélag TjarnargerSis heldur bazar að Stefni 22. apríl n. k. kl. 4 síðdegis. — Nefndin.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.