Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.04.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 20.04.1956, Blaðsíða 4
' 4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 20. aprfl 1956 Alþýðubandalagið á miklu og dagvaxandi fylgi að fagna á Vestfjörðum Margir forustumenn Alþýðuflokksins á Vest fjörðum hafa sagt sig úr flokknum - Hvers konar stjórn kjósum við (Framhald af 3. síðu.) arnir og foringjarnir, sem neyddu verkalýðsstéttina til sjálfsvarnar í verkföllum undangenginna ára, skelfist og sjái alls staðar rautt, þegar launastéttirnar eru nú að rísa upp og beita sama samtaka- mættinum á stjórnmálasviðinu og þær hafa áður beitt á faglega svið- Hannibal Valdimarsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, hefur að undanförnu ferðast um Vestfirði og haldið þar fundi víða. I viðtali við Þjóðviljann í gær kemst Hannibal m. a. svo að orði um för sína: „Eg hef farið marga stjórnmála- leiðangra fyrir Alþýðuflokkinn á undanförnum árautgum, en sjald- an hef eg farið ánægjulegri ferð og fengið betri undirtektir en á Isafirði og í Norður-ísafjarðar- sýslu undanfarna" daga, sagði Hannibal Valdimarsson við Þjóð- viljann í gær, en hann var þá ný- kominn að vestan. Fyrir vestan er mikill og dagvexandi áhugi fyrir Alþýðubandlaginu, og fjölmargir forustumenn Alþýðuflokksins á Vestfjörðum hafa þegar sagt skilið við hægri mennina og fylgja ein- dregið samvinnu vinstri mahna um baráttumál verkalýðshreyfing- arinnar. „Fundurinn á Isafirði er einhver mesti og glæsilegasti stjórnmála- fundur, sem eg hef verið á,“ sagði Hannibal um fund sinn á Isafirði og gat þess síðan að fjöldi Alþýðu- flokksmanna, þ. á. m. tveir af for- ustumönnum Baldurs, þeir Pétur Pétursson og Guðmundur Eðvarðs son, styddu Alþýðubandlagið ein- dregið. „í Bolungavík ræddi eg við for- ustumenn Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar og þeir standa einhuga með Alþýðubanda- laginu; má þar t. d. nefna Pál Sól- mundsson, formann verkalýðsfé- lagsins, Benóný Sigurðsson, Haf- liða Hafliðason; einnig aðalfor- - Kosninganefnd (Framhald af 1. síðu). Jón Hafsteinn Jónsson, menntaskólakennari, Jóhann Indriðason, formaður Sveinafél. járniðnaðarm., Jóhannes Hermundss., form. Trésmiðafél. Akureyrar, Jónína Jónsdóttir, frú, Margrét Sigurðardóttir, frú, Óskar Gíslason, byggingam., Stefán Magnússon, verkam., Þorsteinn Jónatanssonð vara- form. Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. ustumann Þjóðvarnarflokksins á staðnum. Er alþýðufólk mjög ein- huga, og varð tveimur sendlum Hræðslubandlasins, sem þangað komu á undan mér, ekkert ágengt. I Hnígsdal hafa þau tíðindi gerzt, að formaður Alþýð,uflokksfélags- ins, Helgi Björnsson, og gjaldkeri Alþýðuflokksfélagsins, Ingólfur Jónsson, hafa báðir sagt sig úr Al- þýðuflokknum til að mótmæla svikum hans við málstað verka- lýðshreyfingaripnar og beita sér fyrir sigri Alþýðubandalagsins. Eg hef aldrei fengið betri við- tökur á pólitískum fundi, en eg fékk í Súðavík. Var fólk mjög langt að komið, m. a. frá Alfta- firði, Seyðisfirði og Vigur, og hús- fyllir. Vottuðu fundarmenn allir Alþýðubandalaginu fygi sitt, nema tveir íhaldsmenn sem klöppuðu hvor fyrir öðrum og létu í ljós mikinn ótta við þessi nýju samtök alþýðunnar. Oddvitinn í Súðavík, Albert Kristjánsson, hefur sagt sig úr Alþýðuflokknum og lét hann svo ummælt, að viðhorf alþýðu manna þar um slóðir sé gerbreytt eftir að málin hafa skýrst.“ Telpa 11—12 ára óskast til að gæta barna. Uppl. í Aðalstr. 14 (eða síma 1516.) BAZAR Skógræktarfélag Tjarnar- gerðsi heldur bazar að Vöru- bílastöðinni Stefni, sunnu- daginn 22. apríl kl. 4 síð- degis. Nejndin. inu og neita að láta lengur hafa sig i þann hráskinnaleik að kjósa stéttarandstæðinga á þing, sér til höfuðs, til þess að þurfa síðan að berjast gegn árásum þeirra í lang- vinnum vinnudeilum. I skelfingu sinni sitja foringj- arnir, sem svikið hafa allar sínar stefnuyfirlýsingar eftir hverjar kosningar, við fínar reiknimaskín- ur og leggja saman atkvæðatölur. Þeir reyna að lifa í þeirri trú, að fólkið sé bara atkvæði, sem unnt sé að kaupa og selja, atkvæði, sem lúti lögmálum reiknivélanna eins og dauðir hlutir. En þeir múnu sanna það 24 .júní, að það verður lifandi og hugsandi fólk, sem gengur þá að kjörborðinu og velur og hafnar í samræmi við hagsmuni sína og skoðanir. V innuvettlingar kr. 10.00 parið Vinnubuxur kr. 80 00 Sjóstakkar kr. 150.00 Vöruhúsið h.f. Skemmtiklúbbur Iðju heldur ársjagnað sinn í Al- þýðuhúsinu n. k. laugardag (annað kvöld) kl. 9 síðdegis. Skemmtiklúbbnr Iðju Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sxna ungfrú Birna Guð- mundsdóttir, Ytri-Skál, Köldu- Kinn, S.-Þing., og Svan Jörensen, Ægissíðu 111, Reykjavík. Gleðilegt sumar! Þökk fyrir veturinn! ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Var kjöri nefndarinnar fagnað mjög af fundarmönnum, enda er skipan hennar í fullu samræmi við þá hreyfingu sem fer dagvaxandi meðal vinstri manna og verkalýðs- sinna úr öllum flokkum hér í bæn- um fyrir því að gera sigur Alþýðu- bandalagsins sem mestan og glæsi- legastan í komandi kosningum. FRAMKVÆMDANEFND. Að loknum stuðningsmannafund- inum hófst fundur kosninganegnd- arinnar og kjöri hún Jón B. Rögn- valdsson formann sinn og með honum í framkvæmdanefnd þá Baldur Svanlaugsson, Hjörleif Hafliðason, Guðrúnu Guðvarðar- dóttur og Björn Jnósson, en til vara Stefán Magnússon og Jón Ingimarsson. Gleðilegt sumar! Þökk fyrir veturinn! ALÞÝÐUSAMBAND NORÐURLANDS Gleðilegt sumar! Þökk fyrir veturinn! FULLTRÚARÁÐ VERKALÝÐSFÉLAGANNA Píanóhljómleikar Hin unga og vinsæla listakona Þórunn S. Jóharuisdóttir hélt pí- anóhljómleika í Nýja-Bíó síðast- liðið föstudagskvöld. Aðsókn var mikil, og var mikil hrifning meðal áheyranda. Viðfangsefni voru mjög fjölbreytt og ágætlega valin — nokkrar af fegurstu perlum hinna miklu meistara tónlistarinnar. Og Þórunn flutti þessi fögru og áhrifamiklu listaverk á þann hátt, að auðfund- ið er, að hún er þegar orðin stór- brotin listakona, sem sameinar fullkomna tækni, djúpan skilning og eldlegt skap. Og haldi hún áfram að þroskast og fullkomnast jafn markvíst hér eftir sem hing- að til, þá er ég fullviss þess, að ekki líða mörg ár, þar til hún verður komin í fremstu röð pxanó- snillinga heimsins. Hljómleikarnir hófust með þrem litlum Sónötum eftir Scar- latti. Og Þórunn leiddi fram feg- urð, hreinleika og göfgi þessara yndislegu tónverka, þó að hljóð- færið væri mjög örðugt viðfangs og drægi talsvert úr áhrifunum. (Þetta hljóðfæri er ekki boðlegt píanósnillingi. Það þarf bráðrar aðgerðar og endurbótar, en getur þó varla orðið verulega gott.) Næst kom svo eitt af mei$tara- verkum Bachs: Chaconne í d-moll (samin fyrir einleiksfiðlu) í píanó- útsetningu ítalska meistarans Ferruccio Busoni. Þetta er afarerf- itt verk og meðal þess fegursta, sem samið hefur verið af tónlist, varla talið annarra meðfæri en fullþroskaðra snillinga. En Þórunn hafði slíkt vald á því, að það var sem leikur í höndum hennar, og hún töfraði fram fegurð þess, tign, lofgerð og tilbeiðslu. Þriðja viðfangsefnið var Sónata í e-moll eftir E. Grieg, stórfagurt verk og snildarvel leikið. A síðari hluta efnisskrárinnar voru þessi lög: Etude eftir Henselt, Impression eftir Jóhann Tryggvason, (Um þjóðsöguna Dansinn í Hruna), mjög vel samið lag og táknandi, Impromptu í F eftir G. Fauré, Waldesrauschen (Skógarþytur) eft- Fr.Liszt, Impromptu í Fis-dúreftir Fr. Chopin og Ballade No. 1 í g- moll eftir sama höfund. Oll voru þessi lög flutt með miklum ágætum, og komu ein- kenni hvers lags og höfundanna svo skýrt fram og eftirminnilega, að segja mátti, að hvert lag væri lifandi persónuleiki. Það er Þórunni höfuðatriði að leiða fram tónskáldin sjálf, hug- sjónir þeirra og tilfinningar. En hún er eins og allir beztu hljóð- færaleikarar laus við þá tilfinn- ingasemi, sem stafar oft af því, að hljóðfæraleikarinn er uppteknari af sjálfum sér en tónlistinni, sem hann á að túlka. Minnir hún að þessu leyti á Harald Sigurðsson. En þótt öll lögin á þessum hljómleikum væru vel og snilld- arlega flutt, þá báru þó lög Chopms af, einkum hið síðlara: Ballade. Það var fullkomið á allan hátt, og áhrif þess ógleymanleg. Að síðustu lék Þórunn tvö auka- lög. Við erum með réttu stoltir, ís- lendingar, af löndum okkar, sem vinna afrek í íþróttum, tafli o. s. frv. En hve miklu fremur megum við fagna yfir þeim, sem vinna af- rek í hinum æðri listum: bók- menntum, myndlist, tónlist. Þeir, sem leggja út á þá braut, leggja sjálft lífið að veði. Og það er þeim að þakka, að heimurinn lítur á okkur sem menningarþjóð. Þeir eru okkar eina varnarlið og rétt- læting tilveru okkar sem sjálf- stæðrar þjóðar gagnvart umheim- inum. Og það er líka skylda þjóð- arinnar að standa trúlega að baki slíkra listamanna og láta þá finna það við öll tækifæri, að við skilj- um og metum störf þeirra. Það er þeim meira virði en flestir gera sér grein fyrir. En á þann stuðning fólksins að baki listamannanna hefir oft skort átakanlega, því miður. Þegar þjóðin fylgist eins vel með öllum hljómleikum ís- lenzkra tónlistarmanna erlendis eins og hún fylgist með afrekum íþróttamanna, þá má vænta mik- illa afreka, og þá mun íslenzka þjóðin njóta aukinnar virðingar og vinsælda. A. S. Kjörskrá fyrir Alþingiskosningarnar 24. júní 1956 liggur frammi, almenningi til sýnis, á bæjarskrifstofunum frá og með fimmtudeginum 24. apríl til og með fimmtudagsins 21. maí n. k. Kærur vegna kjörskrárinnar þurfa að hafa borist á bæjarskrifstofurnar fyrir 3. júní n. k. , Akureyri, 20. apríl 1956. BÆJARSTJÓRI. Hólmarnir verða seldir til leigu á bæjarstjómarskrifstöfun- um 21. apríl n.k. kl. 2 e.h. Akureyri, 16. apríl 1956. BÆJARSTJÓRI.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.