Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.04.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 27.04.1956, Blaðsíða 1
VERKRlMRinil XXXIX. árg. Framboð Alþýðu- bandalagsins Héraðsnefndir og miðstjórn Al- þýðubandalagsins hafa ákveðið eftirtalin framboð af hálfu banda- lagsins: í Strandasýslu Steingrím Páls- son, umdæmisstjóra í Hrútafirði. Steingrímur var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í síðustu kosning- um og jók þá mjög fylgi hans. í Austur-Skaftafellssýsslu verð- ur Ásmundur Sigurðsson, bóndi að Reyðará, í kjöri. í Árnessýslu verður listi Al- þýðubandalagsins þannig skipað- ur: Magnús Bjarnason, verkstjóri, ritari Alþýðusambands íslands. Björgvin Sigurðsson, formaður Verkalýðsfél. Bjarma Stokkseyri. Guðmundur Helason, formaður Alþýðuflokksfélags Selfoss. Ingólfur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flóaáveitunnar. Nýtt smáíbúðahverfi Lóðaskrárritari bæjarins, Ásgeir Valdemarsson, hefur gert uppkast að skipulagi að svæðinu nyrzt við Byggðaveg að vestan og öðru svæði þar vestur af. Er þar gert ráð fyrir einnar hæðar smáíbúðar- húsum. Hafa bæjarráð og bygg- inganefnd fyrir sitt leyti fallizt á uppkast þetta og óskað umsagnar skipulagsnefndar ríkisins á því. Þá hefur skipulagsnefnd ríkisins gert uppkast að svæðinu nyrzt á Oddeyri, austan Glerárgötu, og sunnan Tryggvagötu, og einnig svæðinu beggja vegna Þingvalla- strætis, en vestan Byggðavegs. — Hafa bæjarráð og bygginganefnd fallizt á tillögur skipulagsnefndar í megindráttum, en gert þó tillög- ur um nokkrar breytingar. Akureyri, föstudaginn 27. apríl 1956 16. tbl. Myndin sýnir hluta mannfjöldans er sótti fund Alþýðuhandalagsins síðastliðinn sunnudag. Fjölmennur og glæsilegur kjósendafund- ur á Akureyri einhuga um sigur Alþýðu- bandalagsins Fulltrúar hræðslubandalagsins hlutu aðeins fylgi 11 fundarmanna af 300 Alþýðubandalagið boðaði til al- menns kjósendafundar í Alþýðu- húsinu sl. sunnudag. Var hvert sæti skipað í húsinu, en tugir manna stóðu víðs vegar um salinn og í anddyri. Munu fundarmenn ekki hafa verið undir þrem hundr- uðum. Jón B. Rögnvaldsson ,for- maður héraðsnefndar Alþýðu- bandalagsins, stjórnaði fundinum. Frummælendur af hálfu Al- þýðubandalagsins voru þeir Hannibal Valdimarsson og Karl Guðjónsson. Flutti Hannibal ýtar- lega og snjalla ræðu um stjórn- málaviðhorfið, allan aðdraganda að stofnun Alþýðubandalasins, hlutverk þess og stefnu, en Karl Guðjónsson ræddi einkum efna- hagsmál þjóðarinnar og þær leiðir sem vinstri stjórn yrði að fara til þess að leysa þau. Var ræða Karls hin merkasta og fróðlegasta. Var ræðum frummælenda tekið frá- bærlega vel. Frá kosningaskrifstofunni Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins á Ak- ureyri er í Verkalýðshúsinu og er simi hennar 1169. Skrifstofan er opin daglega kl. 4—7 síðdegis. Allir þeir, sem stuðla vilja að sigri Alþýðu- bandalagsins eru hvattir til að hafa sem fyrst og sem oftast samband við skrifstofuna og gefa henni allar upplýsingar, sem að gagni mega koma, svo sem um fjarverandi kjósendur o. fl- Skrifstofan tekur einnig við framlögum í kosningasjóð bandalagsins. Alþýðubandalagið er með öllu févana og hefur á ekkert að treysta fjárhagslega, nema skilning og fórnfýsi stuðn- ingsmanna sinna, en undirbúingur kosning- anna krefst óhjákvæmilega mikils fjár. Auk skrifstofunnar, sem einnig útbýtir söfn- unargögnum, veitir aðalgjaldkeri fjársöfunar- innar, FRÚ GUÐRÚN GUÐVARÐAR- DÓTTIR fjárframlögum viðtöku og einnig aðrir í framkvæmdanefndinni og stuðnings- menn, sem tekið hafa söfnunargögn. Hatmibal ílytur ræðu sírta. En Framsókn getur sagt meira. Af því að þetta er eini kjördæma- kosni þingmaðurinn, sem Alþýðu- fl. fær, þá getur hún sagt: Með því að hafa tryggt þessum manni líf, þá eigum við líka líf annarra þing- manan Alþýðufl., sem verða upp- bótarþingmenn í skjóli þessa kosna þingmanns. Pólitíska afleiðingin af þessu er sú, að Alþýðuflokkurinn á sem þingflokkur líf sitt undir Fram- sóknarflokknum. Sá maður, sem á líf sitt undir öðrum, hann getur ekki verið afar hnakkakerrtur gagnvart honum, hann getur ekki verið afar heimtufrekur við hann og minnsta kosti ef hann fer að vera það má búast við, að hinn setji hnefann í borðið og segi: Eg á þitt líf góði maður, viltu ekki bara hafa þig hægan. Ef það henti nú Alþýðuflokkinn eftir þessar kosningar, að reka harðsvíraða og róttæka verkalýðspólitík, hvað er þá líklegast að Framsóknarfl. segi. Niðurlæging Alþýðuflokksins. Engin tök eru á að birta hér út- drátt úr ræðum þeirra Hannibals og Karls, rúmsins vegna, en þar sem sá hluti ræðu Hannibals, sem fjallaði um örlög Alþýðuflokksins undir forustu Haralds og Gylfa, hefur sérstaklea verið gerður að umtalsefni í blöðum andstæðing- anna, skulu hér tilfærð nokkur ummæli hans orðrétt: „Enn er þess að geta um þetta bandalag og grundvöllinn að því, að Alþýðufl. á ekki að hafa hrein- an flokkslista í Reykjavík, heldur á Framsóknarfl. að hafa þriðja sætið á lista Alþýðufl. í Reykja- vík. Og það á að vera til þess að tryggja, að Framsóknarkjósend- urinir þar í borg rati að lista Al- þýðuflokksins í Reykjavík, rati betur skulum við segja, til þess að veita honum stuðning. Þetta þýðir það, að Framsókn- armenn geta sagt með gildum rök- um: Við eigum lífið í þeim þing- manni, sem Alþýðufl. fær kjör- dæmakosinn í Reykjavík. Við eig- um hans líf. Við höfum lagt til at- kvæðamagnið, sem tryggir kosn- ingu hans. Karl flytur ræöu sína. Sjálfsagt að verða við öllum ósk- um í því efni, kannski. Nei, eg treysti Framsóknarfl. að mörgu leyti vel sem samvinnuflokki, en eg treysti honum ekki sem verka- lýðsflokki og byggi þar á reynslu og sögu. Eg veit því, að ef Alþýðu- flokksmenn færu að krefjast rót- tækra aðgerða í verkalýðsmálum, þá má búast við tregðu, það er ýkjulaust, af Framsóknarfl., og hann mundi benda á: Við hljótum að ráða nokkuð miklu um stefn- una, því að við ráðum lífi ykkar. Við gáfum ykkur það. Ef Alþýðu- fl.-mennirnir ætluðu þá að beita hörðu á móti og segja: Ja, þá veit- (Framhald á 3. síöu.) „í trausti þess, að tak- ast megi...“ Framsóknarbandalagið hefur lagt fram svokallaða stjórnmálayf- irlýsingu og „framfaraáætlun“, sem prófessorar hægri krata og Framsóknar hyggjast fleyta sér á í komandi kosningum, að svo miklu leyti sem samlagningarregl- ur þeirra eru ekki taldar hrökkva til. I sem stytztu máli er plagg þetta fullkominn vitnisburður um það ófélega sambland af sektar- vitund, málefnalegri eymd og óskammfeilni, sem einkennir sam- einkennir samruna þeirra flokks- brota, sem hér eiga hlut að. Engum dylst að efnahagsmálin eru nú frekar en nokkru sinni áð- ur mál málanna og afstaða hins al- menna kjósanda hlýtur fyrst og fremst að markast af því, hvernig hann vill að þau séu leyst. Þetta meginmál þjóðarinnar afgreiða prófessorarnir með tveimur línum, stuttum og laggóðum: J trausti þess að takast megi að ráða bót á vandamálum efnahagslífsins. . . .“ og svo kemur „framfaraáætlunin" sem á að framkvæma, ef þessu skilyrði skyldi verga fullnægt. Þótt leitað sé með logandi ljósi stefnuskránni finnst hvergi orð um það á hvern hátt leysa eigi efnahagsmálin. Ástæðan til þess- arar furðulegu og einstæðu þagn- ar getur ekki verið nema ein og aðeins ein: Það er verið að fela „óvinsælu ráðstafanimar", sem formaður Framsóknarflokksins boðaði fulltrúum Alþýðusambands íslands, er þeir ræddu við hann og Eystein Jónsson 12. marz sl. Þá sagði hann að fyrir lægju svo óvinsælar ráðstafanir að „ekrt vit“ væri í að framkvæma þær fyrir kosningar, og það var áreiðanlega engin tilviljun að þeir félagarnir spurðu þá fulltrúa Alþýðusam- bandsins, hvort þeir vildu fallast á gengislækkun. Þögnin um lausn efnahagsmál- anna og öll loðmullan, sem soðin er í yfirlýsingu Eysteins og Gylfa, staðfestir að sjálfsögðu hinar verstu grunsemdir almennings um það, að þeir hyggist, ásamt með íhaldinu, að „leysa efnahagsmálin“ með gengisfellingu og kaupbind- ingu, ef þeir sleppa án stóráfalla út úr kosningunum. Þeir hafa framkvæmt hvort tveggja áður og stært sig af. Hver man ekki gerð- ardómslögin 1942 í stjórnartíð Hermanns? Hver man ekki gengis- lækkanimar 1939 og 1950? Hver trúir því að hugir þeirra stefni ekki til slíkra aðgerða nú, þegar þeir þora ekki að aftaka neitt í þessum efnum og hafa þó aldrei á ölium sínum mislita ferli verið eins logandi hræddir. Jafnvel hræðslan verður að víkja fyrir sektarvitundinni. Fundurinn Það er ekki talað um nema einn fund á Akureyri þessa dagana: hinn glæsilega stjórnmálafund Al- þýðubandalagsins sl .sunnudag. — Hann sannfærði Akureyringa um, að hér í bænum em að verða straumhvörf í flokksskipuninni, að Alþýðubandalagið á dagvaxandi fylgi að fagna meðal alþýðu manna. Það er engin tilviljun að málgögn Framsóknarbandalagsins helga rúm sitt að mestu áróðrin- um gegn bandalagi alþýðurmar. Það sannar aðeins að rétt er stefnt — til sigurs. 1169 er símanúmer kosninga- skrifstofu Alþýðu- bandalagsins

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.