Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.04.1956, Page 2

Verkamaðurinn - 27.04.1956, Page 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 27. apríl 1956 Sigur Alþýðubandalagsins verulegi ósigur Ihaldsins Skrýtnar hugmyndir. „Alþýðumaðurinn“ kveinkar sér sáran yfir því að forustumenn Al- þýðubandalagðsins skuli hafa mætt til fundahalda á Akureyri. Að vísu skrökvar hann til um 3 fundi, sem þeir eiga að hafa hald- ið hér á vegum Alþýðubandalags- ins, því að þeir eru ekki orðnir nema 2, þó Bragi telji þá 5. Er það auðvitað vel skiljanlegt, að Alþýðum. skelfist þær ágætu und- irtektir, sem þeir Einar Olgeirs- son, Hannibal Valdimarsson og Karl Guðjónsson hafa fengið hér og sjái margfalt fyrir hræðslu sakir. En Bragi á fleiri ásökunarefni á hendur Alþýðubandalaginu, en að það noti sér rétt sinn til opin- berra fundahalda, til kynningar á stefnu sinni. Það er sem sé ákveðið í að nota líka rétt sinn til að bjóða fram hér í bænum. Já fyrri má nú vera frekjan! Er það ekki alveg dæmalaust að Alþýðu- bandalagið skuli ekki einasta halda stjórnmálafundi, meira að segja stærri og áhrifameiri en nokkur von er til að hræðslu- bandalagið geti nokkurn tíma komið á, heldur líka gefa sífjölg- andi fylgismönnum sínum tæki- færi til þess að kjósa frambjóð- anda sinn, og það þó að sjálfur bæjarfógetinn, hinn borðalagði innheimtumaður Eysteins Jóns- sonar, sé í kjöri! Já, þær geta verið skrítnar og meira að segja miklu skrítnari en þetta, hugmyndir H.B.-manna um lýðræði og þingræði. En sleppum því í bráðina. Hver ber ábyrgðina? En það væri ekki úr vegi að taka til athugunar þver ber ábyrgðina á því að íhaldið hefur enn nokkra sigurmöuleika í kaup- staðakjördæmunum og þ. á. m. hér í bænum. Enginn é þar þyngri sök en hægra flokksbröt Alþýðufl. og Þjóðvarnarfl. Bæði Alþýðuflokkn- um í heild og Þjóðvarnarflokkn- um stóð til boða að verða þátttak- endur í kosningasamtökum vinstri manna, á jafnréttisgrundvelli. Þessu höfnuðu hægri kltkurnar. Ef þeim hefði verið jafnmikið kappsmál og þær nú láta, að fella íhaldið, þá hefðu þessir þrír flokk- ar sameiginlega gert sigurvonir íhaldsins að engu. Hvert þmgsæti, sem íhaldið kann því að fá / kaup- staðakjördæmum, utan Rv'tkur, verður því að skrifast á reikning hægri manna Alþýðufl. og Þjóð- varnar. Samlagningarreglan. Um framboðin hér á Akureyri er það að segja, að enginn getur fullyrt um það, hvort Alþýðu- bandalagið eða Framsóknarbanda- lagið fær fleiri atkvæði. „Sam- lagningarreglan" getur bilað svo að um muni, og þótt hún stæðist fyllilega hefur Friðjón enga möguleika á að ná kjöri nema sem uppbótarþingmaður, en nær óyggj- J andi líkur eru til að væntanlegur I frambjóðandi Alþýðubandalagsins nái kjöri af landslista, ef stuðn- ingsmenn þess standa fast saman í kosninunum, sem ekki þarf að efa. En hvernig er það annars með framboð Framsóknarbandalagsins t þeim kjördæmum, þar sem Al- þýðubandalagið hefur yfirgnæf- andi fylgi umfram Alþýðufl. og jafnvel Framsókn líka. Sýnir Al- þýðufl. ekki þar sama lítillætið og hann krefst af Alþýðubandalaginu hér á Akureyri og styður það til fulls sigur yfir íhaldinu? Nei, ekki aldeilis, enda væri þá „Bleik mín- um brugðið". Þeir styðja ekki Karl Guðjónsson í Vestmannaeyj- um eða væntanlegan frambjóð- anda á Siglufirði og styðja þann- ig, að sjálfs sín sögn, íhaldsmenn- ina Jóhann Þ. og Einar Ingimund- arson til áframhaldandi þinsetu, og er þó tvísýnt að sá „stuðning- ur“ dugi þeim til sigurs. Þýðingarlaust að veina. Það er vita þýðingarlaust fyrir H. B.-menn að veina undan fram- boðum Alþýðubandalagsins. Þeir hafa á undanförnum árum dauf- heyrst við öllum kröfum alþýð- unnar um einingu gegn íhaldinu og óstjórn þess og Framsóknar- flokksins. Og þeir hafa á þessu voru höggvið þau litlu tengsl, sem þeir enn höfðu við verkalýðssam- tökin, rekið forustumenn þeirra úr Alþýðufl., slegið á þá hönd, sem þeim var til samstarfs rétt og neit- að að mynda vinstri stjórn með þingmeirihluta, sem þó var fyrir hendi. Og í dag veina þeir eftir kjörfylgi alþýðunnar, sem þeir hafa hrakið og smáð í orðum og athöfnum. En þeim verður ekki sinnt. Stofnuð Akureyrar- deild Menningar- og friðarsamtaka kvenna Á sunnudaginn var, var stofnað nýtt félag á Akureyri. Heitir það Menningar- og friðarsamtök ís- lenzkra kvenna — Akureyrardeild. Markmið félagsins er að sameina allar konur, án tillits til stjórn- málaskoðana, til baráttu: a) Fyrir alheimsfirði. b) Fyrir öryggi og framtíð barn- anna. c) Fyrir vináttu og samvinnu kvenna í öllum löndum. d) Fyrir hernaðarlegu hlutleysi íslands. e) Gegn hvers konar hemámi og þeim hættulegu áhrifum, sem seta erlends herliðs hefur á æskulýð landsins og menningu þjóðarinnar. Stjórn félagsins skipa: Formað- ur Sigríður Þorsteinsdóttir, vara- formaður Theódóra Þórðardóttir, ritari Þórný Þórarinsdóttir, féhirð- ir Jóhanna Tryggvadóttir og með- stjórnandi Guðbjörg Bjarman. I varastjóm voru kjömar Guð- rún Kristjánsdóttir og Hlín Stef- ánsdóttir. Stofnendur voru 36 konur. er eini raun- Sigur Alþýðubandalagsins — ósigur íhaldsins. Almenningur er þegar vaknaður til vissu um það, að slíkir loddar- ar þurfa að fá eftirminnilega ráðningu, eftirminnilega leiðbein- ingu um vilja alþýðunnar til þess að gerbreyta stjómarfarinu í land- inu og beina því að bættum lífs- kjörum, uppbyggingu atvinnuveg- anna og sjálfstæði þjóðarinnar. Og henni skilzt æ betur að eina leiðbeiningin, sem slíkir menn skilja, er sú, að efla Alþýðubanda- lagið og gera sigur þess sem mest- an, að það er eina leiðin til þess að koma vitinu foringja Fram- sóknar og hægra liðs Alþýðufl. og knýja þá til samstarfs við verka- lýðssamtökin. Þess vegna er sigur Alþýðu- bandalagsins líka eini raunvem- legi ósigur íhaldsins, hvort sem hann er, beint atkvæðalega séð, unninn í einu kjördæminu á þess kostnað eða í öðru á kostnað hræðslubandalagsins. Því fleiri atkvæði sem Alþýðu- bandalagið hlýtur, því minni líkur eru fyrir því að foringjar Alþýðu- og Framsóknarfl. þori að mynda stjóm með íhaldinu. Hvert einasta atkvæði, sem Al- þýðubandalagið fær, hvar sem það er greitt á landinu, kemur því að fyllstu notum í baráttunni gegn íhaldinu. Akureyri boðin þáttaka í heimssambandi vinabæja Borgarstjórinn í St. Etienne í Loire í Frakklandi hefur ritað bæjarstjóranum hér, Steini Stein- sen, bréf fyrir hönd heimssam- bands vinabæja, er nefnist Le Monde Bilingue, en stofnandi þess var frönsk þjóðhetja úr heims- styrjöldinni síðari, M. Jean-Marie Brersand, og boðið honum þátt- töku í þingi samtakanna, er haldið verður í Júlíbyrjun næstk. í Le Monde Bilingue eru nú um 70 enskar, amerískar, kanadískar og franskar borgir, en um 200 borgir leita sér nú vinabæjasam- banda, svo að úr miklu er að velja á menningar- og félagsmálasviði. Meðal verndara þessara sam- taka eru ýmsir þekktustu stjórn- málamenn Frakklands, svo sem Coty, forseti, Herriot, forseti franska þingsins, og forsætisráð- herrann Mollet. Markmið samtakanna eru gagn- kvæm menningarleg kynni og bar- átta fyrir alþjóðafriði. MÍR MÍR Kvikmyndasýning Sýning í Ásgarði n. k. sunnu- dag kl. 8,30 e. h.: För Bulganins og Krutst- jovs til Asíulanda — Mynd í Agfa-litum — Mynd þessi var sýnd við mikla aðsókn í Tjarnarbíói í Rvík fyrir skömmu. Aðgangur kr. 5.00. 1. MAÍ hátíðahöld verkalýðsfélaganna hefjast kl. 1.30 e. h. við Verkalý ðshúsið með útifwidi Lúðrasveit Akureyrar leikur Ræður: BRAGI SIGURJÓNSSON, ritstjóri BJÖRN JÓNSSON, form. Verkam.fél. Ak. GUÐRÚN GUÐVARÐARDÓTTIR, formaður Fulltrúaráðs verkalýðsfél. Kröfuganga Lúðrasveit Akureyrar leikur /yrir göngunni. Bamasamkoma í Alþýðuhúsinu kl- 3,30 LEIKÞÆTTIR KVIKMYND GAMANÞÁTTUR BARNADANSLEIKUR Dansleikur í Alþýðuhúsinu 1. maí kl. 9 e. h. Dansleikur í Alþýðuhúsinu 30. apríl kl. 9 e. h. Samkoma í Skálaborg í Glerárþorpi 1. maí kl. 8.30. — Samkoman sett (Jónas Jónsson). — Ræða (Kristján Larsen) — Kvikmynd — Dans (eldri dansarnir. — Aðgangseyrir kr. 15.00. Merki dagsins verða seld allan daginn Aðgöngumiðar að öllum samkomum dagsins verða seld- ir í Verkalýðshúsinu frá kl. I e. h. og við innganginn. 1. maí nefndin. L ÚTSÝN Blað Alþýðubandalagsins, ÚTSÝN, kemur út á mánudögum. Blaðið fæst í öllum bókabúðum og blaða- sölum bæjarins og í kosningaskrifstofunni, Strandgötu 7. Þeir, sem óska að fá blaðið heimsent hringi í síma 1169 eða 1516. Strœtisvagnar Ákveðið er að stofna hlutafélag um rekstur strætisvagna á Akureyri, og er hverjum borgara hér með boðið að gerast hluthafi í væntanlegu félagi um rekstur þeirra. Hlutabréf á kr. 200, 500 og 1000 munu verða til sölu á Ferðaskrifstofunni, Túngötu 1. Frá landssímanum Stúlka verður tekin til náms við landssímastöðina á Ak- ureyri 1. maí n. k. Námstími 3 mánuðir. Námsstyrkur um kr. 2000.00 á mánuði, síðan byrjunarlaun um kr. 2700.00 á mánuði. — Eiginhandar umsóknir, þar sem getið er aldurs og menntunar, sendist mér fyrir 29. apríl. SÍMASTJÓRINN.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.