Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.04.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 27.04.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 27. apríl 1956 VERKAMAÐURINN íhald og Framsókn eru að gera þjóðina gjaldþrota: Gjaldeyrisskuldirnar umlram eignir 158 milljónir króna! Landsbanki íslands kveður upp hinn þyngsta áfellisdóm yfir stjórnarstefnunni Ein afleiðingin af hinni gegnd- arlausu óstjórn íhalds og Fram- sóknar er sú, að gjaldeyrisástandið fer hríðversnandi með hverjum mánuði sem líður. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs versnaði gjald- eyrisstaðan um nærri 40 milljónir og það vantar nú 158 milljónir upp á það að bankarnir eigi fyrir gjaldeyrisskuldum og skuldbind- ingum! Á síðasta ári versnaði gjaldeyrisstaða bankanna um 140 milljónir. Þessi ömurlega þróun er skil- getið afkvæmi stjórnarstefnunnar. Heildsalar og braskarar hafa feng- ið að vaða í gjaldeyristekjum þjóð arinnar og hrúga inn í landið hvers konar lúxusvörum og skrani fyrir tugi og hundruð milljóna króna ár- lega til þess eins að græða á því. I þessu skyni hefur íhaldið sölsað undir sig stjórn bankanna, með Jóhann Hafstein og Gunnar Viðar sem bankastjóra Útvegsbankans, meirihluta í bankaráði Landsbank- ans og Pétur Benediktsson sem nýjan bankastjóra þar. Eru þeir þremenningarnir sem kunnugt er allir nátengdir Thorsurunum, skuldugur.tu ætt landsins. Það er fyrst og fremst íhaldið sem ber ábyrgð á gjaldeyrissukkinu, en þó ber Framsókn einnig sína þungu ábyrgð; einn af bankastjórum Landsbankans er ekki minni mað- ur en Vilhjálmur Þór, og hann hefur látið Samband íslenzkra samvinnufélaga heyja harða bar- áttu við heildsalana um óþarfan lúxusinnflutning. Og sameiginlega er það ríkisstjórn Ólafs Thors og Eysteins Jónssonar sem hefur markað þá stefnu að þjóðin er að verða gjaldþrota á sama tíma og gjaldeyristekjurnar eru hærri en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðar- innar. 0 DÓMUR LANDS- bankans. Það er kaldhæðni örlaganna að þessi harði og óvéfengjanlegi dóm- ur um stjórnarstefnuna er kveðinn upp af stjórn Landsbanka íslands. í fréttatilkynningu frá bankanum eru þessar alvarlegu staðreyndir raktar, og hljóðar hún á þessa leið: „Á Landsbankanefndarfundi í marzbyrjun var frá því skýrt, að gjaldeyrisstaða bankanna, að með- töldum ábyrgðum og öðrum gajld- eyrisskuldbindingum hefði versnað um 140 núllj. kr. á árinti 1955. A móti þessu kom birgðaaukning, sem áætluð var 94 millj. kr. Það sem af er þessu ári, hefur gjaldeyrisástandið enn farið versn- andi. Fyrstu þrjá mánuði ársins versnaði gjaldeyrisstaðan, að með- töldum fkuldbindingum og óinn- komnum kröfum á útlönd, um 39,4 miUj. kr. Á sama tíma í fyrra versnaði gjaldeyrisstaðan um 42,2 millj. kr., en um 2,8 millj. kr. sömu mánuði árið 1954. Nettó- gjaldeyriseign, að meðtöldum inn- heimtum, lækkaði um 12,0 millj. kr. á fyrsta ársfjórðungi. 26,3 millj. kr. á sama tíma í fyrra, en hún batnaði um 23,7 millj. kr. fyrstu þrjá mánuði ársins 1954. Nettóskuldir í erlendum gjald- eyri nema nú 40,3 millj. kr., kröf- ur á útlönd 32,6 millj. kr., en ábyrgðir og greiðsluskuldbinding- ar 50,3 millj. kr. Skuldir og skuld- bindingar umfram eignir nema því alls 158,0 millj. kr., þar af 82,0 millj. kr. í frjálsum gjaldeyri, en 76 millj. kr. í vöruskiptagjaldeyri, en það er 137 millj. kr. lakari steða an um sama leyti í íyrra. — Útlit er fyrir, að birgðir af útflutn- ingsvörum séu nú þó nokkru meiri en á sama í fyrra, en ekki eru fyr- irliggjandi neinar traustar áætlan- ir um það." Vörubifreið til sölu Ford-vörubifreið, módel 1942, til sölu með tækifærisverði. Uppl. í síma 1516 og 2092- Lxmit.......iiiiiiiiniiiiiii........iini..........i.....iiiiii tq BORGARBÍÓ — Sími 1500 Nœsta mynd: I SHANE | I Ný, amerísk verðlauna- i mynd í eðlilegum litum. I Aðalhlutverk: ALAN LADD \ Bönnuð innan 16 ára. ?<HIIMIMMIIIMIMMMMIMIMMMIMMMIMMIMHHIM1MMMm1 - Fjölmennur fundur Alþýðubandalagsins (Framhald af 1. síðu). um við ykkur ekki stuðning áfram, þá er farinn botninn úr bandalagi okkar. Þá gætu Frám- sóknarmennirnir sagt: Hvað ætlið þið þá að gera. Ekki ætlum við þá að styðja ykkur í næstu kosning- um og þá liggið þið allir dauðir. Með öðrum orðum: Alþýðufl. er kominn í þá aðstöðu fyrir nefnda- og samningamakkið við Framsókn á undanförnum mánuðum, að hann er ekki til lengur sem sjálfstæður verkalýðsflokkur. Hans verkalýðs- pólitík verður mótuð af náðarsam- legum forskriftum Framsóknar- flokksins. Það var þetta, sem lá fyrir áður en Alþýðusamb. Islands gerði nokkurn hlut til þess að mynda Alþýðubandalagið. Þessir atburðir höfðu gerzt áður. Þessi grautur hafði verið eldaður fyrr. Og það var í þessum graut, sem mig langaði ekki, sem formaður Alþýðusambandsins, að verða nein rúsína í. — Og ég get bætt því við, að ég er sannfærður um, að það eru mörg hundruð, það eru vænti eg þúsundir, af verkamönn- um og verkakonum, sem vilja vera verkalýðshreyfingunni trúir, sem ekki finnst þetta vera góð verzlun hjá verkalýðsflokknum, Alþýðuflokknum, og langar heldur ekki til að vera neinar rúsínur né kúrennur í þessum Framsóknar- graut." Alþýðan á framtíð sína undir úrslitum kosninganna. Hannibal Valdimarsson sagði m. a. um eðli og þýðingu kosninganna fyrir verkalýðsstéttina: „Við erum með kjörseðlinum að vinna það sama eins og við höfum áður verið að vinna með fórn- frekri verkfallsbaráttu. Og það er þýðingarmikið atriði að allir verkamenn og verkakonur skilji það, að kaupmáttur launanna verður ákvarðaður með stjórnmála aðgerðum eftir þessar kosningar innan veggja Alþingis, og leiðirn- ar, sem þar verða farnar, ákvarð- aðar m. a. algjörlega eftir því, hversu sterkan þingflokkur verka- lýðssamtökin eiga til varnar hags- munum sínum þar og þá." Karl Guðjónsson lauk sinni snjöllu ræðu með eftirfarandi orð- um: „Það er ekki að efa, að ef aft- urhaldsöflin í þessu landi geta tal- ið sig komast af án þess að njóta atfyglis verkalýðshreyfingarinnar, án þess að verkalýðshreyfingin geti orðið gildandi afl í þjóðfélag- inu, þá verður ekki svifist neins um það að rýra lífskjörin frá því sem þau eru nú. Það verður ekki hikað við að fella gengi krónunnar og binda síðan kaupið. Það verður ekki hikað við að hygla bröskur- um og öðrum gróðabrallsmönnum, sem þegar eru orðnir alltof stórir aðilar í okkar þjóðfélagi og alltof voldugir. Alþýðubandalagið eitt er það afl, sem getur stöðvað tímabil það, sem við höfum nú gengið í gegnum ,tímabil gróðaklíkunnar í Reykjavík og í nánasta umhverfi Reykjavíkur. Tímabil verkalýðs- hreyfingarinnar og bættra kjara verkalýðsins getur þá fyrst runnið upp, þegar Alþýðubandalagið hef- ur komið út úr kosningunum á næsta vori með sigur." Höfðu ekki erindi sem erfiði. Að loknum framsöguræðum kvöddu hinir nýbökuðu sálufélag- ar, formenn Alþýðu- og Fram- sóknarflokksins hér í bæ, Bragi Sigurjónsson og Ásgrímur í Heklu, sér hljóðs og reyndu af miklum dugnaði, en lítilli getu, að halda uppi vörnum fyrir hræðslubanda- laið. Hin aumkunarlega ræða As- gríms Stefánssonar gaf ekkert til- efni til andsvara, en Bragi fór hina mestu hrakför fyrir Hannibal, svo sem vænta mátti eftir málstað og andlegri vopnfimi. Þeir sálufélagarnir, atvinnurek- endafulltrúinn og „alþýðuforing- inn" höfðu því ekki erindi sem erfiði, sem bezt varð séð af því, að aðeins 11, að þeim sjálfum með- töldum, réttu upp hendur þeim til stuðnings, en eftirfarandi tillaga var samþykkt með nær öllum at- kvæðum fundarmanna. Voru hend ur fundarmanna sem þéttur skóg- ur er þeir samþykktu ályktunina: Almennur kjósendafund- ur, haldinn á Akureyri á vegum Alþýðubandalags- ins, telur, að stjórn ASÍ hafi innt af hendi þýðing- armikla þjónustu við hags- munamál alþýðustéttanna með því að beita sér fyrir myndun þeirrar stjórnmála samtaka, sem nú hefur ver- ið komið á fót og hlotið hafa heitið Alþýðubanda- lagið. Fundurinn fagnar því, að nú gefst fólkinu í verka- lýðssamtökunum, og öllum öðrum launþegum lands- ins, kostur á að heyja kjara- baráttu sína án fórnfrekrar og vonlítillar verkfallsbar áttu með samstöðu á sjórn málasviðinu með kjörseðil í höndum, án alls tillits til þess, hvaða flokka það hef- ur áður kosið. Með þessari friðsamlegu baráttu getur alþýðufólkið varið kaupmátt launanna og afstýrt gengisfellingu og kaupbindingu, efAlþýðu- bandalagið eignast nógu sterkan þing- flokk til að gœta hags- muna sinna, þegar úr- rœði verða valin á Al- þingi í efnahagsmál- unum. Fundurinn heitir á kjós- endur Akureyrar að veita Alþýöubandalaginu traust- an stuðning og stuðla þann- ig að sigri þess, enda telur fundurinn það höfuðnauð- syn, að hér verði til einn sterkur verkalýðsflokkur, sem starfi í náinni sam- vinnu við verkalýðssamtök- in. Að lokum tók til máls Kristinn Jónsson, oddviti á Dalvík, og flutti athyglisverða og ágæta ræðu til stuðnings Alþýðubandalaginu. Það er mál allra er fundinn sátu að hann hafi verið einn glæsileg- asti stjórnmálafundur er hér hef- ur verið haldinn um árabil og sýnt glögglega að Alþýðubandalaið á hér mikið og vaxandi fylgi og mikla sigurmöguleika. Karlakórinn Geysir heldur sam- söngva í Nýja-Bíó í kvöld og ann- að kvöld. Söngstjóri er Árni Ingi- mundarson og við hljóðfærið Þór- gunnur Ingimundardóttir. iHMMMIMMtMMMIMMMIMtHMMtMMMfMIHMMHIHMIMMf|l NÝTA-BÍÓ 1 Aðgöngumiðasala opin kl. 7-9. I Simi 1285. Nœstu myndir: Rómeó og Júlía {Ensk-ítölsk verðlaunamynd í litum eftir leikriti Williams Shakespeare Aðalhlutverk: 'ILAURENCE HARVEY SUSAN SHENTAS Milljónaþjófurinn \ Æsispennandi amerísk kvikmynd með hinum frœgu leikurum \ JOSEPH COLLAN og [ TERESA WRIGHT. •" .......'........iiiirill..........I......MIIIIIIIIIIIHIH.....l! ^'^r^'^'iVl íbúar við Sólvelli hafa skrifað bæjarstjórn og óskað eftir að gangstétt yrði lögð meðfram hús- um þeirra. Bæjarstjórn hefur sam- þykkt að verða við þessari ósk. Sigurbjörn ÞÓrsteinsson, Holta- koti, hefur fengið löggildinu til að standa fyrir trésmgíði við hús- bygingar. Sjötug varð 24. þ. m. Rósa Randversdóttir, Oddeyrargötu 11. Hjónaefni. Á sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína ungfrú Svanhildur Friðriksdóttir, starfs- stúlka í efnagerðinni Flóru, og Gunnbjörn Jónsson bóndi Yzta- Gerði. Hjúskapur. Siðastl. laugardag voru gefin saman i hjónaband unfrú Jóhanna Svanfríður Tryggavd., verzlunarmær, Helga- magrastræti 7, Akureyri, og Hall- dór Pálmi Pálmason, rafvirki, Æg- isgötu 19, Akureyri. — Heimili þeirra verður að Helgamagrastr. 7. — Þann 18. apríl siðastliðinn voru gefin saman í hjónaband ung- frú Anna María Hallsdóttir og Baldur Agústsson deildarstjóri. — Heimili þeirra er að Ránargötu 10. — A sumardaginn fyrsta voru gefin saman í hjónaband ungfrú Alda Þorgrímsdóttir og Garðar Aðalsteinsson bifreiðastj. Heimili þeirra er að Brekkugötu 1. — Sama dag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðný Elísabet Halldórsdóttir og Kristinn Sigur- páll Kristjánsson símavirki. Heim- ili þeirra er í Þingvallastræti 6. Fíladelfía, Lundargötu 12. Op- inberar samkomur verða laugardag og sunnudag, kl. 8.30 báða dagana. Ræðumaður: Erik Aasbö frá Nor- egi. Söngur og hljóðfæraleikur. — Allir velkomnir! 1169 er sími Alþýðubanda- lagsins

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.