Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.04.1956, Side 4

Verkamaðurinn - 27.04.1956, Side 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 27. aprfl 1956 Sameinisl um hin slóru mál samtaka vorra Ávarp 1. maí-nefndar verkalýðsfélaganna - á Akureyri Verkalýðssamtökin og till aljjýða standa nú andspænis liin- urn örðugustu viðfangsefnum. Á sl. ári var hafin ný verð- liækkunarherferð af hálfu framleiðenda, kaupsýslumanna og annarra, er þjónustu seija launþegum. Mikill hluti verð- hækkana þessara var með öllu tilefnislaus og í engu samræmi við launabæ’ur þær, sem verkalýðshreyfingin knúði fram í varnarbaráttu sinni vorið 1955. Verðhækkanirnar voru fram- kvæmdar í skjóli afturhaldssamrar ríkisstjórnar, sem dauf- heyrðist við öllum kröfum verkalýðssamtakanna um verðlags- eftirlit, takmörkun á ofsalegum milliliðagróða og öðrum haldkvæmum aögerðum til ]>css að stöðva verðbólguskriðuna og vernda kaupmátt verkalauna.^En ríkisvaldið lét ekki sitja við aðgerðaleysi gagnvart ósvífnum verðhækkunum, heldur gerðist þar umsvifamesti þátttakandinn. Strax á sl. hausti framkvæmdi það umtalsverðar hækkanir og lagði á nýja tolla. Þessar nýju álögur eru þó smámunir einir hjá þeim stór- telldu álögum, í formi nýrra tolla og skatta, sem Alþingi sam Jjykkti nú í ársbyrjun og nema á þriðja hundrað milljón króna og látið er heita að halda eigi atvinnuvegunum gang- andi, enda þótt viðurkennt sé af öllum, að fullkomin stöðvun þeirra sé nú á næsta leiti. Augljóst er, að efnahag og allri lífsafkomu vinnustéttanna er stefnt í fullkominn voða með þeim aðgerðum, sem hér liafa verið nefndar, því að haldi svo fram sem horfir, verða launin ekki einasta skert að miklum mun, heldur skellur einnig yfir almennt atvinnuleysi. Slík þróun býður heim gengisfellingu og kaupbindingu, sem talsmenn milliliða og braskara eru reyndar þegar farnir að hafa á orði. Gegn J>essari öfugþróun í landi, sem hefur alla möguleika til þess að veita vinnustéttum sínum síbatnandi lífskjör, með aukinni tækni, aukinni framleiðslu og bættum stjómarhátt- um, verður verkalýðshreyfingin að rísa af öllum sínum mætti og beita öllum löglegum aðferðum, sem hún ræður yfir í sókn sinni fyrir rétti sínum og framtíð. Fyrsta skilyrði fyrir sigursælli verkalýðsbaráttu er stéttar- leg eining. Við, sem skipum 1. maí-nefndina skomm á alþýðu Akureyrar að gera 1. maí í ár að einingardegi sínum, með því að sameinast um öll hátíðahöld dagsins, fjölmenna á útifund- inn og skipa sér einhuga undir félagsfána sína og sameiginleg kjörorð í kröfugöngunni. Víkjum til hliðar öllum srnærri ágreiningsmálum! Samein- umst um hin stóm mál samtaka vorra. Gemm 1. maí að sam- eiginlegum sigurdegi allrar verkalýðsstéttarinnar. Hittumst heil við hátíðahöldin 1. maí. í l.-inaínefnd verkalý&félaganna. Guðrún Guðvarðardóttir, Elísabet Eirfíksdóittir, Kristín Jóhannesdóttir, Friðrikka Einarsdóttir, Olafur Magnússon, Kristján Larsen Hreiðar Aðalsteinsson, Indriði Sigmundsson, Sveinbjöm Jónsson, Jóhann Indriðason, Gestur Jóhannesson. Kolbeinn Helgason, Björn Jónsson, Rósberg G. Snædal, Karl Steingrímsson, Jónas Jónsson, Ingólfur Kristjánsson, Bernharð Helgason, Ingiberg Jóhannesson, Jón Ingimarsson, Ingólfur Ámason. Hlutafélag myndað um strætisvagnareksfur Áhugamönnum, sem unnið hafa að undirbúningi félasskapar um rekstur strætisvagna í bænum hef- ur nú tekizt að fá innflutnings- leyfi fyrir einum vagni, en leigu- tími þeirra vagna, sem nú eru not- aðir, rennur út 1. maí næstk. Ekki er þess þó að vænta að nýji vagninn komi í gagnið fyrr en í júní, og er því líklegt að rekstur- inn stöðvist um einhvern tíma. Ákveðið er nú að hlutafélagið verði stofnað og mun það nefnast Strætisvanar Akureyrar h.f. Gef- in hafa verið út hlutabréf 200, 500 og 1000 króna. Veltur að sjálf- sögðu á að sala þeirra gangi greiðlega. Strætisvagnarnir hafa sannað, þótt þeir hafi verið reknir við erf- ið skilyrði að þeirra er full þörf og að margr bæjarbúar mundu verða fyrir miklu óhagræði ef rekstur þeirra stöðvaðist til langframa. Hækkun á kaupi verkakvenna Alþýðusamband íslands hefur ritað sambandsfélögum þeim, sem samninga hafa um kaup verka- kvenna, og hvatt þau til að reyna að ná samkomulagi við vinnuveit- endur, með eða án uppsagna, um að kaup verði hvergi lægra en kr. 7.83 í grunnl. á klst. Um síðasta þing ASI var kaupið frá kr. 6.60—7.20, en kr. 7.70 er nú einna algengast og gildir það kaup nú hér í bænum. Allmörg fé- lög hafa nú náð samningum um kr. 7.83 á klst. og þ. á. m. alveg nýlega Framsókn í Rvík og verka- lýðsfélögin á Vestfjörðum. Hæsta kvennakaup á landinu er nú í Flatey á Breiðafirði, kr. 8.65 í grunnl. á klst. Frá Einingu Verkakvennafélagið Eining hélt fj.ölmennan félagsfund í fyrra- kvöld. Var þar einróma samþykkt að fela félagsstjórn að vinna að því að hækkaður yrði hið bráðasta kauptaxti verkakvenna, úr kr.7.70, sem nú gildir, í kr. 7.83, en sú hækkun hefur nú fengist fram hjá allmörgum verkakvennafélögum, án samningsuppsagna. Þá kaus fundurinn fulltrúa á jþing Alþýðuasmab. Norðurlands, er halda á 2. júní næstk. og hlutu kosningu: Elísabet Eiríksdóttir, Guðrún Guðvarðardóttir og Mar- grét Steindórsdóttir. Framsóknarmadaman greiðir atkvæði „Fylgist með því sem gerist í kringum okkur“ Blaðið sem „fylgist með því, sem gerist í kringum okkur“, eða þyk- ist gera það, minnist ekki einu orði á almenna kjósendafundinn sl. sunnudag, og er hann þó aðal umræðuefni manna þessa dagana. Blaðið gleymir því líka alger- lega að þakka formannii Fram- sóknarflokksins hér fyrir frammi- stöðuna á fundinum og þykir mönnum elja hans að litlu launuð. Formaðurinn gerði þó flokki sín- um þann mikla greiða að opinbera fyrir Akureyringum hvaða kröfur hann gerir til andlegs atgervis fremstu forustumanna sinna og hefur margur hlotið lof í Degi fyr- ir minna. En kannske er „gleymska“ Dags í þessu efni eitthvað skyld þeirri að „gleyma“ að skýra frá því, að Framsóknarþingið felldi tillögu Hannesar frá Undirfelli um að Framsóknarflokkurinn skyldi ekki mynda stjórn með íhaldinu eftir kosningar. Skráning atvinnulausra manna og kvenna, lögum samkvæmt, fer fram á bæjar- skrifstofunum dagana 2., 3. og 4. maí kl. 1—5 síðdegis. Akureyri, 26. apríl 1956. BÆJARSTJÓRI. Eormaður Framsóknarfélags Akureyrar: „Framsóknarmenn hér á Akureyri hafa undanfarið fleygt atkvæðum sínum í tóma tunnu.“ — (Ummæli Ásgríms Stefánssonar á kjósenda- íundinum síðastliðinn sunnudag.) Sími Alþýðubandalagsins er 1169 STIKLUR ROKFRÆÐl BRAGA. Bfragj heíur nú fengið AU þýðubandalagið svo á heilatm, að hann skrifar heilsíðugrein í blað sitt um eirm furtd þess, en lætur sér nægja 25 l'mur um alla opinbera ftmdi hræðslu- bandalagsins til þessa. Og svo nékvæmlega fylgist harm með hverri hræringu stuðnings- manna þess, að harrn getur til- tekið í blaði stnu hvernig til- greindir merm hafi verið klædd ir og jafnvel hvernig hitaskynj- un þeirra hafi verið: „Stóð Björn í frakka. ... og virtist kalt. . . .“ stendur þar. Og ekki stendur á skýringutmi á þessu fyrirbrigði: „Kannske fær harm ekki að vera í framboði," kann- ske „hafa þeir félagar ekki feng ið að taka til máls.“ Þá vitum við það hvernig þeir hafa það i hrœðslubanda- laginu: Ef þið mætið Braga Sigurpónssyni, Steindóri eða öðrum slíkum, og þeir skildu vera í frakka, þá er ekki um að villast. Þá er alveg fullsarm- að að þeir hafa ekki fengið að fara í framboð, og ef þeir væru heldur kuldalegir ásýndum, þá er líka öruggt að Gylfi eða Haraldur hafa bannað þeim að tala! A (alias Aquila) barnafræð- arinn, sem hefur þá tómstunda- iðju að skrifa í Dag stjórnmála- greirtar, þeirrar teundar sem & ritstjórinn hefur ekki geð í sér til að fást við, rifjar í næst sið- asta blaði upp hartnær þrítug- an atburð, er ofbeldismerm at- vinnurekenda í Botungarvík vestur, fluttu Hannibal Valdi- marsson nauðugan til ísafjarð- ar, en harm var þar komirtn til þess að stofna verkalýðsfélag á staðnum. Kjamsar Jræðarirm“ ákaft á óþverraverki þessu og vergur velþóknun hans ekki leynt er harm óskar þess heitt og irmilega að slík virmubrögð verði endurtekin til þess að knesetja forseta Alþýðusam- bandsins. En sagnfræði Aquila er í samræmi við skoðanir hans á skoðanafrelsi og lýðræði. Hon- um gleymist nefnilega endir sögunnar, en sá varð endir á ferðum ofbeldismarmarma, að þeir voru handteknir et til ísa- fjarðar kom, en Hatmibal fór rakleiðis aftur ti lBolungarvík- ur ásamt tugum verkamanna og lauk þar erindum sínum. Of- beldið reyndist þar jafn hald- laust eins og hin bjánulegu skrif Aquila barnafræðara í Degi eru gerónýt til framdrátt- ar hræðslubandalaginu. TUNNUSKÝLIÐ. Dagur birtir grein, með mynd- um, um Turmuverksmiðjuna og er það sízt að alsta. Greinar- höfundut er líka svo skarp- skyggn að koma auga á að ekk- ert skýli er fyrir turmurnar og að þær liggja undir skemmdum í staflanum fyrir sól og regni. Ef harm hefði verið Iangmirm- ugur, heíði harm getað bætt í greinina sögurmi um tunnuskýl- ið, sem Aki Jakobsson, þáver- andi atvinnumálaráðh., hafði gengið írá kaupum á í Bret- landi 1946, en Framsókv og íhaldið létu rifta þeim kaupum og hældu sér aí á Alþingi. Svo koma leigupennar þeirra nú fyrir kosningar og þykjast hneykslast á skýlisleysinu og aðbúnaði verkamanna á þess- um vinnustað. Þvílík hræsnil

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.