Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.05.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 04.05.1956, Blaðsíða 1
VERKflnwÐURinn XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 4. maí 1956 17. tbl. Bjöm Jónsson verður í kjöri fyrir 1. maí-hátíðahöldin á Akureyri Alþýðubandalagið á Akureyri fjölmennari en nokkru sinni fyrr Héraðsnefnd Alþýðubandalags- ins á Akureyri hefur einróma sam- þykkt að Björn Jónsson, ritstjóri og formaður Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, verði í framboði fyrir Alþýðubandalagið á Akureyri Við Alþingiskosning- arnar 24. júní næstk. Bjöm Jónsson er fæddur 3. sept. 1916 að Úlfsstöðum í Blönduhlíð, sonur hjónanna Rann- veigar Sveinsdóttur og Jóns Krist- jánssonar kennara. Fluttist til Ak- ureyrar 5 ára gamall með foreldr- um sínum og hefur átt þar heima nær óslitið síðan. Stundaði nám í Mentnaskólanum á Akureyri og tók stúdentspróf úr stærðfræði- deild 1936. Bjöm Jónsson hefur um langt skeið tekið mikinn þátt í baráttu verkamanna á Akureyri og starfsemi verkalýðshreyfingar- innar. Hann var einn aðalhvata- maður að stofnun Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar 1943 þegar verkamannahreyfingin á Akureyri var sameinuð. Hann var kjörinn varaformaður félagsins 1945 og formaður þess 1947 og hefur verið það síðan, að undan- skildu einu ári er hann var vara- formaður. Hefur átt sæti á öllum þingum Alþýðusambands íslands frá 1946 og í fulltrúaráði verka- lýðsfélaanna á Akureyri. í stjórn Alþýðusambands Norðurlands frá stofnun þess 1947 og í stjórn Al- þýðusambands Islands frá 1954. Hann átti og sæti í samninganefnd verkalýðsfélaganna i vinnudeil- unni miklu á sl. ári. Björn hefur verið ritstjóri Verkamannsins síðastliðin þrjú ár. Kosinn bæjarfulltrúi 1954. Hann á sæti í stjórn Sósíalistafélags Ak- ureyrar og i stjórn Sósíalista- flokksins. 1. maí-hátíðahöldin á Akureyri hófust með útifundi við Verka- lýðshúsið um kl. 2 e. h. og var þar samankominn geysimikill mann- fjöldi, sennilega mikið á annað þúsund manns. Er það mál manna að sjaldan eða aldrei hafi fleiri verið á útifundi verkalýðssamtak- anna 1. maí. Útifundúrinn hófst með leik Lúðrasveitar Akureyrar, en Jón Ingimarsson stjórnaði .fundinum. þingi. Þar væri betra að hafa „mennina á bak við skrifborðin, lögfræðinga og hagfræðinga.“ Þeir mundu leysa vanda alþýðunnar, en hvorki „útifundir, kröfugöngur eða verkföll." Braga munaði þannig ekki um að kasta fyrir borð allri þeirri grundvallarstefnu sem Alþýðu- flokkurinn hefur talið sig byggja á til þessa: hæfni og getu alþýðunn- ar til þess að byggja sjálf upp Framboð Alþýðu- bandalagsins Héraðsnefndir og mið- stjórn Alþýðubandalagsins hafa ákveðið að Finnbogi Rútur Valdimarsson, alþing- ismaður og bæjarstjóri í Kópavogskaupstað, verði í kjöri fyrir Alþýðubandalagið í Gullbringu- og Kjósarsýslu og frú Sólveig Ólafsdóttir í N orður-f safjarðarsýslu. Merkur tónlistarviðburður í vændum: Sinfóníuhljómsveit íslands heim- sækir Akureyri á 2. hvítasunnudag Eins og kunnugt er hefur sinfón- íuhljómsveit verið endurstofnuð í Rvík, eftir að starfsemi hennar, sem hófst fyrir fáum árum hafði lagst niður vegna f járskorts. Hín endurreista hljómsveit hlaut nafnið Sinfóníuhljómsveit íslands og er hún rekin með fjárstyrkjum frá ríkinu og Reykjavíkurbæ, auk þess sem hún nýtur greiðslu frá Ríkisútvarpinu og Þjóðleikhúsinu fyrir störf í þeirra þágu og einnig fær hún hluta af skemmtanaskatti. Til stuðningsmanna Alþýðubandalagsins Kosninganefnd Alþýðu- bandalagsins óskar eftir því við stuðningsmenn banda- lagsins, að sem flestir þeirra, sem vinna vilja að undirbúningi kosninganna mæti til viðtals í Verkalýðs- húsinu í kvöld kl. 8.30. Sérstakt hljómsveitarráð hefur forustu fyrir sveitinni, en fram- kvæmdastjóri hennar er Jón Þór- nsson tónlistarráðunautur út- varpsins. I viðtali við blaðamenn hér í bænum, sl. sunnudag, skýrði Jón frá því að fyrirhuguð væri hljóm- leikaför hingað til bæjarins og mundi sveitin leika hér á 2. dag hvítasunnu og fyrr sama dag að Skjólbrekku í Mývatnssveit. Viðfangsefni sveitarinnar í för þessari eru verk eftir Mendelsohn (Næturljóð og Brúðarmars úr söngleiknum Jónsmessudraumur), klarinettkonsert eftir Mozart með einleik Egils Jónssonar, hins mikla klarinettsnilling, og Sinfónía nr. 1 eftir Beethoven. Koma hljómsveitarinnar hingað er einstæður viðburður í tónlistar- lífinu hér og þarf ekki að efa að bæjarbúar og héraðsbúar meti hann að verðleikum og fylli kirkj- una á 2. dag hvítasunnu. ® Ræðumenn á útifundinum voru Guðrún Guðvarðardóttir, formað- ur Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna, Bragi Sigurjónsson ritstjóri og Björn Jónsson, formaður Verkamannafélags Akureyrarkaup staðar. Var ræða Guðrúnar hin snjallasta og vakti mikla hrifn- ingu. Verður hún væntanlega birt í næsta blaði Verkam. Blaðið birt- ir í dag ræðu Bjöms. Ræðum þeirra Guðrúnar og Björns var ágætlega tekið af áheyrendum. Bragi Sigurjónsson virtist hafa villst á því að honum hafði verið falið að tala á hátíðisdegi verka- lýðsins en ekki á kosningafundi hræðslubandalagsins. Var mikill hluti ræðu hans rógkennd árás á yinstri menn í verkalýðshreyfing- unni og ódulbúinn áróður fyrir at- kvæðabraski hægri klíku Alþýðu- flokksins og Framsóknar, sem hann taldi hina einu og sönnu verkalýðsbaráttu og alþýðan ætti að sanna manndóm sinn í að styðja! Einhvern grun mun hann þó hafa haft um það að ekki væri auðvelt fyrir alþýðu manna að sýna „manndóm" sinn á þennan hátt, því að hann sagði „að það væri erfitt að vera maður og hvergi erfiðara en í verkalýðs- hreyfingunni.“ Þá hélt Bragi því fram að alþýðan ætti EKKI að velja sér fulltrúa úr sínum hópi til þess að fara með mál sín á Al- þjóðfélagsskipan sína. En mikið skal til mikils vinna að hljóta stuðning Framsóknar. Aheyrendum til verðugs hróss skal þess getið, að þessi einstæða ræða hlaut því nær engar undir- tektir annarra en 5—10 Varðar- unglinga sem klöppuðu fyrir hon- um. Guðrún Guðvarðardóttir flytur ræðu sína. Að útifundinum loknum var farið í kröfugöngu. Gengið suður Skipagötu, norður Hafnarstræti, Brekkugötu, austur Gránufélags- götu, suður Norðurgötu og vestur Strandgötu að Verkalýðshúsinu. Gangan er almennt-talin sú fjöl mennasta sem hér hefur verið far- in og sýndi sig greinilega að til raunir Braga til að^spilla þar fyrir þátttöku báru engan árangur. Um kvöldið var fjölsótt kvöld- skemmtun að Skálaborg og dans- leikir þar og í Alþýðuhúsinu. Frá kosningaskrifstofunni Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins fyrir Akureyri er í Verkalýðshúsinu, Strandgötu 7, og er opin kl. 4—7 síðdegis daglega. Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins eru eindregið hvattir til að hafa sem oftast samband við skrifstofuna. Sérstaklega er áríðandi að menn fullvissi sig um, að þeir séu á kjörskrá og gefi upplýsingar um fjarverandi kjósendur. Munið einnig fjársöfnunina í kosningasjóðinn, og að þau framlög sem koma fljótt eru sérstaklega mikilvæg. Heil til starfa fyrir sigri Alþýðubandalagsins. Allt skal falt, nema - Einn af framámönnum Fram sóknarflokksins, Alþýðuflokks- maðurinn, dr. Gunnlaugur Þórðarson, sagði nýlega að „verkamenn eru svo illa upp- lýstir, að þeir þurfa að hafa menntaða menn til að hugsa fyrir sig.“ Þetta mat á mann- gildi íslenzkrar alþýðu virðist síður en svo bundið við skoð- anir Gunnlaugs einar, heldur er hér orðið um hreint stefnu- mál hins fyrrverandi verkalýðs- flokks, Alþýðuflokksins, að ræða. Fremsti maður Alþýðu- flokksins hér í bæ, Bragi rit- stjóri Sigurjónsson, áréttaði þessa stefnu meira að segja á hátíðisdegi verkalýðsins, 1., maí, úr ræðustól, sem verká-' lýðsfélögin höfðu trúað honum J fyrir. Hann sagði að Alþingi ' ætti ekki að vera skipað verka- J mönnum, „mennirnir á bak við \ skrifborðin", „lögfróðir menn; og hagfræðingar“ mundu hæf- astir til að leysa vanda alþýð- ; unnar þar. Já, góðir hálsar. Svona er komið fyrir flokknum sem samkvæmt stefnuskrá sinni byggir á marxismanum og kenniingunni um að „frelsun verkalýðsins verður að vera hans eigið verk.“ Svona er komið fyrir verkalýðsflokkn- uf, sem þeir stofnuðu Jón Bald- vinsson og Ottó N. Þórláksson, flokknum, sem vann brautryðj- endastarf sitt og stærstu sigra undir forustu sjálfmenntaðs ! iðnaðarmanns, flokknum, sem ; hefur verið borinn uppi af í»- ! lenzkum verkamönnum og sjó- ; mönnum, þangað til þeir vökn- ! uðu við það að klika bitlinga- | sjúkra skrifborðsmanna í feit- um embættum var búin að taka öll völd flokksins-i sínar hendur og skoðaði hann sem .sína einkaeign til þess eins ;; þénlega að veita þeim fín emb- ætti og fallega titla. Það er jafnt á borði sem í orði, að Alþýðuflokkurinn af- neitar því að hann sé verka- lýðsflokkur lengur. Tengsl;; hans við verkalýðshreyfinuna nafa verið slitin hvert af öðru. n.ftir síðasta AlþýðusamDands- ping átti flokkurinn 7 af 9 monnum í miðstjórn Alþýðu- sambandsins. Flestir þeirra, ef ekki allir, hafa nú verið reknir ur flokknum, og þ. á. m. forseti ■sambandsins og ritari þess. j ; A Alþingi átti flokkurinn 6 ! | pingmenn, þar af 4 embættis-; j menn og tvo úr verkalýðsstétt,! | f orseta A. S. I. og Egert Þor- i steinsson, formann Múrarafé- | fags Reykjavíkur, ungan og i narðduglegan iðnaðarmann. — norseti A. S. í. var rekinn og Eggert Þorsteinsson hefur ver- ið látinn standa upp úr kjör- dæmi sínu fyrir Framsóknar- kaupf élagsstjóra, sem aldrei hefur nálægt málefnum verka- lýðsins komið. Einn vel mennt- !ur iðnaðarmaður, sem hafði ; unnið sér orð sem einn dugleg- ! asti og hæfasti þingmaður flokksins, var of mikið fyrir verkalýðsflokkinn. — Ekkert nema „fínir“ menn, doktorar, forstjórar, bæjarfógetaar skulu fylla hinn þunnskipaða þing- tlokk, ef nokkur verður. Auðvitað er þessi þróun og kenningin um „fínu“ mennina sem frelsara verkalýðsins eng- in tilviljun. Alþýðuflokkurinn hefur gefist upp við sjálfstæða tilveru og foringjar hans vinna markvisst að því að innlima hann í Framsóknarflokkinn og eru raunar þegar búnir að því. (Framhald á 4. síðu.) r*****»*****><w#ww####f#;

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.