Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.05.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 04.05.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 4. maí 1956 VERKAMAÐURINN 5 Sigri fagnað. Heiðruðu tilheyrendur! Þá er við stóðum hér á þessum stað fyrir einu ári, hinn 1. maí 1955, voru aðeins liðnir þrír dagar frá því að verkföllunum miklu lauk með undirritun samninga verkfallsmanna og atvinnurekenda og loforðum ríkisstjómarinnar um lögfestingu atvinnuleysistrygginga. Að loknum hörðustu stéttaátökum, sem orðið hafa á Islandi fögnuðu þúsundir verkamanna og iðnaðar- manna unnum sigri, ekki aðeins til handa sjálfum sér, heldur einnig til handa öllum íslenzkum laun- þegum, sem ýmist þá þegar eða skömmu síðar áttu auðveldan eft- irleik með að ná þeim kjarabótum og réttindum, sem verkfallsmeenn knúðu fram með baráttu sinni. Við heilsuðum 1. maí þá sem sig- urvegarar. I sex langar vikur höfð- um við staðið sem einn maður um kröfur okkar og rétt okkar, og auðmannastéttinni hafði mistekist að svelta okkur til uppgjafar. Af litlum efnum, en miklum vilja hjáluðu verkfallsmenn hvorir öðrum og hvaðanæfa bárust örf- andi vottar samúðar í orði og verki frá þeim er utan átakanna stóðu, en skildu þó að verkfalls- menn stóðu í eldinum fyrir allar vinnustéttir þjóðfélagsins. Sigur okkar í verkföllunum vannst fyrst og fremst vegna gagnkvæms skilnings verkamanna sem í deil- unni stóðu og annarrar alþýðu er aðeins var óbeinn þátttakandi, og vegna þess að verkamenn og iðn- aðarmenn, sem verkfallið háðu stóðu saman sem órjúfandi heild, hvað sem leið stjórnmálaskoðun- um. Enginn spurði annan: ert þú Sjálfstæðismaður eða sósíalisti, Alþýðuflokksmaður eða Fram- sóknarmaður. Enginn verkfalls- maður átti sér annað áhugamál heitara en sigur stéttar sinnar, al- þýðustéttarinnar, sem með sókn djarfasta hluti sinn í fararbroddi freistaði þess að endurheimta nokkuð af því, sem hún hafði ver- ið rænd á undanfömum árum, leggja nýjan grundvöll að skipt- ingu þjóðarteknanna og tryggja atvinnuöryggi sitt. Það var vissulega ekkert undr- unarefni að við fögnuðum þeim áfanga, sem náðist í apríllok í fyrra. Laun okkar höfðu ekki ein- asta hækkað um tólf af hundraði, heldur höfðum við knúið löggjaf- arvaldið til þess að veita okkur okkur nokkurt öryggi gegn vá at- vinnuleysisins. Og við höfðum einnig öðlast það sem þessu var jafnvel enn dýrmætara:ríkarivissu um það að við alþýðustéttin, erum það vald í þjóðfélaginu, sem eng inn getur brotið á bak aftur, eng- inn getur knésett, enginn getur staðist ,ef við rekum sundurlyndis- fjandann úr röðum okkar og stönd um saman með stéttarhagsmuni okkar eina að leiðarljósi, jafnvel þótt andstæðingar okkar mæti okkur gráir fyrir áróðurstækjum, með ríkisvald og löggjafarvald í höndum sér og heilt heimsveldi og erlendan her að bakhjalli. Brýnasta hagsmunamálið. Því fer þó fjarri að fögnuður okkar væri óblandinn fyrir ári síð- an. Flestir gerðu sér ljósa grein fyrir því, að sigramir, sem unnust, voru í bráðri og mikilli hættu. Við vissum að ríkisvaldið var í hönd- um stéttarandstæðingsins og við höfðum öðlast dýrkeypta reynslu af því hvernig það hafði verið not- að ár eftir ár til þess að lækka launakjörin og skerða afkomu okkar, og neytt okkur út í hverja varnarbaráttuna af annarri. Eg held að allir þeir ræðumenn sem hér töluðu 1. maí í fyrra hafi einmitt lagt ríka áherzlu á það að verkalýðshreyfingin yrði aðstanda vel á verðinum ef takast ætti að vernda til frambúðar nýunna sigra og gera þá að raunsönnum veru- leika í lífi og afkomu alþýðunnar á komandi tímum. Eg held líka að þeir hafi allir verið sammála um hvaða leiðir bæri að fara til þess að þetta væri unnt, þ. e. a. s. að reyna af fremsta megni að skapa, meðal alþýðunnar, sömu sterku eminguna á stjórnmálasviðinu og náðst hafði á faglega sviðinun. — Einn þeirra mælti þá m. a. þessi orð úr þessum sama ræðustól: ,Það er mikilsvert að standa mættu verða það úrslitavald á þingi þjóðarinnar, sem ekki yrði komizt hjá að taka fullt tillit til vð lausn efnahagsmálanna — eru engin ný uppfinning, heldur rök- rétt afleiðing af viðhorfum verka- lýðshreyfingarinnar og dýrkeyptri reynzlu margra ára. V erðhækkunarherf erðin. A síðasta ári hafa þó runnið enn styrkari stoðir undir nauðsyn stjórnmálalegrar einingar alþýðu- stéttanna en nokkru sinni fyrr og skal nú lítillega að því vikið. Strax að afloknum verkföllun- um og jafnvel áður en þeim var lokið hófu fésýslumenn, milliliðir og braskarar áköfustu verðhækk- unarherferð, sem gerð hefur verið á hendur launastéttunum. Strax á sl. sumri hækkaði verðlag á öllum neyzluvarningi og þjónustu stór- kostlega, oft upp í 20—30 og jafnveí 50%. Þessar verðhækkanir voru rökstuddar og varðar með kauphækkunum, enda þótt auð- velt sé að sanna að þær gátu al- í landinu um 230—250 milljónir króna, eða sem svarar 7 þús. kr. fyrir hverja fimm manna fjöl- skyldu. Helftin af þessari laglegu upphæð er tekin með 9% skatti á alla innflutta vöru og nýjum sölu- skatti, 3%. Aðrar álögur þessa nýja álagabákns eru einnig allar beinir eða óbeinir neyzluskattar — nefskatftar sem hinn fátæki, gamalmennið og öryrkinn — verð- ur að borga jafnt og auðmaðurinn. Helzta vörn formælenda ríkis- stjórnarinnar fyrir þessum þungu álögum og þeirri stórfelldu kjara- skerðingu sem í þeim felst eru þær: I fyrsta lagi, að þær eigi að bjarga atvinnuvegunum, í öðru lagi, að þær séu eigi svo þungbær- 'S*s*s*s*$><?*sx£<e><sxsx3x$x$x$x$><$x$>.$xs><$x$x$*$><$x$x$*$x$xe><$KS><$ Ræða Björns Jónssonar, formanns Verka- mannafélags Akureyrarkaupstaðar á úti- fundi verkalýðsfélaganna 1. maí síðastl.: VILJI er allt sem þarf <$x$k$x$k$x$x$x$>^x$x$x$x$x$x$*$*$x$x$x$*$k$k$*$><$><$*$x$x$x$x$x$x$x$<$x$x$>3xS*$x^$x$^kSxS>3x$x$*$x$*$x$x$><$xS*$x$*$x$*$x$>3>^$x®*$><$x$x$x$ saman í hörðum stéttaátökum og verja stétt sína og hasmuni henn- ar á þeim vettvangi. En það er ekki • einhlýtt. Alþýðunni þarf einnig að lærast að standa saman við kjörborðið og hætta að efla þar andstæðinga sína til mikilvæg- ustu valda í þjóðfélaginu. Við skulum minnast þess, að það voru fulltrúar alþýðusamtakanna, sem fyrir nokkrum dögum raunveru- lega settu lög við samningaborðið, knúðu fram fyrirheitið um at- vinnuleysistryggingar. Þetta var hægt vegna þess að þeir áttu alla verkálýðshreyfinguna að baki sér, óskiptaan vilja 27 þúsunda al- þýðufólks í verkalýðsfélögunum Við skulum hugleiða hverju mætti til leiðar koma, ef alþýðan beitti samtakamætti sínum til þess að skapa meirihlutavald í þingsölun- um og niðurstaðan getur ekki orð ið nema ein: Það er brýnasta hags- munamál allrar alþýðu á íslandi að skapa slíkt vald.“ Eg tilfæri þessi orð hér ekki vegna þess að þau færðu eða færi nein ný sannindi, heldur vegna þess að þau túlka í aðalatriðum viðhorf verkalýðshreeyfingarinnar að loknum vinnudeilunum miklu og sannar meðal annars að þær aðgerðir til stjómmálalegrar ein- ingar, sem gerðar hafa verið síðan iinnan verkalýðshreyfingarinnar og þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið af Alþýðusambandi ís< lands til þess að alþýðusamtökin drei numið nema mjög litlum hluta þeirra. Þessar verðhækkanir voru því aðeins framkvæmanlegar að ríkisvaldið lét þær ekki einasta með öllu afskiptalausar, heldur beinlínis hvatti til þeirra með ráð- um og dáð. Ollum afætum og óþörfustu milliliðum var beinlín- is hleypt lausum eins og hungruð- um úlfum til þess að hrifsa til sín eins mikið af launabótum almenn- ings og þeim var auðið. Engin fjár- plógsaðferð, engin verðhækkun var svo ósvífin, að hún væri ekki blessuð af stjómarvöldum lands- ins og áróðurstækjum þeirra. — Morgunblaðið fann upp nýtt orð, nýja fjólu í málblómasafn sitt, sem átti að hreinsa stjórnarvöldin og skjólstæðinga þeirra, afæturn- ar, af öllum ásökunum. Komma skattar var orðið. A máli Morgun- blaðsins átti þetta að þýða að verðhækkunarskattar afætanna væru lagðir á af verkalýðsstétt- inni á sjálfa sig. Svo heimskulegur getur málflutningurinn orðið þegar málstaðurinn er illur. Ríkisvaldið slæst í förina. En ríkisvaldið lét ekki sitja við það eitt að hvetja skjólstæðinga sína til ránsferða á hendur laun- þeunum. Brátt gerðist það sjálft umsvifamesti hluttakandinn í her< ferðinni. Á sl. hausti urðu þegar umtalsverðar verðhækkanir af beinum ráðstöfunum þess og i byrjun þessa árs hækkaði það svo, með einu pennastriki, allt verðlag ar að það taki því að kvarta und- an þeim, og í þriðja lagi, að þær séu verkalýðnum sjálfum að kenna. Manni dettur óhjákvæmi- lega í hug gamla sagan: í fyrsta lagi var potturinn brotinn þegar eg fékk hann lánaðan, í öðru lagi bzrauztu hann sjálfur, og í þriðja lagi var hann heill þegar eg skilaði honum aftur. Fjármálaráðherrann hefur sagt að skattar og tollar hafi raunverulega ekkert hækkað í tíf núverandi ríkisstjómar. Mogginn tönnlast bara á uppáhaldsorðtæk- inu „kommaskattar“. En eitt verðr þó þessjf stjórnarherrar að viður- kenna, ýmist beint eða óbeint: Að kvartmilljarð álögurnar séu hald lausar með öllu sem bjargráð at- vinnuveganna og að þær muni meira að segja verða þess vald andi að með komandi hausti verði framleiðslugreinar þjóðfélagsins komnar í enn dýpra forað en þær voru nokkru sinni fyrr. afkomumöguleikanum af öðrum meðan nokkuð er að hafa. I sambandi við slíka vitneskju hljótum við að spyrja: Krefjast þjóðarhagsmunir þess að kjör vinnustéttanna séu rýrð? Ber verkamaðurinn, sjómaðurinn, bóndinn og iðnaðarmaðurinn, kennarinn og skrifstofumaðurinn meira úr býtum af afrakstri þjóð- arbúsins en honum ber? Lifir al- þýðumaðurinn á íslandi um efni þjóðarinnar fram? Ef við gætum með góðri samvizku svarað þess- um spurningum játandi mundi verkalýðsstéttin áreiðanlega verða fyrst allra til að axla sínar réttlátu byrðar möglunarlaust. En það get- ur enginn, sem haft hefur tök á að skyggnast inn fyrir dyragættina á völundarhúsi efnahagsmálanna verið í vafa um, að engu þessu er til að dreifa. Staðreyndimar eru þær, að þrátt tyrir stjórnarstefnu undanfarinna ára, þrátt fyrir það að eðlileg þróun atvinnuveganna hefur verið stöðvuð, þrátt fyrir sóun mikilsverð vinnuafls í þarf- lausar og jafnvel þjóðhættulegar framkvæmdir, þrátt fyrir það að framleiðslutækin hafa ekki nánd- ar nærri verið fullnýtt, þrátt fyrir það • að tugmilljónum af fram- leiðsluverðmæti hefur verið sóað í herkostnað gegn verkalýðssam- tökunum — þrátt fyrir allt þetta, sem nemur hundruðum og aftur hundruðum milljóna árlega — þá eru þjóðartekjurnar og gjaldeyris- tekjurnar nú meiri, ekki aðeins að krónutölu heldur einnig að verð- mæti en nokkru sinni í sögu þjóð- arinnar. Það þýðir að þjóðin hefur nú meiru að skipta meðal þegna sinna en nokkru sinni áður og gæti þó haft miklu meira, ef rétt væri á haldið. Með fullnýtingu fram- leiðslutækjanna, togaranna, hrað- frystihúsanna, vélbátaflotans, með stækkun landhelginnar, með öflun nýrra framleiðslutækja, togara, frystihúsa, iðnaðarfyrirtækja, með aukinni tækni, með nýtingu vinnu- aflsins, er ekki aðeins mögulegt að skapa hinum afræktu byggðum ís- lands blómlegt athafnalíf, þar sem itvinnuleysi og skortur þekkist skki, heldur er líka unnt að auka vo verðmætisframleiðsluna, hinn ;ina raunhæfa grundvöll batnandi lífskjara, að fátæktinni, húsnæðis- skortinum, menntunarskortinum og öllum hinum illu fylgifiskum þeirra verði útrýmt. En það verður ekkert af þessu gert nema alþýðan sjálf taki í iaumana og heimti rétt sinn til þess að eiga ríkan hlut að stjórn landsins. Um það er reynzlan ólýgnust. Bera alþýðustéttirnar o£ mikið úr býtum? Og þá vitum við það: Sú þróun, sem orðið hefur í efnahagsmálun- um á einu ári er aðeins byrjunin, aðeins upphafið á ránsherferðinni. Ef sú stjórn, sem nú fer með völd í landinu eða önnur hliðstæð, verður við stjórnvölinn á næstu haustnóttum, gerist eitt af tvennu: höfuðatvinnuvegimir verða stöðv- aðir eða enn dýpra verður skorið niður í rótina en þegar er orðið og vinnustéttimar rændar hverjum Lærum af reynslunni. Það sé fjarri mér að gera lítið úr þeim löglegu baráttuaðferðum á faglega sviðinu, sem verkalýðs- hreyfingin ræður yfir. Frá bernsku verkalýðshreyfingarinnar og til þessa dags hafa þær fleytt okkur í gegnum brimrót áranna og þeim eigum við margan og merkan sigur að þakka. Og þær munu halda áfram að hafa sitt gildi, jafnvel þótt frjálslyndari og verkalýðs- sinnaðri ríkisstjómir, en nú um hríð hafa farið með völd, sit^ á veldisstóli. (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.