Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.05.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 11.05.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 11. maí 1956 VERKAMAÐURINN 3 Er þegar búið að selja réll Islendinga lil stækkunar og verndun- ar landhelginnar lyrir ísfisklandanir í Brellandi, sem munu or- saka slórfelll gjaldeyrislap og alvinnuleysi í úlgerðarbæjunum Alþjóð er nú kunnugt orðið að fulltrúar stjórnarflokkanna, og raunar Alþýðuflokksins líka, úr hói togaraeigenda, hafa nú um hríð staðið í stöðugu samninga- makki við brezka löndunarbanns- menn og togaraeigendur og munu þeir samninar, sem milli þeirra hafa verið á döfinni, nú fullgerðir, eftir því sem bezt er vitað — þótt þeim verði af skiljanlegum ástæð- um haldið leyndum fram yfir kosningar. Það er einnig kunnugt, að helztu kröfur brezku löndunarbanns- mannanna hafa verið þær: að ís- lendingar veiti brezkum togurum sérstök fríðindi til að athafna sig í íslenzkri landhelgi og að þeir lofi að hætta öllum frekari aðgerðum til þess að auka friðun fiskimið- anna, a. m. k. fyrst um sinn. Brezkir togaraeigendur skýra nú frá því í málgögnum sínum, að fulltrúar íslendinga (Kjartan Thors, Jón Axel o. s. frv) hafi nú gengið að báðum þessum kröfum og að til gjalda verði löndunar- banninu á íslenzkum togarafiski nú aflétt og muni íslenzkir togar- %r hefja landanir í Bretlandi innan tíðar. Forsaga. Landhelgismálið á sér langa for- sögu, allt í aldir aftur, og er ekki unnt að rekja hana hér, en mjög hefur það verið á dagskrá síðustu 10 árin, og eru öll afskipti aftur- haldsflokkanna af málinu með slíkum endemum að furðu gegnir. 1946 setti Hermann Einarsson, fiskifræðingur, fram þá skoðun og kröfu, að vér ættum að helga oss allt landgrunnið. Nýbyggingaráð tók þessa hugmynd upp og lagði «iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiM■■■■•■ niiii 'i NÝJA-BÍÓ | Aðgöngumiðasala opin kl. 7 -9. [ Sími 1285. Ncestu myndir: Byltingarnætur [ Spennandi, skemmtileg og i j djörf, ný, frönsk litmynd. j i Þetta er fyrsta litmyndin, i j sem tekin var í Frakk- j Í landi. j Mynd þessi gekk við fá- = Í dæma aðsókn í Tripoli-bíó j Reykjavík. Aðalhlutverk: I MARTINE CAROL í | JACQUES DACAMINE | Bönnuð fyrir börn. ! „Með kveðju frá T“ | Afar spennandi, skemmti- i leg sakamálakvikmynd frá í M.G.M. Aðalhlutverk: PETER LAWFORD | Bönnuð fyrir böm. ....................... til að floti íslendinga yrði svo stór, að þeir einir gætu veitt allan fisk, sem hagkvæmt væri að veiða á Islandsmiðum. Hér var hugsað stórt og í fullu samræmi við þjóð- arhagsmuni og íslenzkan rétt. En þeir, sem nú tóku við stjórn- artaumunum, höfðu aðrar og lægri áætlanir um framtið íslenzks sjávarútvegs og íslenzkra fram- fara. 1950 létu þeir óðara undan kröfum Breta um að tengja kröfur sínar úrskurði Haagdómstólsins í deilu Breta og Norðmanna. Sá dómur féll í des. 1951 og viður- kenndi dómurinn rétt Norðmanna til 4 mílna landhelgi og mjög lang- ar grunnlínur, sem lokuðu flóum og fjörðum. Þrátt fyrir þennan dóm lét rík- isstjórnin sér hægt og fór með ráðagerðir sínar sem mannsmorð og skeytti engum ráðleggingum vísindamanna, né sjómanna og út- vegsmanna, en einn fyrrverandi dómara í Haag, þjóðréttarfræðing- urinn bandaríski, Hudson, hafði t. d. ráðlagt ríkisstjóminni að miða löggjöf sína við 10 mílna belti. Enn síður var sinnt þeim ráðum og kröfum, sem lengra gengu ís- lendingum til handa. Loks, eftir þrotlaust makk við Breta vora lög sett í marz 1952 og er friðunarlínan teygð umhverfis landið, miðuð við 48 grunnlínu- staði. Flestir landsmenn, sem eitt- hvað hugsuðu um þessi mál, voru mjö óánægðir með þessi málalok og töldu allt of skammt gengið, en Bretar risu samt upp og mót- mæltu, og togaraeigendur þar hrundu af stað, með aðstoð brezka íhaldsflokksins, löndunarbanninu á íslenzka togarafiskinum og skyldi það vera hefnd fyrir út- víkkun friðunarsvæðisins. Þjóðin undi vel við, en Ólafur bar sig illa. Hér fór þó svo, að löndunar- bannið varð síður en svo til skaða fyrir íslendinga, heldur til hinnar mestu blessunar fyrir þjóðarbú- skapinn. Helzta afleiðing þess varð sú, að í stað þess að flytja fiskinn út ísvarinn og óverkaðan, fengu hraðfrystihúsin ærið að starfa og grundvöllur skapaðist fyrir starfsemi fleiri frystihúsa í landinu. Aflinn varð að sjálfsögðu verðmætari um meira en helming og hundruð og aftur hundruð manna, sem ella hefðu verið at- vinnulaus, hlutu atvinnu og lífs- framfæri við verkun afla og af- setningu hans á hina rúmgóðu og öruggu markaði í Austur-Evrópu. En Ólafur Thors og kumpánar hans voru ekki ánægðir. Klikurn- ar í stjórnarflokkunum, sem áður hirtu umboðslaun af sölu ísfisksins og vörukaupum togaranna í Bret- landi, voru sárar og gramar. Heild- salana munað iaftur í hinn „frjálsa gjaldeyri" sem ísfisksalan gaf þeim. Heima og erlendis hélt Ól- afur og ríkisstjórnir hans því fram, að fjárhagur Islands væri í voða vegna löndunarbannsins. Hvað nú? Hvað þýðir það fyrir atvinnulif ig þjóðarbúskap okkar, ef togurun- um verður senn ýtt á uppboðs- markaðinn brezka? Miðað við að ársafli togara sé verkaður heima í frystihúsum eða fiskvinnslustöðv- um gefur hann 11—12 millj. í gjaldeyristekjur. Flytji hann afl- ann út óverkaðan verða gjaldeyr- istekjurnar tæpast yfir 4 milljónir. Miðað við allan togaraflotann, eins og hann er nú, mundi gjald- eyristapið því geta orðið allt að 280 milljónir, en skortur á gjald- eyri er nú eitt helzta vandamál þjóðarbúskaparins. Onnur afleið- ing þessa yrði ekki síður alvarleg: Almennt atvinnuleysi í öllum þeim bæjum og kaupstöðum, sem byggja á vinnslu togaraaflans í frystihúsum, með verkun í salt og skreið. Hvað verður með frystihúsið hér og atvinnu verkafólks? Það þarf naumast að fara mörg- um orðum um þær válegu afleið- ingar sem þessi stefna Ihaldsins, með samsekt Framsóknar og Al- þýðuflokksins, mundi leiða yfir út- gerðarbæina, en það er þó alveg sérstök ástæða fyrir Akureyringa að staldra við og gefa þessu máli fullan gaum. Hér hefur togaraaflinn, sem hér er landað, þótt ekki sé enn stöð- ugt, verið langsamlega þýðinar- mesta bjargræði verkafólksins í bænum, þrátt fyrir það að Fram- sókn og Ihaldið hafa áram saman hindrað að hér rynni upp blóm- legt atvinnulíf kringum togaraút- gerðina með byggingu hraðfrysti- húss. Nú standa vonir til að frysti- húsið verði fullbúið á þessu ári og vinnufúsar hendur verkamanna og kvenna eru reiðubúnar að taka til starfa þar. En það skyldi þá standa í járnum að frystihúsið standi fullbyggt með vélum og vinnslutækjum og bæj- arfélagið og einstaklingar hafi bundið sér fjárhags- byrðar upp á 8—10 milljón- ir til þess að atvinnuskort- inum væri bægt frá dvrum hundraða verkafólks — og að „Bakamir“ snúi stefnum í átt til happdrættismarkað- anna í Bretlandi, en frysti- húsið standi autt og ónotað, en verkafólk verði að þreyja . þorrann og góuna atvinnulaust? Því miður eru þetta ekki get- sakir einar, heldur ískaldar stað- reyndir að þetta fer á þann veg, ef stefna Ihaldsins og handlangara þess í Alþýðuflokknum og Fram- sókn í landhelgismálinu, sem þeir illu heilli hafa tengt í löndunar- banninu, á að ráða eftir kosning- arnar í sumar. Hver vill styðja slíkt? Vonandi enginn verkamaður, engin verka- kona, enginn sem nokkurs metur 'ramtíð bæjarfélagsins eða byggir ífsafkomu sína á hag þess og heill. Enginn, sem hefur slíkra hagsmuna að gæta, má því láta það ólán henda sig, að greiða hinum seku flokkum atkvæði sitt í komandi kosningum. Með heill bæj- arins, verkafólksins og allr- ar alþýðu sem hann bvggir að leiðarljósi, verður það að fylkja sér um Alþýðu- bandalagið og gera þannig sitt til að það geti orðið það úrslitavald á Alþingi og í ríkisstjóm, sem geti hindr- að það mikla gerræði, sem nú er bruggað gegn at- vinnulífi íslendinga og af- komu. AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Nýja-Bíó á Akureyri, þriðjudaginn 29. maí og miðvikudaginn 30. maí 1956. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis þriðjudaginn 29. maí. DAGSKRÁ: 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 2. Skýrsla stjórnarinnar. 3. Skýrsla framkvæmdastjóra. Reikningar fé- lagsins. Umsögn endurskoðenda. 4. Ráðstöfun ársarðsins og innstæðna innlendra vörureikninga. 5. Erindi deilda. 6. Framtíðarstarfsemi. 7. Önnur mál. 8. Kosningar. Akureyri, 8- maí 1956. Félagsstjórnin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.