Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.05.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 11.05.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn II. maí 1956 Jón Ingimarsson, formaður Iðju, fél. verksmiðjufólks: ÞaS verður ekki breytl um stjórnar stetnu nema AlþýSubandalagiS sigri kosningunum Tryggjum fulltrúa hinnar sterku og fjölmennu verkalýðshreyfingar í bænum sæti á Alþingi - Grein Jóns B. Rögnvaldssonar Það er engum efa bundið, að kosningarnar 24. júní n.k. verða hinar þýðingarmestu sem um get- ur í íslenzkri stjórnmálasögu fyrir allt launþegafólk í landiinu og þjóðina í heild. Það er nú orðið viðurkennt, að efnahagslega sé bú- ið að sigla þjóðarskútunni i algert strand undir forustu Framsóknar og Sjálfstæðismanna og litlar líkur til þess að hægt sé að leysa þá efnahagsörðugleika sem nú steðja að, nema þungi þeirra lendi á almenningi í viðbót við það, sem þegar hefur verið á hann lagður og er verið að leggja. —- Um það verður kosið, hvort gefa á þessum flokkum áframhaldandi umboð til að fara með stjórn landsins, eða hvort koma á stjómarstefnu, sem taki fuilt tillit til hagsmuna alþýð- unnar, og sjónarmiða hennar í inn- anríkis- og utanríkismálum. Því er að vísu haldið fram nú, að Fram- sóknarflokkuninn ætli að breyta um stefnu, en því trúir bara eng- inn maður og ekki heldur þótt partur af Alþýðuflokknum gangi undir hans stjórn. Ekkert hefur komið fram nema síður sé, sem bent gæti í þá átt, enda hefur stjórnarsamvinnan verið snurðu- laus, fullt samkomulag um öll helztu mál, þar með taldar drep- þungar skattabyrðar, sem lagðar hafa verið á almenning, og hlífðin við auðfélögin. Þessari stjórnarstefnu verður haldið áfram, ef viðkomandi flokkar fá traust frá kjósendum. Þess vegna finnst mér að hver er greiðir þessum flokkum atkvæði sé í rauninni að segja þetta: „Eg er ánægður með stjórnarsam- starfið, þakka fyrir alla tolla- og skattabyrðirnar, sem þið hafið á mig lagt. Haldið áfram á sömu braut,“ og þeim, sem vill nota at- kvæðaseðilinn sinn á þann hátt, honum er ekki fisjað saman. — Máttur kjörseðilsins er mikill, það veit hver verkamaður og verka- kona. og enginn launþegi getur leyft sér að kasta honum á glæ eða framkvæma skemmtiatriði með honum eina kvöldstund, til þeess er hann of dýrmætur. Að kosningum loknum verður efna- hagsöngþveitið tekið til meðferðar á Alþingi, og þá verða teknar ákvarðanir um hverjir skuli bera byrðarnar. Það veltur því á öllu fyrir launamenn, hvernig á þeim málum verður tekið. Til þess að hægt sé að verja hlut verkamanns- ins, verkakonunnar og sjómanns- ins, er það úrslitaskilyrði að eiga nægilega sterkan og heilsteyptan þingflokk á Alþingi, sem sé þess umkominn, að geta varið hags- muni launþegans, ekki aðeins í eitt og eitt skipti, heldur að geta komið því til leiðar, að gerbreytt verði um stjórnarstefnu, snúið við á þeirri óheillabraut, sem farin hefur verið og ný stefna mörkuð til hagsældar fyrir land og lýð. En það verður ekki gjört nema Alþýðubandalagið komi mjög sterkt út úr þessum kosningum. Hér á Akureyri er alveg sérstök ástæða fyrir alla launþega að sameinast í þessum kosningum, fyrst og fremst vegna þess málstað ar, sem Alþýðubandalagið berst fyrir og í öðru lagi vegna þess, að það er hagsmuna- og metnaðar- mál fyrir alþýðu þessa bæjar, að fá þingmann kosinn úr sínum röð- um. Svo fjölmenn og sterk er hún, ef hún stendur saman, að það ætti að vera auðvelt verk. Akureyringar, og alveg sérstaklega alþýða bæjarins, hafa dýrmæta reynslu fyrir því frá árunum 1942—’53, að fulltrúi verkalýðsins hér í bæ, sem þá átti sæti á Al- þingi, reyndist þar ekki einasta traustur fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar almennt, heldur og ötull talsmaður bæjarins og hans mála og vann þar ágæt störf fyrir hagsmuni hans, þótt lengst af væri við ofurefli afturhaldsins að etja. Nú horfir svo málum, að ríkar vonir standa til að ekki verði unnt að sniðganga verkalýðshreyfing- una við myndun ríkisstjórnar. — Aðstaða verkaðlýsfulltrúa á Al- þingi til að vinna að hagsbótamál- um almennings verður þá allt önn- ur og betri en áður var. Og engum er betur treystandi til að nota þá aðstöðu bæjarfélaginu og alþýðu- stéttum hans til heilla en góðum fulltrúa úr röðum forustumanna verkalýðshreyfingarinnar. Vinnum því allt er við megum að sigri Alþýðubandalagsins í kom andi kosningum. Tryggjum fram- bjóðanda þess sæti á Alþingi. i; Margt er manna bölið i: '•! <rAlþýðumaðuTÍnn“ síðasti;; s segir að Björn Jónsson hafi • !| „Misst stjórn á geðsmunum :; sínum í ræðustóli og vakið al-<', ;; merma undrun áheyrenda.“ — I; ;; Þetta á að hafa skeð við há- ',; > tiðahöldin 1. maí. Þá segir\ 1: blaðið ennfremur: „Jós hartn ; :; fúkyrðum yfir Braga Sigurjóns- ; > ! I son fyrir ræðu hans, er Björn ; !; kvað einstætt trúnaðarbrot við !; \\ 1. maí-hátíöahöldin.“ ‘< ;; Með tilliti til þess, að áheyr-1; ;: endur munu hafa verið nokkuð;; ;! á annað þúsund, verður það;; : I vægast sagt að teljast hæpið;; : í fyrir málstað Braga, að bera ;. !; þetta góðgæti á borð fyrir þá ;; :; og aðra bæjarbúa, sem vel vita \; !; að þetta eru staðlausir stafir. í ', \ i; upphafi ræðu sinnar bað Bjöm ', \ |; áheyrendur persónulega afsök-\\ ;: unar á þeim h.lut, sem hann \ \ i hefði átt að því að þessi dæma-\\ : lausa ræða (Braga) hefði verið\\ :; flutt á hátíðisdegi verkalýðsins. \! \\Öðrum „fúkyrðum" jós hann <\ Wekki á Braga, enda alveg'W \; óþarft, því að áheyrendur!; \\ höfðu þegar dæmt ræðu hans\\ ;: og gefst nú enn betra tækifæri \; 1: til þess eftir að hún hefur verið j; ! i prentuð. ;; :; En meðal annarra orða. Bágt;; !; á hinn vammlausi sýslumaður ; \ \; að verða að þola það af þjóni < \ ;; sínum og helzta forsvarsmanni, '<', ; ■ að hann beiti helzt og mest', \ ;: persónulegum aðdróttunum og;; ; rætni í garð keppinautar hans\\ :; í kosningunum honum til fram-\< ',; dráttar. Margir mundu halda,; • !; oð óreyndu, að hann sjálfur <\ I; teldi aðrar bardagaaðferðir sér '<', ;; betur sæmandi. Þar má um ! j ; ■ segja, margt er manna bölið. !; 1169 er símanúmer kosninga- skrifstofu Alþýðu- bandalagsins (Framhald ui 1. síðuj. hann fylgi sitt í kosningunum 1953 undir forsæti H. V., en á flokksþingi 1954 virtist meiri hluti þngfulltrúa ekki kæra sig um fylg- isaukningu og sviftu því H. V. for- mennsku í flokknum, en kaus í hans stað Harald Guðmundsson, en á þessu sama ári, 1954, var Hannibal Valdimarsson kosinn forseti Alþýðusamb. Islands með yfirgnæfandi meirihluta. Sú „þróun“ Alþýðuflokksins, sem hafin var með því að fella Hannibal Valdimarsson frá for- mennsku Alþýðuflokksins, hefur æ síðan færst í aukana. Nú er líða tók að kosningum hafnaði forusta Alþýðuflokksins öllu samstarfi við verkalýðssamtökin og rak forseta þeirra úr flokknum. Annar sá þing- manna, sem flokkurinn átti í verkalýðsstétt, Eggert Þorsteins- son, form. Múrarafélags Reykja- víkur, var síðan flæmdur úr kjör- dæmi sínu. Þetta verður ekki skil- ið á annan veg, en að núverandi forusta flokksins kæri sig ekki um verkalýðsfulltrúa á Alþingi á sín- um vegum. Nú fyrir nokkrum dögum hlust- aði eg með undrun á þau ummæli formanns Alþýðufl., Haralds Guð- mundssonar, að hræðslubandalag- íð mundi ekki leita eftir stuðningi við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar, heldur mynda minni- hlutastjórn, eins og iðulega ætti sér stað í Frakklandi. Held eg að fáir mundu telja það öngþveiti, sem ríkir oftast í stjórnmálum þar í landi, eftirsóknarvert fyrir okkur íslendinga. Stuðningur við Al- þýðuflokkinn mundi því sam- kvæmt kenningum Haraldar Guð- mundssonar styðja að slíkri þróun mála hér. Stuðningur við Þjóðvamarflokk- inn getur heldur ekki orðið til framdráttar óskum almennings um vinstri stjóm. I fyrsta lagi vegna þess a ðtrúlega kemur flokk urinn engum manni á þing, og þó svo yrði, sannar reynzlan að það- an er einkis góðs að vænta í því efni. Alþýðubandalagið, kosningaflokk ur vinstri Alþýðuflokksmanna, ósíalista og ýmsra verkalýðssinna júr öðrum flokkum, byggir stefnu sína og starf einvörðungu á yfir- lýstri stefnu alþýðusamtakanna í atvinnumálum og öðrum þjóðmál- ‘im. Annar hornsteinn bandalags- ins er náin tengsl við verkalýðs- - Vinstri eða hægri (Framhald af 2. síðu). ur séu almennt ánægðir með frammistöðu hennar undanfarið. Komi Alþýðubandalagið hins veg- ar sem sigurvegari út úr kosningun um, en hræðslubandalagið og íhaldið tapar fylgi, þá verður það vitanlega skilið á þá leið, að kjós- endur vilji vinstra samstarf, og þá mun ekki standa á Framsókn og doríunni til samstarfs við „komm- únista". Vinstrisinnaðir menn, sem vilja samstarf að kosningum loknum, tryggja því bezt að svo verði með því að kjósa frambjóðendur Al- þýðubandalagsins í kosningunum 24. júní. hreyfinguna, sem m. a. koma fram í því að það er eini flokkurinn, sem hefur forustumenn úr verka- lýðssamtökunum í framboði. Al- þýðubandalagið er því í þessum kosningum eini alþýðuflokkurinn og eini verkalýðsflokkurinn og einnig eini flokkurinn, sem hefur ikýrt og skilmerkilega lýst því yfir að hann telji það höfuðskyldu sína að sameina alla íhaldsand- stæðinga um ríkisstjórn að kosn- inum loknum. Hvert atkvæði, sem Alþýðu- bandalaginu og frambjóðendum þess er greitt í þessum kosningum, styður því og styrkir þá kröfu allr- ar íslenzkrar alþýðu, að mynduð verði vinstri ríkisstjórn, sem taki fullt tillit til alþýðustéttanna við sjó og í sveit. „F agnaðarerindi“ hræðslubandalagsins Samkvæmt frásögn Dags í fyrradag var helzti „fagnaðarboð- skapur" þeirra hræðslubandalags- mannanna á 17 manna fundinum í Sólgarði þessi: „Á þessum fundi var á það bent og færð sterk rök fyrir því, að hagsæld sú er almenn- ingur á vi ðað búa, er fölsk, þ. e. GETUR EKKI VARAÐ TIL LENGDAR. . . . “ Hvort þetta fagnaðarerindi er eingöngu ætlað bændum eða hvort því verður eitthvað breytt þegar hægri kratar fara að tala við verkamenn og aðra launþea í bæj- unum, skal ósagt látið að sinni. En hvers má vænta af slíkum eftir kosningar, þegar ekki er gætilegar talað fyrir kosningar? Hvað finnst ykkur, verkamenn á Akureyri og annars staðar? Er það álitlegt fyrir framtíð ykkar og afkomu, að ljá þeim fylgi, sem telja að þið búið nú við slíka vel- sæld að þjóðfélaginu stafi hætta af? Bazar Verkakvennafélagið Eining held- ur bazar í Alþýðuhúsinu sunnud. 13. maí n.k. kl. 4 e. h. Félagskon- ur vinsamlega beðnar að koma munum til einhverra nefndar- kvenna eigi síðar en laugardaginn 12. maí. — Nefndin. Iðja, félag verksmiðjufólks, heldur FÉLAGSFUND < Alþýðuhúsinu n. k. sunnu- dag 13. þ. m. kl. 4 e. h. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Erindi frá A.S.Í. 3. Breytt launakjör kvenna. 4. Kosning fulltrúa á þing Alþýðusamhands N orðurlands. 5. Önnur mál. Fjölmennið stundvislega. STJÓRNIN. Nokkar ær til sölu. Afgr. vísar á. BARNA- OG UNGLINGAKÁPUR, þýzkar, ódýrar, NÝ GERÐ. Úrval af KVENBLÚSSUM EDDA H.F. Hafnarstr. 94 (Hamborg), Akureyri.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.