Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.05.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 18.05.1956, Blaðsíða 1
VERKflDMinn XXXIX. árg. Knattspyrnufél. Þrótt- ur keppir við Akureyr- inga um hvitasunnuna Meistaraflokkur Þróttar keppir tvo leiki í knattspyrnu við K. A. og Þór, eða A- og B-lið beggja fé- laganna. Meistaraflokkur kvenna mun keppa tvo leiki við sameiginlegt lið K. A. og Þórs í handknattleik. Blandað lið þróttar úr 3. og 4. flokki drengja mun leika tvo leiki í knattspyrnu við sams konar lið Akureyrarfélaganna sameiginlega, eða sitt í hvoru lagi. Fyrri leikirnir fara fram á laug- ardag og verður nánar skýrt frá því í götuauglýsingum. Akureyri, föstudaginn 18. maí 1956 19. tbl. Verðbólgan hefur meira en tvöfaldazt á sex árum Gamla vísitalan — sú sem var í gildi heim að gengislækkun — væri nú komin upp í 737 stig, ef hún væri notuð, en hún var, sem kunnugt er, felld úr gildi með gengislækkuninni. Þá var gamla vísitalan 355 stig; dýrtíðin hefur tvöfaldast og þriðjungi betur! — Gefur þetta góða hugmynd um það hversu óhemjulega verðbólgu stjórnarvöldin hafa leitt yfir þjóð- ina. Á henni hafa verðbólgubrask- arar, milliliðir og skuldakóngar ihaldsins grætt, en allur almenn- 20 manna kosninganefnd mynduð í Eyjafjarðarsýslu ingur hefur tapað og atvinnuvegir þjóðarinnar hafa átt í sívaxandi örðugleikum. Ef kaup væri greitt eftir gömlu vísitölunni, eins og gert var þar til „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins" batt vísitöluna í desember 1947, myndi tímakaup verkamanna nú verða kr. 24.98. Mismunurinn er kr. 6.70 um tímann, kr. 53.60 á dag — eða sem svarar rúmum 16.000 kr. á ári. Sú tala gefur góða hugmynd um það, hvernig kaupmáttur launanna hefur verið skertur með verðbólgunni. Það birtist m. a. í því, að fólk þarf nú að vinna mun lengur en 1947 til þess að hafa hliðstæða afkomu. En afturhaldinu finnst engan veginn nóg að gert. í hirzlum rík- isstjórnarinnar liggja nú tillögur Stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins í Eyjafjarðarsýslu hafa myndað 20 manna kosninganefnd, sem tekur að sér að stjórna þar undirbúningi kosninganna og kosn- ingabaráttunni. í nefndinni eiga sæti þessir menn: Eiríkur Björnsson, bóndi Arnar- felli, Saurbæjarhreppi. Magnús Hólm Árnason, bóndi, Krónustöðum, Saurbæjarhreppi. Jónatan Davíðsson. bóndi, Drafla- stöðum, Saurbæjarhreppi. Hermann Sigurðsson, bóndi, Litlu- brekku Arnarnesshreppi. Árni Lárusson, verkamaður, Dal- vík. Daniel Daníelsson, héraðslæknir, Ásgarði við Dalvík. Jón E. Stefánsson, byggingameist- ari, Dalvík. Gestur Sigurðsson, verkamaður Dalvík. Þorsteinn Þorsteinsson, verkamað- ur, Dalvík. Stefán Bjarman, kennari, Dalvík. Eiríkur Líndals, gjaldkeri Verka- lýðsfélags Dalvíkur. Haraldur Zóphoníasson, bókavörð- ur, Dalvík. Ragnar Þorsteinsson, kennari, Ol- afsfirði. Hartmann Pálsson, verkamaður, Ólafsfirði. F járeigendaf élagið fékk Miðhúsalandið Bæjarstjórn hefur samþykkt að leigja svokallað Miðhúsaland, þar sem skólagarðar bæjarins hafa verið, Fjáreigendafélagi Akureyr- ar. Hyggst félagið láta þeim fjár- eigendum, sem ekki hafa aðgang að túnblettum, land þetta í hend- ur til beitar fyrir sauðfé, vor og haust. Miðhúsalandið er um 15 ha. að stœrð. Halldór Kristinsson, verkamaður, Ólafsfirði. Víglundur Nikulásson, verkamað- ur, Ólafsfirði. Gísli Kristinsson, verkamaður, Ól- afsfirði. Axel Pétursson, verkamaður, Ól- afsfirði. Líney Jónsdóttir, húsfreyja, Ólafs- firði. Sigríður Pálmadótitr, form. verka- kvennafél. „Sigurvon", Ólafsf. Formaður nefndarinnar er Stef- án Bjarman, kennari á Dalvík. Ríkir mikill áhuga meðal alþýðu manna í bæjum og sveitum Eyja- fjarðarsýslu um að gera hlut Al- þýðubandalagsins sem mestan í kosningunum, og fer kosningabar- áttan vel af stað með þeirri prýði- lega skipuðu nefnd mætra Eyfirð- inga, sem hér hefur verið kynnt. Framboðslisti Alþýðubandalagsins verður birtur í „Utsýni“ næstk. mánudag. hagfræðinganefndar.í þeim er gert ráð fyrir gengislækkun, kaupbind- ingu og minni framkvæmdum í landinu, „hæfilegu atvinnuleysi“. Þessar leynilegu tillögur eru hin sameiginlega stefnuskrá íhaldsins og hræðslubandalagsins — ef kosn ingaúrslitin verða þannig, að aft- urhaldið þori að framkvæma þær. Hagagöngugjöld hækkuð Meirihluti bæjarstjómar hefur samþykkt að hagagöngugjöld verði á yfirstandandi ári, sem hér segir: Fyrir sauðfé kr. 5,00 fyrir full- orðna kind, kr. 30,00 fyrir hvern nautgrip, kr. 100,00 fyrir hvern hest. Symfóníuhljómsveit íslands heldur hljómleika í Akureyrarkirkju á 2. dag hvítasunnu Það er á mánudaginn, sem sá merki, listsögulegi viðburður verður í Akureyrarkirkju, að Symfoníuhljómsveit leikur í fyrsta skipti hér í bænum. — Naumast þarf að efa, að bæjai- búar og nærsveitamenn, sem tónlist unna, muni meta þennan viðburð að verðleikum og fjölmenna til kirkjunnar. Guðrún Guðvarðardóttir: Það er auSvell fyrir verkalýðinn aS velja í þessum kosningum í hinni hörðu kjarabaráttu und- anfarandi ára hefur hinn skipu- lagði hluti verkalýðsins lært það, að einungis algjör og fordómalaus samstaða allrar verkalýðshreyfing- arinnar í hagsmunamálum stéttar- innar gerði árangursríka baráttu mögulega. Því betur, sem mönnum skildist þetta, því glæsilegri sigrar unnust. Þetta rann ekki upp fyrir mönnum allt í einu eins og vitrun. Það tók þá langan tíma að læra þennan einfalda sannleika, og þeir lærðu hann gegnum mörg mistök og ósigra af völdum innbyrðis ó- einingar. En við höfum lært fleira af kjarabaráttu síSustu ára. Þegar burgeisastéttin hafði beðið ósigur fyrir einingu alþýðunnar á hinu faglega sviði, færði hún baráttuna yfir á svið stjórnmálanna og í skjóli hinnar stjórnmálalegu sundr ungar tókst henni að hefna þess á Alþingi, sem hallaðist í héraði. Alþýðan, sem stóð saman eins og einn maður í verkfallsbaráttu og öllum átökum um kaup og kjör, var skipt í marga stjórnmálaflokka og af þeim sökum gætti áhrifa hennar sáralítið á löggjafarþing- inu. Fulltrúum auðstéttarinnar var það léttur leikur að nota Alþingi til þess að taka aftur af alþýðunni það mesta af því, sem vannst í kjarabaráttunni. Nægir í því sam- bandi að minna á þær gífurlegu álögum, sem síðasta Alþingi sam- þykkti nema um 250 milljónum króna. Það er ekkert undarlegt þó (Framhald á 4. síðu.) Þegar þögnin talar Þegar 250 milljón króna álögurnar, hinar þungbærustu í stjórnmálasögunni, voru lagðar á í vetur af samstjórn Ihalds og Framsóknar, þóttust hægri for- ingjar Alþýðuflokksins stór- hneykslaðir og viðhöfðu þung orð og ásakanir í garð stjórnar- flokkanna. Á þingi mönnuðu þeir sig upp í að greiða at- kvæði gegn álögunum ásamt sósíalistum. En andstaða hægri foringj- anna átti sér ekki langan aldur, því að varla höfðu álögurnar verið samþykktar fyrr en þeir og blöð þeirra þögnuðu alger- lega um þessi mál og þaðan hefur síðan hvorki heyrzt hósti né stuna. Þetta er næsta auðskilið í ljósi þeirra atburða, sem orðið hafa. Á nákvæmlega sama tíma og Íhalds-Framsóknarstjórnin knúði fram „bjargráðin“ sátu þeir Gylfi og Haraldur fastast í makkinu við Framsókn um at- kvæðabraskið, sem nú á að verða þeirra „bjargráð“ og þeir; bifuðust ekki úr sæti við reikni | maskínurnar, þótt samningsað-! ilinn gerði sig sekan um fjörráð ; gegn launastéttunum og at-! vinnuvegunum. Þeir datt ekki í; hug að rísa á fætur og segja við Framsóknarforingjana: „Ef nokkuð á að verða úr samstarfi okkar í milli verðið þið þegar í stað að draga slíkar „bjarg- ráðatillögur" til baka og leysa brýnasta vandann í efnahags- málunum í samræmi við hags- muni alþýðunnar." Nei, þeim datt ekkert slíkt í hug. Þeir bugtuðu sig og beygðu fyrir Framsóknaríhaldinu og sögðu: „Allt í lagi, samþykkið bara „bjargráðin" ykkar með íhald- inu. Við látum okkur nægja málamyndaandstöðu i bili. Allt er tilvinnandi, ef þið aðeins bjargið okkur frá bráðum og fyrirsjáanlegum, pólitískum; dauða.“ j Það er vissulega engin tilvilj- ! un að málgögn Alþýðuflokksins ! þegja þunnu hljóði yfir „bjarg-! ráðum“ Framsóknarflokksins. j Þau vita skömmina upp á for-! ingja sína. Vita að þeir eru; raunverulega samsekir. Vita að! skammarlegt brask þeirra og Framsóknaríhaldsins gaf því kjarkinn til að fremja illvirkin gegn launastéttunum. Þess vegna þegja þau nú og munu halda áfram að þegja um þær drepþungu byrðar, sem nú eru að sliga launafólkið í landinu í veikri von um að það sé svo gleymið að það muni ekki fáa mánuði aftur í tímann. En þögnin talar líka sínu máli og álögurnar, sem daglega birtast í síhækkandi verði á lífsnauðsynjum almennings, halda stöðugt áfram að tala til fólksins máli, sem ekki verður missikilið og ekki gleymist, þótt munnkarfa sé bundin að vitum hægri foringja Alþýðu- flokksins. En Hræðslubandalagið þegir ;! ; ekki aðeins um nýjustu afrek! ! sín í efnahagsmálunum. Sú; ; þögn, sem ríkir um framtíð! ! þeirra í blöðum og á stjórn- ; málafundum, er jafnvel enn lærdómsríkari. Engar hvatning- ar, fyrirsurnir eða áskoranir duga til þess að losa þar um munnkörfuna, svo að nokkuð megi heyrast. Allur almenning- ur veitir líka þessari þögn at- hygli og dregur af henni þá rökréttu ályktun, að framtíðar- áætlanirnar séu í fullu sam- ræmi við fortíðina, að ekki sé annars né betra að vænta en þess, sem þegar er staðreynd;! orðin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.