Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.05.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 18.05.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 18. maí 1956 Hver kýs KAUPLÆKKUN? Kjör verkalýðs og launþega verða ákveðin á næsta Alþingi Hvaða verkamaður kýs kauplækkun? Hvaða verka- kona á þá ósk heitasta að fá minna kaup? Hvaða verzlun- ar- og skrifstofufólk, eða opin- berir starfsmenn, þrá það innilegast að fá lægri laun um hver komandi mánaðamót? Og þó hlýtur að vera til svona fólk. Á meðan til er nokkur verka- rnaður, verkakona eða launþegi, sem kýs Sjálfstaeðisflokkinn, er til fólk sem kýs kauplækkun sér til handa. Því að nú er það að minnsta kosti alveg augljóst hverj- um manni, að stefna Sjálfstæðis- flokksins í launamálum er engin önnur en KAUPLÆKKUN verka- fólks og allra launþega. Sjálfstæðisflokkurinn hefur vit- anlega alla tíð haft þessa stefnu, en hann hefur falið hana fyrir vinnandi fólki með margs konar blekkingum. En nú hefur hann játað opinberlega, að kauplækkun alls vinnandi fólks sé hans stefna, hans bjargráð við öllu öngþveit- inu í atvinnumálum. Það stafar að hans dómi allt af 11% kaup- hækkun, sem verkalýðurinn, og á eftir öll launþegastéttin, allt til háembættismannanna, fékk í fyrra til þess að vega á móti miklu meiri dýrtíðarhækkun. Eina lækn- ingin er því að lækka kaupið! Skattarnir í vetur voru 250 milljón króna kauplækkun. Þeir eru teknir af kaupi fólksins, þegar það kemur með það í búðirnar til þess að kaupa fyrir það nauðsynj- ar sinar. Þar innheimtir kaupmað- urinn „framleiðslusjóðsgjald" Ól- afs Thors og söluskatt og tolla Ey- steins. Nú hefur enginn heyrt verka- mann, skrifstofumenn eða embætt ismann heimta lægra kaup, krefj- ast minna til að lifa af handa sér og sínum. Kaupmenn, sem segjast vilja, að fólkið, sem verzlar við þá, hafi minna handa á milli til að kaupa fyrir, eru heldur ekki á hverju strái. En vinnandi fólk, sem kýs Sjálf- stæðisflokkinn, þótt sá flokkur telji það allra meina bót að kaupið lækki og beiti öllum áhrif- um sínum til þess, hefur því mið- ur mátt finna fram að þessu. Og kaupmenn, sem halda uppi áróðri fyrir flokk, sem notar völd- in til þess að minnka þann skerf sem launafólkið hefur til að kaupa fyrir vörur í búðum þeirra, hefur mátt finna í annarri hverri búðarholu. En þegar 250 milljóna skattarn- ir voru lagðir á nauðsynjavörur al- mennings í vetur, og nú þegar þeir eru að setja atvinnuvegina í strand eftir að þeir hafa aukið dýrtíðina um allan helming, hafa augu fjölda manna opnast fyrir því að verkafólk og launþegar, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn til valda, eru að vinna á móti sínum eigin hagsmunum og velferð sinni. í verkalýðssamtökunum innan Alþýðusambands Islands eru nú 28 þúsundir vinnandi manna og kvenna, og í öðrum launþegasam- tökum ótaldar þúsundir. Allt þetta fólk viðurkennir þann tilgang samtakanna, að hækka kaup og bæta lífskjör meðlima sinna. Það þakkar samtökunum réttilega, að það lifir við mann- sæmandi kjör. Það veit vel, að ef verkalýðssamtökin hefðu ekki staðið í harðri baráttu um áratugi, væru lífskjör og menning xslenzkr- ar alþýðu á allt öðru og lægra stigi. Meira að segja er það auðsann- að mál, að án baráttu verkalýðs- samtakanna væri íslenzka þjóðin öll á lægra efnahags- og menning- arstigi. En við hverja hefur sú barátta verð háð? Ekk að- eins við atvinnurekendur sem slíka, heldur einnig við flokk þeirra, Sjálfstæðis- flokkinn, og blöð hans. Hver minnist þess og getur nefnt þess eitt einasta dæmi, að Sjálf- stæðisflokkurinn og blöð hans hafi lagt verkalýðnum lið í kjarabar- áttu hans? Hvenær hefur Morgun- blaðið, Vísir eða önnur íhaldsblöð tekið málstað verkalýðssamtak- anna í baráttu þeirra fyrir bætt- um kjörum meðlima sinna? I hverju einasta verkfalli, sem háð hefur verið á Is- landi, hafa blöð íhaldsins barizt gegn málstað verka- lýðs og launþega, reynt að sundra samtökunum, æsa almenningsálitið gegnþeim og stundum jafnvel hvatt til þess að samtökin væru barin niður með ofbeldi. Kenning Sjálfstæðisflokksins í launamálum hefur alltaf verið sú, að hver kauphækkun, sem farið hefur verið fram á, hlyti að sliga atvinnuvegina og borgaði sig þá alls ekki fyrir launþegana. Kaupið hefur alltaf verið of hátt fyrir gjaldþol atvinnuveganna, þurft fremur að lækka en hækka! Sama máli hefur gegnt um vinnutímann. Þegar togaravökulögin voru sett á Alþingi var það „sannað“ af full- trúum íhaldsins og í blöðum þess, að öll togaraútgerð á íslandi hlyti að leggjast niður, ef sjómenn ynnu skemur en 16 tíma á sólar- hring. Oft hefur svo reynslan sýnt að atvinnuvegunum hefur vegnað betur, eftir að verkafólk fékk styttri vinnutíma og hækkað kaup. Betri skipulagning vinnunnar, betri nýting vinnuafls og véla, fylgja hverri kauphækkun, ef rétt er á haldið. En nú á síðustu árum hef- ur ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar fundið ráðið til þess að LÆKKA kaupið - j^. e. hið raunvemlega kaup — aftur eftir hverja kauphækkun, sem verkafólk hefur fengið fram, oft með löngum og fórnfrekunt verkföllum. — Það er gert með því að láta kaup- mennina hækka vöruverðið miklu meira en kauphækkununum svar- ar og með því að láta Alþingi leggja nýja skatta til ríkissjóðs á vörurnar, sem almenningur þarfn- ast til neyzlu og atvinnuvegirnir til reksturs. Þetta er gert til þess ekki sízt að sanna verkalýðnum að verföll borgi sig ekki, eins og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur alltað haldið fram. Það er staðreynd, að hægt er að auka dýrtíðina svo ört með ráð- stöfunum á Alþingi, að engin verkföll megni að halda hinu raunverulega kaupi uppi. Þegar Alþýðusamband íslands bendir launþegunum á þessa stað- reynd og skorar á meðlimi verka- lýðssamtakanna að afla sér full- trúa á Alþingi, sem berjist þar gegn því, að kaupið sé lækkað og kjörin rýrð með löggjafarráðstöf- unum, þá er rekið upp mikið kvein, um „misnotkun Alþýðu- sambandsins og verkalýðssamtak- anna“, pólitíska misbeitingu þeirra o. s. frv. Fram að þessu hefur enginn hneykslast á því, þótt verkalýðs- samtök eða önnur félög hafi látið ráðstafanir Alþingis til sín taka, mótmælt þeim eða lýst ánægju yf- ir þeim. En þegar verkalýðssamtökin vilja fylgja mótmælum sínum gegn síendurteknum árásum lög- gjafarvaldsins á lífskjör alþýðunn- ar eftir með því að bindast sam- tökum um að ná auknum áhrifum á löggjafarþingi þjóðarinnar, þá er hrópað um misnotkun samtak- anna. Þau mega ekki gera verkföll til þess að halda uppi lífskjörum al- þýðunnar, það borgar sig ekki. Það eru úrelt vinnubrögð. Þau mega heldur ekki taka upp ný vinnubrögð og freista þess að fá áhrif á Alþingi til þess að koma í veg fyrir að þar verði árangur verkfallsbaráttunnar gerður að engu og lífskjörin skert með lög- gjafarráðstöfunum. Hvað mega verkaíýðssamtökin þá gera? Mega þau yfirleitt vera til? Um svar íhaldsins þarf ekki að efast: Þau mega vera til, ef þau eru eins og málfundafélagið Óðinn, fylgja atvinnurekendum og styðja íhaldið. En embættismanna klíka Alþýðuflokksins og Þjóð- varnarpiltarnir, sem þykjast vera hlynntir verkalýðssamtökunum, en taka sömu afstöðu og íhaldið til baráttu þeirra, eiga eftir að gera grein fyrir því með rökum, hvaða baráttuaðferð verkalýðs- samtökin eigi að beita gegn hin- um lævíslegu aðferðum íhalds og Framsóknar að eyðileggja kaup- mátt launanna á Alþingi, jafnóð- um og kaupið fæst hækkað með fórnfrekum verkföllum. Eru það síendurtekin verkföll, sem þessir flokkar ráðleggja nú verkalýðnum? Eða á hann að gef- ast upp, leggja árar í bát og láta íhaldið og Eystein ráða kjörum sínum? STIKLUR <$*$x$x$x^<§x$x$x$x$> Voru þeir Jxá að vinna fyrir íhaldið. Síðasta aldarf jórðunginn hef- ur Alþýðuflokkurinn verið minnstur allra flokka hér á Ak- ureyri, þar til Þjóðvörn kom til sögunnar í síðustu kosningum. Allan þann tíma hafa hinir and stöðuflokkar í haldsins haft miklum mun meiri sigurmögu- leika gegn Ihaldinu en hann. Þrátt fyrir þetta hefur Alþýðu- flokkurinn alltaf haft hér menn i framboði eins og hann að sjálfsögðu hefur haft fullan rétt á. Nú telja málgögn Alþýðufl. og írambjóðandi hans hér það stuðning við íhaldið að Alþýðu bandalagið skuli yfirleitt voga sér að brjóða fram, þóit það hafi margfalt fylgi við það sem Alþýðuflokkurinn hefur nokkru sinni fengið. Eigi samrœrni að vera í hlut- unum hlýtur spurrtingin sú að vakna: Heíur Alþýðuflokk- urinn hér í bænum verið vísvit- andi að styðja Ihaldið hér í ald arfjórð ung? Fólkið ræður en ekki óskhyggja hægri krata, Nú ræður óskhyggja hægri krata að sjálfsögðu ekki úrslit- um kosningarma og enginn get- ur með neinni vissu sagt fyrir um úrslit þeirra, en svo mikið er víst að fjölmörgum, sem til þessa hafa fylgt Alþýðuflokkn- um eða Framsókn, eru nú ráðrtir í því að styðja Alþýðu- bandalagið og virtna að svo glæsilegum sigri þess, að það geti orðið úrslitavald á Alþingi Margir eru og þeirrar skoðunar hér í bæ, að algerlega sé óvíst hvort Hræðslubandalagið eða Alþýðubandalagið hljóti meira fylgi og þar til úrslit liggja fyr- ir er það ekki á færi neinna reikningsmeistara að AKVEÐA hver úrslitin verði, þótt þeir haldi að það sé á þeirra færi að fyrirskipa fullveðja fólki hvernig það hagi atkvæðum sinum á kjördegi. Þeir eru eirtn ig ófáir, sem íinnst að aldrei hafi verið mtrtni ástæða til að styðja Alþýðuílokkinn en ein- mitt nú, er hann hefur fyrir fullt og fast skorið á öll tengsl við verkalýðshreyfinguna og gerzt hjú Framsóknar til Iíts- tíðar. „Óvéfengjanlegar lýðræðisreglur. “ Friðjón sýslumaður sagði á Hræðslubandalagsfundinum á dögunum, að bandalag Alþýðu- ílokksins og Framsóknarílokks- ins byggðist á ,.óvéfengjanleg- um Iýðræðisreglum“. — Sá er ekki eins „blankur“ og hann sýrtist vera. Það er yfirlýst stefna Hrœðslubandalagsins að að fá 28 þingmenn af 52 með því atkvæðamagni sem þessir flokkar hlutu í síðustu kosning- um. Hvað var það mikið? Það var 37,5% greiddum at- kvæðum. Sem sagt: Friðjón Skarphéðinsson telur það ó v é- tengjanlegt 1ýðræði að 37,5% þjóðaritmar stjórni landinu gegn vilja 62,5% þjóð- arinnar. Það er satmarlega ekki að ótyrirsynju að slíkir menn telji sig hina einu og sönnu verndara og talsmenn lýðræðis og lýðréttinda, sem hafa kjark til þess að verja slík höfuðsvik gegn lýðræði og þingræði í landinu, jafnvel þótt hægt sé með prettum að smjúga með þau fram hjá bókstöíum lag- anna. <eX$X$X$X$>^X§X$x$X$X$><$X§X$X$X$X$X$X$X$X$X$X$X$K«5X$X$X$X$X$X$>3x$X$X$X$X$X$><$x^<$X§X$X$X§X§>^^> FILADELFIA LUNDARGOTU 12 Hátíðasamkornur okkar verða sem hér segir: Laugardaginn 19. maí kl. 8.30 síðdegis. Hvítasunnudag kl. 8.30 síðdegis. Á annan í hvítasunnu kl. 4 e. h. Minnumst þá 20 ára afmælis starfsins. Önnur samkoma um kvöldið kl. 8.30. Ræðumenn á þessum samkomum verða: Ásmundur Eiríksson, Tryggvi Eiríksson, Daníel Glad, Þorsteinn Einarsson og Erik Ásbö. Einsöngvari: Svavar Guðmundsson. Kvartettsöngur (Fíladelfiukvartettinn Rvík) Verið hjartanlega velkomin meðan húsrúm leyfir. Rýmingarsala Margsk. varningur selst á hagstæðu verði. VÖRUHÚSIÐ H.F.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.