Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.05.1956, Page 1

Verkamaðurinn - 26.05.1956, Page 1
VERHHmflÐURinn XXXIX. árg. Akureyri, laugardaginn 26. maí 1956 20. tbl. 1169 er sími Alþýðubanda- lagsins í ráði er að 2-3 togarar Útgerðarfélags Akureyringa fari á karfaveiðar Munu leggja karfann upp í Krossanesverksmiðjunni til bræðslu Vaxandi vandræði úigerðarinnar vegna fryslihússleysisins Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli stjórnar Útgerðar- félags Akureyringa og stjórnar Krossanesverksmiðjunnar um möguleika á að 2—3 togarar út- gerðarfélagsins fari á karfaveiðar og leggi upp í bræðslu í verk- smiðjunni. I þessum viðræðum kom fram, að nokkuð skortir á að verksmiðj- an geti greitt það verð fyrir karf- ann, sem Ú. A. telur sér nauðsyn- legt að fá, ef von ætti að vera til að þessi útgerð bæri sig. Taldi stjórn Krossanesverksmiðjunnar ekki unnt að greiða meira en 52 aura fyrir kg. af karfa, þótt ekkert væri gert fyrir sliti á verksmiðj unni og ýmsum öðrum föstum út- gjaldaliðum, en stjórn Ú. A. taldi sig þurfa minnst 55 aura f. kg. og Framboð Alþýðubanda- lagsins Alþýðubandalagið hefur nú ákveðið framboð í öllum kjör- dæmum landsins. Auk þeirra, sem áður hefur verið getið, hafa eftirtalin framboð verið birt: I Vestur-Húnavatnssýslu: Sigurður Guðgeirsson, prent- ari. í Barðastrandasýlu: Krist- ján Gíslason, framkvæmda- stjóri. í Norður-Þingeyjarsýslu: Rósberg G. Snædal, verka- maður. í Vestur-ísafjarðarsýslu Hall- dóra Ó. Guðmundsdóttir, netagerðarkona. I Dalasýslu: Ragnar Þor- steinsson, kennari. í Suður-Þingeyjarsýslu: Jón- as Árnason, kennari. f Borgarfjarðarsýslu: Ingi R. Helgason ,lögfræðingur. Efstir á lista Alþýðubanda- lagsins í Norður-Múlasýslu eru: Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri og Þórður Þórðarson, bóndi. 10 efstu menn á lista Al- þýðubandalagsins í Rvík eru: Einar Olgeirsson, alþingism., Hannibal Valdimarsson, al- þingism., Alfreð Gíslason, læknir, Eðvarð Sigurðsson, varaforseti ASÍ, Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, Snorri Jónsson, jámsmiður, Eggert Ólafsson, sjómaður, og Hólmar Magnússon, sjómað- ur. taldi sig hafa nokkra von um að geta fengið það verð annarsstaðar. Mál þetta kom svo til umræðu aukafundi bæjarstjórnar sl. föstudag. Samþykkti bæjarstjórn Dar að lyktum tillögu frá Birni Jónssyni og Helga Pálssyni um að heimila Krossanesstjórn að greiða allt að 55 aurum fyrir kg. hráefnis af karfa ,enda greiddi bæjarsjóður 3 aura á hvert kg., ef tap verk- smiðjunnar næmi því eða meiru. ATVINNA FYRIR 35—40 MENN. Þar sem bæjarstjórn hefur þann- ig gengið að þeim skilmálum, sem Ú. A. setti upp um verð, má telja víst að það sendi a. m. k. tvo tog- ara sína til þessara veiða um eða úr næstu mánaðamótum, en hinir fari á veiðar í ís og legi þá senni- lega upp afla sinn í frystihús í Vestmannaeyjum. Karfaveiðarnar, ef úr þeim verður, munu veita um 15 mönn- um atvinnu í verksmiðjunni og um 20 mönnum meðan löndun stend- ur yfir. Hér er því um verulegt at- vinnumagn að ræða, þótt smá- vægilegt sé hjá því, ef um starf- rækslu frystihúss væri að ræða, og byggist stuðningur bæjarins að sjálfsögðu fyrst og fremst á því atriði. Er sennilegt að vinnulaun í landi, ef togararnir stunda þessar veiðar til hausts, geti numið 700 —1000 þús. kr. Hefði verið illt til þess að hugsa, að slík atvinna hefði algerlega verið flutt úr bæn- um. VAXANDI VANDRÆÐI ÚTGERÐARINNAR VEGNA ÞESS AÐ FRYSTIHÚSIÐ ER EKKI TEKIÐ TIL STARFA. Vandræði Útgerðarfélagsins á mörgum sviðum fara nú sívaxandi vegna þess hve seint var hafizt handa um byggingu hraðfrysti- hússins og allar tillögur sósíalista hunzaðar þar að lútandi af bæjar- stjórnarafturhaldinu. Tap útgerð- arinnar nemur þegar milljónum króna af þessum sökum og stöðug vandræði hafa steðjað að félaginu með það hvaða veiðar skipin gætu stundað. Á sl. ári gátu þeir t. d. ekki um langt skeið komizt að í frystihúsum og urðu því að sæta þeim afarkostum að fara fleiri söluferðir en flestir eða allir aðrir togarar til Þýzkalands og selja þar afla sinn með stórfelldu tapi, jafnvel fyrir svo lítið, að salan nægði ekki fyrir nauðþurftum við- komandi skips í einni söluferð. (Framhald á 4. síðu). Irtgibjörg EiríksdóttÍT. Aðalfundur Kvenfélags sósíalista var haldinn sl. þriðjudag. í stjórn félagsins voru kjörnar: Formaður Ingibjörg Eiríksdóttir, ritari Mar- grét Sigurðardóttir og gjaldkeri Sigríður Þorsteinsdóttir. Varafor- maður var kosin Theódóra Þórðar- dóttir. Á fundinum var rætt um kosn- íngarnar og fleira. Var mikill áhugi ríkjandi fyrir sigri Alþýðu- bandalagsins og félagskonur ákveðnar í að leggja alla krafta sína fram í kosningabaráttunni. Félagið samþykkti að leggja 1000.00 kr. úr sjóði sínum í kosn- ingasjóð Alþýðubandalagsins. Kristinn Jónsson og Sigursfeinn Magnússon efstir á lista Alþýðubandalagsins í Eyjafjarðarsýslu Héraðsnefnd Alþýðubandalags- 20 ára bil. Hann hefur átt sæti í ins í Eyjafjarðarsýslu hefur ein- róma ákveðið að framboðslisti þess verði þannig skipaður: 1. Kristinn Jónsson, oddviti, Dal- vík. 2. Sigursteinn Magnússon, skóla- stjóri, Olafsfirði. 3. Ingóifur Guðmundsson, bóndi, Fornhaga. 4. Jóna Jóhannsdóttir, húsfrú, Dal- vík. Kristinn Jónsson er fæddur í Haafnsstaðakoti i Svarfaðardal 21. sept. 1896, sonur hjónanna Jónas Jónssonar, bónda þar, og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur. Keflavík - Akureyri I dag kl. 5 e. h. keppa úr- valslið Akureyringa og Kefl- víkinga í knattspymu á nýja íþróttavellinum. Kl. 6.30 3.— 4. fl. og á morgun kl. 11 3.-4. fl. og kl. 2 úrvalsl. Keflavíkur og B-lið Akureyringa. Kristinn Jónsson. Tólf ára gamall lærði hann sund og var fljótt mikill áhugamaður um sundíþrótt. Hann var aðeins 16 ára, er hann hóf sundkennslu í Svarfaðardal, og í samfleytt 30 ár var hann sundkennari í Svarfaðar- dal og Siglufirði. Hann var aðal- hvatamaður að bygginu Sundskála Svarfdæla og kom þar á sund- skyldu, fyrst allra héraða landsins, að Vestmannaeyjum einum undan- skildum. Kristinn tók snemma þátt í ým- iss konar félagsmálum. Hann var einn af stofnendum Verkalýðsfé- lags Dalvíkur og var ýmist for- maður þess eða meðstjómandi um Frá kosningaskrifsfofunni Skrifstofa Alþýðubandalags- ins er í Verkalýðshúsinu og er opin daglega kl. 4—7 e. h. — Sími 1169. Allir stuðningsmenn Al- þýðubandal., sem vita um fjarverandi kjósendur eða geta gefið aðrar upplýsingar, sem að gagni mega koma, eru eindregiið hvattir til að hafa samband við skrifstofuna nú þegar eða næstu daga. — U tankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst á morgun, 27. þ. m., og er mjög áríðandi að allir kjós- endur Alþýðubandalagsins, sem utanbæjar dvelja eða ætla í brott til langdvalar kjósi sem allra fyrst. Allar upplýsingar varðandi utankjörstaðatkvæða greiðslu eru veittar í skrifstof- unni. Kosningabaráttan krefst mikils fjármagns og Alþýðu- bandalagið verður í því efni að treysta einvörðungu á fóm- fýsi stuðningsmanna sinna. — Allir áhugamenn verða því að vinna að þeim þætti starfsins og taka söfnunargögn. Látum ekkert tækifæri ónot- að til að vinna að glæsilegum sigri Alþýðubandalagsins! — Tryggjum því úrslitavald á Alþingi! — Heil til starfa! Framkvæmdanefndin. hreppsnefnd í samfleytt 18 ár, og eftir síðustu kosningar var hann kjörinn oddviti Dalvíkurhrepps. Hann hefur ýmist verið formaður eða framkvæmdastjóri Kaupfélags Neytenda (áður Pöntunarfélag Dalvíkur) á Dalvík í 21 ár. For- maður hafnarnefndar hefur hann verið í mörg ár, stjómskipaður formaður Byggingafélags verka- manna á Dalvík frá stofnun þess, auk margra annarra trúnaðar- starfa. Kristinn hefur unnið við margs konar störf, bæði til lands og sjávar. Lengst af hefur hann unnið að netagerð á Dalvík og Siglufirði og rekið eitt af stærstu netaverk- stæðum landsins í 36 ár, um nokk- urt árabil í sameign við menn þá, er unnu á verkstæðinu. Kristinn er frábær félagsmaður, samvinnuþýður og vel látinn af óllum, er til hans þekkja, og jafn- an viðbúinn að miðla málum, þeg- ar um ágreining er að ræða. Sigursteinn Magnússon er fædd- ur í Olafsfirði 17. ágúst 1902. Sonur hjónanna Magnúsar Sölva- sonar, bónda í Ólafsfirði, og konu hans, Halldóru Þorsteinsdóttur. Hann lauk kennaraprófi frá Kenn- araskólanum 1921 og stundaði síð- an framhaldsnám í eitt ár í Kaup- mannahöfn. Hefur síðan stundað kennslu óslitið, fyrst í Súðavík við ísafjarðardjúp, en síðan skóla- stjóri í Ólafsfirði frá 1934. Sigur- steinn hefur mikið sinnt félagsmál- um. Hann hefur verið fulltrúi só- síalista í bæjarstjóm Ólafsfjarðar tvö kjörtímabil og í stjórn Sósíal- istafélags Ólafsfjarðar frá stofnun >ess. Stofnandi og stjórnarmeð- limur Byggingafélags verkamanna o. fl. Sigursteinn hefur gefið sig æði mikið að ritstörfum og gefið út eina Ijóðabók: „Eg elska þig, jörð.“ Ingólíur Guðmundsson er fædd- ur að Ásláksstöðum í Hörgárdal 19. des. 1908. Sonur hjónanna Guðmundar Magnússonar, bónda þar, og konu hans, Sesselju Jóns- dóttur. Ingólfur er gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri og kennaraprófi lauk hann við Kennaraskóla íslands 1930. Síðan stundaði hann lengi kennslu í Hörgárdal, Hólmavík og víðar. Hann er kvæntur Herdísi Páls- dóttur frá Fomhaga, og hófu þau búskap að Fornhaga 1939, og hafa búið þar síðan, að undanteknum þrem árum, er Ingólfur stundaði kennslu utan sveitarinnar. Hann hefur lengi verið áhuga- maður um félagsmál og jafnan skipað sér í sveit með .þeim, sem trúastan vörð hafa staðið um hags- munamál hinna vinnandi stétta. Hann átti sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Eyjafjarðar- sýslu 1942 og við hverjar kosning- ar síðan. Jóna Jóharmsdóttir er fædd 4. sept. 1913 að Skriðulandi í Amar- neshreppi. Dóttir hjónanna Jó- hanns Páls Jónssonar, er þá bjó að (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.