Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.05.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 26.05.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Laugardaginn 26. maí 1956 Togarar Útgerðarfélags Akureyrar (Framhald af 1. síðu). Upplag togara héðan í frystihús utan bæjarins eru einnig neyðar- úrræði. Með þvi er atvinna, sem hér er rík þörf fyrir flutt á brott og auk þess er slíkt svo óhentugt fyrir sjómennina, sem hér eru bú- settir, að ekki er viðunandi til lengdar og getur orðið til þess að margir beztu mannanna hverfi af Skipunum. Ekki tízt má búast við slíku nú, er útgerðin verður ofan á annað fyrir því óútreiknanlega tjóni að missa frá sér hina ágætu skipstjórnarmenn, Auðunnsyni, er stýrt hafa skipum félagsins við ’landfleygan orðstír. Er Þorsteinn þegar farinn fyrir alllönu, en Gunnar og Sæmundur eru á för- um. Blaðinu er ekki til hlítar kunn- ugt um ástæðu fyrir því að þeir Auðunssynir hafa sagt upp störf- um sínum, en ekki er ólíklegt að sú aðstaða, sem útgerðinni hér Nemendahljómleikar Hinir árlegu nemendatónleikar *Tónlistarskóla Akureyrar verða í Samkomuhúsi bæjarins næstkom- andi sunnudag kl. 5 e. h. Koma þar fram nemendur skólans og leika á píanó, orgel og fiðlu. Auk þess kemur þar fram 7 manna strokhljómsveit, sem að nokkru er skipuð nemendum skólans, en þó hefur orðið að fá aðstoðarmenn utan skólans, og einnig leikur fiðlukennarinn, hr. Ivan Knudsen, með nemendum. Tónlistarskólinn væntir þess, að bæjarbúar fjöl- sæki tónleikana, því að með því launa þeir hinum ungu listamönn- um bezt sína fyrirhöfn. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar: 2, 10, 647, 203 og 681. Syngið sálmana! — P. S. Gróðursetnirtgarferð. í dag er aðal-skógræktardaurinn — Þor- steinsdgur. Veerður þá gróðursett a ðMiðhálsstöðum í Öxnadal. — Farið verður frá Hótel KEA kl. 3 e. h. NÝJA-BÍÓ I Aðgöngumiðasala opin kl. 7 -9. f Sími 1285. S________________________= 5 j Sunnudag kl. 5: | Nýtt | I teiknimyndasafn | með Donald Duck, Mikka \ mús, Pluto o. fl. .........••■•••.........■•■? FÓLKSBIFREIÐ 4 manna, smíðaár 1946, til sölu, enn fremur rakstrar- vél. Hvort tveggja til sýnis hjá Jónasi Hallgrímssyni í Bílaverkstæði Dalvíkur. — Tilboð sendist undirrituð- um fyrir 10. n. m. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. hefur verið búin eigi sinn mikla þátt í því. LJÓTUR REIKNINGUR. Ef allt það þjón, beint og óbeint, sem skammsýni afturhaldsflokk- anna hér í bænum hefur valdið bæjarfélaginu og bæjarbúum með því að koma í veg fyrir að frysti- húsið yrði byggt fyrir fimm árum, yrði fært á einn reikning, væri það sannarlega ljótur reikningur. Frystihúsið sjálft verður um helm- ingi dýrara en það hefði orðið fyr- ir 5 árum. Þar eru 3—4 milljónir. Verkafólk bæjarins hefur orðið fyrir stöðugu atvinnutjóni öll þessi ár, sem alls nemur mörgum mill- jónum. Utgerðin sjálf hefur orðið fyrir milljónatjóni vegna óhag- stæðari starfrækslu skipanna, rekstrarstöðvana og flækings milli landshorna eftir ís og með afla. Þetta er vissulega ekki fallegur reikningur, enda mun ekki tilætl- unin að greiða. Hins vegar eru fullar horfur á að afturhaldsflokk- arnir, sem nú fara með völd í landinu, og taglhnýtingurinn í öðr- um þeirra, séu nú að gefa tilefni til að stærsta póstinum verði enn bætt við með því að hefja sigl- ingarnar til Bretlands með haust- inu — einmitt um sama leyti og útlit er fyrir að von sé til að að frystihúsisð væri fullbúið. Sinf oní uhl jómsveitin (Framhald af 2. síðu). ekki væri klappað, leyndi sér ekki almenn hrifning, sem gagntók flesta eða alla. Kirkjan er líka eitt- hvert ákjósanlegasta hljómleika- hús á íslandi, og af þeirri ástæðu naut hljómsveitin sín sérstaklega vel. Hljómsveitarstjóra og einleikara voru færðir fagrir blómvendir. Að loknum hljómleikum ávarp- aði Þórarinn Björnsson skólameist- ari tónlistarfólkið og þakkaði því fyrir hönd Akureyringa, en fram- kvæmdarstjóri hljómsveitarinnar, Jón Þórarinsson, svaraði með stuttri ræðu. Lauk svo þessum ógleymanlega tónlistarviðburði. Á. S. - Framboðin (Framhald af 1. síðu). Skriðulandi, en fluttist síðar til Dalvíkur, og konu hans, Önnu Jó- hannesdóttur. Jóna er gift Árna Lárussyni, verkamanna á Dalvík. Hún er dug- mikil kona, ágætum hæfileikum gædd og ákveðin í skoðunum. Mæðradagurinn er á sunnudag- inn kemur, 27. maí. Verður Mæðra blómið þá selt á götunum og Blómabúð KEA opin kl. 10—14. Minnist móðurinnar þennan dag með því að bera Mæðrablómið. GOLFTEPPI NÝ SENDING! Höfum fengið nokkur stykki af fallegum gólfteppum. Fyrsta flokks gæði. Stærðir: 1.70x2.40 m, 2.50x3.50 m, 3x4 m. VINNUSKÓLI AKUREYRAR verður starfræktur á líkan hátt og undanfarin ár. Þeir foreldrar, sem koma vilja börnum sínum í skólann, þurfa sem fyrst að hafa tal af formanni vinnuskólans ÁRNA BJARNARSYNI (símar 1183 og 1852). Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar heldur félagsfund í Verkalýðshúsinu n.k. sunnudag, 27. maí, kl. 1,30 eftir hádegi. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning fulltrúa á 5. þing Alþýðusam- bands Norðurlands. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. IÖRÐ TIL SÖLU Sauðanes í Dalvíkurhreppi er til sölu. Upplýsingar hjá undirrituðum. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. Gagnfræðaskóli Akureyrar Skólanum verður slitið fimmtudaginn 31. þ. m. kl. 5 síðdegis. Akureyri, 24. maí, 1956. JÓHANN FRÍMANN, skólastjóri. NEMENDATÓNLEIKAR TÓNLISTARSKÓLAAKUREYRAR verða í Samkomuhúsi bæjarins sunnu- daginn 27. maí kl. 5 e. h. A ð y ö r u n um stöðvun á atvinnurekstri vegna vanskila á söluskatti. Þeir, sem enn hafa ekki greitt söluskatt í umdæminu fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs, er féll í eindaga 15. þ. m., aðvarast hér með um, að verði skatturinn ekki greiddur nú þegar, verður Iokunarákvæðum 4. mgr. 3. gr. 1. nr. 112, 1952 beitt, og verður lokun framkvæmd eigi síðar en þriðjudaginn 29. þ. m., verði greiðslu skattsins ekki lokið áður. Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 24. maí 1956. AÐALFUNDUR ÚTGERÐARFÉLAGS AKUREYRINGA H.F, verður hnldinn í fundarsalnum í Landsbanka- húsinu (uppi), laugardaginn 26- maí 1956 kl. 16.00. D A G S K R Á: Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum félagsins. Ath. Ósótt hlutabréf verða afhent í skrifstofu félagsins frá 23. þ- m. STJÓRNIN. TILKYNNING NR. 13/1956. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á benzíni, og gildir verðið hvar sem er á landinu. BENZÍN, hver lítri Kr. 2.16 Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verð- inu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 19. maí 1956. Sé benzínið afhent í tunnum má verðið vera 3 aurum hærri hver lítri. Reykjavík, 18. maí 1956. VERÐGÆZLU STJ ÓRINN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.