Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.06.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.06.1956, Blaðsíða 1
VERKflilUföURifin XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 1. júní 1956 21. tbl. 1169 er sími Alþýðubanda- lagsins Sigur Alþýðubandalagsins einn getur Irygg! myndun vinstri stjórnar og varið vinnustéttirnar lyrir auknum skattaálögum og gengislellingu Kosningabaráttan er nú að ná hámarki. Allir flokkarnir, sem leita kjörfylgis, hafa haldið marga fundi og kjósendur hafa hlustað betur og af meiri íhygli á málssóknir og málsvarnir, en nokkru sinni áður. Þjóðvarnarflokkurinn er hér eina undantekningin. Hann hefur ekki treystzt til að halda einn einasta fund á öllu landinu, og er það eitt af því fáa, sem allir eru sammála les blöð hræðslubandalagsins af nokkurri athygli og hlýðir á mál- flutning þeirra: Það vill fá að vita, hvernig hræðslubandalaé'ð ætlar að leysa eínahagsöngþveitið. En vei! Foringjarnir eru nú byrj- aðir á annarri hringferðinni í kring um landið, talandi, talandi. Blöðin koma í stórum upplögum á hverj- um degi, en hvergi kemur svarið við þeirri spurningu, sem brennur um, að hann sé úr sögunni sem | á allra vörum: hver er stefna þingflokkur. Allur blaðakostur stjórnmálaflokkanna er í fullum gangi, og þó betur en venja er til. Og blöðin eru lesin betur en nokkru sinni áður. Það er á öllu greinilegt, að hinn almenni kjós- hræðslubandalagsins málunum? efnahaés- Hver er ástæðan? Að morgni 17. marz sl. áttu full- trúar Alþýðusambands íslands, un og þess. kaupbinding er „úrræði" andi tekur hlutdeild sína í barátt- jþeir Hannibal Valdimarsson og unni með ábyrgðartilfinningu og fleiri en nokkru sinni áður eru ákveðnir í því að láta málefnin ein ráða atkvæðum sínum, hvað sem líður fyrri afstöðu til flokka og flokksforingja. Þetta viðhorf boðar öllu öðru fremur sigur Alþýðu- bandalagsins, sem á allt undir því að vinnandi fólk til sjávar og sveita geri sér sem ljósasta grein fyrir því, hvar hagsmunir þess eru á vegi staddir og hvers megi vænta í nánustu framtíð af þeim þremur meginöflum, sem nú eigast við í kosninga baráttunni. Surningin, sem ekki fæst svarað. Þegar er efnt var til kosning- anna, varð almenningi ljóst, að efnahagsmálin væru þau mál, er efst yrðu á baugi. Nú eru aðeins fjórir mánuðir síðan íhaldið og Framsókn samþykktu að leggja nýjar álögur upp á kvart milljarð á allan almenning i landinu og hleypa þannig af stað nýju dýrtíð- arflóði, sem nú er í dagvaxandi mæli að færa í kaf afkomumögu- leika alls launafólks. Engum dett- ur í hug að þessar þungu álögur komi atvinnuvegunum að nokkru gagni, heldur séu þær nú þegar að því komnar að sigla þeim í algert strand. Þetta er meira að segja viðurkennt af foringjum Fram- sóknarflokksins, sem nú stunda ' ákaft þá iðju að flengja sjálfa sig á almarinafæri, með því að for- dæma sín eigin verk og sína eigin stefnu. Og því er það m. a. að fólkið, sem fylgt hefur Framsóknar- og Alþýðuflokknvm fram til þessa, Lúðvík Jósefsson, tal við Eystein Jónsson og Hermann Jónasson. Umræðurnar snerust um áskorun Alþýðusambandsins til Framsókn- arþingsins um að ganga þá þegar til myndunar vinstri stjórnar. Þá sagði Eysteinn „að fyrir lægju svo óvinsælar ráðstafanir, að ekkert vit væri í að framkvæma þær fyr- ir kosningar." Og Eysteinn spurði: Viljið þið niðurgreiðslu, GENG- ISLÆKKUN eða hvað? Þegar þetta skeði var Eysteinn og íhaldið nýbúið að samþykkja álögurnar miklu og fella allar til- lögur sósíalista um að láta millilið- ina borga. Þá kvað ekki við þann tón, að slík lausn kæmi til nokk- urra mála. Hefur Eysteinn skipt um skoð- un? Vill hann nú láta milliliðina borga? Nei, Eysteinn Jónsson er enn sama sinnis og æfinlega áður. I níu ár hefur hnífur- inn aldrei gengið milli hans og íhaldsins í því að láta al- menning borga brúsann af óstjórninni og braskstefn- unni. Hann er sama sinnis enn og því þegir hann og félagar hans nú eins og steinar, hvað hátt sem rödd launastéttanna hrópar þeim í eyru: HVAÐ ÆTLIÐ ÞIÐ AD GERA? "Hvað segir fhaldið? íhaldið og Eysteinn hafa ráðið stefnunni í efnahagsmálunum í hart nær ératug án alls ágreinings. En hver er hin yfirlýsta stefna íhaldsins nú fyrir kosningarnar? Þar er tillaga íhaldsráðherranna fré í vetur númer eitt: niður- greiðslur til að falsa vísitöluna og lækka þannig raunverulegt kaup- gjald verkafólks. Formúlan er þessi: leggja skal á hundruð mill- jóna í sköttum og tollum. Síðan skal taka örfáar milljónir og greiða niður saltfisk og nokkrar aðrar vörur, svo að kaupið haldist óbreytt, þótt verðlag fari upp úr öllu valdi. Númer tvö er frjáls álagning. Engin verðlagsákvæði. Frjáls innflutningur á hvers konar luxusvörum og skrani, sem gefur heildsölunum og bröskurunum mestan gróða. Númer þrjú er svo „takmörkuð fjárfesting" og „hæfi- leg útlánastarfsemi". Enginn getur verið í vafa um hvað það þýðir í reyndinni: Þar gengur aftur „hug- sjónin" um „hæfilegt atvinnuleysi" og „mátulega eftirspurn eftir vinnuafli". Stefna íhaldsins í efnahagsmál- unum er vinnustéttunum svo kunn af áralangri og biturri reynzlu, að engum getur blandast hugur um fyrirætlanir þess. Ný gengislækk- Og Alþýðuflokkurinn? Hvað um Alþýðuflokkinn? — Hann hefur þó verið í stjórnarand- stöðu og oft dæmt stefnuna harð- lega, sem ráðið hefur. Nú hefur hann gengist undir þagnarheitið me3 Framsókn. Hann á líf sitt allt undir Eysteini og Framsókn og verður að hlýða honum í öllu. Og væntanlega þinmannatölu sína alla (að Karaldi undanskildum) á hann nú undir því, að meiri hluti Al- þingis sjái í gegnum' fingur við hann gagnvart stærstu, pólitísku afglöpum og kosningasvindli, sem nokkur flokkur hefur gerzt sekur um í sambandi við kosningabar- áttu. Tilvera hans hangir nú á blá- þræði eins íhaldsatkvæðis í lands- kjörstjórn og nokkrum Framsókn- aratkvæðum í höfuðborginni. —» Slíkur flokkur er ekki líklegur til að geta, á nokkurn hátt, staðið í ístaðinu fyrir alþýðu landsins. (Framhald á 4. síðu). {N#>#sr^#S#s*sí FS*»-»S»«»»»«S»S»^^#S»*S»S»-» Sjálfboðaliðar sem vilja vinna að undirbúningi kosn- inganna fyrir Alþýðu- \\ bandalagið eða á kjör- ::degi eru vinsamlegai: beðnir að hafa sem :; allra fyrst samband við skrifstofuna í Verkalýðshúsinu — SÍMI 1169. Allir, sem tekið hafa könnunarlista eru einnig beðnir að hafa;; ; sem oftast samband : :; við skrifstofuna og \ \ gefa nauðsynlegar :|upplýsingar um fjar verandi kjósendur o. fl. ;i Skrifstofan verður |:framvegis opin dag- lega kl. 4—7 og kl. 8-10 e- h. Framkvæmdanefndin. Hræðslubandalagið komið að fótum Iram mánuSi fyrir kosningar! Tilvera þess hangir nú á atkvæði eins íhaldsf ull- trúa í landskjörstjórn - en Alþingi á eftir að kveða upp lokadóminn! Foringjar Hræðslubandalagsins hafa átt slæma daga að undan- förnu. Þau hafa lifað í kveljandi ótta við það að yfirlýst tilraun þeitra til að ræna langtum fleiri þingmönnum, en atkvæði heimila, hlyti réttmastan dóm landskjör- stjórnar og að svikamylla þeirra hryndi þannig saman þegar fyrir kosningar. Eins og væknta mátti kröfðust andstöðuflokkar Hræðslubanda- lagsins þess að landskjörstjórn úr- skurðaði, hvort það hefði rétt til þess að bera fram 2 landslista í þeim yfirlýsta tilgangi að svíkja til sín hluta af uppbótarþingsætum, þótt atkvæðamagn þess í heild hrykki ekki tií að þeir fengju nokkurt uppbótarsæti. En eins og allir vita er uppbótarsætunum 11 ætlað það hlutverk að jafna metin, þannig, að hver flokkur fái þingmannatölu í sem mestu sam- ræmi við atkvæðamagn. Þessari kröfu til stuðnings var bent m. a. á þetta: 1. Að Alþýðu- og Framsókn- arfl. ganga til kosninga sem einn flokkur með sameiginlega stefnuskrá og sameiginleg framboð í öllum kjördæmum. 2. Að það er yfirlýst að til- gangurinn er að ná meiri hluta þingmanna með miklum minni hluta at- kvæða. 3. Að sameiginleg framboð í Rvík og Árnessýslu eru ólögleg, ef ekki er litið á bandalagið sem einn flokk. 4. Að sumir foringjar bandalagsins haf a lýst því yfir að þingmenn þess mynduðu „einn samstæð- an þingflokk." Leikar fóru svo í landskjörstjórn að tillaga þeirra Vilmundar Jóns- sonar og Einars Baldvins Guð- mundssonar, um að uppbótarsæt- um yrði úthlutað sameiginlega til bandalagsins, ef til kæmi, var felld með 3 atkv. fveggja Framsóknar- fulltrúa og Jóns Asbjörnssonar) gegn 2 atkv. (Vilmundar og Ein- ars). Einnig var felld tillaga Jóns Asbjörnssonar, um að listarnir í Rvík og Árnessýslu yrðu dæmdir utanflokka, þar sem þeir fullnægja ekki ákvæðum • kosningalaganna um hreina flokkslista. Gegn þeirri tillögu greiddi atkvæði Framsókn- armennirnir og Einar B. Guð- mundsson, en Jón og Vilmundur með. Það vekur sérstaka athygli, að Íhaldsfulltrúarnir skiptust á um að bjarga Hræðslubandalaginu, og þykir flestum sem það bendi ótví- rætt til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn ætli að nota sér til hins ýtr- asta að nú er það á valdi meiri hluta Alþingis, hvort svindilbrask HB-foringjanna flýtur einnig í gegn þegar til kasta Alþingis kem- ur. Foringjar Hræðslubandalagsins anda nú ögn léttar í bili :— en að- éins í bili. Eftir er dómur almenn- íngs yfir mestapólitískasvikabraki sem íslenzk stjórnmálasaga getur um, og eftir er úrskurður Alþingis, og hvort tveggja vekur ótta og örvinglan þeirra manna, sem liggja nú þegar hundflatir á sjálfs sín brögðum, áður en til glímunnaf er gengið.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.