Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.06.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 08.06.1956, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 8. júní 1956 Hala hernámsflokkarnir gert leynisam- komulag um herstöðvarnar? Ríkisstjórnin staðin að því að svíkjast um að framkvæma fyrirmæli Alþingis Tíminn skýrir frá því í síðustu viku, að enn hafi ekki verið send- ar neinar formlegar tilkynningar til Bandaríkjastjómar og ráðs Norður-Atlantshafsbandalagsins um þá ákvörðun Alþingis að hafin skuli endurskoðun hernámssamn- ingsins og að hernámsliðið hverfi af landi brott. Hefur ríkisstjórnin þannig svikizt um að framkvæma skýlaus fyrirmæli Alþingis Is- lendinga, í næstum því tvo mán- uði, af einhverjum undarlegum og annarlegum ástæðum. í ályktun Alþingis um þetta efni, sem samþykkt var 28. marz sl., var komizt svo að orði um þetta mál: „Með hliðsjón af brevtt- um viðhorfum síðan varn- arsamningurinn frá 1951 var gerður og með tilliti til yfirlýsinga um, að eigi skuli vera erlendur her á Islandi á friðartímum, verði ÞEG- AR hafin endurskoðun á þeirri skipan, sem þá var tekin upp, með það fyrir augum, að íslendingar ann- ist sjálfir gæzlu og viðhald vamarmannvirkja — þó ekki hemaðarstörf — og að herinn hverfi úr landi. — Fáist ekki samkomulag um þessa breytingu, verði mál- inu fylgt eftir með uppsögn samkvæmt 7. grein samn- ingsins.“ Fyrirmæli Alþingis voru þannig alveg skýlaus: endurskoðun skyldi ÞEGAR hafin. Ákvæði hernámssamningsins. I 7. grein hernámssamningsins sjálfs eru svo þessi ákvæði um það hvernig unnið skuli að endurskoð- un og uppsögn samningsins: „Hvor ríkisstjórnin getur, hvenær sem er, að undanfar inni tilkynningu til hinnar ríkisstjórnarinnar, farið þess á leit við ráð Norður- Atlanshafsbandalagsins, að það þurfi á að halda fram- Hljómleikar tónlistarmanna frá Boston Ellefu tónlistarmenn úr Boston- sinióníuhljómsveitinni hafa verið hér á ferð, og fluttu þeir á vegum Tónlistarfélaés Akureyrar „kamm- ermúsik" í Nýja-Bíó hinn 4. þ.m. Kom þar fram blásturskvintett (2 lúðrar, horn og 2 básúnur) og strengjakvartett 2 fiðlur, lágfiðla og knéfiðla), og auk þess einleik- arar á píanó og klarinettu með kvartettinum. Allir þessir tónlistarmenn eru mjög snjallir, einkum þeir, sem leika á strengjahljóðfærin, svo og einleikaramir. Á verkefnaskránni voru fjögur tónverk. Fyrst var Kvartett í moll K 478, fyrir strengi og píanó, eftir Mozart. Einleikari við píanó- ið var Katie Clare Roys. Hún er ágætur píanóleikari, en svo vel var leikið á strokhljóðfærin, að þau stóðu ekki píanóleiknum að baki. Var samleikurinn á allan hátt samboðinn þessu unaðslega tón- verki hins mikla meistara. Næst lék blásturskvintettinn Aubade (Morgunsöng) eftir hol- lenzka tónskáldið Andriessen, fag- urt lag og hátíðlegt, og síðan Svítu íyrir lúðrakvintett eftir Sanders. Það er mjög haglega samið tón- verk, en stingur mjög í stúf við meistaraverk Mozarts og Brahms hvað andríki áhrærir og er dálítið hávært, svo að jafnvel verður þreytandi. En það var prýðilega flutt og listamennirnir hylltir. Léku þeir þá lítið aukalag eftir Purcell, og verkaði það eins og yndislegur sólargeisli í sinni ó- brotnu fegurð. Síðast var kvintett í b-moll, op. 115, fyrir fjögur strokhljóð- færi og klarinettu eftir Brahms. Einleik á klarinettuna lék Rosario Mazzeo af hinni mestu snilld. Var þetta veigamesta og að öllu áhrifa- mesta tónverkið, sem leikið var, og náði strengjasveitin sér þar enn betur niðri en áður. Voru áhrifin ógleymanleg, enda eru allir þessir hljóðfæraleikarar ágætis lista- menn, ekki sízt fyrsti fiðlarinn, Emil Kornsand og knéfiðlarinn Karl Zeise. Það er jafnan fagnaðarefni, er slíkir listamenn heimsækja okkur. Slík samskipti þjóða leiða til auk- innar þekkingar og vináttu, en þekking á erlendum þjóðum og sönn vinátta við þær er einmitt það, sem hvað mestu varðar til að draga úr viðsjám. Á. S. VERKHIHflÐURlHH Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnejnd: Björn Jónsson (áb.), Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. an greindri aðstöðu, og geri tillögur til beggja ríkis- stjóma um það, livort samn- ingur Jiessi skuli gilda áfram. Ef slík málaleitan um endurskoðun leiðir ekki til þess, að ríkisstjómirnar verði ásáttar innan sex mán- aða, frá því að málaleitun- in var borin fram, getur hvor ríkisstjóm, hvenær sem er eftir það, sagt upp, og skal hann J»á falla úr gildi tólf mánuðum síðar.“ Einnig þarna eru ákvæðin greinileg. Islenzku ríkisstjórninni bar að senda Bandaríkjastjórn formlega tilkynningu um ákvörð- un Alþingis og fara þess síðan á leit við ráð Norður-Atlanthafs- bandalagsins að það framkvæmdi endurskoðun. Samkvæmt ákvörð- un Alþingis bar ríkisstjórninni þegar að gera þetta, en endurskoð- unarfrestur og uppsagnarfrestur reiknast frá því að formleg til- kynning er send. En ríkisstjórnin hefur nú svikizt um að fram- kvæma þessa ákvörðun Alþingis í rúma tvo mánuði. Vísvitandi loddaraleikur. I ljósi þessara upplýsinga Tím- ans er greinilegt að deilur Ihalds og Framsóknar undanfarnar vikur hafa verið einber og vísvitandi loddaraskapur. Morgunblaðið hef- ur áfellzt Kristin Guðmundsson utanríkismálaráðherra mjög fyrir það að hann hafi ekki rætt ákvörð- un Alþingis é ráðsfundi Norður- Atlantshafsbandalagsins. Kristinn hefur borið því við að hann haii verið beðinn um það að. ræða mál- ið ekki, bæði af framkvæmda- stjóra bandalagsins og fulltrúum annarra aðildarríkja. En nú er kom ið í ljós að rnálið var ekki rætt af þeirri einföldu ástæðu að það var ekki á dagskrá og gat ekki verið á dagskrá, þar sem engin formleg tilkynning hafði verið send frá ríkisstjórn íslands. Þetta vita bæði Morgunblaðið og Tíminn; samt halda þau áfram að búa til ásakan- ir og afsakanir sem eru algerlega út í hött. Þetta er svívirðilegur og óafsakanlegur loddaraleikur með alvarlegt mál og dæmalaus ósvífni við íslenzka kjósendur. Átti hermálaráðuneytið ekki að taka ákvörðunina alvarlega? Uppljóstrunin um það að ríkis- stjórnin hafi svikizt um að fram- kvæma fyrirmæli Alþingis glopr- aðist upp úr Tímanum er hann lætur í ljós reiði sína yfir því að Bandaríkjastjórn sé að hætta við hernaðarframkvæmdir sínar á ís- landi. Skýrir blaðið frá því að ,Jiermálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi ákveðið að fresta um óákveð- inn tima öllum framkvæmdum á lslandi, sem ekki hafa þegar verið gerðir samningar um“ og „að eyðsla af almannafé Bandaríkj- anna verði hér eítir í lágmarki." AKIIREYRINGAR! - NÆRSVEITAMENN! Frá Happdrætti Háskólans- Opið til kl. 10 í dag, jöstudaginn 8. júní. Endumýjun sé lokið fyrir húdegi laugard. 9. júní. í 6. flokki verða dregnir út 902 vinn- ingar samtals kr. 435.300.00. UMBOÐSMAÐUR. Síldarsfúlkur vantar til Raufarhafnar á n. k. vertíð. Beztu fáanleg vinnuskilyrði og húsnæði. Kauptrygging. Upplýsingar hjá Steinþóri Helgasyni, símar 1293 og 1952 og hjá skrifstofu verkalýðsfélaganna, sími 1503. Söltimarstöðin ÓÐINN h.f. Vilhjálmur Jónsson. Akureyrarbær. Sundlaugarbygging. TILKYNNING Hinn 31. maí 1956 framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað útdrátt á skuldabréfum fyrir 7% láni bæjarsjóðs Akureyrar vegna sundlaugarbyggingar. Þessi bréf voru dregin út: Litra A: no. 9, 16, 22, 23. Litra B: no. 15, 21, 35, 40, 43, 58, 65, 73, 89, 93, 96, 100. Litra C: no. 25, 37, 42, 49, 57, 60, 90, 95, 100, 101, 104, 110, 120, 121, 136, 139, 142, 145, 148, 151, 155, 161, 167, 172, 186. Hin útdregnu bréf verða greidd á skrifstofu bæjar- gjaldkerans á Akureyri þann 1. október næstk. Bæjarstjórinn á Akureyri, 2. júní 1956. STEINN STEINSEN. Akureyringar! - Eyfirðingar! Höfum flutt raftækjavinnustofu okkar úr Brekkugötu 13 í Kaupvangsstræti 19. RAFORKA H.F. Sími 2257. Rit HALLDORS KILJANS seljum við næstu daga með mjög hagkvæmum greiðsluskilmálum. Notið tækifærið, meðan tími er til. — Einnig höfum við bækur Gunnars Gunnarssonar, Árbækur Espólíns, allar Norðrabækur, rit- safn Davíðs Stefánssonar og ótal margt fleira, allt með hinum ágætu greiðsluskilmálum. BÓKAVERZLUNIN EDDA H.F. Hafnarstr. 94 (Hamborg) og Strandg. 13 B. Símar 1334 og 1183. Gegn hagkvæmum greiðsluskilmálum seljum við bækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. — Lítið á úrvalið. — Ókeypis bókaskrá. BÓKAVERZLUNIN EDDA H.F. Hafnarstr. 94 (Hamborg) og Strandg. 13 B. Símar 1334 og 1183. (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.