Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.06.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 08.06.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 8. júní 1956 VERKAMAÐURINN 3 Theodóra Fr. Þórðardóttir: Vinsfri sinnaðir menn í öllum flokkum sameinasf um Alþýðubandalagið Soffía Guðmundsdóttir: Kosningarnar nú eru fyrsf og fremst barátta fyrir sjálfsfæði þjóðarinnar og kjarabarátta Það ætti ekki að vera vandi fyrir vinnandi fólk til sjávar og sveita að ákveða, hvar það setur atkvæði sitt í þeim kosningum, sem fara í hönd, ef athugaðir eru svolítið flokkamir, sem taka þátt í kosningunum. „Framsókn" hefir sýnt það í verki, að hún metur, því miður, meira sérhagsmuni foringja sinna heldur en fólksins, sem hún segist vinna sérstaklega fyrir — og byrj- aði líka þannig — og lofar nú öllu fögru. En hverjar eru efndirnar? Samstaða með Sjálfstæðisflokkn- um, þegar upp úr því er hægt að hafa völd og peninga handa þeim, sem þar eru á oddinum. Og hvað finnst ykkur um það, sem Steingr. Steinþórsson hélt fram í ræðu þeirri, sem hann flutti 1. maí sl., að með allri vinsemd og virðingu, sem hann kvaðst bera fyrir verka- lýðshreyfingunni og verkalýðnum, þó væri verkföll alveg úrelt og ættu ekki að eiga sér stað, og fjarri öllu væri að þau beitti sér fyrir samstöðu vinstri aflanna í pólitík. En hvernig haldið þið, kjósendur góðirað ráðherrann hafi viljað að verkalýðsfélögin ættu að haga sér. Svo var að heyra, sem þau ættu að vera eins og þau eru að mestu, óvirk í landsmálum öll- um, og þetta ætlast hann til að hlustendur taki á móti án þess að finna, hvað þetta boðar. Finnst ykkur ekki svona lagað vera lítils- virðing á kjósendum, því hver meðalgreindur maður sér í gegn- um þetta, ef hann vilí hugsa sjálf- stætt. En þeim er mesta vorkunn, sem bera svona fram, því það hef- ur tekizt oftar en skyldi að blinda kjósendur í því moldviðri, sem þyrlað er upp. Og svo er það atkvæðagreiðslan um tillöguna, þar sem lagt var til að Framsókn neitaði samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta allt þýðir ekkert annað en samstarf við þann flokk eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefir pen- ingavaldið, eins og allir vita, og þar af leiðandi mundu þessir flokkar láta verkalýðsmálin öll dansa eftir sínu höfði, og sá dans yrði enginn leikur. Þeir mundu banna öll verkföll, binda kaup og vísitölu o.s.frv., og þá væri glatað allt, sem verkalýðshreyfingin hefir komið í framkvæmd með ótrúlegri fómfýsi og áratuga erfiði. Svo gengur sá flokkur, sem hef- ir kennt sig við alþýðu, og vann líka fyrir hana í byrjun, svo geng- ur hann til samstarfs við fyrr- nefnda tvo flokka vitandi hvað á eftir fer, eða ætlar hann að vísa „Framsókn“ á þann veg, sem hún upphaflega fór? Ef svo væri, þá er vel. En það er ekki sársaukalaust að viðurkenna að engar líkur eru á því, þar sem vinstri armur flokksins er genginn frá honum, annað hvort rekinn fyrir of mikið starf í þágu alþýðu landsins, eða farið af eðlilegum ástæðum vegna atefnu flokksins, þar af leiðandi eru það staðreyndir, sem ekki er hægt að sniðganga, að þarna renna saman í eina heild hægri armar „Framsóknar" og Alþýðuflokksins, því að vinstri menn „Framsóknar“ eru einnig reiðubúnir til vinstri samvinnu. Þar af leiðandi tóku nú höndum saman vinstri sinnaðir menn, hvar í flokki sem þeir stóðu áður, og stofnuðu Alþýðubanda- lagið, sem hefir nú vinstri menn í kjöri í hverju kjördæmi landsins, konur og karla, margt ungt og glæsilegt fólk, sem berst fyrir því að verkalýðshreyfingin verði ekki óvirk í landinu, berst fyrir því að hún geti eitthvað lagt til málanna um afkomu sína á löggjafarþingi þjóðarinnar, berst á móti auðvald- inu, sem ekkert bítur á nema sam- tök fólksins voldug og sterk. Þess vegna kjósum við Alþýðubanda- lagið 24. þ.m. En fyrirgefið, ég var nærri búin að gleyma að minnast á Þjóðvarn- arflokkinn. Ég áleit fyrst að hann væri skársti miðflokkurinn, en þegar hann neitaði vinstri sam- vinnu í vor við þessar kosningar, sem framundan eru, þá sé ég ekki að stofnun hans hafi haft annað markmið en að sundra röðum verkalýðshreyfingarinnar, og aldr- ei hefi ég fundið út úr stefnuskrá þessa flokks neina markaða línu, nema helzt um burtför hersins héðan, en þá kröfu hafði Sósíal- istaflokkurinn sett fram og barist fyrir áður en „Þjóðvöm“ var til, svo það var ekkert nýtt, sem hún bar þar fram. Um líf Þjóðvarnarfl. spái ég engu. Það kemur í ljós eftir kosningar. Ég veit að þessir flokkar allir, eða foringjalið þeirra, hafa það allir fyrir blóra, þegar þeir neita vinstri samvinnu, að þeir geti ekki starfað með §ósíalistum. Flokkur þeirra sé landráðaflokkur stjómað af Rússum og þar fram eftir göt- unum, eins og við höfum séð og heyrt, en mér dettur í hug í sam- bandi við „Stalinsglæpina" svo- kölluðu, sem útvarp og blöð tala nú mikið um og er ekkert um það að segja í sjálfu sér. En ef Rússar hafa hér eins mikil ítök eins og andstöðuflokkar sósíalista segja að þeir hafi í Sósíalistaflokknum, hversvagna þögðu þeir þá ekki um þessa svokölluðu „glæpi“ Stal- ins fram yfir kosningar, því aug- ljóst er- að það mundi ekki bæta stöðu þess flokks, — sem þeir eru sagðir stjórna, — í kosningunum. Er ekki augljóst þeim, sem ekki loka augunum fyrir staðreyndum, að þarna er á ferðinni ein blekk- ingin ennþá gagnvart Sósíalista- flokknum, til að spilla sambúð só- sialista við verkalýðinn, sem þeir hafa barist fyrir og aldrei brugð- ist. Bandaríkin virðast hinsvegar hafa meira en lítinn áhuga á þeim kosningum, sem framundan eru, eftir því sem heyrist úr blöðum þeirra. Hvað finnst ykkur um það, eða máske er það ekkert athuga- vert, þó þeir telji að hægt sé að kaupa þjóðina með dollurum? Við hér á Akureyri höfum á- gætan frambjóðanda fyrir Alþýðu- bandalagið. Gáfaðan, róttækan mann, sem hefir sýnt það í verki, að við getum treyst honum í verkalýðsmálum. Og þið, sem kjósið Alþýðubandalagið munið að setja krossinn við nafn fram- bjóðanda en ekki landslistans. Það sýnir traust á frambjóðanda, sem kjósendur þurfa að sýna. Að lokum, látum ekki verka- lýðshreyfinguna og öll landsmál í höndum auðvaldsins, þá eru þau dauðadæmd. Kjósum Alþýðubandalagið 24. júní! Það er ekki oft að valdhafarnir geri sér títt við hina óbreyttu kjós- endur, eða sýni mikinn áhuga á hagsmunum þeirra. Þó er sú und- antekning er kosningar fara í hönd, að þeir gerast mjög áhuga- samir um afkomu hins vinnandi fólks, þess fólks, sem skapar þau verðmæti, sem þjóðin öll lifir á. Og það stendur sjaldnast á lofs- orðum hinna háu herra: Aukning atvinnutækjanna, skapar næga vinnu, gera fólki kleyft að eign- ast þak yfir höfuðið, svo nokkuð sé nefnt. Sem sagt, allt skal nú í lag fært, sem í ólestri hefir verið. Og nú standa einmitt kosning- ar fyrir dyrum. Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn hafa gefizt upp á því, sem þeir kalla að stjórna landinu. Lýsa því jafnframt yfir að efnahagsmálin séu komin í algjört öngþveiti. Það sé tap á öllu, tap á togurum, tap á bátaútvegnum, landbúnaðurinn beri sig ekki. Og orsökin, hún er: of há laun til sjómanna og kaup verkamanna alltof hátt. En þeir minnast ekkert á milliliðina, ekki á hneykslin í afurðasölumálunum, ekki á okurmálin, ekki á allt sukk- ið og svindlið í efnahagsmálum þjóðarinnar. Og nú klæðast þessir menn sín- um kosningarfötum og leita kjör- fylgis okkar, sem framleiðslustörf- in vinnum. Og við skyldum ætla, Alþýðubandalagið er samtök alls vinnandi fólks í landinu, til sjávar og sveita. Þúsundir karla og kvenna sem eiga allan sinn hag undir nýrri og betri stefnu i efna- hagsmálum þjóðarinnar, hafa skip- að sér undir merki þess. Kosning- ar þær, sem nú standa fyrir dyr- um, bera því fyrst og fremst svip kjarabaráttu, þar sem alþýðan beitir nú kjörseðlinum sem vopni. Um það verður kosið, hvort land- inu skuli stjórnað gegn verkalýðn- um eða hann fái nægilega sterka að þeir væru með alla vasa fulla af bjargráðum, þegar þeir svo op- inberlega viðurkenna öngþveiti efnahagsmálanna. En það er nú eitthvað annað. Um bjargráðin eru þeir hljóðir, en segja þó, að ýms- ar, óvinsælar ráðstafanir þurfi að gera, og séu þær svo óvinsælar að ekki sé gerandi að koma með þær fram, fyrr en eftir kosningar. Og hverjar skyldu nú þessar óvinsælu ráðstafanir vera, kjós- andi góður? Það eru þeirra gömlu húsráð: gengisfelling, skattaálögur og kaupbinding í einhverri mynd. Við þekkjum þessi ráð. Við mun- um álögurnar í fyrra og árangur þeirra. Arangur þessara bjargráða er alltaf sá sami, að gera hina ríku ríkari. Svo má ekki gleyma hinni heitustu ósk þessara manna, en það er hæfilegt atvinnuleysi í stéttum verkamanna og sjó- manna. En þrátt fyrir ráðleysið og dáð- leysið koma forustumenn stjórn- arflokkanna til okkar kjósenda og leita kjörfylgis. Og þeir eru ekki óskreyttir. Þeir hafa fundið sér litla fjöður, f.jöður sem vart er annað eftir af, en blá fjöðurstaf- urinn, sprunginn og skáldaður, nokkrir forstjórar og værukærir embættismenn, sem skreyta sig með Alþýðuflokksnafninu, en ólík- legri arftaka hins gamla verka- iýðsflokks er varla hægt að hugsa sér. Og hvaða svar getum við gefið þessum mönnum? Við getum ekki gefið þeim nema eitt svar. Við hljótum að veita Alþýðubandalag- inu brautargengi, þeim kosninga flokki, sem hefir verið stofnaður fyrir atbeina Alþýðusambands íslands, og er studdur af fólki úr öllum flokkum og stéttum. Flokk- ur, sem er flokkur fólksins sjálfs, þess fólks, sem skapar þau verð- mæti, sem þjóðin öll lifir á. En við gefum hinum frí, þeim mönnum, sem aðeins muna okkur nokkra daga fyrir kosningar. Við getum hæglega verið án þeirra. Við kjósum Alþýð ubandalagið. Við kjósum Bjötn Jónsson. aðstöðu á Alþingi til að hindra sí- fellda kjaraskerðingu. Þróun mála á síðasta vetri hef- ir fært verkalýðnum heim sanninn um það, að verkföll eru skamm- góður vermir, eigi verkalýðssam- tökin ekki öflugan málsvara á þingi. Verkfallið í fyrra leiddi í ljós hvers samtökin eru megnug. Þá var ekki spurt hvar í flokki menn stæðu, heldur skyldu allir stefna að því sameiginlega marki að rétta við hlut hins vinnandi fólks. Stofnun Alþýðubandalags- ins er óræk sönnun þess, að verka- lýðnum hefur lærzt að leggja til hliðar öll smærri ágreiningsmál, hefur tekið höndum saman um að vernda hagsmuni sína og mun nú enn sækja fram til nýrrar bar- áttu fyrir efnahagslegu öryggi sínu. Mönnum er einnig farið að skiljast, að vinnandi fólk í sveit- unum og við sjávarsíðuna á sam- stöðu og hefur í einu og öllu sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. Sig- ur Alþýðubandalagsins í kosning- unum getur einn tryggt verkalýðs- stéttunum, að þær kjarabætur, sem nást með langvinnum verk- föllum, verði ekki jafnharðan skertar stórlega. Þar eru þær stór- felldu álögur, sem Alþingi sam- þykkti nýlega, merkasta dæmið. Verðhækkanir þær, sem nú flæða yfir landið, og skerða dag frá degi kaupmátt launa alls almennings, gætu verið mönnum vísbending um, hvar í flokki þeim ber að standa, sem vilja spoma við því að lengra verði haldið á þeirri braut. í utanríkismálum tekur Alþýðu- bandalagið skýra og eindregna afstöðu. Hver sá sem gefur því at- kvæði sitt, stuðlar að því að her- .nn verði sem skjótast látinn hverfa héðan á brott. Við getum ekki kallað okkur sjálfstæða þjóð, meðan við hlítum því að erlent herveldi hafi hluta af landi okkar til umráða. Hersetan hefur raskað til muna atvinnu- og efnahagslífi okkar, auk þeirrar siðspillingar, sem herseta hefur óhjákvæmilega í för með sér. Reynt er að telja mönnum trú um að við getum ekki lifað í landi okkar án hersins, en minnumst þess, að einnig þá, er við áttum við Dani að etja, voru uppi þar raddir, sem töldu Islendinga ekki mega vera án danskrar íhlutunar. Gangi Alþýðubandalagið með sigur af hólmi í kosningunum, mun launamisrétti karla og kvenna hverfa úr sögunni svo að- eins eitt sé nefnt af þeim mann- réttindamálum, sem bandalagið hefur á stefnuskrá sinni. Það ætti að vera óþarft að hvetja allar kon- ur til að neyta kosningaréttar síns. Verum þess minnugar, að hann er dýrmætur arfur, sem horfin kyn- slóð hefur skilað aftur og árangur harðrar baráttu. (Framhald á 4. síðu). Theodóta Fr. Þótðatdóttir. Páll Indriðason, vélstjóri: VALIÐ ER LÉTT

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.